Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 41 ÉG hef starfað sem einn af fjórum bæjar- fulltrúum Samfylking- arinnar í minnihluta bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka. Þar höfum við veitt meirihlutanum strangt og gagnrýnið aðhald, en með mál- efnalegum hætti. Hins vegar hafa velflestar okkar tillögur, sem til bóta hafa horft fyrir bæjarfélagið, umsvifa- laust verið felldar af meirihlutanum. Meiri- hlutamenn hafa litið þannig á að þeirra sé mátturinn og dýrðin og ekki þurfi að hlusta á viðhorf okkar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, né heldur raddir bæjarbúa. Þannig er það því miður oft, þegar sami meirhluti hefur setið of lengi. Langvarandi valda- seta framkallar hætt- una á spillingu og ein- ræði. Því þarf að breyta. Það þarf að kalla Samfylkinguna til verka við stjórn bæjarmála í Reykja- nesbæ. Samfylkingin er lýð- ræðislegur flokkur og vill samráð og sam- starf við fólk um fram- gang mála. Það er þess vegna sem Samfylk- ingin efnir til opins prófkjörs næstkom- andi laugardag, 23.febrúar, þar sem bæjarbúar geti valið frambjóðendur í efstu sæti á lista flokksins í kosningunum í vor. Það gera helstu andstæðingar okk- ar ekki – þeir raða á jötuna eftir ákvörðunum örfárra klíkubræðra. Ég gef kost á mér í 2. sætið á lista flokksins í prófkjörinu á laug- ardag og óska eftir stuðningi til þess. Ég vil vera í sigurliði með góðu fólki. Vertu með í sókn til sigurs. Mættu í prófkjörið á laugardaginn. Til sigurs með Samfylkingunni Ólafur Thordersen Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Njarðtaks sf. Reykjanesbær Ég vil vera í sigurliði, segir Ólafur Thorder- sen, með góðu fólki. Heildarfasteignagjöld á ári Fasteignamat eignar Kópavogur Hafnarfjörður Reykjavík 10 milljónir 72.208 þús.kr 78.000 þús.kr 63.111 þús.kr 20 milljónir 146.697 þús.kr 152.500 þús.kr 118.011 þús.kr 25 milljónir 180.191 þús.kr 188.500 þús.kr 149.961 þús.kr FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs keppast nú við að benda á einhvern ann- an en þá sjálfa sem beri ábyrgð á hækkun gjalda á fasteignir í Kópavogi. Allt á þetta sér „ýmsar“ ytri ástæð- ur! En hvernig eru málin í raun. Staðreyndir málsins Í framhaldi af veru- legri hækkun fast- eignagjalda í Kópavogi í upphafi þessa árs og mikillar óánægju með hana meðal íbúa bæj- arins, lögðum við bæjarfulltrúar minnihlutans fram fyrirspurn um þróun fasteignagjalda í Kópavogi og samanburð við sveitarfélögin í kring- um okkur. Nú eru svörin komin fram og sýna þau að málflutningur meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks um að engar „raun- hækkanir“ sé um að ræða stenst ekki. Heildarfasteignagjöld milli ár- anna 2001 til 2002 hækka úr 1.292.319 miljónum í 1.512.574 milj- ónir eða um 14,56 %. Stærsti hluti hækkunarinnar kemur fram í stór- auknum tekjum bæjarins af vatns- gjaldi sem eykst um 13,19% og hol- ræsagjaldi sem vex um 11,94%. Þróun undanfarinna ára Ef litið er á þróunina undanfarin ár sést enn betur hvernig álögur á fasteignir Kópavogsbúa hafa aukist jafnt og þétt. Heildarfasteignagjöld í Kópavogi árið 1999 námu 931.924 milljónum, en 2001 voru þau orðin 1.292.319 milljónir og höfðu því vaxið um 27,89%, en á sama tíma hafði fermetrum í íbúða- og atvinnuhús- næði fjölgað um 11,23%. Hækkun tekna bæjarins af fasteignum skýrist því ekki nema að hluta af miklum upp- gangi í Kópavogi og fjölda nýbygginga. Auknar álögur bæjarins Meginskýringin er auknar álögur bæjar- ins. Meirihlutamenn verja þessa miklu hækkun nú á milli ára með þeim rökum að þetta sé óumflýjanleg afleiðing af nýju fast- eignamati og hafi ekkert með bæj- arstjórn að gera. Slíkur málflutning- ur er í meira lagi villandi og sýnir bara hvernig þessir bæjarfulltrúar eru að reyna að sleppa undan sinni ábyrgð. Vissulega urðu miklar breytingar á fasteignamati víða í bænum og víða voru eignir sem voru stórlega vanmetnar. Eðlilega hækk- ar matið á þeim og gjöld í framhaldi af því. En það er bæjarstjórnin sem ákveður álagningarprósentur á fast- eignaskatti, vatnsgjaldi, holræsa- gjaldi og öðrum gjöldum sem fast- eignir bera. Ef til þess hefði verið pólitískur vilji hefði bæjarstjórninni verið í lófa lagið að lækka prósent- una eða grípa til þannig aðgerða að hækkunin kæmi ekki fram að fullu á einu ári. Fyrir því var enginn vilji hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Leitin að sökudólgum Oddvitar meirihlutans reyna að klóra í bakkann með því finna söku- dólg – ýmist er það Fasteignamat ríkisins eða Reykjavíkurborg sem selur okkur vatn. Slíkur leikur breyt- ir ekki staðreyndum málsins, það er meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sem ákveður gjöld í Kópavogi. Samanburður við önnur sveitarfélög Ekki fóru öll sveitarfélög þessa sömu leið og er nú mun dýrara að eiga sambærilega fasteign í Kópa- vogi en í Reykjavík Í töflunni eru bornar saman fasteignir að sama fasteignamati í Kópavogi, Hafnar- firði og Reykjavík. Um er að ræða heildarfasteignagjöld. (Sjá töflu) Af þessum samanburði er ljóst að sveitarfélögin hafa brugðist við end- urmati fasteigna með mismunandi hætti. Staðreyndirnar tala sínu máli. Það stoðar því ekkert fyrir oddvita meirihlutans að reyna að kenna ein- hverjum öðrum um, þeirra er valdið og um leið ábyrgðin. Ekki benda á mig Kópavogur Það er meirihluti bæjarstjórnar, segir Flosi Eiríksson, sem ákveður gjöld í Kópavogi. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fer fram laug- ardaginn 23. febrúar í Hólmgarði í Keflavík. Því miður hefur flokk- urinn ekki náð átt- um í byggðarlag- inu. Fjórir bæjarfulltrúar eru of lítið miðað við fyrra fylgi Alþýðu- flokks og Alþýðu- bandalags. Við þurfum nýja for- ystu. Því styðja nú margir kjós- endur ungan og efnilegan verka- lýðsleiðtoga, Guðbrand Einarsson, núverandi formann Versl- unarmannafélags Suðurnesja. Fylgjum fordæmi Reykvíkinga. Breytum til. Kjósum Guðbrand í fyrsta sæti og Ólaf Thordersen í annað. Breytum til í Reykja- nesbæ Hilmar Jónsson rithöfundur skrifar: Hilmir Jónsson ÞAÐ er sagt í dag að unga fólk- ið hafi hvorki vilja né áhuga á þátttöku í stjórnmálum. Sem bet- ur fer þurfa jafnaðarmenn í Reykjanesbæ ekki að hafa áhyggjur af því þar sem fjöldi ungra og efnilegra karla og kvenna býður sig fram í prófkjöri Samfylk- ingarinnar nk. laugardag. Einn þeirra er Friðrik Ragn- arsson smiður og körfuknattleiks- þjálfari. Hér er á ferðinni kjarnmikill, víðsýnn og greindur atorkumaður, sem hefur sýnt á ferli sínum sem íþróttamaður að þar fer traustur leiðtogi, sem ekki skorast undan ábyrgð. Ég hvet alla bæjarbúa að taka þátt í prókjörinu og veita Friðrik brautargengi og kjósa hann í öruggt sæti. Kjarnmikinn ungan mann í öruggt sæti Reynir Ólafsson, viðskiptafræðingur, skrifar: Reynir Ólafsson Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.