Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 8

Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið Þjóðræknisfélags Íslendinga Áhugi vaxandi síðustu árin GENGIST verðurfyrir námskeiðium landnám Ís- lendinga í Vesturheimi í Gerðubergi 26. febrúar til 16. mars næst komandi. Þetta er hluti Íslandssög- unnar sem heillar marga, enda leiddi hann til þess að á þeim slóðum skiptir fólk af íslenskum uppruna a.m.k. tugum þúsunda, ís- lensk nöfn eru áberandi, bæði á mönnum og stöð- um. Jónas Þór sagnfræð- ingur heldur utan um námskeiðið og hann svar- aði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Nú er farið af stað með námskeið um íslensk- ar nýlendur í Vesturheimi, er mikill áhugi fyrir þessu efni hér á landi? „Já, áhuginn á landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi er mik- ill. Á síðustu áratugum hefur áhugi vaxið, það hafa komið út bækur skyldar efninu og gagn- kvæmar heimsóknir hafa aukist. Íslendingar hafa verið afar dug- legir að kynna land og þjóð vestan hafs og það hefur verið ýtt við fólki af íslenskum uppruna vestra. Margir, sem lítið hafa vilj- að sinna íslenskum uppruna sín- um hafa fengið áhuga á Íslandi fyrir vikið .Öll umfjöllun um fólk af íslenskum ættum í Norður- Ameríku hefur síðan aukið áhuga manna hér heima á sögu þess og forfeðra þeirra. Þetta er þriðja námskeið Þjóðræknisfélags Ís- lendinga sem haldið er í Gerðu- bergi í Reykjavík og hafa undir- tektir verið góðar.“ – Hvernig verður námskeiðið byggt upp og hverjir koma að því? „Á námskeiðinu verður fyrst og fremst fjallað um hvers lags ný- lendur íslensku vesturfararnir mynduðu í Ameríku. Það er yf- irleitt kölluð nýlenda þar sem hópur Íslendinga settist að sam- an. Þeir voru ekki endilega fjöl- mennastir íbúa sveitarinnar, hér- aðsins eða þorpsins heldur ákveðin eining samfélagsins. Þeg- ar nýlendunni hafði verið valinn staður og mestu erfiðleikar frum- býlingsins voru að baki fóru menn að sinna betur andlegum hugðar- efnum. Á slíkum stöðum urðu t.d. til lestrarfélög, bindindisfélög, kvenfélög, leikfélög og myndaðir voru söfnuðir. Vesturfarinn var einhvern veginn alltaf á milli tveggja heima og allt hans líf í Ameríku einkenndist af því. Hvernig gat hann sameinað þessa tvo menningarheima? Fortíðin var íslensk, en nútíðin og fram- tíðin norður-amerísk. Hvernig áttu foreldrar að ala börn sín upp í nýlendunum? Hvernig var hag þeirra, framtíðarinnar, best gætt í Norður-Ameríku? Áttu þau að vera Íslendingar fyrst og fremst og því ávallt hálfgerðir útlending- ar í heimalandi sínu? Eða áttu þau að fá sömu tækifæri í samfélaginu og enskumælandi börn? Hvernig var hægt að varðveita ís- lenska arfleifð um leið og aðlögun að norður- amerísku samfélagi átti sér stað? Vesturförum varð snemma ljóst að ekkert tengdi þá sterkari böndum við Ísland en ís- lenskt mál, og alls staðar, í sér- hverri nýlendu, var áhersla lögð á varðveislu tungunnar. Ég efa að nokkurt þjóðarbrot í Vesturheimi hafi eignast eins marga rithöf- unda og skáld og vesturfararnir íslensku, því gríðarlegt magn alls kyns efnis kom út á prenti á land- námstímabilinu. Blöðin tvö, Lög- berg og Heimskringla, birtu t.d. alls kyns greinar, þýðingar, smá- sögur, ferðasögur, minningar, landbúnaðarskýrslur og veður- farslýsingar. Þá voru ótal tímarit gefin út svo og bækur. Og í ný- lendunum var þetta efni ekki að- eins lesið upp til agna heldur líka rætt fram og tilbaka og oft um það deilt. Íslenska var töluð á sér- hverju íslensku heimili en meðan á dvöl minni vestra stóð, þá kynntist ég fjölmörgum sem sögðust einvörðungu hafa talað íslensku heima í æsku. Og ef það var einlægur ásetningur vestur- faranna að varðveita íslenskt mál í Norður-Ameríku þá er varla hægt að segja annað en að þeim hafi tekist það því enn er málið talað bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á þessi mál.“ – Hverjum er námskeiðið ætl- að? „Námskeiðið er öllu fólki opið meðan húsrúm leyfir. Skrásetn- ing fer fram á morgun í Gerðu- bergi klukkan 13 til 15 og hefst á þriðjudagskvöldið klukkan 19.30.“ – Nú hefur þú helgað þig mjög þessu viðfangsefni, .hvað stendur upp úr? „Ég bjó í Winnipeg í tíu ár, 1977–87 og vann þar að rannsókn- um og skrifum. Reyndar hef ég haldið því áfram allar götur síðan. University of Manitoba Press gefur út eftir mig bók um efnið í haust og ætli það standi ekki upp úr.“ – Er góð gróska í Þjóðræknisfélaginu? „Já, mér sýnist það. Félagið hefur unnið gott starf á undanförn- um árum við að efla sambandið við Þjóðræknisfélagið í Vesturheimi. Félagið hefur tek- ist á hendur fjölmörg athyglis- verð málefni, t.d. Snorraverkefn- ið. Þá hefur það annast komur listamanna af íslenskum ættum og greitt götu Íslendinga vestan hafs. Mér þykir líka stjórn félags- ins starfa af miklum heilindum og krafti og kann afskaplega vel að meta stuðning hennar og áhuga.“ Jónas Þór  Jónas Þór fæddist í Reykjavík 11. apríl 1949. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970, lauk BA í ensku og sögu frá Háskóla Íslands 1977, MA í sögu frá University of Manitoba 1980. Síðustu árin hefur Jónas Þór starfað við sagnfræðirann- sóknir og kennslu. Maki er Anna Bára Árnadóttir listakona og eiga þau tvær dætur, Katrínu Sif nema í HÍ og Elsu Maríu sem er leikkona í Los Angeles. Áhersla lögð á varðveislu tungunnar Þetta er bara pólitískur áróður hjá þér, Guðlaugur. Ég er víst „prinsessan á bauninni“. Russell Hobbs kaffivél Verð áður: 9.345 kr. Verð nú: 5.995 kr. Finlandia bollar Verð áður: 479 kr. Verð nú: 335 kr. Finlandia undirskál Verð áður: 275 kr. Verð nú: 193 kr. Súkkulaði 295 kr. Færðu ástinni þinni kaffi í rúmið á konudaginn Sætt og töfrandi. Kynning á Aladdin súkkulaði í dag í verslunum okkar í Skútuvogi 16, kl. 10:30-16:00 og á Selfossi og Akureyri kl. 11-14 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 16 92 4 02 /2 00 2 UMMM...!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.