Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, segist ekki kannast við að innborganir á hlutafé samkvæmt kyrrstöðusamningi komi beint úr sjóðum fyrirtækisins. Bönkunum hafi þegar verið gerð grein fyrir öllum innborgunum hlutafjár og allri ráðstöfun þess fjár. „Við höfum sagt við þá að þeir verði að meta það hvort þeir telji einhver brot á samningi í þeirri ráð- stöfun en jafnframt höfum við lýst því yfir að ef menn telja svo vera munum við einfaldlega borga inn það sem upp á vantar.“ Málið strax grandskoðað Sigurður segir að menn hafi strax á fimmtudaginn sest yfir þessi mál og grandskoðað þau og þegar hafi verið haft samband við bankana, sem kyrrstöðusamningurinn var gerður við. „Ég kannast ekki við að innborganir hafi komið úr sjóðum félagsins og við erum núna búnir að fara yfir þetta mál með fulltrúum erlendu bankanna og hreinsa það burt ef svo má segja.“ Aðspurður segist Sigurður ekki vita til annars en bankarnir hafi sætt sig við þær skýringar sem stjórnendur Norðurljósa hafa gefið. „En þeir hafa líka yfirlýsingu frá okkur um það að ef þeir gera ein- hverja athugasemd við ráðstöfun fjárins þá verði það lagað.“ Sigurður segir að stærstu lán- ardrottnar Norðurljósa séu Lands- bankinn og erlendu bankarnir NIB og JP Chase auk fleiri minni er- lendra banka. „Þetta sambankalán sem við tókum stendur í um fimm milljörðum króna nú.“ Aðspurður segir Sigurður að í rekstri Norðurljósa sé unnið eftir þeirri áætlun sem lögð var fram í desember. Sú áætlun hafi þó verið gerð mun fyrr eða í mars í fyrra þegar menn hafi farið að sjá að rík- isstjórnin var ekki að ná tökum á efnahagsmálunum og gengi krón- unnar snarféll. „Þá gerðum við okkur auðvitað grein fyrir því að við yrðum að end- urskoða fjármögnun fyrirtækisins í samvinnu við okkar viðskiptabanka. Það er því að verða ár síðan við byrjuðum á þessu. Langt yfir 90% af því sem við er- um að fást við í dagskrársölu er er- lend framleiðsla. Við erum að selja erlenda tónlist og sýna erlendar kvikmyndir í okkar húsum. Allt er þetta keypt í Bandaríkjadölum og hefur hækkað um 40% auk þess sem verðbólgan hefur verið um 9%. Á þessum tíma höfum við komið út einni hækkun upp á 7% og getum raunar ekki hækkað meira vegna samkeppni á markaði. Þannig að allt ytra rekstrarumhverfi hefur verið okkur og raunar mörgum fjöl- miðlum mjög óhagstætt,“ sagði Sig- urður. Aðspurður segir Sigurður að skattrannsóknarstjóri hafi lofað að allur tölvupóstur yrði ekki opnaður nema að fengnu leyfi stjórnenda Norðurljósa og hann hefði ekki trú á öðru en það verði efnt. Skattrann- sóknarstjóri geri sér mjög vel grein fyrir að meðhöndlun tölvupósts starfsmanna sé viðkvæmt mál og hann beri fullt traust til hans í þessu efni. Það sé hins vegar eðli- legt, í ljósi nýlegra mála, að velta fyrir sér hversu langt skattayfirvöld og samkeppnisstofnun megi ganga í þessum efnum. Kyrrstöðusamningur Norðurljósa Hafa þegar rætt við erlendu bankana UNDANFARNA daga hefur kyngt niður snjó í Þorlákshöfn eins og víða annars staðar á landinu. Í slíku tíðarfari þrengist í búi hjá smáfugl- unum. Þeir slógust með vængja- slætti og látum yfir korninu í garð- inum hjá fréttaritara Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Þröngt í búi KRÖFU nokkurra eigenda og af- notahafa af fasteignum í Kringlunni um að rúllustigi, sem fjarlægður var í verslunarmiðstöðinni, verði settur upp aftur, var vísað frá dómi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Í und- irbúningi er að kæra frávísunarúr- skurðinn til Hæstaréttar. Kröfunni á hendur Rekstrarfélagi Kringlunnar og Reykjavíkurborg var vísað frá á þeim forsendum að aðilarnir 9 er stæðu að málshöfðun- inni væru einungis eigendur 7,89% af heildarhúseigninni. Kröfugerðin varðaði hagsmuni allra eigenda að Kringlunni, enda myndi kostnaður við að koma rúllustigunum aftur fyr- ir lenda á þeim öllum. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skuli vísa máli frá dómi ef þeim, sem bæru óskipta skyldu, væri ekki öllum veittur kostur á að svara til saka. Hið sama ætti við ef þeir, sem eigi óskipt réttindi, sæki ekki mál í sameiningu, að því leyti sem krafa sé höfð uppi um hagsmuni einhvers þeirra sem ekki á aðild að því. Kröfugerð stefnenda varði hags- muni allra eigenda að Kringlunni, enda myndi kostnaður við að koma rúllustigunum aftur fyrir lenda á þeim öllum. Þá væru ótaldir þeir hagsmunir, sem eigendur og rekstr- araðilar hefðu af því hvernig umferð fólks um húsið er háttað. Í málsókninni var þess krafist að viðurkennt yrði að sú ákvörðun stjórnar Rekstrarfélags Kringlunn- ar, sem tekin var 7. desember árið 2000, um að fjarlægja tvo rúllustiga milli 1. og 2. hæðar í syðri hluta norð- urhúss Kringlunnar, hafi verið ólög- mæt. Ennfremur að ákvörðun bygging- arfulltrúans í Reykjavík um að veita leyfi til þess að fjarlægja nefnda tvo rúllustiga yrði felld úr gildi. Loks að rekstrarfélagið yrði skyldað til þess að setja rúllustigana aftur upp. 60–70 aðilar skrifuðu undir mótmæli Kærunefnd fjöleignarhúsamála lét í ljós það álit að ákvörðun stjórn- ar rekstrarfélagsins um að fjarlægja rúllustigana væri ólögmæt. Í kjölfar kynningarfundar um málið vorið 2000 rituðu milli 60 og 70 eigendur og rekstararaðilar í Kringlunni und- ir mótmælayfirlýsingu gegn þessum hugmyndum. Engu að síður var ákvörðun tekin um það á stjórnar- fundi rekstrarfélagsins 7. desember 2000 að rúllustigarnir yrðu fjarlægð- ir og beiðni um að málið yrði borið undir félagsfund með formlegum hætti var hafnað á þeim forsendum að stjórn félagsins hefði fullt forræði um ákvarðanir sem þessar. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp frávísunarúrskurðinn. Lögmaður stefnda, Rekstrarfélags Kringlunnar, var Ragnheiður Ólafs- dóttir hdl. og lögmaður stefndu, Reykjavíkurborgar, var Hjörleifur B. Kvaran hrl. Sigurbjörn Magnús- son hrl. og Björn Ólafur Hallgríms- son hrl. voru lögmenn stefnenda. Deilu um rúllustiga í Kringlunni vísað frá LÖGREGLAN í Kópavogi hefur stöðvað umfangsmestu kannabis- framleiðslu sem um getur í Kópa- vogi og handtekið tvo menn á fer- tugsaldri vegna málsins. Við húsleit hjá mönnunum var lagt hald á 53 kannabisplöntur í sérútbúnum bíl- skúr þar sem ræktunin fór fram. Að auki var lagt hald á talsvert magn af þurrkuðum plöntum og sérstök plöntuljós. Ennfremur var lagt hald á 30–40 grömm af amfetamíni í húsi sem bílskúrinn tilheyrir. Um er að ræða stærsta mál sinn- ar tegundar hjá lögreglunni Kópa- vogi og hafa hinir handteknu við- urkennt aðild sína að málinu. Þeir hafa komið við sögu lögreglunnar áður, m.a. vegna fíknefnamála. Þeim var sleppt að loknum yf- irheyrslum, þar sem málið telst upplýst, en mál þeirra verður rann- sakað og sent ákæruvaldi til áfram- haldandi meðferðar. Lögreglan í Kópavogi hafði grun um starfsem- ina í nokkurn tíma áður en hún lét til skarar skríða og naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds frá lögregl- unni í Reykjavík og vann að málinu í samstarfi við lögregluembætti í nágrannasveitarfélögunum. Ekki liggur fyrir hve lengi fíkniefna- verksmiðjan hafði verið starfrækt. Umfangsmikil fíkniefna- framleiðsla í bílskúr Morgunblaðið/Kristinn Nokkrar hinna 53 kannabis- plantna sem lögreglan lagði hald á við húsleitina. FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans, segir það hafa ver- ið skammtímaákvörðun að fá Óskar Jósefsson frá Pricewaterhouse- Coopers til þess að gegna starfi for- stjóra. Það liggi hins vegar ekki fyr- ir hvenær nýr forstjóri verði ráðinn til starfa og Óskar muni því gegna starfinu áfram tímabundið. Spurður um ummæli Jónínu Bjartmarz um að halda beri aðal- fund hið fyrsta segir Friðrik að það hafi þegar verið rætt innan stjórnar Símans. „Það er almennt viðhorf í öllum hlutafélögum að reyna að hafa aðalfundi eins snemma árs og mögulegt er. Það hefur komið fram áður að við reiknum með því að árs- reikningur Símans verði tilbúinn mjög fljótlega upp úr mánaðamót- um. Það er stefnt að því að halda aðal- fundinn 19. mars næstkomandi þó formleg ákvörðun um það hafi ekki enn verið tekin.“ Aðalfundur Símans 19. mars SKÚLI Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri segir að starfs- menn embættisins muni ekki skoða tölvupóst sem tengist fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær gerði skattrannsókn- arstjóri húsleit í húsakynnum Norð- urljósa á fimmtudag og lagði hald á ýmis gögn, þ. á m. tölvupóst starfs- manna, vegna skattrannsóknar sem nú stendur yfir. Af tæknilegum ástæðum var ekki hægt að aðgreina póst fréttamanna frá öðrum pósti við gagnaöflunina. ,,Ég er búinn að tilkynna frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 að öll- um tölvupósti, sem snertir frétta- stofuna, í hvaða mynd sem er, verði eytt óskoðuðum,“ segir Skúli Egg- ert. Hann bendir á að umræddur tölvupóstur á fréttastofunni sé vænt- anlega óskyldur rekstrarumhverfi fyrirtækisins og bætir við að jafnvel þó svo væri að skattyfirvöld litu svo á að í slíkum tölvupósti gætu falist ein- hverjar upplýsingar, þá væri hann þeirrar skoðunar að í slíkum tilfell- um þyrfti að fá úr því skorið með dómsúrskurði hvort blaða- og frétta- mönnum væri skylt að afhenda slík- ar upplýsingar vegna þess trúnaðar- sambands sem er á milli blaðamanna og heimildamanna þeirra. Tölvupósti fréttastofu eytt ÞAÐ ræðst af tvísköttunarsamningi Íslands og viðkomandi ríkis hvernig skattgreiðslum er háttað af greiðslum ráðgjafalauna frá íslensku fyrirtæki inn á bankareikning fyrirtækis sem skrásett er erlendis. Almennt má þó búast við að af- dráttarskattur sé tekin af greiðslun- um, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Ísland hefur gert tvísköttunar- samninga við fjölmörg ríki og ræðst það af efni þeirra hvernig farið er með skattgreiðslur í þessum tilvikum. Í flestum tilvikum er um það að ræða að tekinn er af einhver tiltekinn af- dráttarskattur sem tekin er af í land- inu sem sendir greiðslurnar frá sér, þ.e.a.s. þar sem tekjurnar eiga upp- runa sinn. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins gildir það hins vegar ekki um vaxtatekjur, en samkvæmt íslenskum reglum eru þær vaxtatekjur sem greiddar eru erlendum aðilum skatt- frjálsar. Fjármagnstekjuskattur er ekki greiddur af þeim, samkvæmt innlendum skattarétti. Ræðst af tvísköttun- arsamningum Skattur af ráðgjafarlaunum erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.