Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 45 ✝ Guðfinna Jónas-dóttir fæddist að Efri-Kvíhólma í V-Eyjafjöllum 30. október 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jónas Sveinsson bóndi, f. 4. nóvember 1875, d. 29. nóvember 1946, og Guðfinna Árnadóttir húsmóð- ir, f. 12. september 1874, d. 23. nóvem- ber 1972. Systkini Guðfinnu eru: Sveinn, f. 9. júlí 1902, d. 26. des- ember 1981, Marta Sigríður, f. 14. nóvember 1903, d. 7. júlí 2000, Engilbert Ármann, f. 28. febrúar 1906, d. 24. apríl 1987, Elín, f. 16. maí 1908, Ásdís, f. 30. október 1909, Guðrún, f. 30. október 1909, d. 25. október ember 1951. Börn hennar og Jó- hannesar Gunnarssonar, f. 5. september 1952, d. 24. apríl 1994, eru: Margrét Auður, f. 28. júlí 1972, og Guðmundur Þór, f. 28. júní 1973. 3) Gísli Steindór, f. 1. maí 1954. 4) Svanhildur Edda, f. 23. febrúar 1956, gift Helga Bjarnasyni, f. 8. desember 1947. Börn þeirra eru: Finnur Þór, f. 14. júlí 1989, og Hulda Rós, f. 9. september 1991. Guðfinna stundaði sitt barna- skólanám að Fornusöndum og fór ung að vinna ýmis störf tengd kaupavinnu og var í vist í Reykjavík og víðar í nokkur ár. Hún vann við síldarsöltun á Siglufirði nokkur sumur og við fiskvinnu í Vestmannaeyjum. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann að Hverabökkum í tvo vetur hjá Árnýju Filippusdóttur. Lengst af ævi sinnar var hún húsmóðir í Gaulverjaskóla, auk þess sem hún kenndi hannyrðir við þann skóla í um tvo áratugi. Árið 1985 flutti Guðfinna ásamt manni sínum að Selfossi. Útför Guðfinnu fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1975, Guðný Berg- rós, f. 21. nóvember 1912, og Sigurþór, f. 1. júlí 1915. Guðfinna giftist 26. september 1948 Þórði Gíslasyni, skólastjóra í Gaul- verjaskóla í Árnes- sýslu, f. 14. ágúst 1916, d. 14. júlí 1999. Börn þeirra eru: 1) Arnþór Flosi, f. 4. mars 1949, kvæntur Inger Elísu Anders- dóttur, f. 22. janúar 1950. Börn þeirra eru: Hafrún, f. 22. júní 1975, sambýlismaður henn- ar er Elías Þ. Kristjánsson, f. 13. apríl 1976; Atli, f. 2. október 1979, sambýliskona hans er Berglind Sigurðardóttir, f. 22. ágúst 1981. Dóttir Atla er Hjör- dís Inga, f. 22. febrúar 1997. 2) Árný Elsa, f. 19. desember 1950, gift Leif Rasmussen, f. 12. sept- Með fáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Guð- finnu Jónasdóttur, sem lést 18. febr- úar síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suður- lands. Kynni okkar hófust fyrir um hálfum öðrum áratug er ég kvæntist dóttur hennar og urðu þau kynni fljótt náin á margan hátt. Ekki síst urðu tengslin við tengdamóður mína nánari er hún missti eiginmann sinn, Þórð Gíslason fv. skólastjóra í Gaul- verjaskóla fyrir rúmum tveimur ár- um, en eftir það hélt hún heimili fyrir sig á Selfossi þar til síðustu daga fyrir jól. Hún dvaldist hjá okkur hjónum yfir hátíðirnar og tveimur vikum bet- ur, en þá var ljóst að hverju drægi í lífi hennar. Henni var það fullljóst, og var það raunar löngu áður, en sagðist vilja halda sitt heimili og hvika hvergi frá því lífsviðhorfi sínu að menn ættu að bjarga sér sjálfir svo lengi sem stætt væri, helst án nokkurrar op- inberrar aðstoðar, en þegar undan fjaraði í lífsins ólgusjó gegn máttar- völdum dauðans væri rétt að viður- kenna það og þar með lyki lífsins göngu. Við það stóð hún með mikilli reisn. Síðustu misserin hugsaði hún og ræddi um lífið og tilgang þess, hvað myndi bíða hennar og annarra eftir dauðann. Hún var trúuð í skilningi þess er við leggjum í það orð, en hún var efasemdarmanneskja hvað varð- aði framhaldslíf. Samt sagði hún eitt sinn við mig að óráðlegt væri að hafna því, það væri annað en að trúa á það. Þannig var hún næm á lífið og allt sem að lífinu laut. Næmt fólk verður oft viðkvæmara fyrir ytri að- stæðum, hún kveið hausti og vetri en var hins vegar manneskja birtunnar og hlýjunnar og hlakkaði til vorsins og þess lífs er það kveikir og lunderni hennar og lífsánægja mótaðist á sinn hátt nokkuð af því. Hún tengdi sam- an vorið og eilíft líf, eða eins og segir í ljóðlínum Davíðs Stefánssonar: Úr jörðinni seiðir sólin svalandi morgun eim. Allir líta til loftsins, sem ljómar yfir þeim. Það er eins og dagmáladýrðin sé draumur um annan heim. Guðfinna var fædd og uppalin und- ir Eyjafjöllum þar sem geislar sólar ná fyrst að vekja vorgróður hér á landi. Hún naut þess að sjá og finna lífið kvikna og dafna þar og annars staðar í lífi sínu. Ein síðustu orð hennar voru að óska þess að kveðja þennan heim í vorgeislum sólarinnar. Henni varð ekki að þeirri ósk sinni en annar og meiri ljómi blasir henni nú í mót. Hún var yngst níu systkina sem ól- ust upp á lítilli jörð við erfiðar að- stæður, sem í dag má kalla fátækt. Systkinin komust þó öll á legg og eiga hina mannvænlegustu afkomendur. Um það vitnar feiki vel heppnað ætt- armót systkinanna í júní á síðastliðnu ári. Vakti það athygli mína að Guð- finna unni sér þar vart svefns til að geta tekið þátt í gleðskap og söng og talað við ættingja sína. Þó að hún ætti þá við erfiðan sjúkdóm að stríða var það leikur einn fyrir hana, sjálfa konu vorsins, að vaka og ekki síst vegna fjölskyldunnar, systkina sinna og ættmenna þeirra. Þeim öllum vildi hún kynnast og blanda geði við. Hún hafði hlakkað mjög til þessarar stundar og naut hennar vel þar til yf- ir lauk. Guðfinna stundaði margvíslega vinnu í Reykjavík og víðar uns hún réðst sem ráðskona að Gaulverja- skóla árið 1946. Þar kynntisti hún mannsefni sínu, Þórði Gíslasyni skólastjóra, og giftust þau árið 1948. Hún tók virkan þátt í skólastarfinu og kenndi m.a. hannyrðir um árabil, enda hafði hún menntað sig til þess og eftir hana liggur fjöldi handverka. Hún var iðin og vandvirk og ætlaðist til að öllum verkum væri skilað vel. Hún stjórnaði af hógværð og lagði ávallt vel til allra og reyndi að laða fram það besta í hverjum nemenda sinna. Þau hjón, Guðfinna og Þórður, eignuðust fjögur börn. Hún lagði mikið upp úr góðu og grandvöru upp- eldi barna sinna. Eitt barna þeirra hefur átt við varanlega vanheilsu að stríða frá fæðingu og annað þurfti vegna bæklunar sinnar einnig að dvelja langdvölum fjarri foreldrum sínum. Slík áföll og lífsreynsla hlýtur að hafa markað varanleg spor í sálar- líf viðkvæmrar konu eins og Guðfinna var, en hún hafði sterk bein er þoldu mótlæti lífsins. Guðfinna og Þórður unnu oft utan heimilis að sumarlagi þegar hlé var á kennslu, m.a. við síldarsöltun norð- anlands og á efri árum töldu þau að það hefði verið ómetanleg lífsreynsla að hafa fengið tækifæri að taka þátt í því ævintýri. Þórður var verkmaður mikill og féll nánast aldrei verk úr hendi hvort heldur var við starf sitt eða við að auka þekkingu sína á allan hátt. Hann var ekki fyrir fjöldann gefinn, en Guðfinna var hins vegar meiri félagsvera. Hún var afar söngv- in og hafði fallega rödd. Hún var mik- ið fyrir hljómlist og á síðustu árum sínum hóf hún nám í píanóleik við Tónlistarskóla Árnesinga og söng í kór eldri borgara á Selfossi. Hún var eftirtektarsöm og fróðleiksfús og naut af þeim sökum að spjalla við fólk í góðra vina hópi. Eitt af áhugamál- um hennar á síðari árum voru ferða- lög bæði innan lands en ekki síður er- lendis. Meðan heilsa og kraftar entust vildi hún ferðast og fræðast og að hluta til fannst mér hún vera að bæta sér upp fyrri tíma er atvik og örlög í lífi hennar hömluðu för hennar nánast hvert sem var. Eftir að þau hjón fluttu til Selfoss árið 1985, er Þórður lét af starfi sínu sem skólastjóri, blómstraði Guðfinna við áhugamál sín, hljómlist, söng og málun. En árin og ellin bitu þar á og aðeins fyrir 1–2 árum játaði hún að kraftar hennar dygðu ekki lengur til þess menningarlífs er hún þráði. Í ljósi þess tel ég að hún hafi oft talið hlutskipti sitt varðandi söng og hljómlist ekki hafa ræst þar sem að- stæður og tækifærin fyrr á árum voru ekki fyrir hendi til að stunda tónlistarnám eins og hugur hennar stóð ævinlega til. Guðfinna var mikill og einlægur vinur vina sinna. Hún hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og hélt fast við sitt. Hún var mælsk kona og gat verið mjög sannfærandi í túlkunum á viðhorfum sínum. Þrátt fyrir að geta verið ákveðin var hún hæglát og hljóð kona, hugsaði um lífið og tilveruna og spurði ágengra og skynsamlegra spurninga. Hún fyrirleit fals og flá- ráð, tvöfeldni og kaupmennsku stjórnmála kunni hún ekki að meta. Börnum okkar í æsku sinni ávítaði hún lítt, var fremur leiðbeinandi og fyrirgaf þeim fljótt. Henni var annt um velferð þeirra og óskaði þess að allt gengi þeim í haginn. Hún fylgdist með starfi þeirra í skólanum, íþrótt- um, tónlistarnámi og gladdist mjög þegar vel gekk. Einlægni, þakklæti, trú og hlýhugur einkenndi allt henn- ar viðmót er hún kvaddi okkur í Safa- mýri 35. Veganesti slíkrar konu sem Guðfinna var mun marka henni bjarta braut á Guðs vegum. Blessuð sé minning Guðfinnu Jón- asdóttur. Helgi Bjarnason. Nú hefur amma okkar kvatt þenn- an heim og við systkinin viljum minn- ast hennar með nokkrum orðum. Fyrstu minningarnar um ömmu eru úr Gaulverjabæ þar sem hún bjó með afa og Möggu frænku áður en þau fluttu á Selfoss. Gaulverjabær var alveg sér heim- ur út af fyrir sig í augum ungra barna, afi sló með orfi og ljá og mann- skapurinn fór í sitt fínasta púss þegar farið var í kaupstaðarferð á Selfoss. Þetta var gamli tíminn og var hann ömmu afar hugleikinn og eflaust erf- itt fyrir hana að sjá hversu miklar breytingar urðu á skömmum tíma í sveitum landsins. Þegar við systkinin töluðum við ömmu barst talið oftar en ekki að sveitinni, hestunum og öllu sem sveitalífinu fylgir. Hún sagði okkur sögur frá uppvaxtarárum sínum í Efri-Kvíhólma og það var auðfundið að hún saknaði þessa tíma. Amma var mjög listræn og var í pí- anónámi og kór á níræðisaldri. Einn- ig hafði hún gaman af því að semja vísur og fyrir nokkrum árum tók hún sér pensil í hönd og fór að mála. Við systkinin vissum að ömmu væri margt til lista lagt, en myndirnar komu okkur á óvart þar sem við viss- um ekki af þessum hæfileika. Amma kom okkur aftur á óvart í vetur þegar hún fór að læra ensku og dönsku upp á eigin spýtur sér til dægrastytting- ar. Hún leyndi mjög á sér og í haust söng hún til dæmis einsöng að Skóg- um, á Orlofsdögum húsmæðra. Amma var ótrúleg að mörgu leyti og við erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Hún sýndi okkur að það er aldrei of seint að sinna hugðarefnum sínum. Guð geymi þig, elsku amma Atli og Hafrún Arnþórsbörn. Amma mín er dáin. Hún var búin að vera lengi veik. Nú er hún laus við allar þjáningarnar og ég vona að hún sé komin til Guðs og afa. Hún var alltaf svo góð við mig og hún vildi alltaf hlusta á mig þegar ég spilaði á píanóið og hvatti mig mikið til þess. Hún spilaði líka á píanóið okkar þegar hún var í heimsókn hjá okkur og vildi alltaf hlusta á mig spila Ó, helga nótt, hún hélt svo upp á það lag. Þó að hún væri orðin veik vildi hún læra að spila það og var með nót- urnar heima hjá sér. Alltaf þegar við fjölskyldan fórum upp í sumarbústað komum við við hjá henni og afa þar til hann dó fyrir meira en tveimur árum og líka hinni ömmunni á Selfossi. Við gátum bara ekki keyrt í gegnum Selfoss án þess að heimsækja þær. Hún tók alltaf vel á móti okkur og vildi gefa okkur eitt- hvað að borða. Best fannst mér að borða sölin sem hún keypti í Horninu. Ég hugsa oft til ömmu minnar og ég sakna hennar. Nú verður skrítið að koma að Selfossi og geta ekki heimsótt hana. En ég vona að henni líði vel núna hjá Guði. Blessuð sé minning hennar. Hulda Rós Helgadóttir. Elsku Finna. Þú varst ein af okkar bestu frænk- um. Þú varst alltaf svo góð og það var svo gaman að tala við þig. Við gerðum margt skemmtilegt saman eins og þegar við fórum að sjá Týndu te- skeiðina, þá var svo gaman hjá okkur. Líka á ættarmótinu, þá vorum við saman heila helgi og þá var svo gam- an hjá okkur. Það var líka svo gott að koma í heimsókn til þín. Við söknum þín mjög mikið en mamma var búin að segja okkur hvað þú varst orðin veik og við vitum að nú líður þér vel hjá Guði. Guð geymi þig, elsku besta frænka. Bjarki Þór og Sandra Sif. Elsku frænka mín og fóstursystir, nú ertu farin frá okkur södd lífdaga. Lífið var ekki eilífur dans á rósum hjá þér en þú stóðst alltaf eins og klettur í hafi hvað sem á dundi. Helstu bernskuminningar mínar eru frá því þegar ég var lítil heima hjá foreldrum þínum. Mikið hlakkaði ég alltaf til þegar von var á þér heim í frí þegar þú varst að vinna í burtu. Oft fór ég út að gá hvort ekki sæist til áætlunarbílsins og þá auðvitað hvort hann stoppaði fyrir neðan Hvamm. Þá var það metnaðarmál hjá mér að vera búin að taka vel til og sérstak- lega að skrúbba vel eldiviðarkassann, því þá var ekki tæknin komin í sveit- ina þannig að hægt væri að styðja á hnapp til að kveikja á eldavélinni. Síðan beið ég eftir umsögn þinni hvernig til hefði tekist og oftar en ekki fékk ég hrós frá þér. Þegar ég hóf búskap í sveitinni okkar fannst mér allt of langt á milli okkar, ég austur undir Eyjafjöllum og þú í Árnessýslu. En að því kom að ég flutti ásamt fjölskyldu minni í Ár- nessýsluna og þá fórum við að hittast oftar. Mikið var alltaf gaman að koma til ykkar Þórðar hvort heldur var í Gaulverjaskóla eða eftir að þið flutt- uð að Selfossi. Það var líka með ólík- indum hvað gaman var hjá okkur á hvíldarvikum húsmæðra, bæði á Laugarvatni og í Skógum. Þá tókum við upp á ýmsu, gömlu konurnar, eins og til dæmis að troða upp saman á kvöldvökum. Ekki síst komst þú á óvart í Skógum í haust þegar þú söngst einsöng. Það var ótrúlegt og þú að verða 85 ára. Ég þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég og fjöl- skylda mín vottum ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðfinna Sveinsdóttir (Ninna). Elsku frænka. Þá er komið að kveðjustund og ljúfar minningar streyma fram í hug- ann. Þó að maður sé aldrei tilbúin að kveðja ástvini þá veit ég að þú ert hvíldinni fegin. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og því fékkst þú svo sannarlega að kynnast á þinni löngu ævi. Ég er þakklát fyrir að hafa getað heimsótt þig ásamt börnunum fyrir fáeinum dögum en þau dáðu þig líkt og værir þú amma þeirra. Mér var ljóst að við sæjum þig ekki aftur í þessu lífi. Þær eru yndislegar minn- ingarnar sem ég á frá því að þið hjón- in bjugguð í Gaulverjaskóla. Þið mamma voruð mjög nánar og var því oft skroppið austur í Gaulverjabæ í heimsókn. Það var líka oft sem ég fékk að gista hjá ykkur og voru það miklar ánægjustundir. Þið voruð mér nánast sem afi og amma. Það var ekki lítil upphefð í að fá að skreppa niður í skólastofu og sitja í kennslustund hjá Þórði og vera ekki einu sinni komin á skólaaldur. Fá síðan að kríta og krota á töfluna að vild eftir skólatíma. Þetta er mjög eftirminnilegur tími. Síðan þegar ég var orðin eldri og komin með bílpróf renndi ég oft til ykkar austur í „Gaul“ eins og ég kallaði það. Ekki voru móttökurnar síðri þá. Þeg- ar ég var svo farin að búa í Grindavík var gaman að geta tekið á móti ykkur á mínu eigin heimili. Það stóð líka til að þú kæmir til okkar til Eyja, en þú hafðir unnið þar á þínum yngri árum og voru Eyjarnar þér kærar. En því miður varð ekki af því þar sem heilsu þinni hrakaði skyndilega, en hittumst við þeim mun oftar á fastalandinu. Hvað þú varst dugleg að drífa þig með okkur mömmu og krökkunum fyrir ári á leikritið í Hveragerði þar sem við skemmtum okkur öll kon- unglega. Niðjamótið síðastliðið sum- ar í sveitinni okkar er mér líka mjög minnisstætt þar sem þú naust þín svo vel og varst með unga fólkinu fram- undir morgun að syngja og tralla við gítarspil þrátt fyrir mikil veikindi. Þú varst alveg einstök kona og það eru örugglega ekki margir sem drífa sig í tónlistarskóla eftir sjötugt en það gerðir þú. Eða fara að læra erlend tungumál og svo myndlist eftir átt- rætt. Ég gæti skrifað svo miklu meira um þig elsku frænka en læt hér staðar numið. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum okkar dýpstu samúð. Eygló Alda. GUÐFINNA JÓNASDÓTTIR                     4   *.5   #! 2 #  $ !# $ !   %#  " 6  (-+ "-              7 8+, )' !&'  4  ) 4  ! # 3!   !&&'  *+ ! 4  !  "#  -&'  '  4 4  &'   # # #2#!&! .' !!  !&' &'  8 ! 8, !  8 ! 8 ! 8, ! Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.