Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Isuzu Trooper 3000 Diesel, sjálfskiptur, nýskráður 08.12. 2000, leðurinnrétting, ekinn 35.000 km. Ásett verð 3.590.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is VANDI fylgir vegsemd hverri og að ýmsu þarf að hyggja í sambandi við húsnæði. Mikilvægt er að svala- handrið séu traust og ljóst að þessi ungi maður í Grafarholtinu vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Morgunblaðið/Golli Dyttað að í blíðunni GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, segir að það sé ekkert nýtt að það sé munur á lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna og starfsfólks á almennum vinnu- markaði. Sá munur hafi verið fyrir hendi í áratugi og hann hafi reynd- ar verið í gildi á fleiri sviðum en þessu, t.a.m. hafi til skamms tíma konur í ríkisþjónustu haft betri réttindi í fæðingarorlofi en al- mennt gerist. Þessu hafi verið breytt með lögum fyrir tveimur árum, sem hafi gjörbreytt stöðu karla og kvenna á hinum almenna vinnumarkaði, en í Morgunblaðinu á föstudaginn var kom fram meðal annars að opinber starfsmaður með 150 þúsund kr. meðaltekjur um starfsævina geti átt von á um 30 þús. kr. hærri tekjum á mánuði úr lífeyrissjóði en starfsmaður á almennum markaði með sömu laun. „Ég tel að því er þetta mál varð- ar og réttindajöfnun á þessu sviði að þá hljóti það að gerast þannig að réttindin batni á almenna mark- aðnum og reyndar hefur það nú verið að gerast hægt og sígandi eftir því sem þessir sjóðir hafa sótt í sig veðrið. Það er minni munur núna til dæmis á réttindum í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmanna heldur en var þegar nýju lögin um LSR tóku gildi 1. janúar 1997, vegna þess að sjóðirnir hafa verið að eflast og það er í sjálfu sér mjög jákvætt,“ sagði Geir. Hann sagði að með nýju lög- unum um lífeyrismál opinberra starfsmanna frá árinu 1997 væri sú breyting orðin á að allir nýir starfsmenn og reyndar margir eldri starfsmenn einnig tilheyrðu svokallaðri A-deild sjóðsins sem ætti að standa undir skuldbind- ingum sínum sjálf. Í henni söfn- uðust ekki upp skuldbindingar eins og í gömlu B-deildinni, sem ríkissjóður þyrfti að standa undir síðar meir. Þess vegna væru ið- gjöldin í A-deildinni þetta miklu hærri en almennt gerðist og gilti í B-deildinni á meðan hún væri að byggja sig upp. Á almenna mark- aðnum gilti að ef sjóðirnir kæmu betur út en ráð hefði verið fyrir gert gætu þeir aukið réttindi sín. Í A-deildinni gilti að ef hún kæmi betur út en ráð væri fyrir gert myndu iðgjaldagreiðslur ríkisins minka en réttindin standa óbreytt. Fyrirkomulagið í A-deildinni sé þannig miklu gegnsærra og eðli- legra heldur en gilt hefði í B- deildinni, þar sem hrannast hefðu upp lífeyrisskuldbindingar sem enginn hefði bókfært eða gert ráð fyrir fyrr en fyrir örfáum árum. Geir bætti því við aðspurður hvernig á því stæði að ríkið hefði síðan samið um viðbótarlífeyris- sparnað við starfsmenn sína, þrátt fyrir þessi lífeyrisréttindi, að það mál væri allt annars eðlis. Til við- bótarlífeyrissparnaðarins væri stofnað til þess að auka þjóðhags- legan sparnað. Hann væri þannig aðeins í óbeinum tengslum við þessi almennu lífeyrismál. Ríkis- stjórnin hefði árið 1998 sett þetta sparnaðarform í gang til þess að greiða fyrir því að almenningur gæti tekið þátt í frjálsum viðbót- arlífeyrissparnaði, en þessi sparn- aður hefði allt önnur einkenni en venjulegur sparnaður í lífeyris- sjóði. Það hefði verið mikið kapps- mál að sem flestir tækju þátt í þessu, bæði opinberir starfsmenn og aðrir, og opinberir starfsmenn hefðu sennilega verið einna dug- legastir allra að hagnýta sér þessa sparnaðarleið. Geir sagðist hafa tekið eftir því að formaður launanefndar sveitar- félaga hefði sagt í þessu sambandi að það svigrúm sem sveitarfélögin hefðu haft til að semja við sitt fólk í þessum efnum hefði verið notað til annars. Útgjöldunum hefði ver- ið varið í aðra liði heldur en við- bótarlífeyrissparnaðinn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra um mun á lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna og á almennum markaði Réttindajöfnun hlýtur að verða UM 2% aukning varð í gistinóttum og gestakomum á hótelum hér á landi milli áranna 2000 og 2001 samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Ís- lands. Árið 2001 náði heildarfjöldi gistinátta rétt rúmum 773 þúsundum á móti 758 þúsundum nátta árið 2000. Gestakomum fjölgaði einnig úr 368 þúsund árið 2000 í 377 þúsund 2001. Fjölgunin á sér stað utan aðalferða- mannatímans, engin fjölgun er um miðbik ársins. Hlutfallsleg fækkun gestakoma Íslendinga á hótel milli ár- anna 2000 og 2001 er um 9% og gisti- nátta um 12%. Gistnætur útlendinga töldust vera 35 þúsund fleiri árið 2001 en árið á undan. Gestakomum erlend- is frá fjölgaði að sama skapi um rúm- lega 19 þúsund milli ára. Íslenskir gestir dvelja að meðaltali 1,5 nótt á hóteli eða ívið styttra en meðaldvöl erlendra gesta sem er 2,2, nætur. Gistinóttum Þjóðverja, Bandaríkja- manna og Breta fjölgar en gistinótt- um Norðurlandabúa annarra en Ís- lendinga fækkaði um 11% milli ára. Innlendum hótel- gestum fækkar en erlendum fjölgar Gistinóttum og gestakomum á hótel hefur fjölgað milli ára ÍSINN á Þingvallavatni er mjög varasamur og um helgina varaði lög- reglan á Selfossi fólk alvarlega við því að fara út á hann. Ómar Jónsson, formaður Veiði- félags Þingvallavatns, segir að þótt vatnið sé ísi lagt frá því um daginn séu mjög varhugaverðar sprungur og víða þunnur ís. „Það eru víða upp- sprettur, bæði á sunnanverðu vatn- inu, kringum Þingvelli og annars staðar, og ástæða til að vara fólk við því að fara út á ísinn,“ segir hann. Að sögn Ómars gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir ástandi íssins, en hafa beri í huga að í umhleypingum sé aldrei hægt að treysta ísnum. Það hafi verið hægt á árum áður þegar frostið hafi verið mikið vikum saman, en breytingar hafi orðið við vatnið. Ísinn á Þingvallavatni mjög varasamur MÁLSKOTSNEFND Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna hefur fellt úr gildi úrskurð stjórnar LÍN, þar sem stjórnin hafði hafnað beiðni lántak- anda um undanþágu frá árlegri end- urgreiðslu námslána hans. Málsatvik eru þau að í nóvember 1999 kærði lántakandinn umræddan úrskurð stjórnar LÍN frá sama mán- uði, en í janúar 200 staðfesti mál- skotsnefnd úrskurð stjórnarinnar. Kærandi leitaði álits umboðsmanns Alþingis og var niðurstaða hans sú að stjórn LÍN og málskotsnefnd hefðu ekki afgreitt beiðni lántakanda samkvæmt lögum og mæltist til að málskotsnefnd tæki málið til skoð- unar á ný yrði þess óskað. Í júlí í fyrra sendi LÍN málskotsnefnd er- indi kæranda þar sem hann óskaði eftir endurupptöku málsins og var það endurupptekið á fundi málskots- nefndar í september sem leið. Kærandi sótti um undanþágu frá afborgunum námslána vegna breyt- inga sem urðu á högum hans vegna mænusiggssjúkdóms, sem veldur því að hann getur ekki sinnt starfi sínu en hann er gullsmiður að mennt. Í niðurstöðu úrskurðar málskots- nefndar segir að ákvæði í lögum veiti stjórn LÍN heimild til að veita und- anþágu frá árlegri endurgreiðslu, ýmist til lækkunar eða niðurfellingar á greiðslum. Í gögnum kæranda komi fram að hagur hans hafi farið versnandi og hann haft útgjöld af lyfjakaupum og er niðurstaða mál- skotsnefndar sú að fella verði hinn kærða úrskurð úr gildi. Úrskurður stjórnar LÍN felldur úr gildi Málskotsnefnd LÍN FORSVARSMENN heild- verslunarinnar Daníel Ólafsson ehf. (Danól) hafa afráðið að lækka verð á flestum vöru- flokkum sem fyrirtækið flytur inn. Verðlækkunin tekur gildi í fyrramálið, miðvikudagsmorg- un, og er frá 3–8%, en dæmi er um 18% verðlækkun. Heildverslunin flytur inn fjölda kunnra vörutegunda og segir Októ Einarsson sölu- og markaðsstjóri að ástæða lækk- unarinnar sé gengisbreytingar og í einhverjum tilvikum verð- lækkanir erlendis. Nestlé sæl- gæti, Burtońs kex, Gautaborg- ar kex og River hrísgrjón lækka ekki í verði að þessu sinni og segir Októ ástæðuna þá að greitt sé fyrir umræddar vörur með bandaríkjadal og bresku pundi og að gengi þeirra hafi styrkst einna minnst að undanförnu. Verð var hækkað síðast hjá Danól 19. október síðastliðinn vegna gengissigs krónunnar og segir Októ að hugmyndin hafi verið sú að lækka verð aftur um leið og gengisbreytingar gæfu til- efni til. „Við vorum komnir á fremsta hlunn með verðlækkanir fyrir tveimur vikum en ákváðum að bíða. Nú hefur gengið hins veg- ar haldist stöðugt í nokkurn tíma og því erum við tilbúnir til þess að lækka verðið nú,“ segir hann. Lækkunin nemur 3% í flest- um vöruflokkum, 7% á Pick- wick tei, 8-18% á Airam ljósa- perum og 11% á Varta rafhlöðum. Októ kveður ekki ástæðu til þess að ætla annað en að verð á umræddum vörum muni lækka í verslunum líka. 3–18% verðlækk- un hjá Danól ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.