Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 37
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Minningarnar um þig mun ég
geyma vel í hjarta mínu.
Þín
Hildur.
Elsku amma mín.
Mér þykir þetta leitt en ég vildi
bara segja þér að þú hefur alltaf
verið mér góð og skemmtileg. Mér
hefur alltaf fundist þú svo ung af
því að þú varst alltaf í svo fínum
kjólum með nælu, hringana þína,
naglalakk og alltaf svo sæt og fín.
Alltaf þegar ég kom að heimsækja
þig varst þú tilbúin með eitthvað
að gefa mér og allir fínu vettling-
arnir og ullarsokkarnir sem þú
hefur prjónað handa mér.
Ég man síðustu orðin sem þú
sagðir við mig þegar ég heimsótti
þig um daginn: „Elsku Íris mín, þú
ert alltaf jafn yndisleg við ömmu
þína.“
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku amma mín, í huga mínum
geymi ég allar fallegu minningarn-
ar um þig. Þú ert og verður alltaf
jafn yndisleg.
Þín
Íris Telma.
Mig langar að minnast Sigríðar
Guðjónsdóttur með nokkrum lín-
um.
Ég kynntist henni og Jóhanni
manni hennar fyrst, árið 1974, er
ég kom í heimsókn frá Ástralíu
ásamt dóttur minni. Helgi sonur
minn hafði þá kvænst dóttur
þeirra, Sigríði Jóhönnu fyrir
nokkrum árum. Bjuggu þau þá í
Hlíðunum. Sigríður og Jóhann
voru höfðingjar heim að sækja,
hlýleg bæði og rausnarleg í öllu.
Heimili þeirra var fallegt og
snyrtilegt, margt fallegra muna.
Sigríður var fagurkeri, ávallt
huggulega til fara. Hún var bæði
fríð og sköruleg í framkomu allri
og hélt fríðleik sínum og reisn til
hinstu stundar. Hún þjáðist oft hin
síðari ár af hjartabilun, en lét það
ekki aftra sér frá því að fara í vinn-
una eins og hún kallaði föndurtím-
ana í dvalarheimilinu Seljahlíð, en
þar dvaldi hún síðustu árin. Hún
tók virkan þátt í að föndra, mála
og prjóna. Alltaf að gera eitthvað
handa börnum og barnabörnum
sem hún dáði öll og bar svo mikla
umhyggju fyrir. Allir urðu að fá af-
mælis- og jólagjafir, sama hversu
mikið sem hópurinn stækkaði.
Þetta tókst henni til hins síðasta
með dyggri aðstoð Siggu dóttur
sinnar og barna þeirra Helga, sem
ávallt voru boðin og búin ömmu til
aðstoðar. Hvort sem það var að
sækja hana um hátíðir og helgar
eða keyra með hana í búðir. Það
var ákaflega náið samband milli
þeirra mæðgna og leið ekki sá dag-
ur að Sigga hringdi ekki í mömmu
sína eða heimsækti hana. Ég votta
henni og öllum öðrum í fjölskyldu
Sigríðar dýpstu samúð.
Ég kveð Sigríði með virðingu og
þökk fyrir góðar samverustundir.
Guð blessi minningu hennar.
Kristín Helgadóttir.
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði G. Guðjónsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 37
Model 6333DWBE
14.4 v Rafhlöðuborvél Aukarafhlaða / taska
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500
AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
Model 6834
Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm
Tilboðsdagar
MINNINGAR
DAVÍÐ Kjartansson og Dagur
Arngrímsson urðu Norðurlanda-
meistarar í skólaskák, einstaklings-
keppni, sem fór fram í Tjele í Dan-
mörku um helgina. Auk þess
komust þrír aðrir íslenskir skák-
menn í verðlaunasæti.
Davíð Kjartansson (2.235) sigraði
í A-flokki, elsta flokki (f. 1982-4),
en teflt var í fimm aldursflokkum
eins og gert hefur verið frá því
þessi árlega keppni var fyrst haldin
árið 1981. Davíð fékk 4½ vinning í
6 umferðum. Hann innsiglaði sig-
urinn á mótinu með fallegum loka-
hnykk í síðustu skákinni gegn
Færeyingnum Martin Poulsen
(2.101). Þetta er í annað sinn sem
Davíð verður Norðurlandameistari,
en hann sigraði í C-flokki (13–14
ára) árið 1987. Stefán Kristjánsson
(2.389) tefldi einnig í A-flokki, en
hann sigraði í þessum flokki í fyrra
þegar keppnin var haldin að Laug-
um í Dalasýslu. Að þessu sinni var
hann langstigahæsti keppandinn og
var því fyrirfram talinn sigur-
stranglegur. Hann varð hins vegar
fyrir áfalli í þriðju umferð á móti
Finnanum Tommi Verkasalo
(2.057). Stefán hafði hvítt og tefldi
hvasst á móti Pirc-vörn andstæð-
ingsins. Báðir keppendur hófu
peðasókn gegn kóngi andstæðings-
ins, en eftir 19 leiki var skákinni í
raun lokið og ljóst að Stefán hafði
vanmetið stigalágan andstæðing
sinn sem innbyrti sigurinn eftir 21
leik. Tommi reyndist íslensku
keppendunum erfiður í mótinu, en
hann sigraði einnig Davíð Kjart-
ansson í annarri umferð mótsins.
Fyrir síðustu umferð voru þeir
Davíð og Stefán efstir og jafnir, en
heilladísirnar voru ekki eins hlið-
hollar Stefáni sem missti af máti í
tveimur leikjum og varð að lokum
að sætta sig við jafntefli. Hann
fékk því 4 vinninga og varð einn í
öðru sæti. Hefði hann sigrað í loka-
skákinni hefði titillinn orðið hans
því hann stóð betur að vígi á Mon-
rad-stigum heldur en Davíð.
Í B-flokki (f. 1985-6) tefldu einn-
ig tveir íslenskir skákmenn, Björn
Ívar Karlsson og Guðjón Heiðar
Valgarðsson. Björn Ívar var með
stigalægstu keppendum í þessum
12 manna riðli, en náði engu að síð-
ur 3 vinningum og 7.-8. sæti. Guð-
jón Heiðar Valgarðsson (2.046)
náði sér ekki á strik í þessu móti,
hlaut 2½ vinning og lenti í 9.-10.
sæti. Norðurlandameistari varð
Svíinn Hans Tikkanen (2.263).
Í C-flokki (f. 1987-8), líkt og í A-
riðli, hrepptu íslensku keppendurn-
ir tvö efstu sætin. Dagur Arn-
grímsson (2.094) varð Norður-
landameistari eins og áður segir og
hlaut 5 vinninga. Hann vann 4
skákir, gerði jafntefli í fjórðu um-
ferð við Danann Jakob Vang Glud
(2.147) og samdi svo stutt jafntefli í
lokaskákinni og tryggði sér þar
með meistaratitilinn. Þarna fylgdi
Dagur eftir sínum ágæta árangri í
fyrra, en þá varð hann einnig
Norðurlandameistari í þessum
flokki. Guðmundur Kjartansson
varð í öðru sæti í C-flokki. Hann
fékk 4½ vinning og tapaði einungis
fyrir Degi í innbyrðis skák þeirra
auk þess sem hann gerði eitt jafn-
tefli.
Í D-flokki (f. 1989-90) tefldu þeir
Atli Freyr Kristjánsson og Ólafur
Evert Úlfsson. Það var ljóst að
baráttan hjá þeim yrði erfið þar
sem flestir aðrir keppendur voru
mun stigahærri. Atli Freyr sem
tefldi þarna á sínu öðru Norður-
landamóti fékk 2½ vinning og lenti
í 9. sæti. Ólafur Evert Úlfsson, sem
hefur ekki áður tekið þátt í móti á
erlendum vettvangi, fékk ½ vinn-
ing. Þessir menn eiga framtíðina
fyrir sér og fengu mikilvæga
reynslu á þessu móti sem þeir eiga
vafalaust eftir að nýta sér vel.
Í E-flokki (f. 1991 og síðar) háðu
tveir ungir og efnilegir skákmenn
frumraun sína á Norðurlanda-
mótinu í skólaskák. Þetta voru þeir
Ásgeir Mogensen og Sverrir Þor-
geirsson. Þeir eru báðir stigalausir,
en þrátt fyrir ungan aldur voru
flestir andstæðingar þeirra með
skákstig. Sverrir sýndi erlendum
andstæðingum sínum hins vegar
litla virðingu og náði þeim frábæra
árangri að fá 3½ vinning, hreppa
þriðja sætið í riðlinum og þar með
bronsverðlaunin. Hann varð því
fimmti Íslendingurinn á þessu móti
til að hreppa verðlaunasæti. Ásgeir
Mogensen hefur trúlega verið
yngsti keppendinn á mótinu, en
hann er fæddur 1993. Hann er afar
efnilegur eins og kom í ljós á þessu
móti þar sem hann náði 5.-7. sæti
með 2½ vinning.
Í heildina eru úrslit mótsins
framar vonum, en Íslendingar
lentu í öðru sæti ásamt Svíum í
heildarkeppninni:
1.Danmörk 35 v.
2.Ísland 32½ v.
3.Svíþjóð 32½ v.
Fararstjórar voru Haraldur
Baldursson og Ingvar Þór Jóhann-
esson. Fréttaflutningur þeirra
meðan á mótinu stóð var til fyr-
irmyndar.
Helgi Áss sigraði í Smáralind
Helgi Áss Grétarsson sigraði á
helgarmótinu í Smáralind sem
fram fór 16. og 17. febrúar, en
hann hlaut 8 vinninga af 9. Jón
Viktor Gunnarsson varð annar með
7 vinninga og Helgi Ólafsson og
Lenka Ptácniková urðu í 3.-4. sæti
með 6 vinninga. Arnar E. Gunn-
arsson varð hins vegar efstur í
heildarkeppni helgarmótasyrpunn-
ar með 57,33 stig. Helgi Ólafsson
varð annar með 57 stig og Helgi
Áss þriðji með 48,83 stig. Úrslit
helgarmótsins:
1. Helgi Áss Grétarsson 8 v.
2. Jón Viktor Gunnarsson 7 v.
3.-4. Helgi Ólafsson, Lenka
Ptácniková 6 v.
5.-6. Arnar Gunnarsson, Bene-
dikt Jónasson 5½ v.
7. Sævar Bjarnason 5 v.
8.-10. Gylfi Þórhallsson, Halldór
Pálsson, Jón Árni Halldórsson 4½
v.
o.s.frv.
Lenka Ptácniková fékk sérstök
kvennaverðlaun. Elsa María Þor-
finnsdóttir fékk unglingaverðlaun.
Bestum árangri skákmanna undir
1600 náði Sindri Guðjónsson,
bestum árangri skákmanna með
1601-2000 stig náði Jón Árni Hall-
dórsson og
bestum árangri skákmanna með
2001-2200 stig náði Sigurður Daní-
elsson.
Skákstjórar voru Ólafur S. Ás-
grímsson og Ríkharður Sveinsson.
Eftirfarandi skák var ein af úr-
slitaskákum mótsins.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Drottningarindversk vörn
1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 b6 4.Bf4
Bb7 5.e3 Bb4+ 6.Rfd2 Be7
(Önnur leið er 6...0–0, t.d. 7.a3
Bxd2+ 8.Rxd2 d6 9.Dc2 Rbd7
10.0–0–0 De7 11.f3 c5 12.dxc5 Rxc5
13.Rb3 Rxb3+ 14.Dxb3 d5 15.Kb1
Hfc8 16.Bd3 Rh5 17.Be5 dxc4
18.Bxc4 Dc5 19.Bc3 Dxe3 (19. --
Dxc4 20. Hd8+) 20.Hhe1 Df4
21.Be5 Df5+ 22.Bd3 Dg5 23.g4
Bd5 24.Da4 Bc6 25.Dd4 Hd8
26.Dc3 Bxf3 27.gxh5 Bxd1 28.Hxd1
og skákinni lauk með jafntefli
löngu síðar (Meduna-Landa, Bad
Wiessee 2000).
Eða 7. Bd3 (í stað 7. a3) 7. -- d5
8.0–0 c5 9.a3 Bxd2 10.Rxd2 cxd4
11.exd4 Rc6 12.Rf3 dxc4 13.Bxc4
Hc8 14.Hc1 Ra5 15.Be2 Hxc1
16.Bxc1 Dd5 17.Dd3 Hc8 18.Bf4
Db3 19.Dxb3 Rxb3 20.Bd1 Rd5
21.Bg5 og svartur á betra tafl (Mi-
les-Andersson, Buenos Aires
1978).)
7.Rc3 d6
(Nýr leikur í þessari stöðu. Leik-
urinn er þekktur, þegar svartur
leikur Bb4xd2, en nú er þetta lík-
lega of hægfara.
Þekkt er 7...c5 8.d5 d6 (8...exd5
9.cxd5 d6 10.Bb5+ Kf8 11.e4 a6
12.Be2 b5 13.Dc2 Rbd7 14.a4 b4
15.Rd1 er líklega vafasamt fyrir
svart (Rodriguez-Guðmundur Sig-
urjónsson, Barcelona 1980)) 9.e4 e5
10.Be3 0–0 11.Be2 Re8 12.0–0 Bg5
13.Bxg5 Dxg5 14.Dc2 Bc8 15.Hae1
g6 16.Kh1 De7 17.Bd3 Rg7 18.Dd1
Kh8 19.a3 Rh5 20.Bc2 Rd7 21.g3
Rdf6 22.f3 og hvítur vann 25 leikj-
um síðar (Z. Polgar-Small, Well-
ington 1988).
Svartur getur einnig leikið 7...d5,
t.d. 8.Hc1 dxc4 9.Bxc4 0–0 10.0–0
a6 11.Be2 Rbd7 12.Bf3 Bxf3
13.Dxf3 c5 14.Rc4 b5 15.Re5 Rxe5
16.dxe5 Rd7 17.Re4 Da5 18.Hfd1
Had8 19.a3 c4 o.s.frv. (Kleinplatz-
Kosten, Frakklandi 1998).)
8.e4 0–0 9.Be3 c6 10.Be2 Rbd7
11.0–0 d5 12.e5 Re8 13.cxd5 cxd5
14.Bd3 f6 15.exf6 --
(Það er best fyrir hvít að drepa á
f6, vegna þess að eftir þann leik
situr svartur uppi með bakstætt,
veikt peð á e6. Svartur hefði einnig
á erfitt, eftir 15.f4, vegna þröngrar
stöðu.)
15...Bxf6
(Eðlilegra virðist að drepa með
riddara á f6, ásamt Be7-d6 síðar.)
16.Dg4 De7 17.Hae1 Rd6
(Eftir 17...e5 18.Bf5! Hd8 19.Dh3
g6 20.Be6+ Kh8 21.Rxd5 Bxd5
22.Bxd5 á hvítur yfirburðatafl.)
18.Dh3 g6 19.Bh6 Hfe8 20.Rf3
a6 21.Bf4 Rf7
(Ekki gengur að leika 21...Rf5,
t.d. 22.Bxf5 gxf5 23.He2 Bg7
24.Hfe1 Df6 25.Rg5 Rf8 26.Dh5
Dg6 27.Dxg6 Rxg6 28.Hxe6 Hxe6
29.Rxe6 He8 30.Bd2 og hvítur á
góðu peði meira.)
22.He3 b5 23.Hfe1 Rf8
Sjá stöðumynd 1.
(Svartur getur sig hvergi hreyft
og verður að bíða þess, sem verða
vill.)
24.a3 Hac8
(Eftir 24...b4 25.Ra4 bxa3
26.bxa3 vofir annað hvort Rb6 eða
Rc5 yfir svarti.)
25.Dg3 Bg7 26.h4! Kh8 27.h5
gxh5 28.Re5 Hcd8
(Eða 28...h4 29.Dg4 Bf6 30.Hh3
Hed8 31.Rxf7+ Dxf7 32.Be5 Bxe5
33.Hxe5 Hd7 34. Hg5, ásamt 35.
Hf3, og svartur er varnarlaus.)
29.Hf3 Rxe5 30.Bxe5 Hd7
31.Re2! --
(Hvíti riddarinn er á leiðinni til
f4 og h5.)
31...h4 32.Bxg7+ Dxg7 33.Dxh4
e5 34.Hg3 Df7 35.dxe5 Hxe5
36.Dd4!
(og svartur gafst upp. Lokin
hefðu orðið: 36...Df6 37.He3 He6
(37...Hde7 38.f4 H5e6 39.Dxf6+
Hxf6 40.Hxe7) 38.Hxe6 Dxd4
39.Rxd4 Rxe6 40.Hxe6 og hvítur á
manni meira og auðunnið tafl.)
Meistaramót Hellis
Eftir þrjár umferðir á Meistara-
móti Taflfélagsins Hellis eru þrír
skákmenn efstir og jafnir með fullt
hús: Björn Þorfinnsson, Björn Þor-
steinsson og Þorvarður F. Ólafs-
son. Fjórða umferð var tefld í gær-
kvöldi, en þá mættust m.a. Björn
Þorfinnsson og Björn Björn Þor-
steinsson, Þorvarður F. Ólafsson
og Halldór Garðarsson. Fimmta
umferð verður tefld á fimmtudag-
inn og hefst klukkan 19:30.
Davíð Kjartansson og Dagur Arn-
grímsson Norðurlandameistarar
SKÁK
Tjele, Danmörk
NORÐURLANDAMÓT
Í SKÓLASKÁK
13. – 17.2. 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Vorum að taka upp nýjar vörur
Freemans - Bæjarhrauni 14 -
s: 565 3900 - www.freemans.is