Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 18
NEYTENDUR 18 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SELJENDUR og innflytjendur líf- rænt ræktaðrar matvöru á Íslandi segja sölu hennar hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum og hafa fulla trú á því að um sé að ræða vaxandi grein í matvöruverslun. Eitt dæmi er 35% aukning í sölu á lífrænt ræktaðri þurrvöru í Hagkaupi á síðasta ári. Greint var frá því í Morgunblaðinu um daginn að sænska verslunarkeðj- an Konsum hefði tífaldað sölu á líf- rænt ræktaðri matvöru frá 1991–2000 og að velta fyrirtækisins hafi á sama tíma aukist um 500 milljónir sænskra króna, eða rúma 4,7 milljarða króna. Rúnar Sigurkarlsson annar eig- enda Yggdrasils segir aukningu í sölu á lífrænt ræktuðum matvælum hafa verið mjög mikla í nágrannalöndum okkar undanfarin misseri og að hlut- deild þeirra í sölu á matvörum al- mennt sé orðin 2,5%. Sú aukning hafi ennfremur orðið mjög hröð. Hlutfall lífrænt ræktaðrar matvöru af heildarsölu matvæla á Íslandi er mun minna, segir Rúnar ennfremur, eða innan við 1%. „Hins vegar leikur enginn vafi á að sama þróun mun verða hér á landi og er hún þegar far- in af stað. Ef til vill eru ekki nema 2–3 ár í það að sala á lífrænt ræktaðri matvöru verði álíka mikil hér á landi og í löndunum í kringum okkur. Aukningin hefur aldrei orðið jafn mikil og á síðasta ári. Ég finn ekki fyrir nokkrum samdrætti því aukn- ingin heldur áfram og ef fram heldur sem horfir þurfum við sjálfsagt að stækka verslunina,“ segir hann. Rúnar kveður þá breytingu jafn- framt hafa orðið á neytendum lífrænt ræktaðra matvæla að þeir sem kjósi slíka vöru aðhyllist ekki endilega til- tekinn lífsstíl, eins og áður var al- gengt, heldur hafi fyrst og fremst í huga að velja matvæli sem þeir telja örugg, til dæmis án sætu- og auka- efna, svo eitthvað sé nefnt. Rúnar segir breytingar á sölu á líf- rænt ræktaðri matvöru og náttúru- vöru í raun óhjákvæmilegar. „Maður trúir því varla hvað margir eru með óþol fyrir alls kyns efnum í mat í dag. Það virðist vera miklu meira um of- næmisviðbrögð við matvælum en þegar ég byrjaði með þennan rekstur fyrir 16 árum. Þegar ég fór af stað þótti eiginlega „út úr kortinu“ að vera með slíka verslun. Í fyrstu sóttist fólk einkum eftir lífrænt ræktuðu græn- meti, núna er vöruvalið mun breiðara og í raun hægt að fá alla matvöru líf- ræna, líka kex og súkkulaði. Þótt til- tekinn fjöldi hugsi áfram um hollustu er umræðan líka farin að snúast um aukin gæði matvöru,“ segir hann. Framtíðin er „búð í búð“ Um 1.100 vöruliðir fást hjá Yggdrasli, sem bæði er verslun og heildsala, og kveðst Rúnar meðal annars dreifa um 450 vöruliðum til Nýkaupa og á annað hundrað vörulið- um til Fjarðarkaupa. Kveður hann viðbrögð kaupenda við þessum vörum hafa verið mjög góð og að fólk sé ánægt með þessa viðbót við venju- bundið matvöruúrval. Rúnar segir þá leið hafa verið farna í stórmörkuðum erlendis að setja líf- rænt ræktaða matvöru í hillur með annarri vöru en það hafi ekki gefist nægilega vel. „Margir evrópskir stór- markaðir hafa því brugðið á það ráð að setja upp „búð í búð“ en þá eru líf- rænu vörurnar seldar í sérstakri verslun innan stórverslunarinnar. Dæmi um það hérlendis væri Lífsins lind í Nýkaupum í Kringlunni,“ segir hann. Lífrænt ræktaðar matvörur eru að jafnaði dýrari en þær sem ekki falla undir sömu skilgreiningu og segir Rúnar verðmuninn geta verið 20–30% og allt upp í 40%, en segir ennfremur að hann hafi verið meiri fyrir fáeinum árum. Lífrænt ræktað grænmeti er til að mynda talsvert dýrara en annað og segir Rúnar lista- eða viðmiðunarverð á lífrænt ræktuðu grænmeti hérlend- is að jafnaði 20% hærra í heildsölu. „Þessi verðmunur hefur hins vegar minnkað almennt og sumar lífrænar vörur eru nú á svipuðu verði og aðrar, til dæmis hrökkbrauð eða pasta. Á hinn bóginn mun verðmunur alltaf verða einhver á þessum vörum. Ein ástæðan er hærri framleiðslukostnað- ur fyrir bóndann því lífrænar afurðir eru ekki ræktaðar í jafn miklu magni og aðrar og einnig er meiri vinna við framleiðsluna,“ segir hann. Rúnar segir ennfremur að nýr þáttur í sölu á lífrænt ræktuðum vörum sé áherslan á heiðarleg við- skipti og er þá miðað við að fram- leiðslan sé ekki byggð á barnaþrælk- un, að þeir sem koma að ferlinu fái mannsæmandi laun og að bændum sé hjálpað til þess að fara út í lífræna ræktun, svo dæmi séu tekin. Hafa mikla trú á þessari grein Nýkaup opnaði heilsuvörumarkað- inn Lífsins lind, búð með lífrænt ræktaðar vörur, inni í verslun sinni í Kringlunni um miðjan desember. Árni Ingvarsson kaupmaður í Ný- kaupum segir að áður en Lífsins lind var opnuð hafi 1–200 lífrænt ræktað- ar vörur verið í hillum víðs vegar um verslunina og að sala á þeim hafi verið mjög lítil fyrir vikið. Í Lífsins lind eru 1.100–1.200 vöruliðir og segir Árni að ef sala á sömu vörum og voru áður á víð og dreif um búðina sé borin saman við sölu eftir að Lífsins lind var opnuð sé aukningin í einhverjum tilvikum 50–100%. „Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar. Við höfum lagt mikla áherslu á vörukynningar, nú síðast kynningu á lífrænt ræktuðu lambakjöti nú um helgina, sem fólki hefur líkað vel. Viðskiptavinir okkar skiptast í raun í tvo hópa, annars veg- ar eru þeir sem hafa tamið sér tiltek- inn lífsstíl og valið lífrænt ræktaðar vörur um langt skeið og hins vegar eru hefðbundnari neytendur sem vilja hugsa um hollustuna líka.“ Árni segir misjafnt eftir löndum hversu hátt hlutfall sala á lífrænt ræktuðum matvörum sé af sölu mat- vöruverslana. Í einstaka löndum geti sala á tilteknum flokki þeirra verið allt að 10%. „Hlutfallið 1–5% er mjög algengt. Þessi markaður stækkar hins vegar í sífellu og við höfum mjög mikla trú á þessum geira,“ segir hann. Nýkaup kaupir lífrænt ræktaðar vörur að langmestu leyti af innlend- um birgjum og segir Árni að versl- unin muni jafnframt hefja innflutning á slíkum vörum á næstu mánuðum. Nokkuð breitt úrval af lífrænt rækt- uðum matvörum er til sölu í Lífsins lind og segir Árni standa til að fjölga þeim á næstunni og hefja sölu á líf- rænt ræktuðu nautakjöti. Fólk til í að borga meira fyrir lífrænt ræktaða matvöru Gísli Sigurbergsson verðlagsstjóri í Fjarðarkaupum segir að lífrænt ræktuð þurrvara hafi verið á boðstól- um hjá Fjarðarkaupum í um eitt ár og að nú séu um 150 slíkir vöruliðir í versluninni. Dæmi um slíka vöru eru brauð, kex, morgunkorn, kaffi, sultur, ávaxtasafar og þess háttar, segir Gísli. „Umræðan um lífrænt ræktaðar vörur fer vaxandi og sala á slíkum vörum er alltaf að aukast. Viðtökur okkar viðskiptavina hafa verið mjög góðar og eitt af því sem við erum með í bígerð er að opna verslun með líf- rænt ræktaðar matvörur inni í versl- uninni. Gæti það jafnvel orðið á þessu ári,“ segir hann. Gísli segir viðskiptavini gera kröfu um framboð á lífrænt ræktuðum vörum og að til standi að fjölga slíkum vöruliðum í versluninni. „Það virðist einu gilda að þessi vara sé talsvert dýrari. Viðskiptavinurinn er til í að borga meira fyrir hana. Eitt dæmi í því sambandi er lífrænt ræktaðar kartöflur. Tveggja kílóa poki af þeim kostar 398 krónur meðan aðrar kart- öflur kosta 159 krónur eða þar um bil. Samt sem áður seljum við um 300 kíló á viku af þessum lífrænu. Fólk er greinilega að temja sér betri lifnaðar- hætti, þótt það þyki ekki sannað að líf- rænt ræktuð matvara sé endilega hollari,“ segir Gísli. 35% aukning í sölu lífrænnar þurrvöru á liðnu ári Anna Margrét Jónsdóttir gæða- stjóri hjá Hagkaupum segir að sala á lífrænt ræktuðum vörum hafi byrjað í versluninni fyrir 3 árum. Í fyrstu hafi einungis verið um að ræða fáeina vöruliði en í dag séu þeir rúmlega hundrað. Anna Margrét segir enn- fremur að sala á lífrænt ræktaðri þurrvöru hafi vaxið um 35% á liðnu ári og að aukningin hafi verið stöðug yfir árið. „Við höfum auglýst þessa vöru í Hagkaupsblaðinu og einnig er vitund fólks um lífrænt ræktaðar vörur að aukast. Þessar vörur hafa verið innan um aðrar í hillum versl- unarinnar, sem ég tel að hvetji hinn almenna neytanda til þess að velja líf- rænt. Á hinn bóginn má segja að þeir sem kaupa lífrænt ræktaða fram- leiðslu vegna tiltekins lífsmáta vilji frekar geta keypt þá vöru í afmörk- uðum verslunum. Í verslun Hagkaups í Smáralind erum við bæði með sér- stakar hillur með lífrænt ræktuðum vörum og lífrænt ræktaðar vörur inn- an um aðrar í hillum og með því telj- um við okkur koma til móts við báða hópana. Það hefur gengið mjög vel að bjóða lífrænt ræktaðar vörur sem val- kost innan um aðrar en við fylgjumst vitaskuld með þróuninni. Í það minnsta er ljóst að neytendur vilja líf- rænt ræktaða vöru og við komum til móts við það sem viðskiptavinurinn vill. Hvernig það verður gert í fram- tíðinni ræðst síðan af viðtökunum. En það er ljóst að við munum fjölga þess- um vörum,“ segir Anna Margrét. Í Hagkaupi hefur áherslan einkum verið lögð á lífrænt ræktaða þurrvöru og grænmeti og segir Anna Margrét vilja fyrir því að auka framboð á líf- rænt ræktuðum ávöxtum líka. „Hvað lífrænt ræktaða ávexti varðar verðum við að geta tryggt samskonar gæði og í öðrum ávöxtum. Lífrænt ræktaðir ávextir líta öðruvísi út. Þeir sem kaupa slíka ávexti vegna tiltekins lífs- stíls vita að hverju þeir ganga, en al- mennir neytendur láta útlitið hins vegar á sig fá. Það er nokkuð sem við verðum að hafa í huga,“ segir Anna Margrét Jónsdóttir að lokum. Mikil aukning í sölu á lífrænt ræktaðri vöru Morgunblaðið/Sverrir Kaupmenn telja að „búð í búð“ sé framtíðarfyrirkomulag í sölu á lífrænt ræktuðum matvörum. Sala á lífrænt ræktaðri matvöru hefur auk- ist jafnt og þétt síðustu misseri, að sögn seljenda. Helga Kristín Einarsdóttir fjallar um þróunina í sölu á lífrænt ræktaðri vöru og mikla trú kaupmanna á vaxandi umsvif. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Kefla- vík var 170 milljónir króna í fyrra og jókst um 38% milli ára. Hagnaður fyrir skatta dróst hins vegar saman um 27%, fór úr 179 milljónum árið 2000 í 131 milljón í fyrra. Skýringin á þessu er sú að tekjuskattur var tekjufærður í reikningi sparisjóðsins á síðasta ári en var gjaldfærður árið 2000. Framlag í afskriftareikning út- lána hækkaði um 73 milljónir, eða 84%. Framlagið fyrir árið 2001 er 0,94% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings en var 0,60% árið áður.Vaxtam- unur bankans, sem mælir hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu heildarfjármagns, var svipaður milli ára, 3,82% í fyrra en 3,86% árið 2000. Rekstrarkostnaður hækkaði um 14% á síðasta ári, og þar af hækkuðu laun um 13% og annar almennur rekstrarkostnaður um 16%. Kostn- aðarhlutfall sparisjóðsins, þ.e. önnur rekstrargjöld sem hlutfall hreinna rekstrartekna, hækkaði lítillega milli ára, úr 67,8% í 68,7%. Innlán sparisjóðsins jukust um rúmlega 8% milli ára, en útlán hans ásamt markaðsskuldabréfum jukust um 23%.    (.  (.   #$         /     0    1     &       &  ' %     '  ! 5678      )    93    &     ! "     ! "  ''#& +%#,  $'%  %$, +%(  -(  ! $% +#+&% +,-' ++.$#/ ++.'/ ,'.# *+ *     ++   #++   *+ *+  ,  ,+                    $++' $++'               !"  #! Hagnaður fyrir skatta minnkar um 27% HAGNAÐUR samstæðu Jarðbor- ana árið 2001 var um 15,4 milljónir króna, en var 95,3 milljónir árið 2000. Gengisþróun á árinu var Jarð- borunum óhagstæð en vænlega horfir um verkefni fyrirtækisins á árinu 2002, að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðborunum. Hlutafé Jarðborana hf. er 259,6 milljónir króna. Eigið fé félagsins var í árslok 865,8 milljónir króna, eiginfjárhlutfall var 61,7% en arð- semi eigin fjár hefur minnkað veru- lega, úr 13,4% árið 2000 í 1,9% árið 2001. Stærstu verkefni Jarðborana hf. á árinu 2001 voru unnin fyrir Orku- veitu Reykjavíkur á Hellisheiði vegna fyrirhugaðrar byggingar 120 MW jarðvarmavirkjunar á svæðinu. Bent S. Einarsson framkvæmda- stjóri segir í tilkynningunni að þær breytingar sem nú eiga sér stað inn- an og utan orkumarkaðarins muni skapa Jarðborunum mikla mögu- leika. „Verkefnastaða ársins 2002 er góð og hefur vaxandi áhugi helstu orkufyrirtækja landsins þar veruleg áhrif. Þau hyggjast auka raforku- framleiðslu sína með jarðvarma. Þátttaka Jarðborana á síðustu tveimur árum í félögum, sem hafa það að markmiði að virkja jarðhita, staðfestir þann ásetning félagsins að taka þátt í framþróun í orku- málum.“ Hagnaður Jarð- borana 15 milljónir                &       ' % &      (  %  '  !       &   &     &&% &$- ),&  $$   *%% #$,  +$- %+.,/ +.&/ %,    #  #                   $           ! "  ! "  ! "        $++' $++'           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.