Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 43
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 43 ókhalds- námskeið Nokkur sæti laus á 120 stunda morgun- eða kvöldnámskeið sem hefjast 23. febrúar og 1. mars hjá NTV í Kópavogi. B K la p p a ð & k lá rt / ij Verslunarreikningur (24 stundir) Tvíhliða bókhald (36 stundir) Tölvubókhald (42 stundir) Launabókhald (12 stundir) Vsk. uppgjör og undirbúningur ársreiknings (6 stundir) Helstu námsgreinar n t v . is nt v. is n tv .i s Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Góður kunningi og samstarfsmaður í utan- ríkisþjónustunni um skeið, Páll Ásgeir Tryggvason, fyrrver- andi sendiherra, er átt- ræður í dag, 19. febr- úar. Leiðir okkar lágu aðallega saman, er við höfðum samtímis vinnu- aðstöðu í húsnæði utan höfuðstöðva utanríkis- ráðuneytisins í Reykja- vík, ásamt aðstoðar- fólki. Var það við lok starfstíma okkar á þeim vettvangi eða skömmu áður en báðir létu af störfum fyrir aldurs sakir. En kynnin áttu sér miklu lengri aðdraganda. Segja má, að rekja megi þau til Hafnarfjarðar, þótt aldrei hafi Páll Ásgeir átt þar heimili. Faðir hans, Tryggvi Ófeigs- son, skipstjóri, útgerðarmaður og fiskverkandi, var um skeið athafna- maður þar í bæ í samstarfi við þá Vil- hjálm Árnason og Loft Bjarnason, en þeir þrír gerðu út frá Hafnarfirði togarana Júpiter, Venus og Hafstein. Einnig ráku þeir fiskverkunarstöð við Strandgötuna, sem gekk undir nafn- inu Geirsstöðin. Þessi starfsemi fór fram á námsárum okkar Páls Ásgeirs. Báðir höfðum við þá sumarvinnu sem sjómenn á togurum úr Hafnarfirði. Ekki vorum við þó í sama skipsrúmi né sóttum sömu skóla. Páll Ásgeir öðlaðist réttindi sem héraðsdómslög- maður og einnig til málflutnings fyrir Hæstarétti. Eldri Hafnfirðingum er mörgum minnisstætt mál eitt, sem mjög var rætt og ritað um á þeim ár- um, hið svonefnda Lýsis og Mjöls mál. Það mál fékk Páll Ásgeir sem prófmál fyrir Hæstarétti. Ekki átti fyrir Páli Ásgeiri að liggja að hasla sér völl á vettvangi lög- mennsku eða útgerðar eins og faðir hans hafði gert í Reykjavík eftir að samstarfi hans lauk í Hafnarfirði með þeim Lofti Bjarnasyni og Vilhjálmi Árnasyni. En Tryggvi Ófeigsson rak í Reykjavík á eigin vegum togaraútgerð og fiskvinnslu á Kirkju- sandi og annan atvinnu- rekstur um árabil svo sem kunnugt er. Lífsstarf Páls Ás- geirs varð í utanríkis- þjónustunni, lengst af sem sendiherra í ýms- um löndum. Í Noregi, Póllandi og Tékkóslóv- akíu 1979 til 1985 og síð- an var hann sendiherra í Sovétríkjunum, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalandi, Austur-Þýskalandi og Mongólíu 1985–1987 og loks í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi, Austur- ríki, Grikklandi og Sviss 1987–1989. Mikil farsæld fylgdi störfum Páls Ás- geirs fyrir land og þjóð. Páll Ásgeir tók mikinn þátt í ýmiss konar félagsstörfum á Íslandi, áður en hann hóf störfin á erlendum vett- vangi. Á því tímaskeiði þegar við unn- um saman í utanríkisþjónustunni í Reykjavík og höfðum samskipti nær daglega, þótt við störfuðum hvor á sínu sviði, fengum við tækifæri til að hittast og ræða sameiginleg áhuga- mál, þegar tóm gafst til. Jafnan var ánægjulegt að skiptast á skoðunum við Pál Ásgeir, þótt ekki værum við alltaf sammála. Því var það mér mikið ánægjuefni að fá Pál Ásgeir sem samferðamann minn í boðsferð til Kína fyrir nokkr- um mánuðum. Sú ferð varð ákaflega fróðleg og skemmtileg í alla staði. Ákjósanlegri ferðafélaga get ég vart hugsað mér. Fyrir samfylgdina þá og jafnan áð- ur vil ég nú þakka sérstaklega um leið og ég óska Páli Ásgeiri velfarnaðar og allra heilla á merkum tímamótum í lífi hans. Stefán Gunnlaugsson. PÁLL ÁSGEIR TRYGGVASON FRÉTTIR ÞÝSKI sendiherrann á Íslandi, dr. Hendrik Dane, heldur fyrirlestur miðvikudaginn 20. febrúar kl. 18 í stofu 101 í Odda um flutninga þýsku ríkisstjórnarinnar frá Bonn til Berl- ínar. Fyrirlesturinn verður á þýsku. Sendiherrann mun fjalla um hina pólitísku umræðu um nauðsyn flutn- inganna, um hinar ytri (landfræði- legu og pólitísku) kringumstæður þeirra svo og áþreifanleg vandamál á borð við hvar og hvernig eigi að koma fjölmörgum ríkisstarfsmönn- um og fjölskyldum þeirra fyrir í nýrri borg. Loks fjallar dr. Dane um það hvort erlend sendiráð þurfi einnig að flytja sig um set og hvaða aðstoð sé hægt að veita þeim í því sambandi, segir í fréttatilkynningu. Dr. Hendrik Dane er rekstrarhag- fræðingur að mennt og hefur starfað í þýsku utanríkisþjónustunni síðan 1970. 1993–1997 var hann forstöðu- maður nk. útibús þýska utanríkis- ráðuneytisins í Berlín á meðan ráðu- neytið sjálft hafði enn aðsetur í Bonn. Dr. Dane tók við sendiherra- starfinu í Reykjavík í júní sl. Fyrirlestur um flutninga frá Bonn til Berlínar SKÁTAFÉLAGIÐ Segull verður 20 ára 22. febrúar. Í tilefni af því verður efnt til afmælishátíðar miðvikudag- inn 20. febrúar í sal Seljakirkju klukkan 20. Dagskrá hátíðarinnar er hefð- bundin skátadagskrá með kvöld- vöku, myndasýningu og kakó, segir í fréttatilkynningu. Skátafélagið Segull 20 ára KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.