Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Lions- klúbbnum Baldri Við fráfall vinar okk- ar Þorláks Þórðarsonar 9. febrúar sl. streyma fram minningar um samveru okkar í Lionsklúbbnum Baldri í áraraðir. Öll störf hans í klúbbnum voru unnin af sérstakri natni og umhyggju fyrir klúbbstarf- inu ekki síst í því að tengja saman kynslóðirnar í dagsins erli. Hann var mjög áhugasamur um að fjölskyld- urnar kynntust og tengdust böndum í leik og starfi. Okkar bestu minningar um Þorlák eru frá ferðum okkar þriggja í Bald- urshaga við Hvítárvatn þar sem klúbbur okkar starfar að gróður- vernd. Í þessari náttúruparadís kom vel í ljós innri maður Þorláks þar sem við áttum samræður eftir unnið dags- verk á haustkvöldum. Starfið innan klúbbsins, glettnar athugasemdir Þorláks um fundar- sókn manna og félagsstarfið almennt sem honum þótti oft í daufara lagi. Eftirá þykir okkur sem þar hefðum við kynnst hinum bestu eiginleikum góðs félaga, síkvikum og ötulum sem reyndi að stugga við hinum sem latari voru. Ávallt reyndist Þorlákur hvetjandi en aldrei letjandi í félagsstarfi. Sam- kennd hans við annað fólk var ríkur þáttur í skapgerð hans eins og lífsstíll hans hefir sannað. Þótt Þorláki þætti ætíð mikilsvert starfið að málefnum þeirra sem erfitt eiga í þjóðfélaginu og við reynum að leggja lið eftir mætti þá átti fjölskylda hans hug hans og hjarta. Störf Þor- láks að félagsmálum mættu ríkum skilningi eiginkonu hans, Bjargar, því kynntumst við félagarnir persónu- lega. Við þökkum Þorláki góð kynni og vináttu um langa hríð og óskum hon- um fararheilla á nýjum vegum og við vitum að þar mun hann ganga á Guðs vegum. ÞORLÁKUR ÞÓRÐARSON ✝ Þorlákur Þórð-arson fæddist í Reykjavík 10. júní 1921. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 9. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 18. febrúar. Kæra Björg, við sendum þér og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessun fylgi minn- ingu Þorláks Þórðar- sonar. Friðrik Jörgensen Haraldur Þórðarson. Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum. Húmar eins og haustar að í hjartans leynum. (Kristján Jónsson.) Mig setti hljóðan, þegar ég frétti andlát míns góða vinar, Þorláks Þórð- arsonar, og skyndilega varð einskon- ar húm í hugarfylgsnum, því vissu- lega er margs að minnast og margar glaðar stundir höfum við félagarnir átt saman á liðnum áratugum. Það var stutt í hans hlýlega og vinalega viðmót og meðal annars þess vegna leið manni vel í návist hans. Hann var mikill vinur vina sinna og verður mér því tregt um tungutak. Fáa veit ég, sem hafa verið jafn fé- lagslega sinnaðir og hinn látni og fáa veit ég, sem nutu þess í jafn ríkum mæli og hann að blanda geði í góðra- vinahópi og gera sér ýmislegt til gam- ans. Hann var tilfinningaríkur , en jafnframt glaðsinna og sá oft hinar broslegu hliðar á tilverunni umfram marga aðra. Þátttaka hans í fé- lagsstörfum bæði fyrir Víking og Lionshreyfinguna sýnir ljóslega, hvert hugur hans stefndi og einn er sá félagsskapur, sem ég veit að hann hafði mikla ánægju af að taka þátt í, en það er félag nokkurra eldri vík- inga, sem nefna sig Víkverja. Mark- mið þess félags er kannski ekki mikið eða merkilegt, en það felst í því að koma saman einu sinni í mánuði; ekki til að drepa tímann, eins og því miður margir telja sig þurfa að gera, heldur til þess að gæða tímann lífi og mér er ljúft að flytja kærar kveðjur frá Vík- verjum til ástvina og annarra að- standenda Þorláks. Það verður hníp- inn hópur, sem næst kemur saman til fundar, en við munum minnast Þor- láks með hlýhug og virðingu. Mér er í fersku minni allar þær ferðir, sem við hjónin fórum í með Þorláki og Björgu ásamt þeim hjón- um Kristínu og Helga Eysteinssyni. Þetta var árviss atburður í langan tíma og var ekki aðeins farið til að kynnast landinu okkar, sem við þó gerðum vel og dyggilega, heldur einn- ig til að upplifa þann hugljúfa blæ til- hlökkunar og gleði, sem ríkti í huga okkar allra í þessum ferðum. Þessar ferðir eru ómetanlegur þáttur í reit minninganna. Því lengra, sem á ævina líður finn ég hvílíkt lán það hefur verið fyrir mig að eignast vináttu Þorláks, enda hef- ur sú vinátta mótast og þróast yfir hálfa öld og aldrei borið skugga á. Samhliða oft góðlátlegu gríni og skemmtilegheitum á góðum stundum var á árum áður gjarnan tekið lagið og áttum við Þorlákur okkar uppá- haldssöng, sem féll vel að röddum okkar beggja meðan við vorum ungir menn og fram eftir aldri. Snemma kom í ljós að Þorlákur hafði yndi af því að flytja gamanmál á félagsfundum og höfðu þá margir á orði, að hann hefði ekki síður sómt sér vel á fjölum leikhúsanna eins og að annast sviðsetningar, er hann starfaði við í áraraðir og annarsstaðar er get- ið. Sálmaskáldið Hallgrímur Péturs- son segir í einu ljóða sinna: Vér vitum ei hvers biðja ber blindleikinn holds því veldur en síðan bætir hann við orð Guðs sýnir þann sannleik þér sæll er sá þar við heldur. Já, elskulegu vinir, sem syrgið nú hjartkæran eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa. Gæti það ekki verið, að sorgin sé einskonar vegvísir að hástóli hins Hæsta og tendri þann neista við Guðdóminn, sem einn getur sefað sorgbitna sál og friðað harmþrungið hjarta. Ég kveð minn kæra vin með sömu orðum og ég kvaddi góðan vin okkar beggja forðum. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. Ingvar N. Pálsson. Hann Þorlákur vinur minn og sam- starfsmaður til margra ára er farinn frá okkur og get ég ekki látið hjá líða að fylgja honum úr hlaði með nokkr- um orðum. Þegar ég kom til starfa við Þjóðleikhúsið fyrir rúmum 40 árum þá var Þorlákur annar af tveimur flokksstjórum á aðalleiksviði Þjóð- leikhússins. Það var ekki erfitt að kynnast Þorláki, því hann var ein- staklega opinn og hlýlegur í viðmóti og gamansemi var honum afskaplega eiginleg. Þannig myndaðist strax með okkur góður kunningsskapur sem seinna varð að vináttu og gagnkvæmu trausti eftir því sem kynnin jukust og samstarfið varð nánara. Þorlákur var mjög vinmargur maður og starfaði hann ötull að ýmsum félagsmálefnum og þá einkum knattspyrnufélagsins Víkings, en að viðgangi þess félags vann hann alla tíð auk starfa sinna við Þjóðleikhúsið. Hann var einnig knatt- spyrnudómari í fjöldamörg ár. Hann hafði alveg einstakan áhuga á óperum og safnaði að sér hljómplöt- um með óperusöng og held ég að það safn sé alveg ómetanlegt. Ef maður þurfti einhverjar upplýsingar um óp- erur þá var afar nærtækt að spyrja Þorlák því hann vissi þetta allt. Rand- ver sonur hans hefur erft þennan áhuga föður síns eins og flestum er kunnugt af þáttum hans í útvarpi um óperur. Í leikhúsinu var ævinlega skemmtilegt að vera einhvers staðar á þeim slóðum sem Þorlákur var. Það voru líka margir leikararnir sem sóttu inn í setustofu sviðsmanna í hléum til að njóta þeirrar glaðværðar og þess skemmtilega andrúmslofts sem þar ríkti enda hefur aldrei ríkt stétta- skipting í Þjóðleikhúsinu og valinn maður í hverju rúmi og þar var Þor- lákur fremstur í flokki. Það var árið 1983 að ég réð Þorlák til að taka við starfi forstöðumanns Litla sviðs Þjóð- leikhússins og gegndi hann því starfi allt til ársins 1996. Hann lagði mikinn metnað í þetta starf og var það heilla- skref fyrir Þjóðleikhúsið að fá hann til að gegna því. Hann veitti öllum sem störfuðu á Litla sviðinu mikið aðhald þannig að tímaáætlanir stóðust ævinlega hjá honum og eftir að sýningar hófust tók hann á móti gestum með brosi og 9   *       *     +     (  ,   0#( = ;/0 :0 $ 2 - 2$ 6  / '+ &&   / '+ $/ '+ ,$ & / '+ &/ '+ && - ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 1             9  =9 0 ''D5   #7  /,          !# #$$"   B  7&9 +  ! && 9%+  9!  &&  1$% 9!  && #    #'9!  6  #   B " && - /,     (       :9== '& %&F5 '2!$ !             2     !# #$$" 4          *     *       &  )    :  07"#;;" 1' $&*  && '+ *   !' '+ && 1$% 9 +   &'  '+ && 67& +-          ( B  G= <B 9== 1 H=# BI& &''>J ''  '  1   %&5K  '2!$ ! &      #7 /,      )    .    !#   ###0    #'1 I&)' 1'&'$' &' & 1 I&)'?=) ! ' : !=) ! ' ''B  7& =$'' 0  &  2&!)  &- 1            =9BA/9 0 ) 2$ +$  '&   /,  &       (*(  &    %    &  2    &6( %,   , *   +  &    &+&       , "=  && 1'    &'+  / '2=  &&  ' 67&   =  && #2 /  2L =  1'  ! )7 && +'  && ,  ,% - Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.