Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ OZ býst við um 800 milljóna króna viðbótartekjufærslu á fyrsta fjórð- ungi ársins 2002. Þessar væntingar eru meðal þess sem fram kemur í til- kynningu sem send var SEC, Banda- ríska verðbréfaeftirlitinu, í gær, í til- efni af því að þriggja ára samstarfssamningi OZ og Ericsson er lokið með sex milljóna dala eða 600 milljóna króna lokagreiðslu af hálfu Ericsson. Í samtali við Morgunblaðið segir Skúli Mogensen, forstjóri OZ, að fyr- irtækið stefni að jákvæðri afkomu fyrir árið í heild. Við samningslok má segja að OZ endurheimti sjálfstæði sitt, þ.e. framtíð OZ verður ekki lengur beintengd árangri Ericsson. Fyrirtækin hafa átt í þróunarsam- starfi í um þrjú ár á grunntækni sem OZ seldi Ericsson og hlaut nafnið iPulse. Á samningstímanum var iPulse eign Ericsson en fyrirtækin hafa nú undirritað samning þess efn- is að OZ eignast vöruna til jafns við Ericsson og algjört frelsi til að þróa hana frekar, markaðssetja og selja, en gefur upp allt tilkall til hugsan- legra sölutekna frá Ericsson. OZ mun markaðssetja iPulse und- ir heitinu OZ ICS (Instant Comm- unication Solution) sem samheiti yfir þá þætti vörunnar sem framleidd var með Ericsson, þ.e. iPulse, og þá þætti sem OZ framleiddi sjálft m.a. í Kanada og kallaðir voru mPresence. Sú breyting verður á að OZ fær tekjur af sölunni óskiptar en ekki að- eins 15% hlutdeild eins og var á tím- um samningsins við Ericsson. Ekki stefnubreyting Skúli leggur áherslu á að nú séu kaflaskipti hjá OZ en engin stefnu- breyting. „Núna erum við að vinna út frá eigin forsendum en ekki for- sendum Ericsson. Við erum að fær- ast úr rannsóknum og þróun yfir í sölu- og markaðsmál. Allar áherslur innan fyrirtækisins, ábyrgðin og skipulagningin, er í endurskoðun í kjölfar þessa. Við höfum fengið gríð- arlega mikla þekkingu og sambönd vegna samningsins á þessum þrem- ur árum. Samningurinn var frábær og við höfum átt mjög gott samstarf við Ericsson,“ segir Skúli. „Núna tekur næsta rétta skref við: Við för- um sjálf að keyra bílinn í staðinn fyr- ir að vera í aftursætinu.“ Skúli segir að starfsmannaupp- bygging breytist nokkuð vegna þró- unar fyrirtækisins frá rannsóknum og þróun yfir í sölu- og markaðsmál. Starfsfólki á rannsókna- og þróun- arsviði hafi fækkað en á sama tíma verður fjölgun á sölu- og markaðs- sviði. Á síðasta ári hefur starfsmönn- um á Íslandi fækkað en á sama tíma byggði fyrirtækið upp starfsemi í Montreal. Alls starfa um hundrað manns hjá OZ, fyrir utan starfsfólk dótturfyrirtækja. Markmið OZ er að rekstrarafkoma árs- ins verði jákvæð. „Við erum hóflega bjartsýnir og margt jákvætt hefur komið fram í þeim samn- ingaviðræðum sem við eigum í á mörg- um vígstöðvum.“ Er- icsson á áfram 20% hlut í OZ og engin breyting er fyrirhug- uð þar á. Viðræður við fleiri standa yfir OZ var óheimilt að semja við önn- ur fyrirtæki á samningstímanum og fékk 15% hlutdeild í sölutekjum Er- icsson af iPulse. Skúli segir það mikla breytingu að tekjuhlutdeildin fari úr 15% í 100%. „Þetta eru stórir samningar, upp á hundruð milljóna og það þarf ekki mikið til að heildar- niðurstaðan verði jákvæð.“ Nú hefur OZ einnig frelsi til að semja við önn- ur fyrirtæki og að sögn Skúla standa yfir samningaviðræður við ýmis fyr- irtæki og áhersla er lögð á að OZ taki þátt í sýningum víðs vegar um heim í því skyni að kynna OZ ICS og fyr- irtækið. OZ ICS 2.0 er afsprengi sam- starfsins við Ericsson og vinnur OZ nú að næstu meginútgáfu hennar, OZ ICS 3.0, sem kemur væntanlega á markað á seinni hluta ársins. Hún byggist að stórum hluta á nýjum staðli, Wireless Village. OZ hefur tekið virkan þátt í mótun staðalsins sem kynntur var á dögunum í Lond- on. Wireless Village er samheiti yfir nýjan staðal sem Motorola, Nokia og Ericsson hafa samein- ast um og á að tryggja auðveld og óheft gagna- samskipti hugbúnaðar mismunandi framleið- enda. Wireless Village er byggt á þeirri sýn sem OZ hefur unnið út frá undanfarin ár, að sögn Skúla: „Um sameiginlega samskiptastaðla óháð tækjum og tólum í þráð- lausum heimi og einfalt notendaviðmót fyrir almenning. Það sem skiptir öllu máli er að fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur sameinast um staðalinn. Þar með er alvöru- markaður orðinn að veruleika því það gerist ekkert á stórum skala nema hlutirnir séu staðlaðir.“ Frestaðar tekjur loks tekjufærðar OZ er hlutafélag samkvæmt bandarískum lögum og er gert upp í Bandaríkjadölum. SEC setur reikn- ingsskilareglur sem bandarískum hlutafélögum ber að fara eftir. OZ þarf einnig að greina SEC frá ef eitt- hvað kann að hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. Þess eðlis er til- kynning sem OZ sendi SEC í gær en þar er greint frá niðurstöðu samn- ings OZ og Ericsson og breytingum sem þess vegna verða á afkomu OZ á síðasta ári og þessu. Frestaðar tekjur er hugtak sem komið hefur upp í umfjöllun um af- komu OZ á undanförnum misserum. Þar er yfirleitt um að ræða greiðslur frá Ericsson sem OZ mátti ekki færa til tekna fyrr en að samningstíma- bilinu loknu, þar sem Ericsson var og er hluthafi í OZ, skv. reiknings- skilareglum SEC. Nú er komið að því að tekjufæra má slíkar frestaðar tekjur og því er útlit fyrir að OZ skili hagnaði á yfirstandandi ársfjórð- ungi, eins og fyrr segir. Sá ársfjórð- ungur verður því nokkuð frábrugð- inn fyrri fjórðungum. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri munu fjór- ar milljónir dala af sex milljóna loka- greiðslunni frá Ericsson verða tekju- færðar á fyrsta ársfjórðungi. Auk þess 7,75 milljónir dala sem áður voru á meðal frestaðra tekna. Alls eru þetta 11,75 milljónir dala. Gjald- færðar verða 3,6 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi, eftirstöðvar af viðskiptavild o.fl. í Kanada. Eftir stendur að áhrif þessara samninga á afkomu OZ á fyrsta ársfjórðungi 2002 verða jákvæð um átta milljónir dala. Eigið fé mun styrkjast um 12,5 milljónir dala. Neikvætt eigið fé vegna endurmats Afkoman á síðasta fjórðungi 2001 er hins vegar mun verri. Eigið fé er neikvætt um 4 milljónir dala sökum afskrifta, en að sögn Skúla var talið eðlilegt að gjaldfæra sem mest á fjórða ársfjórðungi. Nýjar reikn- ingsskilareglur eru þess efnis að endurmeta þarf viðskiptavild miðað við tekjuflæði í framtíðinni. Nú þeg- ar samningnum við Ericsson er lok- ið, þarf endurmat að fara fram og það hefur þessi áhrif. OZ mun afskrifa 8,9 milljónir dala á árinu 2001 af bókfærðri viðskipta- vild og hugbúnaðarleyfum vegna kaupa á fyrirtæki í Kanada árið 2000. Þessi gjaldfærsla er til viðbót- ar 3,4 milljóna dala afskrift þessara eigna samkvæmt eldri reglum. Þetta er eingöngu bókhaldslegt atriði, að sögn Skúla, og hefur engin áhrif á peningalega stöðu fyrirtækisins. Sama á við um heildartap ársins 2001, sem, samkvæmt áðurnefndum reikningsskilareglum SEC, er talið verða u.þ.b. 23 milljónir dala eða 2,3 milljarðar króna. Fram kom í skýringum við níu mánaða uppgjör OZ á síðasta ári að þegar OZ keypti fyrirtæki af kan- adíska fyrirtækinu Microcell árið 2000 og greiddi með hlutabréfum í OZ, hefði verið samið um að OZ væri skyldugt til að kaupa hlutabréfin til baka á 4,5 milljónir Bandaríkjadala á tímabilinu 15. febrúar til 15. apríl 2002, ef ekki hefði farið fram hluta- fjárútboð og skráning. Skúli segir að samkomulag hafi náðst við Microcell um að fyrirtækið verði áfram hlut- hafi í OZ og samstarfsaðili og því muni ekki koma til þess að OZ kaupi hlut fyrirtækisins. OZ býst við hagnaði á þessu ári Skúli Mogensen Þriggja ára samningur OZ og Ericsson hef- ur nú runnið sitt skeið á enda. OZ fær 600 milljóna lokagreiðslu frá Ericsson fyrir marslok. Lokagreiðslan er einn af þátt- unum í þeim væntingum forsvarsmanna OZ að fyrirtækið skili hagnaði fyrir árið í heild. TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á samkeppnisumhverfi Össur- ar hf. á síðasta ári enda hefur útrás félagsins hrundið af stað samruna- ferli meðal keppinauta félagsins og samþjöppun hefur orðið töluverð í greininni. Vaxtarmöguleikar Össur- ar liggja í sókn inn á stuðnings- tækjamarkað en það gæti kallað á erlent fjármagn. Þetta kom fram í máli Péturs Guðmundarsonar, stjórnarformanns Össurar hf., á að- alfundi félagsins sl. föstudag. Pétur sagði samþjöppun í grein- inni ekki koma á óvart. Keppinaut- arnir hafi gjarnan verið lítil fjöl- skyldufyrirtæki með takmarkaða fjárhagslega burði. Útrás Össurar hafi hins vegar leitt til þess að keppinautarnir eru nú færri og stærri. Þetta hafi óneitanlega valdið verðþrýstingi en Össuri hafi samt sem áður tekist að halda markaðs- hlutdeild sinni. Um möguleika á frekari vexti Össurar sagði Pétur að í athugun væri að sækja inn á svokallaðan stuðningstækjamarkað. Verði af því að Össur fari inn á þennan markað sé líklegast að það verði gert með kaupum á félagi sem hefur sérhæft sig í stuðningstækjum. Starfmenn væru með augun opin fyrir slíkum möguleika þó svo að ekkert hafi enn verið ákveðið. Hins vegar sagði hann ljóst að slík kaup kunni að verða fjárfrek og fjármögnun inn- anlands gæti reynst erfið. Stjórn- endur félagsins séu því að huga að leiðum til að laða erlenda fjárfesta að félaginu. Í því sambandi sé m.a. verið að athuga mögulega skrán- ingu félagsins erlendis eða skrán- ingu hlutabréfa í erlendri mynt hér- lendis. Ákveðið hefur verið að Össur hf. sæki um heimild til að gera félagið upp í erlendri mynt, væntanlega Bandaríkjadölum, þegar slíkt verð- ur heimilað, að sögn Péturs. „Er það skoðun stjórnenda félagsins að sá gjaldmiðill muni betur sýna rekstur félagsins en uppgjör í ís- lenskum krónum.“ Þá sagði Pétur lækkun tekju- skatts í 18% hafa verið mikið fram- faraspor og hafi sú ákvörðun eink- um og sér í lagi leitt til þess að umsvif Össurar á Íslandi muni aukast á næstunni. Samþjöppun meðal keppinauta Össurar TAP Þormóðs ramma – Sæbergs hf. minnkaði á milli áranna 2000 og 2001 en það nam 33 milljónum á síðasta ári en 555 milljóna króna tap var árið áður. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að árið 2001 var því að mörgu leyti hagstætt og það er mat stjórnenda Þormóðs ramma – Sæ- bergs að árið 2002 geti orðið hag- stætt rekstrarár. Rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust um 23% á milli ára og námu 5.336 milljónum. Rekstrargjöld jukust um 8% og námu 3.919 milljónum. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nær því tvöfaldaðist á milli ára og nam 1.416 milljónum eða 26,5% af rekstrartekjum. Í tilkynningunni kemur fram að verkfall sjómanna á árinu hafi verið kostnaðarsamt. Bolfiskfrystitogarar félagsins hafi aflað vel og gekk rekstur þeirra með ágætum. Rækju- vinnsla var rekin með þokkalegum árangri en tap varð á rækjuveiðum á heimamiðum og á Flæmingjagrunni. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 7. mars nk. Stjórn félagsins legg- ur til að hluthöfum verði greiddur 7% arður vegna nýliðins árs. Mun minna tap hjá Þormóði ramma – Sæbergi &                             !" #$ !  %      &       ' % &      (  %  '  !  )    #$$% $&'(  )#$%  )*#* )##  (  ### '++$ ,%%-  ++(+ '+.%/ '%( *+ * #+  # #     * *    +                        ! "  ! "  ! "        $++' $++'            LOÐNUVEIÐAR gengu mjög vel í gær og fylltu skipin sig í fáum köstum á nokkrum klukkutímum. Loðnan er nú gengin upp á landgrunnið, veiðist nú fimm mílur suður af Stokksnesi. Loðnuskipin voru í gær ým- ist á landleið eða á leið á miðin á ný en mörg hver hafa þurft að sigla með aflann norður fyrir land, allt til Siglufjarðar og suð- ur fyrir land til Akraness. Löndunarbið var á nokkrum höfnum á Austfjörðum í gær. Að sögn skipstjórnarmanna voru skipin að fá upp í 400 tonna köst í gær en öll skipin veiða nú í nót. Þeir sögðu loðnuna færast hægt og sígandi vestur með landinu og mokveiði væri þegar veður leyfði. Grindvíkingur GK landaði fullfermi, um 1.150 tonnum, á Seyðisfirði í gær. Rúnar Björg- vinsson, skipstjóri á Grindvík- ingi, sagði að mokveiði hefði verið hjá skipunum í fyrrinótt. „Við fengum fullfermi í aðeins fjórum köstum og gáfum Ás- grími Halldórssyni SF úr síð- asta kastinu. Við urðum að bíða af okkur smá brælu í nokkra klukkutíma í fyrrinótt, en það er mokveiði þegar veður leyf- ir,“ sagði skipstjórinn. Hrognafyllingin í loðnunni var í gærum 14% og er víða byrjað að frysta á Japansmark- að. Frystingin hefst þó ekki af fullum krafti fyrr en hrogna- fyllingin nær 15%. Loðnuaflinn er kominn í rúmlega 315 þúsund tonn á vetrarvertíðinni, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Mestu hefur verið landað á Eskifirði, rúm- lega 45 þúsund tonnum og tæp- lega 42 þúsund tonnum á Seyð- isfirði og Neskaupstað. Þá hefur rúmlega 28 þúsund tonn- um verið landað í Vestmanna- eyjum og 24 þúsundum á Fá- skrúðsfirði. Heildarkvótinn á vertíðinni er 968 þúsund tonn og á því eftir að veiða um 505 þúsund tonn af honum. Loðnan gengin upp á grunnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.