Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 23 Okkar vinsælu talnámskeið hefjast 4. mars Innritun er hafin Einnig bjóðum við uppá: Umræðuhópa - Viðskiptaensku - Einkatíma Málaskóla í Bretlandi Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Hraðnámskeið á Akureyri (maí) Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 enskuskolinn@isholf.is www.enskuskolinn.is ENSKA ER OKKAR MÁL Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD DI H F IO 72 6 ÆVINTÝRIÐ um Rauðhettu og úlfinn hefur um aldaraðir verið lesin fyrir lítil börn. Sagan er ótrúlega vin- sæl, sem byggist sennilega á ógninni sem börnunum stendur af úlfinum, en hann fær að sjálfsögðu makleg málagjöld. Hún kom fyrst út í prent- aðri útgáfu 1697 í safni franska rit- höfundarins Charles Perrault, Cont- es de ma mère l’Oye (Sögum gæsamömmu). Hann byggði þessa útgáfu sína á þjóðsögum sem voru að falla í gleymsku en hann endursagði á sína vísu. Flestar nútímaútgáfur sög- unnar eiga rætur að rekja til þeirrar Rauðhettu sem Perrault mótaði. Rauðhetta á það sameiginlegt með sögunum um Öskubusku, Mjallhvíti og Hans og Grétu að vera öðrum þræði hryllingssaga sem endar vel. Kenningasmiðir í sálarfræðum hafa velt fyrir sér hvort ástæðan fyrir því hve mjög börn hrífast af slíkum sög- um sé tengd þeirri útrás sem þau fá fyrir ótta sinn við að hlusta á frásögn- ina og hvernig þeim lærist að hægt er að sigrast á honum í sögulok. Rauðhetta er vinsælust og þekkt- ust þessara fjögurra ofangreindu sagna, enda úlfurinn auðskilið tákn um allar þær hættur sem steðjað geta að aleinu barni. Því hafa verið gerðar ótal útgáfur af sögunni, jafnt á bók sem á leiksviði, fyrir brúðuleik- hús, sjónvarp og kvikmyndir, alls staðar stingur Rauðhetta upp kollin- um. Sagan hentar betur til slíkrar meðferðar en flestar aðrar, enda per- sónur fáar og söguþráðurinn einfald- ur. Í þessari leikgerð Charlotte Bøv- ing er hinn sígildi söguþráður allur til staðar, þó að smátilfæringar séu leyfðar á stöku stað. Meginbreyting hennar felst í því að blása lífi í æv- intýrapersónurnar til að færa þær nær nútímaáhorfendum auk þess að hún gerir smátilfæringar á hlutverk- um þeirra. Þannig er veiðimaðurinn gerður að raupsömum trúbador, sem hefur dug til að rista úlfinn á kvið til að bjarga Rauðhettu og ömmu henn- ar, en þegar á hólminn er komið verð- ur Rauðhetta ein að axla ábyrgðina og fylla maga úlfsins af steinum og sauma fyrir. Amman er kraftmikil nútímaamma að eðlisfari, kannski fulllétt á fæti, sérstaklega í fyrri hlut- anum. Ástæðan fyrir því að Rauð- hetta er á leið til ömmunnar er að mamma hennar þarf að vinna lengur. Þannig er þessi gamla saga löguð að nútímagildum og hetja sögunnar er kjarkmikil stelpa, alin upp af ráða- góðum konum, sem leysir sjálf þau vandamál sem upp koma. Þrátt fyrir þessar áherslubreyt- ingar gerist verkið enn í tímalausri ævintýraveröld sem endurspeglast í búningum, leikmynd og lýsingu. Ásta Hafþórsdóttir sækir innblástur til sí- gauna og Sama, sérstaklega hvað búning ömmunnar varðar, en úlfur- inn verður fulltæfulegur í hennar meðförum. Leikmyndin var líka ein- föld og falleg, skógurinn ógnvænleg- ur og kofi ömmunnar litrík vin í hon- um. Mesti hryllingurinn sem þar fer fram innan dyra er sýndur sem skuggamynd að baki rúmábreiðu. Þar eru ljósin notuð hugvitssamlega eins og víðar þar sem þau undirstrika hryllinginn. Hér mætti einnig minnast á að mikið er lagt í leikskrána ólíkt því sem oft gerist á barnasýningum í fá- tækari leikhúsum. Hún er listilega hönnuð og myndskreytt af Ólafi Gunnari Guðlaugssyni. Einungis rödd Sóleyjar Elíasdótt- ur heyrist í hlutverki hinnar fjarlægu móður, sem verður að taka vinnuna fram yfir barnið; aðstæður sem nú- tímabörn og -foreldrar ættu að þekkja af eigin raun. Sóley leikur blátt áfram praktíska nútímakonu sem þarf að gera gott úr öllu. Amma Jóhönnu Jónas er glaðlynd og góð, söngvin og skemmtileg en nógu við- utan til að Rauðhetta verður að taka til sinna ráða. Þórunn Erna Clausen kom hetjuskap Rauðhettu vel til skila en einnig kæruleysi hennar og trú- girni sem leiðir hana í villigötur. Skemmtilegur söngur þeirra beggja undirstrikar persónusköpun þeirra. Björgvin Franz Gíslason var stór- skemmtilegur í hlutverki hins montna veiðimanns, sem virtist fjar- skyldur ættingi Eiríks Fjalars. En þar skildi með þeim frændum að Björgvin spilar og syngur mun betur. Úlfurinn var í meðförum Bjarkar Jakobsdóttur óútreiknanlegt illþýði sem svífst einskis til að ná sínu fram. Hér tókst mjög vel til við að halda hryllingnum í skefjum, börnin titruðu á beinunum og ríghéldu í foreldra sína þegar úlfurinn byrsti sig eða þegar ýlfur glumdu í myrkvuðum salnum en sýningin hélt þeim svo vel við efnið að ekkert þeirra lét undan ógninni og flýði öskrandi af hólmi. Textar Charlotte Bøving í þýðingu Þórarins Eldjárns eru sniðugir og einfaldir, lög hennar grípandi og leik- gerðin nær að vera trú ævintýrinu jafnframt því sem hún hefur fram að færa nýjan boðskap um að það redd- ar þér enginn frá því sem þú hræðist nema þú sjálfur. LEIKLIST Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör Leikstjóri og höfundur leikrits, laga og texta: Charlotte Bøving. Þýðing: Þór- arinn Eldjárn. Leikmynd: Erling Jóhann- esson. Leikgervi og búningar: Ásta Haf- þórsdóttir. Ljósameistari: Björn Kristjánsson. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Björk Jakobsdóttir, Jóhanna Jónas, Sóley Elíasdóttir og Þórunn Erna Clausen. Laugardaginn 16. febrúar. RAUÐHETTA Rauðhetta reddar sér sjálf Björgvin Franz Gíslason í hlutverki veiðimannsins. Hvað er til ráða þegar hann brestur kjark? Sveinn Haraldsson SNORRI Sturluson er án efa einna best þekktur fyrir skrif sín. Völd- um hans, auði og kvenhylli er þó sýnd öllu meiri athygli í vænt- anlegri skáldsögu norska rithöf- undarins Thorvald Steen. Athygl- inni er þannig beint að þætti höfðingjans Snorra í valdabaráttu sturlungaaldar og að deilum hans við aðrar ættir jafnt sem skyld- menni sín. Snorri var 62 ára gam- all þegar hann var myrtur heima hjá sér og fjallar skáldsaga Steen um síðustu fimm dagana í lífi Snorra. Í viðtali við dagblaðið Aftenpost- en rekur Steen hugmyndina að skrifunum til dvalar sinnar í Reyk- holti síðasta sumar. „Þar varð ég vitni að því að morðið á Snorra er enn til umræðu, en hann var myrt- ur af fyrrverandi tengdasyni sínum Gissuri Þorvaldssyni,“ segir Steen. Að hans sögn er sagan um Snorra ástarsaga. „Það er til mikið af spennandi efni um kvennamál Snorra og sérstaklega samskipti hans við eina þeirra. Hún vekur honum mikinn áhuga – bæði kyn- ferðislega og andlega.“ Mikilvægi Snorra fyrir Norð- menn á þó ekki síður sinn þátt í skrifum Steen. „Skilningur okkar á því hvílíkt stórveldi við vorum á þessum tíma byggist meðal annars á lýsingum hans,“ segir Steen. Hann bætir við að við heimilda- vinnu sína hafi það komið sér mjög á óvart hversu mikil samskipti Ís- land hafði við umheiminn á þessum tíma. „Allt nýtt sem var að gerast í heimspeki, málfræði, guðfræði, tæknimálum og bókmenntum barst fljótt þangað. Ég er sammála Thor Heyerdahl um að þekking Snorra á heiminum er mjög vanmetin í Noregi. Þó hann hafi ferðast furð- anlega lítið fyrir Íslending, þá var hann einstaklega vel tengdur.“ Skáldsaga um ástamál Snorra Breiðholtskirkja Jörg E. Sonder- mann leikur á orgel kirkjunnar verk eftir Johann Sebastian Bach kl. 20.30. Á efnis- skránni er Fant- asía í C-dúr (BWV 573), Fant- asía og fúga í c- moll (BWV 918/575), Pedalæfing í g- moll (BWV 598), Tríó í G-dúr (BWV 1027a), Tveir sálmforleikir, Herr Jesu Christ, dich zu uns wend (BWV 709) og Herr Christ, der einig Gottes Sohn (BWV Anhang 55), Þrír sálm- forleikir: Ach Gott vom Himmel, sieh darein (BWV 741), Ach Gott, ach Herr (BWV 714) og O Vater, all- mächtiger Gott (BWV 758) (Kyrie minus summum), Tveir forleikir um sálmalagið Jesus Christus, unser Heiland (BWV 665/666) og loks Prel- údía og fúga í D-dúr (BWV 532). Aðgangseyrir, 900 kr., rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Jörg E. Sondermann Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.