Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ PERVEZ Musharraf, forseti Pakist- ans, hét því í gær að hann myndi „uppræta“ alla hryðjuverkastarfsemi í landi sínu en tilefni orða hans var staðfesting þess að pakistanskir mannræningjar hefðu tekið banda- ríska blaðamanninn Daniel Pearl af lífi. Sagði Musharraf að það væru mistök ef menn héldu að þessi atburð- ur yrði til þess að pakistönsk stjórn- völd drægju lappirnar í viðleitni sinni til að binda endi á starfsemi öfga- trúarmanna í Pakistan. Yfirvöld í Pakistan leita morðingja Pearls nú dyrum og dyngjum en í gær fékkst loks staðfest að mennirnir, sem rændu Pearl fyrir mánuði, hefðu tekið hann af lífi. Var greint frá því að sendiráði Bandaríkjanna í Karachi í Pakistan hefði borist myndband þar sem sæist hvar morðingjar Pearls tækju hann af lífi. Munu a.m.k. tveir menn sjást í myndbandinu og sést hvar þeir hálshöggva blaðamanninn, en hann var fréttaritari stórblaðsins The Wall Street Journal í Pakistan. Myndbandið er sagt mjög óhugn- anlegt í fréttaskeyti AFP. Það er þrjár mínútur á lengd og sést fyrst hvar Pearl segir nokkur orð en síðan koma mannræningjarnir skyndilega í mynd og höggva höfuðið af blaða- manninum bandaríska. Í fréttum The New York Times og BBC er hins veg- ar talað um að Pearl hafi verið skor- inn á háls. Staðfesting þess að Pearl hefði ver- ið tekinn af lífi vakti sterk viðbrögð en eiginkona hans, Mariane, sem ber barn Pearls undir belti, hefur ítrekað farið fram á það við mannræningja hans að þeir sýndu honum vægð. Bauðst hún jafnvel til að gerast fangi glæpamannanna í stað Pearls. Bush fordæmir morðið á Pearl George W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi morðið á Pearl en hét því jafnframt að Bandaríkin myndu nú herða enn róðurinn í baráttu sinni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Bush, sem í gær hélt heim á leið eftir nokkurra daga heimsókn til Asíu, vottaði Mariane Pearl samúð og kvaðst hann finna mikið til með henni og ófæddu barninu sem nú fengi aldr- ei að kynnast föður sínum. Vildu að pakistönskum al-Qaeda-liðum yrði sleppt Pearl var rænt 23. janúar sl. er hann var á leið til fundar við Mubarak Ali Shah Gilani, leiðtoga hreyfingar pakistanskra öfgatrúarmanna. Mun hann hafa verið að rannsaka tengsl Bretans Richards Reid, „skó- sprengjumannsins“ svokallaða, við íslamska öfgatrúarhópa í Pakistan. Reid var handtekinn í Bandaríkjun- um í desember eftir að hafa reynt að sprengja í loft upp flugvél, sem var á leiðinni frá París til Miami. Ræningjar Pearls höfðu krafist þess að öllum pakistönskum föngum, sem væru í hópi al-Qaeda fanga sem Bandaríkjamenn halda í herstöð sinni á Kúbu, og grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum, yrði sleppt. Musharraf heitir skjótum viðbrögðum Islamabad, Karachi, París. AFP. ÞAÐ mátti segja um bandaríska rit- höfundinn John Steinbeck að enginn væri spámaður í föðurlandi sínu – eða öllu heldur í eigin heimabæ, í til- viki Steinbecks. Sá heimabær er Sal- inas við Monte- rey-flóa, skammt suður af San Francisco í Kali- forníu. Nágrann- ar hans kölluð hann einu sinni „auðnuleysingj- ann Johnny Steinbeck“, en fara nú fremstir í flokki þegar hundrað ára af- mæli hans er fagnað í Bandaríkj- unum með listsýningum, kvik- myndahátíðum og hátíðardagskrá í Lincoln-menningarmiðstöðinni í New York 19. mars. „Hann kom við kaunin á mönnum á sínum tíma,“ segir Jim Gattis, sem flutti til Salinas frá Arkansas með foreldrum sínum á kreppuárunum. „En úr nokkurra kynslóða fjarlægð sér maður að hann sagði sannleik- ann.“ Á fjórða áratugnum, þegar Stein- beck átti heima í Salinas, var þetta rykugur, fimm þúsund manna bær. Ríkir landeigendur kunnu sitt hlut- verk. Vinnufólkið þeirra kunni það líka, uns hörundsdökkir far- andverkamenn fengu félagsskap af hvítum bændafjölskyldum úr mið- vesturríkjunum, sem höfðu flúið þurrka og haldið vestur í leit að betra hlutskipti. Fólkið vonaðist til að finna það í kálgörðunum í Sal- inas-dalnum – „græna gullinu“, eins og Steinbeck kallaði það. Túristarnir á Ægisgötu Nú á dögum er landbúnaðurinn í Monterey-sýslu tveggja milljarða dala iðnaður, og þar er framleitt meira af grænmeti en í nokkurri annarri sýslu í Bandaríkjunum. Stórfyrirtæki ráða yfir ökrunum, en vinnufólkið á þeim er ennþá að mestu spænskumælandi farandfólk. Sardínubisnissinn við Ægisgötu, sem Steinbeck lýsti sem „ljóði, fýlu, mulningssuði“, er orðinn að röð veit- ingahúsa og tískuverslana, sem eru troðfullar af túristum. Steinbeck skrifaði ekki bara um fallega landslagið þarna í Monterey, hann afhjúpaði líka dökku hlið- arnar. Hann skrifaði um arðrán á vinnufólki, vændi og félagslegt óréttlæti – málefni sem enduróma nú á dögum. „Hann hafði virkilega samúð með sínu fólki og mér fannst hann hafa næmt auga fyrir banda- rískum lífsháttum og gæti túlkað staðhætti einkar vel, eins og í Kali- forníu,“ sagði William Kennedy, höf- undur verðlaunaskáldsögunnar Járngresið. Í hvert einasta sinn sem efnahag- urinn versnar „rýkur salan á Stein- beck upp úr öllu valdi“, segir sonur hans, rithöfundurinn Thom Stein- beck. Eftir því sem „samviskulaus stórfyrirtæki“ níðast meira á fólki, „og um leið og fólki fer að finnast það hafa verið svipt frjálsum vilja, fer Steinbeck að rjúka út“. Steinbeck fæddist 27. febrúar 1902, og lést 20. desember 1968, en bækur hans seljast enn í meira en 700 þúsund eintökum árlega í heim- inum. Að minnsta kosti tvær bóka hans – Þrúgur reiðinnar, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 1940, og Mýs og menn – teljast til klassískra banda- rískra bókmennta og hafa verið gefnar út í meira en 30 löndum. Vildi setja kúrsinn sjálfur En bækurnar hans voru ekki allt- af vinsælar. Sérstaklega ekki í heimabæ hans. „Hann vildi í raun- inni alls ekki vera sómakær,“ sagði Susan Shillinglaw, framkvæmda- stjóri Steinbeck-rannsóknamið- stöðvarinnar við San Jose ríkishá- skólann. „Honum fannst bærinn vera sómakær. Hann vildi verða rit- höfundur. Hann vildi vera sjálf- stæður, ekki endilega gera upp- reisn, heldur setja sér kúrsinn sjálfur.“ Fyrstu bækurnar hans vöktu ekki mikla athygli, en það breyttist þegar Þrúgur reiðinnar kom út 1939. Við- brögðin voru snögg, og hatrið aug- ljóst. „Rógsherferðin gegn mér hérna, af hálfu stórra landeigenda og bankamanna, er ansi slæm,“ skrifaði Steinbeck á þeim tíma. Enginn vildi leigja honum skrif- stofuhúsnæði. Á götu úti gekk fólk úr vegi fyrir hon- um. Stríðsskömmt- unarráðið mismun- aði honum þegar hann reyndi að fá eldsneyti og við. Lögreglustjórinn varaði hann við því að líf hans væri í hættu, sagði Thom Steinbeck. „Ekki fara inn á hótelher- bergi nema með vinum þínum, sittu með bakið upp að veggnum á veit- ingahúsum og vertu alltaf með byssu á þér.“ Þegar bókin datt út af metsölulistum eftir eitt og hálft ár hélt Steinbeck veislu. Stéttsvikarinn „Fólkinu sem hafði völdin fannst faðir minn vera stéttsvikari,“ sagði Thom Steinbeck. „Nú er litið á hann sem hetju. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með.“ Staðreyndin er sú, að sumar fjölskyldurnar, sem á sín- um tíma hvöttu til þess að bækur Steinbecks á bókasafninu í Salinas yrðu brenndar, lögðu á endanum fram 13,5 milljónir til Bandarísku Steinbeck-miðstöðvarinnar, sem var opnuð 1998. Thom Steinbeck segir að föður sínum myndi ekki líka öll athyglin sem hann fær – síst af öllu hin mjög svo nútímalega Steinbeck-miðstöð. „Hann væri sennilega að leggja á ráðin um að sprengja hana í loft upp,“ segir Thom, og er nokkur al- vara. „Faðir minn myndi ekki hafa fundist þetta viðeigandi vegna þess að hann leit á sig sem handverks- mann, en ekki háfleygan listamann.“ Ægisgata í Monterey nú á dögum. Sardínuniðursuðuhverfið sem Steinbeck skrifaði um í bókinni Ægisgata er orðið að mikilli ferðamannaparadís. ’ Hann leit á sigsem handverks- mann, en ekki há- fleygan listamann. ‘ AP Endurfundir við Ægisgötu Steinbecks John Steinbeck 1965 Salinas í Kaliforníu. AP. Reuters Björgunarmenn við flak vélarinnar sem fórst við Lakhta-flugvöll, skammt frá Arkangelsk. RÚSSNESK herflutningavél fórst í Norður-Rússlandi í fyrrakvöld, og með henni 17 manns. Þrír slösuðust, að því er neyð- armálaráðuneyti Rússlands greindi frá í gær. Áhöfnin var að reyna að nauðlenda á flugvell- inum í Lakhta, skammt frá Ark- angelsk. Vélin var af gerðinni Anton- ov-26. Hún kom niður um 50 metrum frá flugbrautarenda, að því er fréttastofan ITAR-Tass greindi frá, en ekki kom fram hvers vegna áhöfnin var að reyna nauðlendingu. Tólf farþegar og átta manna áhöfn var í vélinni, og voru flestir farþeganna her- menn. 17 farast í flugslysi í Rússlandi Moskvu. AP. DÓMSTÓLL í Mílanó á Ítalíu dæmdi í gær fjóra Túnismenn í allt að fimm ára fangelsi fyrir tengsl við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Eru mennirnir þeir fyrstu í Evrópu, sem dæmdir eru fyrir þessar sakir. Tveir mannanna, þar á meðal leiðtogi hópsins, Essid Sami Ben Khemais, voru dæmdir í fimm ára fangelsi en hinir tveir fengu fjögur ár. Voru þeir fundnir sekir um að hafa átt að búa í haginn fyrir hryðjuverk al-Qaeda á Ítalíu. Hins vegar var fallið frá ákæru um að þeir hefðu sjálfir stundað hryðju- verk. Ítalska lögreglan hóf að handtaka grunaða hryðjuverka- menn þegar snemma á síðasta ári og Ben Khemais var handtekinn í apríl eða löngu fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Í síðasta mánuði var hann dæmdur fjarverandi í 20 ára fangelsi í heimalandi sínu, Túnis. Lögreglan leitar enn að einum manni, sem tengist Marokkómönn- unum fjórum, sem handteknir voru í þessari viku. Voru þeir með mikið af blásýrudufti og eru grunaðir um að hafa ætlað að eitra neysluvatnið í Róm. Al-Qaeda-menn á Ítalíu dæmdir Hlutu fimm ára fangelsi Mílanó. AFP. Staðfest að hryðjuverkamenn myrtu bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.