Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sparidagar á Hótel Örk Holl hreyfing og útivera, skemmtun, glens og gaman alla daga. Hér er á ferðinni áhugavert tilboð sem styttir biðina eftir sumrinu. Líf og fjör verður frá morgni til miðnættis með hinum reynda skemmtanastjóra Gunnari Þorlákssyni Sparidagar verða: 24. feb., 3., 10. og 17. mars, 7. og 14. apríl. Verð kr. 18.500 fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á nótt. Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði, þríréttaður kvöld- verður og eldfjörugt félagslíf alla daga og kvöld. Gleðistund á Miðgerðisbar öll kvöld. Átthagafélög í Reykjavík athugið! Nú er vinsælt að hitta gamla vini og kunningja á sparidögum á Hótel Örk. Kynnið ykkur hvenær sveitungar ykkar verða á sparidögum og bókið sömu daga. HVERAGERÐI, s ími 483 4700, fax 483 4775 Ath. einungis eru örfá herbergi laus. Því borgar sig að panta sem fyrst! MEISTARI Machia- velli væri stoltur af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún hefur náð í átta ár að sitja sem borgarstjóri og óum- deildur leiðtogi vinstri- manna í Reykjavík. Af skoðanakönnunum sést að hún dregur ekki ein- ungis R-listavagninn ein, heldur er hún sú eina sem mælist þegar Reykvíkingar eru spurðir um fulltrúa R- listans í borgarstjórn. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir borg- arstjóra. En Ingibjörg hefur fundið lausn. Lausnin felst í því að losa sig við tvo borgarfulltrúa og byggja um leið brú úr borgarmálun- um yfir í landsmálin. Sú brú er Stefán Jón Hafstein. Fyrir fjórum árum voru þeir Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson í vondum málum vegna ásakana um óstjórn í atvinnurekstri sínum. Á þetta var bent og Ingibjörg fór fremst meðal jafningja að verja þá. Hrannar uppskar pólitíska útlegð hálft körtímabilið en Helgi slapp. Hrannar tók á sig sökina á óreiðunni til að uppskera velvild Ingibjargar og Helga seinna, það er núna í prófkör- inu. En Ingibjörg gerir sér grein fyrir þeirri pólitísku staðreynd að þeir fé- lagar eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum og kjósendur dæmdu í síðustu kosningum með útstrikunum á nöfnum Helga og Hrannars eins og Stefán Jón Hafstein hefur nýlega bent á. Hún veit að kjósendur treysta ekki tvímenn- ingunum og Ingibjörg Sólrún ætlar ekki að auka vegsemd þeirra innan borgarstjórnar og auka þannig á hætt- una á tapi R-listans í vor. Hins vegar er rétt að halda því til haga að Ingibjörg Sólrún varði framboð þeirra tveggja á sínum tíma en nú virð- ist henni og öðrum vinstrimönnum í R-listanum lífsnauð- synlegt að losna við þá félaga til að auka trúverðugleika R-listans og skapa rými fyrir nýjan arftaka. Undanfarna daga hefur Ingibjörg Sólrún, með Stefán Jón að vopni, veg- ið að Helga og Hrannari úr þeirri átt sem þeir hafa síst mátt eiga von á. Stefán Jón Hafstein kýs að vekja upp sársaukafullt mál frá síðustu kosn- ingum um fjármálalegt misferli Helga og Hrannars. Sem sagt, kjós- endur kusu R-listann með óbragð í munni! Og nú þarf að endurnýja for- ystu listans til að hann sé trúverð- ugur. Hrannar og Helgi hafa verið borg- arfulltrúar á þessu kjörtímabili eða í fjögur ár. Hvort þeir séu ferskari en Stefán Jón Hafstein, sem nánast linnulaust hefur verið í eyrum lands- manna síðastliðin tuttugu ár án þess að hafa markað nein auðsýnileg spor í þjóðarsálina, verða kjósendur Sam- fylkingarinnar að gera upp við sig. Ingibjörg Sólrún er búin að ákveða sinn eftirmann og sína flóttaleið úr borgarmálunum. Einn dyggasti sam- starfsmaður hennar, Stefán Jón Haf- stein, varð fyrir valinu en til þess að hreppa hnossið sem arftaki borgar- stjórans varð hann að vega þá ein- staklinga sem einna mest hafa haldið merkjum núverandi borgarstjóra á loft. Vegið úr pólitísku launsátri Ólafur R. Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Stjórnmál Lausn Ingibjargar felst í því, segir Ólafur R. Jónsson, að losa sig við tvo borgarfulltrúa og byggja um leið brú úr borgarmálunum yfir í landsmálin. FORSTJÓRI Sam- herja hefur farið mik- inn vegna þeirra upp- lýsinga sem sjávar- útvegsráðherra gaf mér í svari við fyrir- spurn á dögunum. Þar kom fram að Samherji hefði flutt frá sér tæp fimmtán þúsund þorskígildistonn í veiðiheimildum á síð- ustu fimm árum til óskyldra aðila. Hann heldur því fram að upplýsingarnar séu rangar og hefur lagt fram útskýringar sínar á meðferð aflaheimild- anna á síðasta ári. Aftur á móti hef- ur hann ekki gert athugasemdir við upplýsingarnar hvað varðar hin árin fjögur. Forstjórinn hefur ásakað mig um að nota rangar upplýsingar til að koma höggi á fyrirtækið. Þetta er auðvitað fjarri lagi. Ég styðst við upplýsingar ráðherrans og ég sé ekki að neitt hafi komið fram sem bendir til þess að þær séu ekki heið- arlega fram settar. Ef brotalöm er í upplýsingaferlinu virðist hún vera hjá Samherjamönnum sjálfum sem virðast skila inn upplýsingum, margfaldir í roðinu. Það sem er merkilegt við fram- gang forstjórans er að hann hleypur í þessa vörn í málinu og telur ástæðu til að afsaka sig og fyrirtæk- ið fyrir að notfæra sér réttindi sem hann sannanlega hefur til að versla með veiðiheimildir. Það er undar- legt, ekki síst fyrir það að Þorsteinn Már hefur sagt það afar skýrt að hann vilji hafa kerfið eins og það er og ekki rýra heimildir til að versla með óveiddan fisk. Ástæða fyrirspurnarinnar Ástæða fyrirspurnarinnar var sú að Þorsteinn og félagar í LÍÚ-for- ystunni fóru í mikla áróðursherferð í sumar þar sem þeir voru augljóslega að reyna að blekkja fólk varðandi eðli kvóta- kerfisins. Í þessari herferð tóku þeir fyrir einstök byggðarlög og veifuðu tölum um hvað þau mundu borga ef settur yrði á auðlinda- skattur. Þessi útreikn- ingur er fáránlegur vegna þess að hinn raunverulegi auðlinda- skattur er kominn á fyrir löngu og hann er innheimtur af handhöf- um kvótans. Ég ákvað því að spyrjast fyrir um flutning aflaheim- ilda milli byggðarlaga og svörin gefa til kynna að byggðarlög þar sem eru sterk útgerðarfyrirtæki eru í sívax- andi mæli að selja öðrum byggðar- lögum sem hafa veikari útgerðarfyr- irtæki og laka kvótastöðu aðganginn að auðlindinni. Gífurlegar tilfærslur fjármuna milli útgerðarstaða Margt fróðlegt kemur fram í svari ráðherrans. Hér eru upptalin þau byggðarlög sem á síðustu fimm ár- um leigðu frá sér meira en 4.000 þorskígildistonn að frádregnu því sem þau leigðu til sín: Akureyri 28.870 þg.tonn, Þórs- höfn 10.222 þg.tonn, Skagaströnd 7.175 þg.tonn, Raufarhöfn 5.991 þg.tonn, Siglufjörður 5.900 þg.tonn, Hólmavík 5.601 þg.tonn, Reykjavík 4.430 þg.tonn, Húsavík 4.203 þg.tonn, Sauðárkrókur 4.037 þg.tonn. Hér koma svo þau sem leigðu til sín meira en 4.000 þorskígildistonn á tímabilinu fram yfir það sem þau leigðu frá sér: Grindavík 19.479 þg.tonn, Garður 16.917 þg.tonn, Snæfellsbær 9.051 þg.tonn, Keflavík 8.808 þg.tonn, Hafnarfjörður 8.606 þg.tonn, Dalvík 7.307 þg.tonn, Vogar 5.176 þg.tonn, Patreksfjörður 4.851 þg.tonn. Þegar þetta er skoðað verður hið raunverulega auðlindagjald vel sýnilegt. Gífurlegir fjármunir streyma frá fyrirtækjunum í byggðarlögunum sem leigja til sín heimildir til fyr- irtækjanna í byggðarlögunum sem leigja frá sér. Verð á veiðiheimildum er himin- hátt. Í vetur hefur kvótaverð í þorski farið í 164 kr. fyrir kílóið. Það má ætla að Grindvíkingar hafi t.d. greitt á þriðja milljarð fyrir útræði sitt á fyrrnefndu fimm ára tímabili. Það er rétt að taka það sérstak- lega fram að þetta eru einungis þær aflaheimildir sem leigðar eru til út- gerða í tilteknum sveitarfélögum að frádregnum þeim heimildum sem þær leigja frá sér og öfugt. Þarna fyrir utan er öll sala á varanlegum heimildum. Sem er auðvitað ekki síður auðlindagjald úr vösum þeirra sem kaupa til hinna sem selja. Ég vona þó að þessar upplýsingar gefi mönnum aukinn skilning á því hvernig auðlindagjald Þorsteins Más og félaga í LÍÚ er orðið að auðsuppsprettu fyrir sum byggðar- lög en myllusteinn um háls annarra. Ofurviðkvæmni Samherjaforstjórans Jóhann Ársælsson Kvótinn Auðlindagjald Þorsteins Más og félaga í LÍÚ, segir Jóhann Ársæls- son, er orðið að auðs- uppsprettu fyrir sum byggðarlög en myllu- steinn um háls annarra. Höfundur er alþingismaður. Á undanförnum dög- um hefur mikið mætt á samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni vegna málefna Lands- símans. Fjölmiðlar hafa elt uppi fjölmarga menn sem keppast um að vera hinir vitrustu eftir á og óskapast yfir röngum ákvörðunum og „klúðri“ ráðherrans. Þeir alvitrustu telja einsýnt að ráðherrann eigi að segja af sér. Menn eru áfram um að koma vitsmunum sín- um á framfæri en rök- stuðningurinn liggur í láginni. Því er rétt að skoða nánar nokkrar ávirðingar sem Sturlu eru bornar á brýn: Ákvörðun var röng Til skamms tíma hafa forstjórar hjá ríkinu og æðstu embættismenn verið ráðnir ævilangt án uppsagnará- kvæða. Nýlega var sú breyting gerð að ráða þessa menn til fimm ára. Það er mér til efs að nokkur dugandi stjórnandi hefði árið 1999 ráðið sig til ríkis- fyrirtækisins Lands- símans til skemmri tíma en fimm ára. Spurningin er því frek- ar sú hvort Þórarinn hafi verið rétti maður- inn í starfið. Ég minnist þess ekki að fjölmiðlar né aðrir „vitringar“ hafi verið með hávær mótmæli við ráðningu hans á þeim tíma. Of seint á ferðinni Þetta er eðlileg ályktun „vitring- anna“ eftir á, sérstaklega í ljósi þess að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum hefur farið lækkandi á alþjóðamark- aði frá því í mars 2000. Hins vegar var ekki hægt að selja Landssímann fyrr en heimild Alþingis lá fyrir. Sturlu verður seint kennt um þann drátt sem varð á þeirri samþykkt. Tímasetning var röng Sölu á ríkisfyrirtæki þarf að vanda vel þar sem stjórnunarstíll, markaðs- setning og öll uppbygging er oft verulega ólík því sem gerist hjá einkafyrirtækjum. Þetta á sérstak- lega við um jafn verðmætt fyrirtæki og Landssíminn er. Sala á bréfum í Landssímanum fyrr á árinu 2001 hefði því verið óráðleg vegna ónógs undirbúnings. Ófyrirséðir atburðir í Bandaríkjunum 11. september sl. urðu til þess að gengi hlutabréfa um heim allan lækkaði verulega. Þau áhrif náðu augljóslega líka til bréf- anna í Landssímanum. Um það er ekki við Sturlu að sakast. Verðið of hátt Það má til sanns vegar færa eftir atburðina 11. september sl. Hins vegar væri gagnrýni á samgönguráð- herra nú öllu meiri ef hann hefði látið undan þeim þrýstingi, lækkað verð bréfanna og selt þau á þeim tíma sem hlutabréfamarkaður um heim allan er í hvað mestri lægð. Þess í stað ákvað ráðherrann að láta verð bréf- anna standa og eftirspurnina ráða því hver salan yrði. Þegar kjarninn er skilinn frá hism- inu er fátt eitt bitastætt í ávirðingum manna á Sturlu. Landssíminn er enn í eigu ríkisins og stendur fyrir sínu. Sá tími kemur fyrr en síðar að mark- aðurinn tekur við sér á ný og sala Landssímans verður ákjósanleg. Sturla býr yfir nægri skynsemi og einurð til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Landssímans fram að þeim tíma. Hver er vitr- astur eftir á? Halldór Árnason Landssíminn Þegar kjarninn er skilinn frá hisminu, segir Halldór Árnason, er fátt eitt bitastætt í ávirðingum manna á Sturlu. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.