Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 11 MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, varð í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnar- friði vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor en prófkjörið fór fram sl. laugardag. Valgerður Sigurðardótt- ir, forseti bæjarstjórnar, varð í öðru sæti og Haraldur Þór Ólason, fram- kvæmdastjóri málmendurvinnslu- fyrirtækisins Furu, í því þriðja. Í fjórða sæti varð Steinunn Guðnadóttir og Gissur Guðmunds- son í því fimmta. Bindandi úrslit í 1. og 2. sætið Magnús og Valgerður hlutu bind- andi kosningu í 1. og 2. sæti. Alls kusu 1.869 manns í prófkjörinu en gild atkvæði voru 1.854. Frambjóð- endur voru 16. Magnús Gunnarsson fékk 1.204 atkvæði samtals í 1. sæti eða 65% gildra atkvæða og samtals 1.496 at- kvæði í prófkjörinu (81%). Valgerður Sigurðardóttir fékk 1.135 atkvæði samtals í 1. til 2. sæti (61%) og alls 1.572 atkvæði (85%). Haraldur Þór Ólason fékk 866 atkvæði í 1. til 3. sæti (47%) og alls 1.350 atkvæði (73%). Steinunn Guðnadóttir fékk 684 atkvæði í 1. til 4. sæti (37%) og alls 1.248 atkvæði (67%). Gissur Guð- mundsson fékk 895 atkvæði í 1. til 5. sæti (48%) og alls 1.269 atkvæði (68%). Leifur S. Garðarsson fékk 815 atkvæði í 1. til 6. sæti (44%) og alls 1.032 atkvæði (56%). Almar Gríms- son fékk 821 atkvæði í 1. til 7. sæti (44%) og alls 969 atkvæði (52%). Ágúst Sindri Karlsson fékk 820 at- kvæði í 1. til 8. sæti (44%) og alls 893 atkvæði (48%). Helga R. Stefáns- dóttir fékk 728 atkvæði í 1. til 9. sæti (39%) og alls 728 atkvæði (39%). Vil- borg Gunnarsdóttir fékk 704 at- kvæði í 1. til 10 sæti (38%) og alls 704 atkvæði í prófkjörinu. Ánægðir með niðurstöðuna ,,Ég er bara mjög sáttur við mín 65% og 81% af heildinni. Þarna er líka að koma inn nýtt fólk sem fær ágætis kosningu. Ég held að fram- boðslistinn í vor verði mjög sigur- stranglegur,“ sagði Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið um úrslit prófkjörs- ins. Hann sagðist einnig líta svo á að þátttakan í prófkjörinu hefði verið mjög góð. ,,Ég er mjög ánægður með þessa útkomu,“ sagði Haraldur Þór en hann er nýr á lista sjálfstæðismanna og hefur ekki tekið þátt í prófkosn- ingum áður. ,,Ég setti markið á þriðja sætið og það virðist hafa feng- ið hljómgrunn,“ segir hann. Spurður um helstu baráttumál segist Haraldur hafa lagt áherslu á ráðdeild í fjármálum, á skipulagsmál og að skattar í Hafnarfjarðarbæ yrðu ekki hærri en í öðrum ná- grannasveitarfélögum. Haraldur hefur verið formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sl. þrjú ár. Hann segist telja að vel hafi tekist til við mönnun á lista Sjálfstæðisflokksins, sem muni bjóða fram sterkan lista. Vonar að allir lúti niðurstöð- unni og skipi listann í vor ,,Ég er mjög ánægð og þakklát,“ segir Valgerður Sigurðardóttir sem varð í öðru sæti í prófkjörinu, en hún fékk flest samanlögð atkvæði í próf- kjörinu. Valgerður hefur starfað sem bæjarfulltrúi frá 1994, setið í bæj- arráði og er núna forseti bæjar- stjórnar. ,,Ég stefndi á að halda öðru sætinu og get ekki annað sagt en að ég sé bara mjög ánægð með þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði hún. Valgerður sagði að sér þætti þátt- takan í prófkjörinu góð og spurð um niðurstöðuna í heild sinni sagði hún óhjákvæmilegt að þegar farið væri í opið prófkjör ætti sér stað keppni á milli frambjóðenda. ,,Ég ætla bara að vona að það taki sig allir saman og lúti niðurstöðunni þannig að við stöndum sem einn sterkur klettur við kosningarnar í vor. Þetta er allt mjög frambærilegt og gott fólk og mér finnst skipta miklu máli að það skipi listann hjá okkur,“ segir Val- gerður. Kjörnefnd leggur tillögu að framboðslista fyrir fulltrúaráð Flestir þátttakenda í prófkjörinu, eða 1.631, nýttu sér rafræna kosn- ingu, eða 88% þeirra sem skiluðu gildum atkvæðum. Í framhaldi af prófkjörinu mun kjörnefnd leggja fyrir fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna tillögu að framboðslista til bæj- arstjórnarkosninga. Tæplega 1.900 manns kusu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Magnús Gunnarsson bæjarstjóri varð efstur                                                                   ! "                               ! "# $" % ! $ ! % $ #% #   PRÓFKJÖRI Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna vals frambjóðenda á Reykjavíkurlistann lauk síðdegis á sunnudag. Kjörið var tvíþætt, ann- ars vegar með póstatkvæðagreiðslu félagsmanna og hins vegar með kjörfundarkosningu félagsmanna og óflokksbundinna stuðningsmanna. Að sögn Katrínar Theodórsdóttur, formanns framkvæmdanefndar prófkjörs Samfylkingarfélaganna, var vitað í gær að 2.200 til 2.300 manns hefðu greitt atkvæði í próf- kjörinu en endanleg tala lá þó ekki fyrir þar sem búist var við fleiri póstatkvæðum í gær og í dag. Talning atkvæða í prófkjörinu hefst upp úr hádeginu í dag og er þess að vænta að úrslit geti legið fyrir síðdegis. Katrín sagði að á heildina litið hefði prófkjörið gengið vel og kjör- sókn hefði verið ágæt yfir helgina, sérstaklega síðdegis á sunnudag eða þar til kjörfundi lauk kl. 17. Katrín sagði að sér þætti hvað eftirtektarverðast hvað allur undir- búningur og prófkjörið sjálft hefði tekið stuttan tíma en ákvörðun um að viðhafa prófkjör var tekin á fé- lagsfundi 2. febrúar og aðeins tíu dögum seinna hefði kosningin verið um garð gengin. Katrín hafði ekki upplýsingar um hvernig þátttakan skiptist á milli flokksbundins Sam- fylkingarfólks og óflokksbundinna sem höfðu rétt á að kjósa gegn því að lýsa yfir stuðningi við Samfylk- inguna og greiða 500 kr. þátttöku- gjald. Úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar birt í dag Um 2.300 atkvæði lágu fyrir í gær STOLINNI bifreið var ekið á mikl- um hraða inn í hús íslenskrar fjöl- skyldu í bænum Kingstrup á Fjóni aðfaranótt sunnudags. Bifreiðin hentist í gegnum tvöfaldan múr- steinsvegg, gekk öll inn í svefnher- bergi íslensku hjónanna og alveg að gafli rúmsins sem þau sváfu í þannig að múrsteinum rigndi yfir allt og sjónvarp sem verið hafði á veggnum lenti á hjónarúminu miðju. Rigndi múrsteinum Þorvaldur Haukur Þráinsson og Björg Bragadóttir segja mikla mildi að ekki skuli hafa orðið stórslys. Það hafi verið lán að bíllinn ruddi á und- an sér sófa sem síðan skall á rúminu og tók þannig af mesta höggið. Eins hafi það verið mikil heppni að sjón- varpið skyldi ekki lenda á höfði ann- ars hvors þeirra „Við vorum auðvitað í losti á eftir og megum prísa okkur sæl fyrir að ekki fór verr. Við feng- um bæði marga múrsteina yfir okk- ur. Ég er allur hruflaður á bakinu, á hendinni og aðeins í andliti. Konan mín er á leiðinni til læknis vegna verkja í baki og það er líklegt að sjónvarpið hafi lent á henni.“ Þorvaldur segir að danskur strák- ur hafi ekið rétt á eftir stolna bílnum, Volkswagen Passat, og hann hafi tal- ið að bifreiðin væri á að minnsta kosti 130 kílómetra hraða þegar ung- lingarnir misstu stjórn á henni. „Bifreiðin fór í gegnum runna og síðan gegnum garðinn og loks í gegnum svefnherbergisvegginn. Það hefur þurft nokkuð til, því þetta er tvöfaldur múrsteinsveggur með ein- angrun á milli, sjálfsagt nálægt 30 sentímetrum að þykkt.“ Þorvaldur segir að ökumaðurinn og farþegi hans, nítján og sextán ára, hafi verið á bak og burt þegar þau rönkuðu við sér og því greinilega ekki slasast neitt að ráði. „Lögreglan kom fljótt á vettvang með leitar- hunda og elti unglingana niður í mýri hér fyrir neðan en missti af þeim þar. Nafn annars þeirra fannst hins veg- ar í bakpoka í bílnum og þeir voru báðir handteknir snemma á sunnu- dagsmorgun.“ Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að þeir sem óku bílnum hafi áður komist í kast við lögin, bæði vegna þjófnaða og ofbeldisglæpa. Ekið inn í svefnherbergi íslenskrar fjölskyldu á Fjóni Sófinn tók af mesta höggið Bíllinn stöðvaðist ekki fyrr en við gafl hjónarúmsins. ENGAR ákvarðanir hafa verið tekn- ar um breytingar á fyrirætlunum varðandi stórverkefni í samgöngu- málum þó bakslag hafi komið í einka- væðingaráform Símans. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að engin niðurstaða liggi fyrir í þessum efnum, en þessa hluti þurfi að skoða upp á nýtt hið fyrsta í tengslum við einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Geir sagði að gengið hefði verið út frá því að hluta söluandvirðis ríkis- fyrirtækja yrði varið til sérstakra stórverkefna í samgöngumálum, þó ætíð hafi verið við það miðað að stærstum hluta söluandvirðisins yrði varið til að greiða niður skuldir rík- issjóðs. Þótt einhverjar tafir yrðu á sölu Símans væri langur vegur frá því að menn væru búnir að gefa söl- una frá sér. Að hans mati væri það bara tímaspursmál hvenær Síminn seldist, þótt ákveðið bakslag hefði komið í söluáformin nú. Áfram væri sú stefna óbreytt að selja fyrirtækið. „Staðan er bara í hnotskurn það óljós ennþá að það hafa engar nýjar ákvarðanir verið teknar. Samgöngu- ráðherra mun koma með sínar áætl- anir um þessi mál. Síðan verða menn bara að vega og meta hver staðan er, hvort það er svigrúm til að gera þetta eins og ráðgert var eða hvort það þarf að endurskoða þessar fyr- irtætlanir í ljósi minni tekna af sölu ríkisfyrirtækja,“ sagði Geir. Fjármálaráðherra um fjármögnun í samgöngumálum Engar breytingar á fyrirætlunum ákveðnar SNEMMA að morgni er mannlífið iðandi við höfnina í Reykjavík áður en sjómenn leysa landfestar og halda út á miðin. Netabáturinn Ágúst RE 61 heldur hér stoltur úr höfn en á meðan lúra hvalveiðiskipin við bryggjuna og bíða örlaga sinna líkt og mörg und- anfarin ár. Morgunblaðið/Þorkell Stolt siglir fleyið mitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.