Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 7 FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd, með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, sem hefur þann til- gang að athuga hvort sveitarfélög eigi að lúta sömu reglum og ríkið við opinber innkaup. Skv. lögum nr. 94/ 2001 um opinber innkaup eru sveit- arfélög undanskilin ákvæðum sem snúa að innkaupum undir viðmiðun- arfjárhæðum Evrópska efnahags- svæðisins. Þannig ber ríkinu að bjóða út innkaup á vörum yfir fimm milljónum kr. og kaup á þjónustu og verkum yfir tíu milljónum. Sveitar- félög þurfa hins vegar ekki að bjóða út vöru- og þjónustukaup undir sex- tán milljónum né verkframkvæmdir undir 397 milljónum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands Íslenskra sveitar- félaga, er einn fulltrúi í nefnd fjár- málaráðherra. Hann telur ekki útilokað að reynt verði að koma því til leiðar að fyrrgreind ákvæði um opinber viðskipti eigi bæði við um sveitarfélög og ríki sem og um op- inber fyrirtæki sem ríki eða sveit- arfélög eigi meirihluta í. „En það þýðir ekki endilega að sveitarfélögin gangi inn í þann lagaramma sem þegar er búið að setja,“ segir hann og á við að það geti allt eins þýtt að lagarammanum verði breytt eitt- hvað. Síðan segir hann: „Ég er á því að það sé mjög mikilvægt að þessi innkaup séu gagnsæ og að þau séu gerð fyrir opnum tjöldum og séu að- gengileg fyrir alla.“ Nefnd um opinber innkaup Kanni hvort samræma eigi reglur FRAMADAGAR Háskóla Íslands voru haldnir í áttunda sinn í síðustu viku. Dagarnir hófust á fyrirlestrum um ýmis málefni og enduðu með því að 28 fyrirtæki kynntu starfsemi sína fyrir háskólanemum í Háskólabíói á föstudag. Stefán Reynisson, markaðsstjóri Framadaga, segir vel hafa tekist til og fyrirtækin sem voru með kynningu hafi verið af ýmsum toga. Atvinnumið- stöðvar, verkfræðistofur, fjármálafyrirtæki og tölvu- fyrirtæki voru meðal þeirra. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, setti Framadagana í Háskólabíói að morgni föstudags. Reynslan af Framadögum er góð og segir Stefán að töluvert sé um að fyrirtæki sem kynna starfsemi sína á dögunum ráði stúdenta í kjölfarið. Stúdentar létu sig heldur ekki vanta og var aðsóknin góð að Framadögum nú sem undanfarin ár. Morgunblaðið/Sverrir Góð aðsókn að Framadögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.