Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirtækið auglýsti opið hús í op- nuauglýsingu í laugardagsblaði Morgunblaðsins og voru í grunni hennar nöfn fjölmargra Íslendinga. Páll sagði þau hafa verið valin af handahófi úr Íslendingabók. Voru það um 5% þjóðarinnar, eða kring- um 14 þúsund nöfn, og sagði Páll með þessu hafa verið hugmyndina að undirstrika að þjóðin væri vel- komin í húsið. KRINGUM 10 þúsund manns heim- sóttu aðalstöðvar Íslenskrar erfða- greiningar við Sturlugötu í Reykja- vík um helgina. Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs, segir rúmlega tvö þúsund gesti hafa verið á opn- unarhátíðinni síðdegis á föstudag, um þrjú þúsund hafi komið á laug- ardag og um fimm þúsund á sunnu- dag. Páll Magnússon segir þennan gestafjölda meiri en búist var við. Það eigi einnig við um opn- unarveisluna því þangað hafi komið fleiri en boðið var eða liðlega tvö þúsund manns. Opið hús var síðan milli kl. 13 og 17 á laugardag og sunnudag. Þá greindu vísindamenn fyrirtækisins frá störfum sínum og gestir gátu farið um allt húsið og skoðað. Morgunblaðið/Jim Smart Gestir í opnu húsi hjá Íslenskri erfðagreiningu hlýddu á útskýringu vísindamanna fyrirtækisins á starfseminni. Um tíu þúsund gestir hjá ÍE um helgina FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformað- ur Landssíma Íslands, fékk í fyrra 5.098.000 krónur greiddar fyrir ráð- gjafarstörf fyrir utan laun fyrir stjórnarformennsku í félaginu. Greiðslurnar voru inntar af hendi til Góðsráðs ehf., ráðgjafarfyrirtækis í eigu Friðriks. Heildarfjárhæð reikn- inga að teknu tilliti til virðisauka- skatts og útlagðs kostnaðar er 7.600.000 kr. Stjórnarmenn í Lands- símanum vissu ekki um þessar greiðslur. Friðrik segir að þær hafi komið til vegna mikillar vinnu sem unnin var vegna einkavæðingar fyr- irtækisins. Stjórn Landssímans var kölluð saman til fundar síðdegis í gær til að ræða þetta mál. „Þegar ég var beðinn um að taka að mér að vera stjórnarformaður Landssímans var það sérstaklega gert í því ljósi að félagið var í spenn- andi undirbúningi að einkavæðingu. Ég hafði mikinn áhuga á að takast á við það verkefni. Það þurfti að sjálf- sögðu að leggja í ýmsan undirbúning vegna þessa. Starfsumfangið varð meira en ég gat sætt mig við að væri greitt fyrir með þeim venjulegu stjórnarlaunum sem greitt er fyrir lögbundin stjórnarstörf. Ég tók það upp við samgönguráðuneytið. Eftir vangaveltur um hvernig væri eðli- legast að standa að málum vildi ég tryggja að það yrðu engir eftirmálar vegna þessa. Ég gerði mér grein fyr- ir því að þegar verið er að vinna í miklu návígi við stjórnmálin geta menn átt það til að leggja hlutina út á skrítinn veg og ég óskaði eftir því að ráðuneytið skrifaði upp á mína reikninga áður en þeir færu til Sím- ans. Það þótti sjálfsagt að verða við því. Í upphafi var sú vinna sem ég var að leggja fram það umfangslítil að mér hugkvæmdist hreinlega ekki að taka þetta upp við stjórnina. Þegar vinnan vegna einkavæðingar helltist yfir okkur sl. vor var ég, forstjóri og starfsmenn að vinna í þessu, mér liggur við að segja nótt og nýtan dag. Það var gríðarlega mikið vinnuálag á okkur í fyrravor, sumar og fram á haustið við þessa tvöföldu úttekt sem gerð var á fyrirtækinu. Ég fór mjög vægt í að taka saman mína tíma. Sá útseldi taxti sem ég fór eftir er ekki hár miðað við það sem gerist,“ sagði Friðrik. Kemur á óvart Friðrik sagði að sú upphæð sem hann hefði fengið greidda frá Lands- símanum á árinu 2001 væri 5.098.000 kr. Á þá upphæð væri greiddur virð- isaukaskattur, en þar til viðbótar væri útlagður kostnaður eins og far- seðlar og hótelkostnaður vegna ferðalaga erlendis á vegum Lands- símans. Heildarupphæðin væri því 7,6 milljónir. Friðrik sagði að ástæð- an fyrir því að ferðakostnaður hans á vegum Landssímans hefði verið inn- heimtur í gegnum fyrirtækið Góðráð ehf. væri sú að hann væri vanur að sjá sjálfur um bókanir á flugmiðum og hótelum. Aðspurður sagði Friðrik að hann hefði einnig þegið greiðslur frá Landssímanum á árinu 2000. Hann sagði að sér hefði ekki gefist tími til að taka saman þær upphæðir sem þar væri um að ræða. Þar væri þó um að ræða mun lægri upphæðir en fyrir árið 2001. Friðrik sagði að það kynni að vera að eftir á hefði verið betra að hann hefði verið í starfi hjá Landssíman- um sem launaður stjórnarformaður. „Þegar þessi vinna hófst var ég ekk- ert að velta því fyrir mér. Ég var ein- faldlega á kafi í þessu verkefni. Það kemur mér algerlega í opna skjöldu að það skuli skyndilega verið gert mikið mál úr þessum greiðslum. Ég fór yfir þetta með stjórninni í dag [í gær]. Hún lýsti því yfir að hún teldi það óeðlilegt að ég skyldi ekki hafa sagt henni frá því. Ég harmaði að svo væri en tel mig hafa gefið skýringar á því.“ Friðrik sagði órætt hvort breyt- ingar yrðu á greiðslum fyrir vinnu sem hann innti af hendi í framtíðinni fyrir Símann. Ef honum yrði treyst áfram fyrir stjórnarformennsku í fé- laginu á næsta aðalfundi yrði þetta tekið upp við stjórnina á nýjan leik. Einn stjórnarmanna stóð ekki að yfirlýsingunni Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í stjórn Landssímans, stóð ekki að þeirri yfirlýsingu sem samþykkt var í stjórninni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi í dag gefa út yfirlýsingu þar sem afstaða hans til málsins yrði útskýrð. Sigrún Benediktsdóttir, hinn fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Símans, segir að hún hafi óskað eftir fundinum í gær ásamt fleirum til þess að leggja til við Ríkisendur- skoðun að hún skoðaði umrædd mál, en síðan hafi komið í ljós að Ríkis- endurskoðun hafi verið með í ráðum frá upphafi. Hvorki Ríkisendurskoð- un né ráðherra hafi gert stjórnar- mönnum grein fyrir því og það sé ámælisvert. Það sé það sem hún deili á en ekki einhverjar krónur og tölur, því hún viti að Friðrik hafi unnið hörðum höndum. Eins og fram komi í yfirlýsingu stjórnarinnar átelji hún vinnubrögðin og telji þau ámælis- verð, en stjórnarformaðurinn sam- þykki það og harmi hvernig staðið hafi verið að málum. Sigrún segist vera sátt að því marki sem hægt sé úr því sem komið sé. Mjög mikið hafi mætt á starfs- fólki fyrirtækisins og á einhvern hátt þurfi því að linna en því verði fylgt mjög strangt eftir að hlutirnir end- urtaki sig ekki. Að sögn Sigrúnar skiptir öllu að stjórnarmenn haldi áfram að sinna stjórnarstörfunum af alefli. Hún segist harma það sem haft hafi verið eftir ýmsum í fjölmiðlum um stjórn- arsamstarfið þess efnis að Þórarinn V. Þórarinsson og Friðrik Pálsson hafi eingöngu haft jábræður í kring- um sig. Stjórnarsamstarfið sem slíkt hafi verið gott og málefnalegt en því fari fjarri að stjórnarmenn hafi verið samstiga í öllum málum. Magnús Stefánsson, varaformað- ur Landssímans, vildi ekkert um málið segja þegar hann var spurður um yfirlýsingu stjórnar. Í samráði við Ríkisendurskoðun Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi staðfesti við Morgunblaðið það sem kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landssímans, að rætt hefði verið við hann um málið. Hann sagð- ist hafa lagt áherslu á að þar sem um greiðslur til stjórnarformanns væri að ræða væri einhver utan fyrirtæk- isins sem staðfesti reikningana. Eðli- legast hefði verið að fulltrúi eigand- ans gerði það. Hann sagðist hins vegar ekkert hafa komið nálægt því að ákveða upphæðirnar. Sigurður sagði að mál af þessum toga hefðu áður komið upp hjá rík- inu. „Þegar kerfið er að fá sérfræð- inga til að taka þátt í nefndarstörfum og þess háttar og menn hafa þurft að leggja fram vinnu við þetta sem er til viðbótar hefðbundinni fundarvinnu þá hafa menn lent í vissum vandræð- um við að greiða fyrir vinnuna. Þóknanakerfi okkar er einskorðað við fundarsetuna. Þetta hefur leitt til þess að menn hafa lagt fram reikn- inga fyrir vinnu sem þeir hafa innt af hendi og fengið hana borgaða eins og fyrir hverja aðra útselda vinnu. Út af fyrir sig má segja að þetta sé ekki gott kerfi, en geta menn ætlast til þess að þetta fólk vinni eitthvert sjálfboðaliðastarf? Það sem Ríkis- endurskoðun hefur lagt áherslu á er að það séu einhverjir aðilar innan kerfisins, sem eru þar til bærir og þekkja til, sem staðfesti þessa vinnu og þessa reikninga.“ Sigurður sagði að ákveða ætti þóknanir fyrir stjórnarmenn á aðal- fundum. Þarna væri verið að óska eftir viðbótarvinnu frá stjórnarfor- manni Landssímans, sem væri að stærstum hluta í eigu ríkisins og því væri ekki óeðlilegt að fulltrúi eigand- ans kæmi að ákvörðun um þessar greiðslur. Sigurður var spurður hvort ekki kæmi allt eins til greina að Lands- síminn hefði ráðið stjórnarformann- inn í fullt starf eða hlutastarf. Hann sagði að vissulega væri hægt að hugsa sér slíkt fyrirkomulag, en slík ráðstöfun væri mjög fátíð í opinber- um rekstri. Ríkisendurskoðun er endurskoð- andi Landssímans og sagði Sigurður að Ríkisendurskoðun myndi skoða þessar greiðslur til ráðgjafarþjón- ustu til stjórnarformanns Símans í tengslum við hefðbundna endur- skoðun á fyrirtækinu. Stjórnarmenn í Landssímanum fá greitt 65 þúsund krónur á mánuði fyrir stjórnarsetu. Stjórnarformaður færi 150 þúsund krónur. Stjórnarformaður Landssímans fékk greitt frá félaginu fyrir ráðgjafarstörf Fékk 5,1 milljón greidda á árinu 2001 Stjórn Landssíma Íslands kom saman til fundar í gær til að fjalla um greiðslur til ráðgjafarfyrirtækis í eigu Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns félagsins. Greiðslurnar voru inntar af hendi vegna vinnu við einkavæðingu fyrirtækisins, en stjórnin vissi ekki um þær fyrr en í gær. STJÓRN Landssíma Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna frétta um greiðslur sem Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, hefur þegið fyrir ráðgjafastörf. Einn stjórnarmanna, Flosi Eiríksson, stóð ekki að yfirlýsingunni. „Stjórnarformaður gerði stjórn- inni grein fyrir aðdraganda þess að hann tók að sér störf sem teljast vera utan hefðbundinna starfa stjórnarformanns. Störf þessi eru vegna undirbún- ings einkavæðingar félagsins, og þá sér í lagi á árinu 2001, þegar vinna hófst við verðmat og sölulýsingu og loks fundarhöld með fjárfestum, innlendum og erlendum. Því fylgdi gríðarlegt vinnuálag á alla starfs- menn félagsins sem stjórnarformað- urinn tók mikinn þátt í samkvæmt samkomulagi við fulltrúa eiganda. Til að tryggja, að réttmæti greiðslna til stjórnarformanns fyrir vinnu hans yrði ekki dregin í efa, var ákveðið að ráðuneytisstjórinn í samgönguráðuneytinu yfirfæri og áritaði alla reikninga áður en þeir væru sendir til forstjóra Símans til greiðslu. Var þetta fyrirkomulag ákveðið í samráði við Ríkisendur- skoðun, sem hefur sem endurskoð- andi félagsins áritað ársreikninga félagsins án athugasemda. Stjórnarformaður upplýsti jafn- framt að greiddar hafi verið 4.000– 5.000 kr. á klst. Samtals var um að ræða reikninga vegna útseldrar vinnu að fjárhæð 5.098.000. Heildar- fjárhæð reikninga að teknu tilliti til virðisaukaskatts og útlagðs kostn- aðar er kr. 7.600.000. Með tilliti til umfangs vinnu vegna undirbúnings einkavæðingar er það sameiginlegt álit stjórnarinnar að sú upphæð, sem hér um ræðir sem greiðsla fyrir ofangreinda vinnu, sé sanngjörn. Stjórnarmenn telja það hins veg- ar óeðlilegt að formaður stjórnar- innar hafi ekki upplýst þá um ofan- greint fyrirkomulag. Stjórnarformaður harmaði það, sér í lagi í ljósi þess góða og kröftuga starfs sem unnið hefur verið í stjórninni. Starfsmenn Símans hafa á und- anförnum misserum tekið höndum saman um að leiða fyrirtækið í nýtt starfsumhverfi og hafa náð góðum árangri að aðlaga fyrirtækið breytt- um aðstæðum. Stjórnin lýsir því jafnframt yfir að áríðandi sé að áfram verði haldið að dreifa eignaraðild að fyrirtækinu þannig að það búi við sama starfs- umhverfi og önnur almennings- hlutafélög.“ Yfirlýsing frá stjórn Landssímans Óeðlilegt að stjórn- in var ekki upplýst um greiðslurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.