Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HÉR uppi við Vatnsendann er það hluti af tilveru okkar að rölta á fal- legum og friðsælum helgarmorgnum eftir Mogganum sem bíður í póst- kassanum uppi á horni. Svipað og forðum í sveitinni þegar farið var eft- ir póstinum út á brúsapall eftir að mjólkurbíllinn hafði farið hjá. Í gegnum tíðina höfum við íbúarnir í þessari dreifðu byggð einnig sam- glaðst þeim fjölmörgu borgarbúum sem nýta þetta svæði til útivistar, gangandi, ríðandi, hjólandi eða hlaupandi. Maður fyllist ánægju yfir því láni að eiga slíka náttúruvin, sem felst í lítt snortnu landinu umhverfis Elliðavatn, aðeins steinsnar frá borgarsvæðinu. Samkvæmt skipulaginu stendur til að hlaða á þetta svæði miklu af húsum og enn meiru af malbikuðum götum og gangstéttum, stofnbraut- um, sjoppum og þjónustukjörnum. Ljóst er að ef af því verður munu land- og lífsgæði við Elliðavatnið vestanvert skerðast verulega. Það mun verða sannkallaður Paradísar- missir. Ef bæjaryfirvöld í Kópavogi tækju hins vegar höndum saman við landeigendur við Vatnsenda um að varðveita þetta svæði frekar til úti- vistar í stað þess að skemma það og gera óaðlaðandi með of mikilli þétt- ingu byggðar myndu viðkomandi að- ilar uppskera virðingu í stað vansa. Þeir teldust framsýnir í stað þess að gerast sekir um að hlaupa eftir stundarhagsmunum. Í raun ættu bæjaryfirvöld í Kópa- vogi ekki að vera einráð um að ákvarða framtíð þessa lands. Allir íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga hagsmuna að gæta í þessu tilliti og ekki síður þeir sem á eftir okkur munu koma. Því skora ég á sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman um að varðveita landið næst Elliðavatni, allan hring- inn, komandi kynslóðum til ánægju og útiveru, og haga annarri upp- byggingu svæðisins í samræmi við það. Að leggja nú fornaldarlegan Útivistarpara- dísin Elliðavatn Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni: Frá Elliðavatni. hrepparíginn til hliðar og sameinast um að sjá til þess að byggð verði ekki þétt um of á þessu svæði. Mögulega má gera það með því að greiða land- eigendum fyrir svæði sem bjargað verður undan byggingum og bæta þeim þannig upp lóðamissinn. Við að bjarga þessu landi og hafa rýmra um byggðina uppi við Vatn myndi vænt- anlegur heildarfjöldi íbúa Kópavogs verða ‘einungis’ 31.000 í stað 33.000. Nú er ekki langt í að þessi bær verði fullbyggður. Hvaða máli skiptir þá hvort endanleg tala íbúa er heldur lægri en hærri? Kópavogur er hvort eð er aðeins hluti af höfuðborgar- svæðinu. Það á ekki að þurfa að vera sáluhjálparatriði fyrir bæjarstjórn- endur að hafa sveitarfélagið sem stærst. Slíkt ber minnimáttarkennd vitni, – magn á kostnað gæða. Með vatnið sem miðdepil, Elliða- árnar með sínu fjölskrúðuga fiska- og fuglalífi og með beintengingunni við Heiðmörkina er hægt að hugsa sér svæðið umhverfis Elliðavatn sem sterkan ferðaþjónustu- og útivistar- kjarna, svipað og vísir er að í Laug- ardalnum. Þarna mætti meira að segja koma upp opnum dýragarði þar sem hægt yrði að nálgast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi rétt við bæjarmörkin. Og þær skrýtnu mannverur sem hafa kosið að lifa í þessu umhverfi og líta á ákveðna skerðingu samfélagsþjónustu sem lífsgæði, sem kjósa að sleppa götu- lýsingu til að geta betur notið norð- urljósanna, gætu sem best orðið hluti af þessum náttúrudýragarði. JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, íbúi við Elliðavatn. UNDANFARNAR vikur hef ég und- irritaður orðið var við mjög mikla vel- vild og raunar umhyggju fyrir Múla- lundi, vinnustofu SÍBS, við Hátún hér í Reykjavík. Hefur þessi vinátta birst á marga lund, meðal annars með sím- hringingum og raunar með blaða- skrifum þar sem fólk hefur lýst áhyggjum sínum vegna Múlalundar og þeirrar starfsemi sem þar fer fram og ekki síst áhyggjum vegna starfs- fólksins sem þar vinnur. Fyrir þenn- an hlýhug og vináttu sé ég sérstaka ástæðu til að þakka á opinberum vett- vangi. Um leið nota ég tækifærið til að fullvissa alla, og þá ekki síst hið góða starfsfólk okkar á Múlalundi, sem vissulega hefur orðið órólegt undan- farið, að af hálfu SÍBS mun mikið verða lagt á sig til að starfsemin á Múlalundi haldi áfram og þau ör- yrkjastörf sem þar eru varin. Ég sagði starfsfólkinu á fundi, áður en allt fjaðrafokið varð, að nú væri komið að því að SÍBS gæti ekki án aðstoðar haldið rekstrinum áfram að óbreyttu. Sú afstaða mín er óbreytt. Eyrum ráðamanna hefur nú verið náð og til byrjunaraðgerða gripið með faglegri úttekt á staðnum, sem vonandi leiðir til þess að framtíðarúrlausn fæst, en flestum má vera ljóst að ekki er mark- mið með rekstri Múlalundar að ná fram peningalegum hagnaði heldur að sem flestar hendur fái vinnu við sitt hæfi burtséð frá hagnaðinum. Hagnaðurinn, og um leið ánægjan, felst í því að veita fólki, sem ekki er fært um að vinna í hörðu umhverfi peningahyggjunnar, störf við hæfi og veita því þá lífsfyllingu sem í vinnunni felst og um leið þá vissu að störf þeirra séu sambærileg því besta sem völ er á. Það hefur vissulega tekist á Múlalundi. Bestu þakkir fyrir hugulsemina. ÞORBJÖRN ÁRNASON, formaður stjórnar Múlalundar og stjórnarmaður í SÍBS. Starfsemi Múlalundar Frá Þorbirni Árnasyi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.