Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUNAGREIÐSLUR vegna nefnd- ar- og sérfræðistarfa nefndarmanna í framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu voru harðlega gagnrýndar á Al- þingi í gær. Kristján L. Möller, þing- maður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi í utandagskrárumræðu um störf og starfskjör nefndarinnar, sagði um að ræða „grófa sjálftöku á launum“ en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði slíkan málflutning út- úrsnúning. Gagnrýnt var að aðeins forsætisráðherra tók þátt í um- ræðunni af hálfu stjórnarflokkanna. Málið alltaf að taka á sig nýja og nýja mynd Í máli Kristjáns L. Möllers og fleiri þingmanna stjórnarandstöð- unnar kom fram hörð gagnrýni á launagreiðslur til þeirra sem sinnt hafa einkavæðingu á vegum ríkis- stjórnarinnar. Kristján sagði að frá því hann hafi beðið um þessa um- ræðu hafi málið alltaf verið að taka á sig nýja og nýja mynd. Gagnrýndi hann laun nefndarmanna einkavæð- inganefndar harðlega og sagði nefndarmenn hafa keypt sérfræði- þjónustu af sjálfum sér. Frá árinu 1996 hafi nefndin kostað tæpar 40 milljónir króna, þar af væri hlutur formanns nefndarinnar rúmar 20 milljónir króna. „Þetta er að mínu mati gróf sjálf- taka á launum og afar óeðlileg stjórn- sýsla svo ekki sé meira sagt,“ sagði Kristján og bætti við að í fjölmiðlum undanfarna daga hefði fráfarandi formaður einkavæðingarnefndar þakkað fyrir sig með reikningsskil- um sem stórsköðuðu Símann að mati sérfræðinga og verðfelldu fyrirtæk- ið, jafnvel um marga milljarða kr. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði það útúrsnúning að segja að nefndarmenn einkavæðingarnefndar hefðu samið við sjálfa sig. Þetta væru sérfræðingar sem starfræktu eigin skrifstofur og auk nefndarlauna hefðu þeir fengið greitt skv. reikn- ingum sem þeir hafi sent inn fyrir vinnu umfram áætlaða jafnaðartíma. Þetta væri fyrirkomulag sem al- mennt tíðkaðist fyrir vinnu í nefnd- um. Forsætisráðherra sagði að nefnd- armenn hafi ekki verið að kaupa sér- fræðiþekkingu af sjálfum sér. Þeir væru valdir í nefndina vegna þess að þeir búa yfir sérfræðiþekkingu. „Ég tel að þessir menn hafi unnið mjög samviskusamlega,“ sagði Dav- íð. „Þeir reka allir sínar skrifstofur. Þeir hafa ekkert slíkt umhverfi eins og þingmenn og ráðherrar, þar sem séð er fyrir öllum kostnaði, hita og rafmagni, vélritunaraðstöðu og öllu þessháttar. Allt þetta þarf að ganga þótt þessir menn séu á fundum ann- ars staðar og því er þetta útseld vinna,“ bætti hann við. Fleiri þingmenn kvöddu sér hljóðs vegna málsins og voru þeir allir frá stjórnarandstöðunni. Enginn fram- sóknarmaður tók þátt í umræðunni og forsætisráðherra var eini fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var sérstak- lega vakin athygli á þessu. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, sagði alvarlegast að forsætisráðherra telji allt í lukkunn- ar velstandi. „Það er ljóst að fram er komin ný stétt útgerðarmanna á Íslandi. Þessi stétt gerir út á ríkissjóð í tengslum við hlutafélagavæðingu opinberrar starfsemi og sölu almannaeigna,“ sagði hann. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist nú býsna reyndur, en hann þættist þó aldrei hafa staðið frammi fyrir öðru eins og við blasti frá degi til dags. Forsætisráðherra telji eðlilegt að menn versli við sjálfa sig og því verði Alþingi að taka miklu fastar á málum og kjósa rannsóknarnefnd sem geri ítarlega úttekt á þessum tveimur fyr- irbrigðum, einkavæðingarnefnd og Landssímanum. „Þetta verður ekki aðskilið í þeim heilaga hafragraut sem þar sýður,“ sagði Sverrir. Umræða utan dagskrár um stjórn og starfshætti einkavæðingarnefndar Nefndarmenn sakaðir um grófa sjálftöku á launum Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi málefni Símans og einkavæðingarnefndar á Alþingi í gær. Útúrsnúningur, segir forsætis- ráðherra Hafa fjöl- miðlar ríkari rétt til upp- lýsinga en þingmenn? STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega í upphafi þingfundar á Al- þingi í gær að svo virðist sem al- menningur hafi ríkari rétt til upplýs- inga en alþingismenn. Vísaði hann til þess að úrskurðarnefnd upplýsinga- mála úrskurðaði nýlega að forsæt- isráðuneytið skuli veita fréttastofu Stöðvar 2 upplýsingar um greiðslur kostnaðar vegna einkavæðingará- forma stjórnvalda, en áður hefði ráðuneytið hafnað því að upplýsa þingmenn um skýringar við þessa liði í umræðum um frumvarp til fjár- aukalaga og notið þar stuðnings for- seta Alþingis. „Ég tel óhjákvæmilegt að bæði forsætisráðuneytið og forsætisnefnd Alþingis bregðist við þessum úr- skurði og setji skorður við ítrekuðar tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að hafa þennan rétt af alþing- ismönnum,“ sagði Steingrímur og vísaði til stjórnarskrárvarins réttar þingmanna til upplýsinga. Aðrir þingmenn stjórnarand- stöðu, sem tóku þátt í umræðunni, tóku undir gagnrýni Steingríms og sérstaklega var forseti Alþingis gagnrýndur fyrir að hafa tekið af- stöðu með framkvæmdavaldinu á sínum tíma og þannig brugðist því að standa vörð um rétt Alþingis og rétt þingmanna til upplýsinga. Óskaði Jón Bjarnason (Vg) eftir því að for- sætisráðuneytið og forsætisnefnd bæðust afsökunar vegna þessa máls og Einar Már Sigurðarson (S), sem fyrir áramót vakti fyrst máls á þess- um lið fjáraukalaganna, sagði það ítrekað gerast að fjölmiðlar fái upp- lýsingar sem Alþingi sé neitað um. Sjálfsagt og eðlilegt að skoða málið Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði fjarri öllu lagi að komið væri fram af óbilgirni gagnvart þinginu. „Auðvitað eru menn ekki að því þótt menn séu að reyna að lúta sam- ræmdum og eðlilegum reglum í sam- skiptum þings og framkvæmda- valds,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagðist ekki þekkja málið til hlítar, þar sem hann hefði ekki séð fréttir Stöðvar 2, en sagði sjálfsagt og eðlilegt að fara of- an í öll þessi mál. Hann bætti því einnig við, að um- ræddur úrskurður taki til afar tak- markaðs hluta af þeirri beiðni sem komið hafi á sínum tíma frá fjárlaga- nefnd. Því sé ekki, að því er hann best viti, um algjörlega sambærilega hluti að ræða. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljós við upphaf þingfundar í gær og upp- lýsti að Samfylkingin hafi ítrekað far- ið fram á að ræða stöðu Símans, söl- una á fyrirtækinu og málefni sem henni tengjast við forsætisráðherra. Því hafi verið synjað, þar sem for- sætisráðherra vísi á samgönguráð- herra. „Þessu getum við ekki unað,“ sagði Össur. „Samfylkingin krefst þess að fá að ræða málefni Símans og söluna á Símanum við forsætisráðherra, enda heyrir málið undir hann.“ Formaður Samfylkingarinnar benti á að einkavæðingarnefnd, undir forræði forsætisráðherra, hefði með sölu fyrirtækisins að gera og það ylli sér vonbrigðum að hann kjósi að benda á samgönguráðherra í þessu máli. Benti hann á að samgönguráð- herra bæri ekki ábyrgð á meintum mistökum við sölu fyrirtækisins, t.d. við verðlagningu og tímasetningu söl- unnar. „Það er auðvitað forsætisráðherra sem ber hér ábyrgðina,“ ítrekaði Öss- ur, „en ekki samgönguráðherra sem ber þó nógu marga krossa á sínum öxlum þessa dagana.“ Viðkomandi fagráð- herrar til andsvara Davíð Oddsson (D) vísaði til þess að þegar kæmi að einstökum, tiltekn- um fyrirtækjum og málefnum þeirra væru viðkomandi fagráðherrar til andsvara en ekki forsætisráðherra. Þannig hefði það verið hingað til, t.d. hefði viðskiptaráðherra komið að málum varðandi sölu á Fjárfestinga- banka atvinnulífsins og sjávarútvegs- ráðherra við söluna á SR-mjöli. „Þetta verða menn að skilja, því ella er það svo að það væri nánast hægt að tala við forsætisráðherra í utandagskrárumræðum um hvaða málefni hvaða fagráðherra sem er. Stjórnskipun landsins byggist ekki á því,“ sagði Davíð ennfremur. Jóhanna Sigurðardóttir sagði eft- irtektarvert hvernig forsætisráð- herra reyndi að smokra sér undan umræðunni. Velti hún því t.d. upp hvort hann liði þau vinnubrögð að milli kosninga væri „forstjórastólum lofað út og suður“ með því að sam- gönguráðherra hefði fengið málefni forstjórans og ráðningarsamning hans í erfðagóss frá forvera sínum í embætti. „Það hlýtur að koma til greina að skipuð verði sérstök rannsóknar- nefnd samkvæmt 39. grein stjórnar- skrárinnar, svo alvarlegt er þetta mál,“ sagði Jóhanna og sagði ósvífn- ina og hneykslið vera með þeim hætti að forsætisráðherra geti ekki skotið sér undan því að ræða það. Össur Skarphéðinsson ítrekaði vonbrigði sín með viðbrögð forsætis- ráðherra í málinu undir lok umræð- unnar og sagði: „Ef Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að gera samgönguráðherra að blóraböggli er það auðvitað hans mál. En ég vil ekki taka þátt í því. Mér finnst það ekki drengilegt.“ Forsætisráðherra svaraði því þá til að hann viki sér ekki undan því að svara því sem honum bæri. „Ég er svo sannarlega tilbúinn til þess að taka þátt í slíkum umræðum og hef aldrei skotið mér undan ábyrgð af nokkru tagi. Ég er ekki eins og sumir menn, sem koma með eina skoðun í dag og aðra á morgun og hef aldrei haft það þannig,“ sagði Davíð Odds- son. Vildu ræða um stöðu Sím- ans við forsætisráðherra Forseti bað þingmann afsökunar HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, áminnti Ögmund Jónas- son, formann þingflokks Vinstri grænna, um að gæta hófs í orðum í umræðu utan dagskrár um störf og starfs- kjör einkavæðingarnefndar. Ögmundur vildi ekki una þessu og eftir að umræðunni lauk bað hann um orðið undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði forseta við hvaða ummæli væri átt, enda teldi hann sig ekki hafa átt athugasemdina skilda. Nokkru síðar bað Halldór Blöndal forseti um orðið og sagði: „Forseti hefur athugað þau ummæli sem háttvirtur þingmaður, Ögmundur Jónas- son, lét falla. Er athugasemd hans rétt, að þau gáfu ekki til- efni til athugasemda og bið ég afsökunar á því.“ FUNDUR hefst á Alþingi í dag, þriðjudaginn 19. febrúar, kl. 13.30. Á dagskránni eru fjölmörg frumvörp stjórnar og þingmanna, en einnig at- kvæðagreiðslur. Við upphaf fundar fer þó fram um- ræða utan dagskrár um þróun tengsla Íslands og Evrópu. Máls- hefjandi er Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, en til andsvara Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra. Umræðan stendur í hálfa klukku- stund, en að sögn Steingríms var ekki orðið við beiðni þingflokks VG um lengdan tíma fyrir umræðuna. „Það þykir mér miður, því ég taldi ríkan vilja til þess í öllum þingflokk- um að ræða þetta stóra og mikilvæga mál. Ég óskaði einnig eftir því að for- sætisráðherra yrði við umræðuna og vonast að sjálfsögðu til þess að hann taki þátt í henni,“ bætti Steingrímur við. Rætt um EES-samninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.