Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 29
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
67
42
02
/2
00
2
flú skilur konur
Á konudaginn er tækifærið - segðu það með fallegri gjöf frá Debenhams.
Hringdu í okkur í síma 522 8000
og pantaðu gjöf handa ástinni þinni.
Frí sendingarþjónusta ásamt fallegri rós
á höfuðborgarsvæðinu.
Sérvaldir gjafapakkar
fyrir hana.
Verð frá 4.500 kr.
VATN, grjót, hrosshár, útsaumur,
skúlptúrar, ljósmyndir og olíumál-
verk – allt er þetta eitthvað sem sjón-
varpskonan Eva María Jónsdóttir vill
sjá á samefndri sýningu sem opnuð
verður í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi kl. 15 í dag, laugardag.
Gerðuberg hefur staðið fyrir sýning-
arröðinni „Þetta vil ég sjá!“ frá árinu
1999, þar sem þekktir einstaklingar
af ýmsum sviðum þjóðlífsins eru
fengnir til að velja saman verk á
myndlistarsýningu eftir eigin smekk
og hjartalagi. Þetta vandasama verk-
efni kom í hlut Evu Maríu í þetta sinn
og segist hún hafa farið í gegnum
nokkur heilabrot við samsetningu
sýningarinnar. „Ég verð að viður-
kenna að fyrst langaði mig til að setja
saman heildstæða sýningu, sem hefði
í för með sér einhvers konar heildar-
hugsun eða þráð sem gengi í gegnum
öll verkin. En þegar ég byrjaði að
velja, féll ég smám saman frá því,
bæði meðvitað og ómeðvitað eftir sem
á leið. Því að hugmyndin á bak við
sýningarverkefnið er í raun sú að val-
ið sé út frá persónulegum sjónarmið-
um, og að fólk velji einfaldlega það
sem því hefur hugnast í gegnum tíð-
ina. Ég held að það sé eina rétta leiðin
til að gera þetta, því í raun er maður
enginn fagmaður, heldur einfaldlega
eins og hver annar myndlistarskoð-
andi úti í bæ,“ segir Eva María.
„Ég ákvað því að treysta bara á
minnið, og velja verk sem ég hafði séð
á sýningum eða í heimahúsum, og
höfðu lifað með mér alla tíð síðan.
Ég fylgdi þó ekki aðeins efsta
minnislaginu, heldur reyndi ég að
grafast líka fyrir um hvort það væri
eitthvað „óþægilegt“ sem ég hafði
séð, eitthvað sem hafði stuðað mig og
ég e.t.v. reynt að ýta til hliðar.“
Eva María segist þó ekki geta fest
fingur á hvers vegna hún hafi valið til-
tekin verk, hvaða þýðingu þau hafi í
raun haft fyrir hana. „En ég held að
það þýði lítið að leita eftir rökréttu
samhengi í svona verkefni. Það er
dæmt til að verða þversagnarkennt.
Þetta er vegna þess að myndlistin, og
kannski öll list, er í andstöðu við öll
önnur mannanna kerfi og miðlar því
sem reynt er að útiloka úr þeim. Það
var því ekki fyrr en ég sleppti takinu
af hinu vitsmunalega mati, að þetta
fór allt að smella saman. Þannig hef
ég valið á sýninguna verk sem eiga
kannski ekki annað sameiginlegt en
að hafa geymst inni í mér.“
Listamennirnir sem Eva María
hefur valið verk eftir á sýninguna eru
Anna Línadal, Finnbogi Pétursson,
Georg Guðni, Guðmunda Andrésdótt-
ir, Guðrún Marínósdóttir, Halldór
Ásgeirsson, Helgi Þorgils, Hrafnkell
Sigurðsson, Húbert Nói, Ilmur Stef-
ánsdóttir, Kristinn G. Harðarson,
Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir,
Óskar Jónasson, Páll Guðmundsson,
Ragna Sigðurðardóttir, Sigríður Sal-
varsdóttir, Úlfur K. Grönvold og Val-
garður Gunnarsson.
Verkin á sýningunni eru mörg hver
ný, önnur eru vel þekkt, en einnig er
að finna myndverk sem ekki hafa áð-
ur komið fyrir sjónir almennings.
„Ef ég ætti að ímynda mér eitthvað
sem verkin eiga sameiginlegt, myndi
ég nefna einhvers konar samruna
andstæðna. Nokkur verk eru uppfull
af nokkurs konar dramatísku sak-
leysi, þar sem aðferðin er ef til vill
hefðbundin en hugsun verksins mjög
framsækin. Þá hef ég valið nokkur
verk út frá efniviði, en listaverk sem
gerð eru úr einhvers konar hárum
hafa alla tíð heillað mig gersamlega.
Á sýningunni eru einnig nokkur
saumaverk, sem einnig hafa í sér
þessa mótsögn, og saumaskapurinn
er færður út á ystu nöf.“ Eva segir að
lokum að sýningin sé háð því mynd-
listarlífi sem hún hafi komist yfir að
skoða, eða fyrirhitt með öðrum hætti í
lífinu.
„Sú aðferð að láta minnið ráða hef-
ur reynst mér óbrigðul aðferð, því
verk sem höfðu virkað sterkt á mig
þegar ég sá þau fyrst, héldu áfram að
gera það þegar ég skoðaði þau aftur í
tengslum við þessa sýningu. Þetta
sýningarverkefni Gerðubergs þykir
mér mjög skemmtilegt að því leyti að
það ögrar þeirri viðteknu afsökun svo
margra að þeir hafi ekki vit á mynd-
list og fylgist því ekki með henni. En
maður þarf ekkert endilega að nota
vitsmunina til að njóta myndlistarinn-
ar, því þá væri listin bara fyrir sér-
fræðinga en ekki okkur sem tilheyr-
um hinum stóra hópi forvitinna
amatöra,“ segir Eva María.
Minnið óbrigðull
mælikvarði
á myndlist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá sýningunni Þetta vil ég sjá! í Gerðubergi.
„ÉG vildi að ég gæti dáðst að ein-
hverri einlægni í Sniglaveislunni,
nýju leikriti Ólafs Ólafssonar,“ segir
gagnrýnandi Financial Times í
Lundúnum um sýningu verksins á
West End þessa dagana. Gagnrýn-
andinn, Alastair Macaulay, segir
verkið bæði bitlaust og hægferðugt,
og framsetningu á högum og aðstæð-
um persónanna svo veikbyggða að
erfitt sé að muna eftir verkinu fyrir
annað en deyfðina.
Macaulay segir David Warner
ekki rétta leikarann í aðalhlutverkið
og túlkun hans ekki trúverðuga og
undrast jafnframt að leikkonan
Sorcha Cusack skuli lúta svo lágt að
taka að sér svo ófrumlegt og lítið
hlutverk.
Sniglaveislan
Túlkun
Warners ekki
trúverðug