Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 49 6   #     #   0  '0'    +                      .9 7 *? 4 ?    -<+'   ! ,#  (--'2  # (  #  &'  > "! .'!&'  "  * .'!!  > 0-- &'  4 3 .'!! * (!&" *+ ! &'   !&# .'!&'   # # #!! !  # # .'!!  3! / &'  !  !  !&#  .' !! &'  +,-(&# 6   #     #   0     '0' +               0 ?  *57  *.    /-! !& 2% 6E >'<   =    #     1    7,       ' +  '   0 '   '  '0 -#% 0 !3! $ ,!!  !8+, !&'  > "! *,!&  0 !3&'  *  - < ! .' !! !  0 !3! $   %!&'     *,!&  0 !3! +  &2 &'  8 ! 8, ! 6   #      0   '0'    +      1     1      ?  0 ? 79 "##!& C $ 22 ! ) 8+, *  .' !!   # ! 0 !3 # # ! 0  #& $+, # * !  "# ! '&'  3! * ! !&  8   # # * ! * !& * &'  !  $ &' ! = * ! 9- #2#!&&'  8 ! 8, !  8 ! 8 ! 8, ! 6   #     +   #  0   '0'    +   +         !              $  7  - " CA& -# (  # 3! .' !!&'  ( #  &' 5 ! $ ! !  ! ! .' !! ! ! (M' &'  $ &# ! !   !  8, ! „Heldur þykir mér hún nú vera stutt- klædd.“ Óskar Jóns- son, foringi í Hjálpræð- ishernum, svaraði að bragði, er hann í lok 7. áratugarins var inntur skoðunar á stúlku sem elsti sonur hans kynnti fjölskyldunni. Sá kvæntist reyndar stuttpilsu þessari og þar með eign- aðist herforinginn tengdadóttur sem kunni engin skil á majór, ofursta og generál, hvað þá brigader. En það kom ekki að sök. Brigader Óskari var annt um innihaldið; frelsunina, líknina, frekar en formið og fyrir- komulagið, þótt köllun hans og lífs- starf birtust í þeim umbúnaði sem einkennir svo mjög Hjálpræðisher- inn: Herskipulag, búningar og bonn- ettur, blásið í lúðra, barið á bumbur, marserað og vitnað á víðavangi, oft með meiri tilþrifum en almenningur átti annars að venjast. Á Her braut fjörlegur sálmasöngurinn lengi vel í bága við hefðbundnari trúariðkun annarra lúterskra í landinu, sem í arf höfðu tekið Heilræðin og hljóðlátan guðsótta frá húslestrum í rökkvuð- um baðstofum íslenskra torfbæja. En því skyldi fólkið ekki tjá gleðina í lotningu og trú á guð sinn? Það voru ekki aðeins Laxness, Þórbergur og Steinn Steinarr sem gerðu sér mat úr sérstöðu Hersins. Trúareinlægn- in „þar sem lífið talaði en ekki guð- fræðin“ æsti ýmsa til andúðar og óspekta. En stíll Hersins var og er sá að svara ekki óhróðri, halda bara sínu striki og láta verkin tala. Foringjar Hjálpræðishersins hafa löngum búið við það að vera sendir til nýrra staða og starfa, innanlands jafnt sem utan. Fyrirvaralaust berst bréf sem segir að nú skuli pakka. Nokkrum vikum síðar kemur annað sem upplýsir hvert skuli haldið, og þá er ekki til setunnar boðið og fjöl- skyldan leggur í’ann. Í starfinu kynntust Óskar og Imma af eigin raun öðrum löndum, íbúum þeirra og menningu, og eignuðust fjölda vina – vináttubönd sem endast ævina út. En skipanirnar gátu tekið á, sérstak- lega ef starfið var mjög blómlegt. ÓSKAR JÓNSSON ✝ Óskar Jónssonfæddist í Reykja- vík 4. júní 1916. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 23. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 5. febr- úar. Aftur og aftur var byrj- að á byrjuninni á ókunnugum stöðum, við framandi aðstæður og jafnvel tungumál. Með á flakkinu voru krakkarnir þeirra, linnulítið að skipta um vini og byrja í nýjum skólum. Það má velta því fyrir sér hvað þurfi til að svona uppeldi fari ekki illa með börn, en stæli þau og æfi í aðlög- un, umgengni við aðra, í því að tjá sig ófeimin og tala á mannamótum, leiða hjá sér áreitni, vera skjót til svars og oft æði orðheppin, skapgóð og mannblendin eins og raun ber vitni. Er það trúin, tónlistin, sameig- inleg sýn og samvinna, eða bara æf- ingin sjálf? Eftir samkomur á Her fóru marg- ar kynslóðir af herfólki og þess vegna heilu skipshafnirnar ef því var að skipta, í kvöldkaffi heim til Ósk- ars og Immu. Imma spilaði á gítar og raddaði sönginn. Þar voru börnin þeirra og síðar barnabörn hvert með sitt hljóðfærið, enda farin að spila löngu áður en þau gátu lesið númerin í sálmabókinni. Óskar lék á mandólín eða konsertínu. Hann var að öllum líkindum eini Íslendingurinn, eða einn af örfáum, sem spilaði á það hljóðfæri. Oft voru sungnir trúarleg- ir textar við melódíur sem almennt eru þekktar sem sálmalög, en voru upphaflega slagarar. „Því skyldi sá í neðra fá öll bestu lögin?“ Það var glatt á hjalla og mikið hlegið. Í þeirri fjölskyldu hlæja allir hátt, og hlógu miklu hærra en tengdadóttirin, sem gat hlegið lyst sína án þess að nokk- uð heyrðist í henni að ráði. Af öllum hló þó Óskar hæst. Alltaf voru þau nefnd saman Ósk- ar og Imma, og erfitt er að hugsa um annað án þess að tala um hitt þótt á ýmsa lund væru þau ólík. Imma létt og „spontant“, og Óskar að öllu jöfnu hægari en jafnframt hlýr og blátt áfram. Ekki skorti þau hjónin skop- skynið í daglega lífinu. Á góðri stundu glitti oftast í grallarann í Óskari, og gat hann þá orðið svolítið stríðinn. En frúnni var hjartanlega skemmt. Félagsleg verkaskipting þeirra var sú að Imma hélt tækifær- isræðurnar, bjartri röddu, fyrir beggja hönd. Einhvern tíma sem oft- ar í veislu, þá sænskra brúðhjóna, var ósk hennar til unga fólksins að það mætti eiga jafnmarga sólríka daga og þau Óskar hefðu átt saman um ævina.: „Saa blir ni inte sol- brända,“ laumaði bóndinn þá út úr sér. Árið 1937 var Óskar sendur ungur foringi til Akureyrar að hjálpa til á flokknum. „Þessi huggulegi og kurteisi laut- inant, í uniformi með gulum snúrum, sem talaði svo vel á samkomum.“ Fyrir var Imma 15 ára, þá þegar bú- in að taka afstöðu um að verða for- ingi og þjóna guði. Þar vaknaði ástin, þar hófst samstarfið. Eitthvað þurfti Óskar þó að bíða eftir Immu sinni sem átti eftir að eldast aðeins og ljúka foringjanáminu. Hann var sett- ur til starfa í Færeyjum og skrifaðist þaðan á við festarmeyna. Áður hafði Óskar unnið við uppbyggingu starfs- ins á Siglufirði, og einatt einnig orðið að grípa til hendinni á síldarplönun- um til að eiga on’í sig og á. Séra Bjarni Jónsson gaf þau Ósk- ar og Immu saman 13. febrúar 1943 og á eftir var halelújabrúðkaup hald- ið í Herkastalanum. Undir augliti drottins lofuðu þau meðal annars að hindra aldrei hvort annað í starfi. Mikil áhersla er lögð á það í Hjálp- ræðishernum að hjón séu samhent, og alveg fram undir þennan dag hafa þær reglur gilt að foringjar í hjóna- bandi séu jafnir að tign og fái skipun í sama embættið. Það þýðir að verk- sviðið var sameiginlegt heima og í vinnunni, og í hartnær sextíu ár urðu þau að koma sér saman um nákvæm- ustu útfærslur á framvindu dagsins. Með þeim var jafnræði. „Við Imma vorum svo gæfusöm að vinna vel saman og hafa líkar þarfir. Okkur gekk vel að tala okkur að samkomu- lagi, og líklegast má telja það á fingr- um annarrar handar þau skipti sem okkur greindi alvarlega á.“ „Og þá skiptir öllu máli að sofna ekki ósátt. Við pössuðum það. Óskar minn var alltaf rólegur og ég fékk nóga ást, kallinn minn gaf mér mikið af henni.“ Imma brosir glettnislega. Um þau lék alltaf einhver óræð meg- in og nánd – þau voru skotin hvort í öðru. Einn góðan veðurdag er Óskar orðinn tengdafaðir minn fyrrver- andi, þá reyndi á elsku hans ekki að- eins í orði heldur einnig á borði og á ég honum mikið að þakka. Snjólaust vetrarmyrkur grúfir yf- ir. Gamli maðurinn er máttfarinn og mókir að mestu. Imma situr við rúm- stokkinn með blað og blýant og yrkir honum ástaróð. Ég kveð með þökk og leyfi þeim að vera einum. Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Glettinn, glaður, góður og hlýr. Þessi orð koma í huga minn þegar ég minnist Óskars Jónssonar. Ég var svo lánsöm á mínum uppvaxtarárum að njóta samvista við þau Immu. Einmitt þannig er það, Imma og Óskar eru oftast nefnd í sömu and- ránni. Lýsandi fyrir líf þeirra og samband, sem var mjög náið og kær- leiksríkt. En tengsl mín við þessi yndislegu hjón voru þau að Kári móðurbróðir minn var kvæntur Betsy, systur Óskars, en hún er látin. Ég er ekki í vafa um að þessi kynni hafi átt stóran þátt í að móta lífsafstöðu mína, ásamt því að vera í KFUK. Að koma í boð eða bara heimsókn á Freyjugötuna var bæði gefandi og gott. Þá var og lagður grunnur að góðum tengslum og góðum minning- um, sem núna, á dánarstund Óskars, rifjast upp. Mér hefur alltaf fundist þau Óskar og Imma vera máttarstólpar Reykjavíkursamfélagsins, og finnst nú höggvið stórt skarð þar í. Veit ég að margir Reykvíkingar eru á sama máli. Allir þekktu Óskar og Immu, og þau voru eins og fulltrúar alls þess góða sem borgarsamfélag þarfnast. Óskar hafði útgeislun. Hann var sjentilmaður og afar músíkalskur. Þetta hafa börnin hans erft, eins og sannaðist best við fjölmenna jarðar- för hans, þar sem fallegur söngur þeirra og hljóðfæraleikur fyllti kirkj- una. Þar vitnaði presturinn í fyrsta Davíðssálm og finnst mér þessi orð vera lýsing á lífi Óskars sem allt snerist um að þjóna Guði, sem hann elskaði.Og hann gerði það svo fal- lega. Öll hans boðun í orði og verki var einlæg og óþvinguð og henni fylgdi innri styrkur og gleði sem hann þáði af Guði í ríkum mæli. Ég vitna hér í vers 1-3: „Sæll er sá mað- ur, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróð- ursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum.“ Ég þakka Guði fyrir Óskar Jóns- son og þakka sömuleiðis fyrir Immu og börnin, sem eru arfur þeirra til okkar og gleðst yfir að sjá, að trú- festi Guðs varir frá kyni til kyns! Ég óska þeim öllum blessunar Guðs. Þórdís Klara Ágústsdóttir. Með örfáum orðum vil ég fá að minnast Óskars Jónssonar, þessa hugljúfa drengs og vinar, nú þegar leiðir skiljast í bili. Óskar Jónsson var sérstakur í öllu sínu lífi, ávallt gefandi hvort sem maður hitti hann á götu úti eða hlýddi á hann boða fagn- aðarerindið í Herkastalanum. Alltaf var vísað til vegar, leiðina sem svo mörgum hefur orðið til blessunar. Óskar var alltaf á verði og vakandi. Það var mér einstök upp- lifun að kynnast Óskari. Ég fékk allt- af nýja hvatningu og nýjan styrk á hinni erfiðu göngu í fallvöltum heimi Drottins. Við hlið Óskars starfaði alla tíð Ingibjörg kona hans sem klettur við hlið hans og véku þau aldrei af verðinum. Þau hjónin voru svo innilega samhent í öllu. Ég átti þess oft kost á ferðum mínum í Reykjavík að koma við á samkomu í Herkastalanum þar sem þau hjónin stóðu í fararbroddi að boða orð Jesú Krists. Þegar ég var viðstaddur útför hans um daginn fann ég að þetta var hans fagnaðarhátíð. Óskar, sá tryggi og trúi þjónn, var kominn heim til Drottins eftir að farsælli þjónustu var af hans hálfu lokið hér á jörð. At- höfnin var heilög og jafnframt hátíð- leg stund. Ég vil af heilum hug þakka Óskari alla þá ljósgeisla sem hann gaf lífi mínu og þeir munu lýsa tilveru minni áfram. Ég hef lært mikið af þeim hjónum Óskari og Ingibjörgu. Ég bið góðan Guð að blessa þeim allt það sem ég mætti af þeirra hálfu. Megi hann vaka yfir starfi Hjálp- ræðishersins til eflingar betra lífi í landinu. Ég þakka Óskari fyrir sam- veruna og bið ástvinum hans bless- unar. Guð bregst aldrei þeim sem honum treysta og á hann trúa. Árni Helgason, Stykkishólmi. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.