Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÚMLEGA fimmtugur karlmaður var myrtur á leið heim úr vinnu sinni aðfaranótt mánudags á Víðimel í Reykjavík. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins handtók lögreglan í gærkvöldi mann sem grunaður er um verknaðinn og var hann yfirheyrður fram á nótt. Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, vildi ekki staðfesta þetta en sagði að unnið væri af krafti að rannsókn málsins. Atburðurinn uppgötvaðist kl. 5.46 í gærmorgun, þegar vegfarandi kom að hinum látna og lét lög- reglu vita. Hinn látni var með mikla áverka á höfði eftir barefli, að því er talið er, en morðvopnið er ófundið. Maðurinn vann vaktavinnu og var samferða vinnufélögum sínum í bíl heim á leið. Honum var hleypt út á Melatorgi um kl. 1.15 eftir miðnætti á sunnudagskvöld og var hann vanur að ganga það- an heim til sín vestur í bæ. Lögregla telur ljóst að hann hafi hitt einhverja á leiðinni, sem réðust á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan getur ekkert fullyrt um morðvopnið en segir ljóst að um einhvers konar barefli hafi verið að ræða. Á hinum látna voru höggáverkar en krufning á eftir að fara fram. Lögreglan telur ekki útilokað að hinn látni hafi verið rændur, þar sem veski hans fannst á vett- vangi, nánast peningalaust. Hörður segir að tilviljun virðist hafa ráðið því að maðurinn varð fyrir árásinni. Ekki sé vitað til þess að hann hafi átt sér nokkra óvini. Þá sé ólíklegt að árásarmennirnir eða -maðurinn hafi setið fyrir vegfaranda á þessum stað í ljósi þess að um fá- farna götu er að ræða á þessum tíma nætur. Allt að 20 lögreglumenn vinna að rannsókn málsins, þar af lögreglumenn úr tæknideild lögreglunnar og menn úr ofbeldisbrotadeild lögreglunnar. Vett- vangur glæpsins var girtur af í gær fram til kvölds á meðan vettvangsrannsóknir fóru fram og leitað var að ummerkjum. Víðimel var lokað við Hofs- vallagötu og Furumel. Lögreglan fór í hús á Víði- melnum og kannaði hvort fólk hefði orðið vart við nokkuð óeðlilegt þá um nóttina, en þrátt fyrir að íbúar hafi verið fúsir til að aðstoða gátu þeir ekki varpað frekara ljósi á atburði. Hörður Jóhannesson vill ekki fara nánar út í að- gerðir lögreglunnar en hvetur þá sem geta borið um mannaferðir á og við Víðimel á tímabilinu frá kl. 1.15 til 5.46 í gærmorgun, að gefa sig fram við lögregluna. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/Júlíus Nákvæm rannsókn á vettvangi fór fram í gær á Víðimelnum þar sem leitað var ummerkja. Einnig var leitað eftir upplýsingum hjá íbúum við Víðimel. 51 árs maður myrtur með barefli á leið heim úr vinnu sinni Maður handtekinn grunaður um morðið Fyrirsát talin ólíkleg Í YFIRLÝSINGU sex stjórnar- manna Símans í gær um greiðslur til Friðriks Pálssonar stjórnarformanns, kemur fram að stjórnin hafi talið greiðslurnar sanngjarnar, en óeðli- legt hafi verið að stjórninni hafi ekki verið greint frá þessu fyrirkomulagi. Einn stjórnarmanna, Flosi Eiríksson, stóð ekki að yfirlýsingunni. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að samráð hafi verið haft við sig um fyrirkomulag á greiðslum fyrir ráðgjafarstörf til Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns Landssímans. Friðrik fékk á síðasta ári greiddar 5.089.000 kr. til viðbótar hefðbundnum greiðslum fyrir stjórn- arstörf. Greiðslurnar fóru til ráðgjaf- arfyrirtækisins Góðsráðs ehf. sem er í eigu Friðriks. Stjórn Landssímans kom saman til fundar í gær til að ræða þessar greiðslur. Í yfirlýsingu frá sex stjórn- armönnum segir að greiðslurnar til Friðriks hafi verið til komnar vegna mikillar vinnu sem hann hafi innt af hendi vegna einkavæðingar Símans. Það sé sameiginlegt álit stjórnar- manna að greiðslurnar séu sann- gjarnar. Stjórnarmenn telja hins veg- ar óeðlilegt að stjórninni hafi ekki verið greint frá þessu fyrirkomulagi. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að leitað hafi verið eftir því við Friðrik að hann tæki að sér ýmis störf sem m.a. tengdust einka- væðingu Landssímans. Ljóst hafi verið að um það mikla vinnu væri að ræða að eðlilegt hafi verið að greiða fyrir hana sérstak- lega. „Að sjálfsögðu gerði ég ráð fyrir því að stjórnin væri upplýst um þetta og það kom mér satt að segja á óvart að heyra að það hefði ekki verið gert. Stjórnin hefur farið yfir þetta mál og ályktað um það. Ég mun fara yfir málið á morgun [í dag] með stjórn- arformanni og forstjóra Landssím- ans,“ sagði Sturla. Yfirlýsing sex stjórnarmanna Símans um greiðslur til formannsins Sanngjarnar – en óeðlilegt að stjórn vissi ekki af þeim  Fékk 5,1 milljón/6 ÍSLENSKIR læknar og vísindamenn hafa fundið nýja stökkbreytingu í genum sem taka þátt í sykurefna- skiptum. Þekktar eru stökkbreyting- ar í fimm genum sem geta valdið ætt- lægri og arfgengri sykursýki og fannst sjötta gerðin í íslensku rann- sókninni. Greint er frá þessum nið- urstöðum í tímaritinu Diabetologia sem er alþjóðlegt fræðitímarit. Að rannsókninni stóðu Reynir Arn- grímsson, dósent við læknadeild Há- skólans, Ástráður B. Hreiðarsson, yf- irlæknir göngudeildar sykursjúkra, Sigurður Yngvi Kristinsson, aðstoð- arlæknir, Eirný Þöll Þórhallsdóttir, sameindalíffræðingur, Bente Talseth, meinatæknir, Eiríkur Steingrímsson, rannsóknarprófessor við læknadeild, Árni V. Þórsson, yfirlæknir göngu- deildar sykursjúkra barna, og Þórir Helgason, fyrrverandi yfirlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Urði, Verðandi, Skuld ehf. Kemur yfirleitt fram á fullorðinsárum Rannsókn íslensku vísindamann- anna leiddi í ljós þrjár mismunandi stökkbreytingar í genum sem taka þátt í sykurefnaskiptum. Tvær breyt- inganna voru áður þekktar og þeim hefur áður verið lýst af erlendum rannsóknarhópum. Þriðja breytingin, sem liggur í geni sem nefnist Neuro- D1, fannst í þessari rannsókn. Um er að ræða afbrigði af sykursýki af teg- und 2 eða fullorðinssykursýki sem er algengasta form sykursýki í hinum vestræna heimi í dag. Kemur hún yf- irleitt fram á fullorðinsárum og er tal- in að einhverju leyti tengjast lifnaðar- háttum. Í frétt frá rannsóknar- hópnum kemur fram að það sem einkenni hina nýju gerð sem fannst á Íslandi sé lágur meðalaldur við grein- ingu sjúkdómsins eða við 30 ára aldur og að hún tengist ekki offitu eins og oft hefur áður verið lýst í fullorðins- sykursýki. Íslenska rannsóknin náði til þriggja fjölskyldna með ættlæga syk- ursýki. Í tveimur þeirra greindust hjá hvorri um sig ein stökkbreyting sem þekktar voru. Í þriðju fjölskyldunni tókst ekki með genakortlagningu að tengja ættina við neina af hinum fimm þekktu genum sem valda ætt- lægri sykursýki né við ýmis önnur gen sem tengjast sykursýki. Fundu nýja stökkbreyt- ingu í gen- um tengdum sykursýki KARLMAÐUR veittist að konu með eggvopni í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Lög- reglan í Reyjkavík fékk til- kynningu um árásina um kl. 21. Konan var flutt á slysa- deild. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu er árásarmaður- inn talinn eiga við geðræn vandamál að stríða. Lögregl- an var enn við rannsókn í íbúðinni um miðnættið og beið þess að læknir kæmi á staðinn til að huga að árás- armanninum. Ráðist að konu með eggvopni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.