Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 41 FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIASportage KIA ÍSLAND H ið O P IN B E R A ! Fögnum vetri á einstökum jeppa! KIA ~ kominn til að vera! KIA Sportage er verulega rúmgóður, alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. Hann er byggður á öflugri grind og 2000 cc, 4 cyl. vélin, gefur 128 hestöfl. Þetta er bíllinn sem kemur þér á fjöll án þess að kollkeyra fjárhaginn! KIA Sportage fæst í tveimur útgáfum, Classic og Wagon, dísil eða bensín, beinskiptur eða sjálfskiptur – Þitt er valið. Fjallabakurinn . . . Sjón er sögu ríkari og reynsluakstur KIA Sportage óviðjafnanlegur. Komdu og mátaðu nýjan jeppa við þig og fjölskylduna. Verð frá 2.150.000 kr. Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Reykjavík- urborgar og Íslandspósts um leigu borgarinnar á húsnæði Póstsins í Pósthússtræti 3–5 fyrir starfsemi Hins hússins. Reykjavíkurborg leigir húsnæðið til 10 ára og er gert ráð fyrir að Hitt húsið flytji úr nú- verandi húsnæði í lok þessa mán- aðar. Samninginn undirrituðu borg- arstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Steinunn V Óskarsdóttir formaður ÍTR f.h. Reykjavík- urborgar og Einar Þorsteinsson f.h. Íslandspósts. Hitt húsið flytur – samningar undirritaðir við Íslandspóst. Hitt húsið flytur UNNUR Birna Karlsdóttir sagn- fræðingur heldur fyrirlestur í hádeg- isfundaröð Sagnfræðingafélags Ís- lands sem hún nefnir „Maður íslenzkur. Um samband þjóðernis og kynþáttar“ í stóra sal Norræna húss- ins kl. 12.05–13. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Fyrirlesturinn leitar svara við þeirri spurningu hvað fólst í því að vera „maður íslenzkur“ á fyrri hluta 20. aldar. Rakið verður með hvaða augum menn litu íslenska þjóð og hvernig hugmyndir um mannkyn- bætur og kynþætti komu við sögu. Unnur Birna Karlsdóttir er með MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands. Eftir hana er bókin „Mannkyn- bætur“ sem kom út í ritröð Sagn- fræðistofnunar HÍ 1998. Hún vinnur að doktorsritgerð í sagnfræði við HÍ um íslenska náttúrusýn á 20. öld. Fyrirlestur hjá Sagnfræðinga- félaginu ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga stendur fyrir námskeiði um Land- nám Íslendinga í Vesturheimi á Vesturfaratímabilinu í Gerðubergi á þriðjudagskvöldum kl. 20–22 og hefst það 26. febrúar en lýkur 26. mars. Fjallað verður um mannlífið í nýlendunum og hvað við tók þegar nýlendunni hafði verið valinn staður. Umsjónarmaður námskeiðsins er Jónas Þór, sagnfræðingur. Skráning á námskeiðið verður í Gerðubergi 21. febrúar kl. 17–19 og 24. febrúar kl. 13–15. Þátttökugjald er kr. 10.000.- og greiðist við skrán- ingu. Allar nánari upplýsingar veitir Jónas Þór í síma eða jtor@mmedia.- is og Kristín Ólafsdóttir í síma eða kristin.olafsdottir@utn.stjr.is, segir í fréttatilkynningu. Landnám Íslend- inga í Vesturheimi GARÐYRKJUFÉLAG Íslands efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu miðvikudagskvöldið 20. febrúar kl. 20 þar sem flutt verður erindið Grasagarður Reykjavíkur í 40 ár. Fyrirlesarar eru: Eva G. Þor- valdsdóttir forstöðumaður og Dóra Jakobsdóttir safnvörður. Inngangseyrir er krónur 500, kaffi og te er innifalið í verðinu, segir í fréttatilkynningu. Grasagarður Reykjavíkur í 40 ár FÉLAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi heldur fund þriðjudags- kvöldið 19. febrúar kl. 20 í salnum á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. All- ir eru velkomnir. Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur heldur fyrirlestur er nefn- ist „Einlægni í sorginni“. Kaffi verður á könnunni, segir í fréttatilkynningu. Fundur hjá FAASAN Rangur titill Í Frétt í Morgunblaðinu á föstu- dag var Ingunn Björnsdóttir sögð vera formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Ingunn er framkvæmda- stjóri félagsins, en formaður þess er Finnbogi Rútur Hálfdánarson. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT NÍTJÁN ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og tuttugu um of hraðan akstur um helgina. Þá var nokkuð um slys á fólki, árásir og þjófnaði. Þá hefur lögreglan hafið rannsókn á tildrög- um þess að karlmaður fannst látinn á Víðimel snemma á mánudags- morgun. 48 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu þar sem eignatjón varð. Aðfaranótt laugardags varð harð- ur árekstur á Kringlumýrarbraut/ Miklubraut. Ökumaður annars bíls- ins og farþegi úr hinum voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Meiðsli voru ekki talin alvarleg. Bifreiðirnar voru fjarlægðar með kranabíl. Síðdegis á sunnudag varð umferðaróhapp á Hálsabraut/ Lynghálsi. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar. Endaði hún ofan í skurði á milli húsa. Síðdegis á föstudag frömdu tvær grímuklæddar stúlkur rán í verslun í Eskihlíð. Stúlkurnar ógnuðu af- greiðslustúlku með búrhnífi og neyddu hana til að afhenda peninga úr sjóðsvél. Einnig tóku þær eitt- hvað af fyrirframgreiddum síma- kortum frá Símanum og Tali. Þær fóru síðan á brott á blárri fólks- bifreið. Varð fyrir hjólaskóflu Slys varð í fyrirtæki í austur- borginni er maður varð fyrir hjóla- skóflu. Maðurinn varð fyrir skófl- unni að framan og datt í götuna. Hann gat síðan rúllað sér undan hjólaskóflunni að mestu en hægri hönd hans varð undir vinstra fram- hjóli hennar. Hann var talinn óbrot- inn. Á föstudagskvöld óskaði leigubíl- stjóri aðstoðar á Suðurlandsvegi þar sem hann átti í átökum við far- þega. Leigubílstjórinn sagðist hafa tekið farþega upp í bílinn á Breið- holtsbraut, hafi farþeginn gripið um sig og hafi hann þá náð að senda neyðarkall. Loks tók farþeginn bíl- stjórann hálstaki og enduðu sam- skipti þeirra með því að bílstjórinn varð að hlaupa undan honum á Suð- urlandsveginum þar til lögregla kom. Leigubílstjórinn fann til eymsla í andliti. Á laugardagsmorgun var farið inn um glugga fyrirtækis í Vogun- um. Sjóðsvél var tekin og fannst hún fyrir utan en peningar sem í henni voru fundust ekki. Var það nokkur upphæð. Hópárás í Mosfellsbæ Á laugardagskvöld var óskað eft- ir lögreglu að íþróttahúsi í Mos- fellsbæ vegna líkamsárásar á tón- leikum þar. Þarna hafði hópur unglinga ráðist á tvo aðra. Farið var með pilt heim og rætt við for- eldra og munu þau láta líta á hann hjá lækni en hann var bólginn í and- liti. Þá voru tilkynnt hópslagsmál á Áningu á Hlemmtorgi. Þarna höfðu 7–10 drengir ráðist á dreng og bar- ið hann niður í götuna. Hann var nokkuð lemstraður og var fluttur af lögreglu á slysadeild. Tilkynnt var innbrot í fyrirtæki í miðborginni, þar sem farið var inn á 2. hæð og hurð spennt upp. Stolið var snjóbretti, bindingum og fleiru. Einnig var stolið tölvubúnaði. Úr dagbók lögreglu – 15. til 18. febrúar Lögregla kölluð til vegna slysa og árása MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Röskvu, samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Ís- lands: „Í kosningabaráttunni í Háskóla Íslands hefur þeirri fullyrðingu verið haldið á lofti að grunnframfærsla LÍN hafi lækkað um 8,7% í valdatíð Röskvu. Þeir reikningar byggja ekki á staðreyndum málsins, enda er upp- hæð grunnframfærslunnar þar reiknuð allt aftur til ársins 1990, þeg- ar Vaka stýrði Stúdentaráði, náms- lánin lækkuðu og mikil verðbólga ríkti. Staða lánasjóðsmála þegar Vaka stjórnaði Stúdentaráði er ekki vitnisburður um það hvernig Röskva hefur staðið sig og því afar sérkenni- legt af hverju tölum frá 1990 er hald- ið á lofti. Fyrst vorið 1992 sem fulltrúi Röskvu kom að úthlutun Það var fyrst vorið 1992 sem fulltrúi Röskvu kom að úthlutunar- reglum LÍN sem fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN, en árin þar á undan voru það fulltrúar Vöku. Þetta kemur skýrt fram bæði í nýútkominni sögu LÍN og ársskýrslum Stúdentaráðs. Til að meta árangur Röskvu þarf að skoða hækkun námslána eftir það. Ef grunnframfærsla LÍN og vísitala neysluverðs eru bornar saman í valdatíð Röskvu kemur í ljós að grunnframfærslan hefur hækkað um 11,7% umfram verðlag. Röskva hefur lagt mikla áherslu á hækkun grunnframfærslu LÍN, enda skilar slík hækkun sér til allra lánþega. Mikill árangur hefur náðst í þeim efnum á undanförnum árum, enda hefur grunnframfærslan hækkað í þrjú ár um alls 11.900 kr. eða 6,7% umfram verðlag. Jafnframt hefur frítekjumarkið hækkað um 95.000 krónur á síðustu þremur ár- um, eða 51,4%. Það gerir 37,4% um- fram verðlag. Talnaleikir breyta engu Það er sama hvernig litið er á mál- ið – árangurinn af lánasjóðsbaráttu Röskvu er augljós. Talnaleikir um það hvernig staðan var árið 1990 breyta engu þar um, og eru í raun einungis vitnisburður um það hvern- ig Röskva sneri lánasjóðstaflinu stúdentum í hag eftir að hún komst til valda.“ Röskva segir grunnfram- færslu hafa hækkað um 11,7% umfram verðlag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.