Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Guðbjörnssontenór, Kristinn Sigmunds-son bassabaritón og JónasIngimundarson píanóleik- ari eru svo vel lukkuð þrenning, að uppselt er á alla tónleika þeirra í Salnum í vikunni. Tónleikarnir verða á fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 20.00 og á laugardag kl. 17.00. Það er kannski enn von að fá miða á Sel- fossi, en þar verða fyrstu tónleikar þremenninganna í kvöld kl. 20.30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Gunnar og Kristinn starfa báðir við óperuhús erlendis; Kristinn er bú- settur hér en gerir út á óperuhús bæði vestan hafs og í Evrópu, en Gunnar er búsettur með fjölskyldu sinni í Berlín. Báðir hafa þeir langa reynslu af því að syngja með Jónasi, þó oftar hvor í sínu lagi en saman eins og nú. Hins vegar hefur það gerst, að þeir syngja talsvert saman í óperuhúsum erlendis, og þegar blaðamaður hitti þá á æfingu og sest var niður til að telja, kom á daginn að þetta er í fjórða skipti sem þeir syngja saman á einu ári, hin skiptin hafa öll verið í óperuhúsum úti. Sölumenn í öndvegi En hvað á að syngja fyrir þjóðina sem hefur svona mikinn áhuga á að heyra í þeim. „Við byrjum á Töfra- flautunni eftir Mozart,“ segir Krist- inn. „Og svo er það Ástardrykkur- inn,“ bætir Gunnar við, „það er sölumannsdúett, þar sem Kristinn er að reyna að selja mér „ástar- drykk“,“ „sem er auðvitað bara svik- in vara, það er reyndar rauðvín; – bordeaux“ segir Kristinn. „Það get- ur nú verið ágætis ástardrykkur samt,“ segir Gunnar. „Eftir hlé syngjum við atriði úr Seldu brúðinni eftir Smetana,“ segir Kristinn, „og þar er ennþá sölumennska í gangi þar sem Kecal, hjúskaparmiðlari hefur komist á snoðir um það að Jen- ík er allt að því heitbundinn konu sem hann hefur ætlað að selja öðr- um, og þarna er Kecal að reyna að fá Jeník ofan af þessum ráðahag með því að bjóða honum aðra kosti. Hann byrjar á því að segja Jeník, sem er frá Mæri, að hypja sig heim, það sé ekkert varið í kvenfólkið í þorpinu þeirra þarna, þær dugi ekki til neins, en bætir þó við: Ég veit um eina sem dugar, og þar er hann að reyna að telja hann á að giftast annarri. Hann er eins og bílasali að prútta um bíla. Núnú, svo erum við með Fást eftir Gounod, og þar er enn verið að selja,“ og Gunnar laumar því að að sölumennskan sé eiginlega orðin að gegnumgangandi þema á tónleikun- um. „Þar sem ég er verslunarskóla- genginn var ég fljótur að sjá þetta út,“ segir hann, og Kristinn og Jónas hlæja; það er þá aldeilis ekki gagns- laust fyrir óperusöngvara að hafa verslunarpróf upp á vasann. „Þarna er nú Gunnar í hlutverki sölumanns- ins,“ segir Kristinn, „það má kalla það vöruskipti, þar sem Fást er að reyna að selja skrattanum sál sína, gegn því að hann fá það sem hann óskar, visku og ást. Ég er semsagt sérlegur sendiherra kölska, Mef- istófeles, og þykir ágætt að hafa náð mér í eina sál. Að lokum syngjum við svo dúettinn úr Perluköfurunum.“ Kristinn samþykkir ekki alveg mögl- unarlaust að hann sé alltaf vondi karlinn, meðan tenorinn er ævinlega sá góði. „Í Seldu brúðinni er hann náttúrulega að forða mér frá gjald- þroti með því að selja mér ríkari konu,“ segir Gunnar. „Sá karakter, Kecal, er kannski ekki beint vondur, hann heldur að hann sé slægur og slóttugur og býsna klár. Hann er einn af þessum skemmtilegu karakt- erum sem koma oft fyrir í óperunni og allir sjá í gegnum áður en yfir lýkur. Þetta eru karlar sem koma fram í byrjun, uppblásnir og góðir með sig, en svo er flett ofan af þeim.“ Alltaf að syngja saman Jónas vísar frá sér spurningunni um hvort það sé toppurinn að fá heim þessa tvo söngvara, Gunnar og Kristin. „Ég er ekki í því að dæma fólk.“ „Mér finnst það nú toppurinn að fá að starfa með þessum tveim- ur,“ segir Kristinn, og Gunnar tekur undir það að gott sé að vinna með Jónasi og Kristni. „Ég frétti að Gunnar væri að koma heim til að syngja,“ segir Kristinn „og mig langaði bara til að fá að vera með þeim.“ „Nú mætti halda það að við hittumst aldrei til að syngja saman,“ segir Gunnar, „en það er nú öðru nær. Við erum alltaf að syngja sam- an úti. Höfum að undanförnu sungið saman í Svíðþjóð og tvisvar í Þýska- landi.“ Kristinn segir að oft séu þetta hreinar tilviljanir, eins og þeg- ar þeir voru báðir ráðnir til að syngja við óperuna í Wiesbaden. Í haust stóðu þeir saman á sviðinu í óperunni Don Giovanni eftir Mozart, þar sem Kristinn söng hlutverk Höf- uðsmannsins og Gunnar hlutverk Don Ottavios. Þetta var í Berlín. Fyrir tilviljun voru þeir svo báðir fengnir, aðeins mánuði síðar, til að syngja í annarri uppfærslu á sömu óperu, og í sömu hlutverkum við óp- eruna í München. „Það var gaman að syngja í Berlín,“ segir Kristinn, „Gunnar sá aumur á mér og bauð mér í mat heim til sín.“ „Ég sá að hann var að veslast upp og verða að engu, svo ég fór í pottaskápinn og eldaði oní hann.“ En þeir Kristinn og Gunnar syngja líka oft með öðrum Íslendingum sem starfa ytra, eða hitta þá í sömu óperuhúsum. Þeir nefna Viðar Gunnarsson, Kolbein Ketilson, Guðjón Óskarsson, Tómas Tómasson, Bjarna Thor Kristinsson. „Þetta er að verða alveg absúrd,“ segir Gunnar, „Íslendingarnir eru alls staðar að syngja. Þetta er að verða eins og klúbbur.“ Kristinn söng á Salzborgarhátíðinni í Aust- urríki í fyrra, og þar var þá fyrir Kolbeinn Ketilsson. „Hann var þar að syngja hlutverk Eneasar í Tróju- mönnunum eftir Bizet. Það er geggj- að hlutverk,“ „liggur allt fyrir ofan mið-C,“ segir Gunnar, og Kristinn segir að í sömu sýningu hafi Guðjón Óskarsson verið að syngja. Syngja báðir í Íslensku óperunni í haust Þannig virðist líf íslensku óperu- söngvaranna í útlöndum orðið; klúbbur söngvara sem flakka á milli staða og troða upp. En það virðist þó samt vera svo, að sá staður þar sem þeir eiga innilegasta klappið og bestu áheyrendurna verði kannski útundan. „Það er nú ekki rétt, “ seg- ir Gunnar, „við erum alltaf að koma heim að syngja. Það er ekkert lítið að koma heim þrisvar til fjórum sinnum á ári til að láta heyra í sér.“ Blaðamaður áréttar að þegar upp- selt er á tónleika þeirra áður en þeir sjálfir koma til landsins, þá hljóti það að vera merki þess að fólk vilji heyra í þeim meira og oftar. „Það er alveg rétt,“ segir Gunnar, „það er auðvitað frábært að fólk skuli hafa áhuga á að heyra í okkur,“ og Krist- inn tekur undir það. „Við syngjum báðir í Rakaranum í Sevilla í Ís- lensku óperunni í haust,“ segir Gunnar, „þar gefum við aldeilis kost á okkur, ég held að ég syngi í um tíu sýningum.“ Þeir sem náðu í miða á tónleika Gunnars, Kristins og Jón- asar núna, geta farið að hlakka til haustsins. Það er orðið langt síðan þeir Gunnar og Kristinn sungu sam- an á Íslensku óperusviði, ætli það hafi ekki verið í Don Giovanni fyrir um þrettán árum. Ekki víst að allt fari eins og áætlað er Þegar Jónas er spurður að því hvort svona flinkir söngvarar með þessa reynslu þurfi mikið að æfa með honum, segir hann að það séu þeir sem séu að æfa hann. Gunnar segir að Jónas sé svo næmur að oft- ar en ekki smelli hlutirnir saman á fyrstu æfingu. Eftir það séu þeir bara að fínpússa smáatriði. „Það þarf ekki mikið að ræða hlutina, og það segir mest um það hvernig sam- band okkar við hann er orðið, og þetta er mjög mikilvægt,“ segir Gunnar en Kristinn bætir því við, að oft séu þeir búnir að æfa ákveðna hluti á einn veg, en þegar komið er upp á svið, þá geri þeir hlutina allt öðruvísi, þó þannig að enginn taki eftir því. „Fyrsta árið sem við Jónas unnum saman vorum við einu sinni á Akureyri. Við vorum búnir að æfa mikið lagið Í fjarlægð og vorum báð- ir orðnir ansi ánægðir með okkur, en þá gerðist það á tónleikunum að Jón- as byrjar forspilið alveg löturhægt. Ég hugsaði með mér hvað hann væri eiginlega að gera, en úr því dagskip- unin var þessi varð ég bara að hlíta því. Það var slík upplifun að syngja lagið á þennan hátt, við höfðum aldr- ei æft þetta svona, en ég held að þetta sé bara það sterkasta augna- blik sem ég man eftir, og við sáum að þetta var líka sterk upplifun fyrir þá sem voru í salnum,“ segir Kristinn. Þeir taka allir undir það, að þetta sé lífið í tónlistinni, og að það sé ekki hægt að ákveða alla hluti fyrirfram. „Músíkin er eins og lífið sjálft,“ segir Jónas að lokum, „þetta eru ákveðin tjáskipti; það þarf ekki alltaf orð til að segja hlutina; það er hægt að tala saman í tónlistinni.“ Talað saman í tónlistinni Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sig- mundsson eru báðir komnir til landsins og syngja á fernum tónleikum með Jónasi Ingi- mundarsyni, á Selfossi og í Salnum. Berg- þóra Jónsdóttir fór á æfingu og náði þessari vinsælu þrenningu í spjall milli atriða. begga@mbl.is KRONOS-kvartettinn, einn af frum- legustu og virtustu strengjakvart- ettum heims hefur fengið þekktan bandarískan tónlistarmann, Stephen Prutsman, til að útsetja fyrir sig tvö lög eftir Sigur Rós. Þetta eru lögin Starálfur og Ný batterí, og frumflyt- ur kvartettinn þau í útsetningu Prutsmans á tónleikum sínum á Listahátíð í Reykjavík 28. maí í Borg- arleikhúsinu. Stephen Prutsman er mjög virtur tónlistarmaður og hefur meðal ann- ars gert rómaðar útsetningar fyrir sellóleikarann Yo-Yo Ma, en hann er sjálfur tónlistarmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar í El Paso í Texas. Þetta er í fyrsta sinn sem Kronos- kvartettinn flytur íslenska tónlist og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlist Sigur Rósar er flutt af erlendum tón- listarhópi. Mörg helstu tónskáld samtímans hafa samið tónverk fyrir Kronos- kvartettinn og öll tónlist sem kvart- ettinn leikur er annað hvort samin fyrir hann eða sérstaklega útsett. Gert er ráð fyrir að Stephen Prutsm- an komi til Íslands til að hlýða á frum- flutninginn í Reykjavík. Prutsman starfar sem tónskáld, pí- anóleikari og hljómsveitarstjóri í Bandaríkjunum. Kronos-kvartettinn og söngkonan Dawn Upshaw hafa flutt útsetningar hans, og fyrir réttu ári lék sellóleikarinn Yo-Yo Ma með Fílharmóníusveitinni í New York út- setningar eftir Prutsman, en tónleik- arnir mörkuðu upphaf tónlistarverk- efnis sellóleikarans sem hann kennir við Silkileiðina. Prutsman er einn þeirra sem hreppt hafa hinn eftirsótta Avery Fisher-styrk fyrir framúrskar- andi störf að tónlistarmálum. Á sínum tíma hreppti hann verðlaun fyrir pí- anóleik í alþjóðlegu Tsjaíkovskí- keppninni en hefur einnig upp á vas- ann verðlaunapening frá alþjóðlegri tónlistarkeppni Elísabetar drottning- ar. Hann stofnaði kammertónlist- arhátíðina í El Paso í Texas og hefur verið hátíðarstjóri þar frá árinu 1991. Prutsman hefur langa reynslu af því að útsetja ólíkustu tegundir tónlistar fyrir klassíska tónlistarhópa, og þykir annarra afbragð á því sviði. Kronos-kvartettinn á Listahátíð í vor Morgunblaðið/Ásdís Hljómsveitin Sigur Rós á tónleikum. Kronos-kvartettinn leikur verk Sigur Rósar á Listahátíð. Spilar Ný batt- erí og Starálf eftir Sigur Rós UM þessar mundir fagnar Stopp- leikhópurinn 5 ára afmæli sínu. Af tilefninu verður ókeypis leiksýning í Gerðubergi í kvöld kl. 20 á leikrit- inu Það var barn í dalnum eftir Þor- vald Þorsteinsson. Þetta er farand- leiksýning fyrir efstu bekki grunnskólans, 7–10. bekk, og tekur um 40. mínútur í flutningi. Leikritið var frumsýnt í Mögu- leikhúsinu þann 5. febrúar sl. Leik- arar eru: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Pálmi Sigurhjart- arson. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Afmælissýning Stoppleikhópsins Morgunblaðið/Þorkell Úr leikritinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.