Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 13
Akureyrarbær og Olíufélagið Esso SAMNINGUR hefur verið undir- ritaður um eldsneytisviðskipti Ak- ureyrarbæjar og Olíufélagsins Esso. Eldsneytisviðskipti bæjarins voru boðin út í desember síðast- liðnum og var frávikstilboð frá Esso hagstæðast, 119 milljónir króna, annað tilboð frá sama félagi var upp á 1.207 milljónir króna, Skeljungur bauð 123,8 milljónir króna og Olíuverslun Íslands 127,3 milljónir. Samningurinn er til 5 ára og gildir frá undirskrift, en heimilt er að framlengja hann um 2 ár að þeim tíma liðnum. Um er að ræða samning um öll eldsneytisviðskipti allra deilda og sviða bæjarins, m.a. Strætisvagna Akureyrar og Norð- urorku, sem þó er bundin samningi við annað olíufyrirtæki fram að næstu áramótum. Gert er ráð fyrir að Akureyr- arbær spari um 25–30 milljónir króna á samningstímanum. Nýtt innkaupaferli tók gildi hjá bænum á síðasta ári sem hefur að mark- miði að auka sparnað og hagræð- ingu innan bæjarkerfisins með sameiginlegum heildarinnkaupum og er samningurinn um eldsneyt- isviðskiptin sá fyrsti sem tekur gildi eftir að það kerfi var tekið upp. Samið um elds- neytisviðskipti ÁTAK er hafið í Dalvíkurbyggð sem miðar að því að fjölga reykskynj- urum í byggðarlaginu og gera fólk meðvitaðra um gildi þeirra. Fyrir því stendur slökkviliðið í Dalvíkur- byggð og Hrísey í samvinnu við Sparisjóð Svarfdæla. Rafmagnstækjum hefur fjölgað mjög á heimilum undanfarin ár en þeim fylgir nokkur eldhætta sem taka þarf mið af þegar reykskynj- arar eru settir upp. Slökkviliðsmenn munu nú á næstunni ganga í öll hús í Dalvíkurbyggð og bjóða reyk- skynjara til sölu auk þess sem þeir veita ráðgjöf um staðsetningu og að- stoða við uppsetningu ef óskað er. Sparisjóðurinn mun greiða helming af kostnaði við kaup á skynjara og er því um verulega búbót að ræða fyrir þá íbúa sem notfæra sér til- boðið. Átakið stendur yfir næstu vikur, en yfir 700 heimili eru í byggðarlag- inu. Væntanlega munu íbúarnir taka framtakinu vel og nýta sér þetta tækifæri til að koma þessari nauð- synlega tæki fyrir á heimilum sín- um, en þau hafa oft sannað gildi sitt. Reykskynjurum fjölgað í Dalvíkurbyggð og Hrísey Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Jónatansson Jóhanna Gunnlaugsdóttir, húsfreyja á Völlum í Svarfaðardal, tekur hér við reykskynjara frá Sigurði Jónssyni , slökkviliðsstjóra á Dalvík. Ekki er vitað til að slíkt átak hafi verið gert annars staðar á landinu og er því um að ræða brautryðj- endastarf hjá þeim Friðriki Frið- rikssyni sparisjóðsstjóra og Sigurði Sigurðssyni slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið í Dalvíkurbyggð og Hrísey AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 13 ÞAÐ var mikið um skemmtilega grímubúninga í Grímsey á öskudag eins og svo oft áður. Öskudagshá- tíðin hófst í Múla þar sem skólabörn- in söfnuðust saman.En vegna vest- an- vinds og hálku var börnunum í þetta sinn ekið á milli staða í þremur bílum. Byrjað var á því að syngja í Grímskjöri þar sem börn allt frá 3ja mánaða til 12 ára tóku þátt og hófu upp söng við fögnuð viðskiptavin- anna. Ekki er nema ein verslun hér í okkar góða þorpi, þannig að nú var gengið milli verkstæða og fiskhúsa og sungið. Að venju var gjafmildin mikil og væntanlega eiga börnin nammi til páska! Leiðangrinum lauk svo á því að „slá“ köttinn úr tunninni " í saltfiskverkuninni. Tunnukóngur þetta árið var Garðar Alfreðsson. Eftir vellukkaða söngferð í fyr- irtækin fóru allir í félagsheimilið þar sem kvenfélagskonur biðu með rjúk- andi heitt kakó og heitar samlokur. Morgunblaðið/Helga Mattína Glaðbeitt öskudagsbörn í Grímsey. Öskudagsbörnin syngja í fiskhúsum! JÓN Skjöldur Karlsson rekstr- arfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferðalausna ehf. á Akureyri. Fyrirtækið hefur starfað um rúmlega eins árs skeið og unnið að þróun markaðsvefsvæðis í ferðaþjónustu, www.visit.is, þar sem verður að finna heildarupp- lýsingar um íslenska ferðaþjón- ustu. Þeim sem tengjast vef- svæðinu verður boðið að tengjast bókunarkerfi vefjarins. Notendum gefst þannig kostur á að skipuleggja ferðalög um Ís- land og ljúka bókunum á einu og sama vefsvæðinu. Unnið hefur verið að þróun þessa vefsvæðis undanfarna mánuði, en frá miðju síðasta ári var unnið að þróunarstarfi undir þaki Frumkvöðlaseturs Norður- lands og er þetta fyrsta verkefn- ið sem þar var unnið. Þróunar- starf er nú að baki og er ætlunin því að finna fyrirtækinu nýtt húsnæði á Akureyri á næstunni. Stærstu eigendur þess eru Farm Inn ehf. og Búnaðarbanki Íslands auk minni fjárfesta. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú tveir en gert ráð fyrir að þeim muni fjölga innan skamms. Jón Skjöldur fram- kvæmda- stjóri Ferða- lausna KJARTAN Helgason var kjörinn nýr formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri og Gunnar Eg- ilsson á Grund var kjörinn formað- ur Hestamannafélagsins Funa í Eyjafjarðarsveit. Anna Kristín Árnadóttir er fráfarandi formaður Funa, en Sigfús Helgason sem ver- ið hefur formaður Léttis í á áttunda ár lét af störfum fyrir Létti. Félagsmenn í hestamannafélög- unum tveimur höfnuðu sameiningu félaganna í liðinni viku en að sam- einingu þeirra hafði verið unnið síð- ustu misseri. Fráfarandi formenn sögðu af sér formennsku í kjölfarið. „Ég heyri ekki annað en menn séu á því að nú sé runnið upp nýtt tímabil og menn ætli að snúa bök- um saman, menn ætla að slíðra sverðin og huga að hag félagsins. Þetta hefur verið erfitt tímabil, en við skilum nýrri stjórn góðu búi, peningavandræðin er að baki og ég heyri ekki annað en nú ætli öll dýr- in í skóginum að vera vinir,“ sagði Sigfús Helgason fráfarandi formað- ur Léttis og vildi óska nýrri stjórn félagsins alls hins besta í framtíð- inni. Nýir formenn í Létti og Funa RÍKISÚTVARPIÐ á Akureyri mun flytja starfsemi sína úr Fjölnisgötu 3a í nýtt húsnæði við Kaupvangs- stræti 1 í miðbæ Akureyrar. Gengið var frá samningum þessa efnis um helgina. Sigurður Þór Salvarsson deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri sagði að ekki hefðu verið settar upp tímaáætlanir í þessu sambandi. „Við byrjum á að koma húsnæðinu í það ástand sem við viljum hafa það í,“ sagði hann. Hann gerði ráð fyrir að lítinn tíma tæki að koma upp aðstöðu fyrir starfsfólk, en flóknara væri að setja upp stúdíó og tæknibúnað því tengdan. Húsnæði það sem útvarpið tekur á leigu við Kaupvangsstræti er um 300 fermetrar. Starfsmenn eru nú 6 tals- ins í föstum stöðum, en unnið er að því að flytja hluta af starfsemi Rásar 2 norður. Þar verður væntanlegur yfirmaður rásarinnar staðsettur og eins verða ráðnir 2–4 starfsmenn til viðbótar eftir að hlutur landshluta- útvarpsstöðva í dagskrá Rásar 2 verður aukinn. „Það verður þrengra um okkur á nýja staðnum, en starfs- menn eru hæstánægðir með að kom- ast í miðbæinn og eins er mikilvægt fyrir útvarpið að vera sýnilegt í miðbæ Akureyrar,“ sagði Sigurður Þór. Útvarpshúsið við Fjölnisgötu er tæpir 600 fermetrar að stærð og verður það væntanlega selt í kjölfar flutninganna. Fyrir er í húsinu við Kaupvangs- stræti 1 skrifstofa Morgunblaðsins á Akureyri, skrifstofa DV, verslunin Ljósmyndavörur og veitingastaður- inn Subway. Ríkisútvarpið flytur í miðbæinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.