Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 50
KIRKJUSTARF 50 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR mér eru unglingar frábært fólk. Þó verð ég að viðurkenna að stundum skil ég þá ekki. Þó held ég að því sé oftar þannig farið að þeir skilji mig ekki. Það gerist þegar ég hef ekki gefið mér tíma til þess að hlusta á áhyggjur þeirra og vanga- veltur heldur sett mig í stellingar þess sem þykist vita allt betur. Ég hef trú á unglingum og er sannfærður um að þeir eru upp til hópa frábært fólk. Þessi trú hefur oft hjálpað mér í starfi mínu með unglingum hérlendis og erlendis. Án hennar hefði ég jafnvel gefið þá upp á bátinn. Farið auðveldu leiðina og skilgreint skilningarleysið okkar á milli sem viljaleysi þeirra til þess að eiga samskipti við mig og þá stofnun sem ég starfa fyrir, kirkj- una. Til þess að nálgast þarfir ung- linga enn frekar og stuðla að fag- legri umræðu um kristilegt starf fyrir 14 til 20 ára fólk stendur kirkj- an fyrir ráðstefnu undir yfirskrift- inni: „Er æskulýðsstarf tíma- skekkja“. Ráðstefnan sem haldin verður mánudaginn 25. febrúar í Grensáskirkju er opin öllu áhuga- fólki um kristilegt æskulýðsstarf. Hugmyndin á bak við ráðstefnuna byggir á því að það sé grundvall- aratriði fyrir æskulýðsstarf innan kirkjunnar að kirkjan sé opin fyrir samfélagslegum breytingum og hafi blátt áfram löngun til þess að sækja á ný mið. Þessu fylgir sú áskorun að byggja fræðslu kirkjunnar þannig upp að hún gefi ekki til kynna að til- verugrundvöllur hennar séu stein- runnar fyrirmyndir, heldur lifandi kærleikur Krists. Mikilvægur þáttur þessarar fræðslu er hreinskilni í samskiptum fólks. Og þar á ég við gagnkvæma hreinskilni þar sem báðir aðilar geta talað opinskátt og átt sam- skipti án þess að nota orð sem særa hinn aðilann. Þannig getur æsku- lýðsstarf í kirkju byggt upp sterka sjálfsmynd hjá unglingum sem þangað sækja. Þar sem staðið er faglega að æskulýðsstarfi og hrein- skilnar umræður og opinská sam- skipti í unglingavænu umhverfi við- höfð, uppgötvar unglingurinn ekki aðeins sterkar hliðar sínar. Miklu fremur lærir hann að taka á veikum hliðum sínum, lærir að komast upp úr gryfjum sem fylgdu tapleikjum á lífsleiðinni. Það er trúin sem hjálpar okkur upp úr þessum gryfjum, það er sú fullvissa að Guð hafi skapað okkur sem frábært fólk. Sífellt fleiri söfnuðir hafa á síð- ustu árum byggt upp kröftugt og lifandi æskulýðsstarf. Til þess að halda utan um starfið hefur kirkjan fengið til liðs við sig vel menntaða einstaklinga sem hafa það að mark- miði að gera gott starf betra. Sam- hliða þessari uppbyggingu er unnið að stefnumótun og námskrárgerð á fræðslusviði Biskupsstofu. Þessi vinna mun skila sér í enn faglegra og metnaðarfyllra æskulýðsstarfi. Að minnsta kosti á meðan við höld- um okkur við sömu vinnureglu og í æskulýðsstarfinu sjálfu. Fylgjumst vel með því hverjar helstu sam- félagsbreytingarnar eru og tölum í hreinskilni um það hvort og hvernig við erum að ná settum markmiðum í æskulýðsstarfinu. Aðeins þannig getum við tryggt að starfið sem við auglýsum sé það starf sem unglingurinn upplifir. Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Háteigskirkju. Fjölbreytt dagskrá í Hallgrímskirkju FJÖLBREYTT dagskrá verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 24. febrúar. Dagurinn hefst með fræðslumorgni kl. 10, en þar mun Stefán Jóhannsson MA fjöl- skylduráðgjafi fjalla um efnið: Að gera gott hjónaband betra. Messa og barnastarf hefst kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur og Hörður Áskelsson stjórnar kórnum og leikur á orgel kirkjunnar. Ein- söngvari í messunni verður úr röð- um nemenda Söngskólans í Reykja- vík, Hafsteinn Þórólfsson, en nemendur Söngskólans verða þenn- an dag að syngja víða í kirkjum borgarinnar. Magnea Sverrisdóttir leiðir barnastarfið. Strax að lokinni messu verður opnuð ný sýning í forkirkjunni á verkum Sigtryggs Bjarna Baldvins- sonar. Þá verður boðið upp á kynn- ingu í kórkjallara á starfi Íslenska kristniboðsins í Kenýa og Eþíópíu. Kristín Bjarnadóttir, sem starfað hefur um árabil sem kennari í Nai- robi, flytur erindi og stýrir samtali. Boðið verður upp á samlokur og kaffi við upphaf kynningarinnar, en veitingar annast fólk úr Áhugahópi Hallgrímskirkju um kristniboð og hjálparstarf. Ensk messa verður kl. 14, en messur á ensku verða einu sinni í mánuði, síðasta sunnudag hvers mánaðar. Um kvöldið kl. 20 verða tónleikar við kertaljós á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Kammerkórinn Schola Cantorum syngur dagskrá sem kallast: Kem ég nú þínum krossi að. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga en stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Efnis- skráin er byggð kring um Sjö orð Krists á krossinum, kórútseningar á gömlum íslenskum lögum við Pass- íusálmana eftir Jón Hlöðver Áskels- son. Norræn söngverk og fjórar föstumótettur brúa bilið milli versa Hallgríms Péturssonar. Eftir tónleikana verður boðið til kynningar í safnaðarsal á Ítalíuferð, sem Ingólfur Guðbrandsson ferða- frömuður hefur skipulagt í tilefni af 20 ára afmæli Listvinafélags Hall- grímskrikju. Farið verður á milli þekktra borga lista og menningar. Ingólfur verður fararstjóri og mun sjálfur kynna ferðina þetta kvöld. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 24. febrúar nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason og organisti Hörður Áskelsson. Guðrún Finn- bjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Alexandra Jóhann- esdóttir syngur einsöng. Léttar veitingar að messu lokinni. Service in English SERVICE in English at The Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday February 24th at 2 pm. Holy Communion. The second Sunday of Lent. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnson. Organist: Hörður Áskels- son. Konudagurinn í Seltjarnarneskirkju Í TILEFNI konudagsins 24. febrúar nk. mun kvenfélagið Seltjörn, Sel- tjarnarnesi, taka þátt í fjölskyldu- guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju. Siv Friðleifsdóttir, umhverf- isráðherra, mun predika. Senoritur úr Kvennakór Reykjavíkur munu syngja ásamt kórstjóra sínum, Sig- rúnu Þorgeirsdóttur. Barnakór Sel- tjarnarness kemur einnig fram og syngur nokkur lög fyrir gesti. Kirkjukór Seltjarnarneskirkju, org- anleikari Viera Manasek. Prestur, séra Sigurður Grétar Helgason og starfsfólk barnastarfsins leiða guðs- þjónustuna. Sólveig Samúelsdóttir frá Söngskólanum syngur einsöng. Eftir stundina mun kvenfélagið bjóða upp á léttar veitingar í safn- aðarheimili kirkjunnar. Verið velkomin til hátíðlegrar stundar í Seltjarnarneskirkju. Konur í Landakirkju KONUDAGURINN er á sunnudag og er öllum konum sérstaklega boð- ið að koma í konudagsmessu í Landakirkju. Nýkrýndir bik- armeistarar kvenna í handbolta verða sérstakir heiðursgestir. Sókn- arpresturinn vill koma þeirri hug- mynd á framfæri að karlarnir komi með börnin í barnaguðsþjónustuna um morguninn og leyfi konunum að sofa út í makindum, en þær fjöl- menni síðan í messuna kl. tvö. Boðið er upp á kaffisopa eftir messuna. Sr. Kristján Björnsson. Þjóðlagamessa í Víðistaðakirkju VIÐ guðsþjónustu nk. sunnudag þann 24. febrúar kl. 14 verða flutt þjóðlög og gömul kirkjutónlist í Víðistaðakirkju. Þjóðlagahópurinn Embla mun sjá um allan tónlist- arflutning, en Emblu skipa þau Sig- urður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla), Kristján Kristjánsson (KK), Kristín Á. Ólafsdóttir og Bára Grímsdóttir. Þegar litið er til arfs þjóðlaga- tónlistarinnar, kemur glöggt í ljós að hún hefur í gegnum aldirnar lif- að góðu lífi innan kirkjunnar og í trúariðkun þjóðarinnar. Vinsældir þjóðlagatónlistar hafa farið vaxandi á síðustu árum, og nú gefst kjörið tækifæri til þess að njóta slíkrar tónlistar í Víðistaðakirkju í frábær- um flutningi Emblu. Konudags- guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, er konu- dagur og þar með fyrsti dagur Góu samkvæmt fornu tímatali. Í tilefni dagsins verður haldin sérstök konu- dagsguðsþjónusta í Hafnarfjarð- arkirkju. Hefst hún kl. 11. Fjallað verður um stöðu kvenna innan kirkju og samfélags í predikun dagsins og textar lesnir sem sér- staklega tengjast konum. Eftir guðsþjónustuna verða öllum konum á meðal kirkjugesta gefnar rauðar rósir um leið og gengið er til safn- aðarheimilis. Natalía Chow stýrir kirkjukórnum að venju en prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Tónlist- arguðsþjónusta fer síðan fram kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja þjóðkirkja í þína þágu. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 24 febrúar kl. 14. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur predikar og þjónar ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur verkefnastjóra á biskupsstofu og sr. Kjartans Jónssonar framkvæmda- stjóra KFUM&K. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dæg- urperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður fyr- irbæn og blessun með olíu. Messan fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM. Konudagur með kór- söng og vöfflum í Langholtskirkju AMERÍSKI ungmennakórinn „The New Canaan High School Madrigal Ensemble“ syngur við messu í Langholtskirkju á sunnudag kl. 11. Kórinn hefur verið hér á landi í viku og lýkur dvöl sinni með tón- leikum í kirkjunni kl. 17. Í tilefni af konudegi, skv. gömlu tímatali, munu konur lesa ritningarlestra og bænir við messuna en karlar munu undirbúa kaffisopann sem verður eftir messuna með því að baka vöffl- ur og bjóða konum sérstaklega að þiggja kræsingarnar. Karlmenn mega reyndar einnig njóta veitinganna á eftir. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Djákni Svala Sigríður Thomsen. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Gunnari og Ágústu í safnaðarheimilið og hafa þauþar sérstaka stund fyrir börnin. 80 manna kór í Þorgeirskirkju SÉRSTÖK guðsþjónusta verður haldin nk. sunnudag 24. febrúar í Þorgeirskirkju að Ljósavatni. Þá sameinast klerkar og kórar úr fjór- um prestaköllum í Þingeyj- arprófastsdæmi við guðsþjón- ustuhald, þar sem sr. Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenj- aðarstað, prédikar en sr. Arnaldur Bárðarson á Hálsi, sr. Örnólfur J. Ólafsson á Skútustöðum og prófast- urinn sr. Pétur Þórarinsson þjóna fyrir altari. Kirkjukórar prestakallanna syngja og sameinast þarna um 80 kórfélagar í voldugum og vönd- uðum söng undir stjórn söngstjór- anna Valmars Valjaots, Dagnýjar Pétursdóttur, Juliet Faulkner, Bjargar Sigurbjörnsdóttur og Petru Bjarkar Pálsdóttur. Þá mun Dagný Pétursdóttir syngja einsöng. Guðsþjónustan í Þorgeirskirkju hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. Skagstrendingar í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 24. febrúar verð- ur glatt á hjalla í Hjallakirkju. Í guðsþjónustu kl. 11 koma Skag- strendingar í heimsókn. Sókn- arpresturinn á Skagaströnd, sr. Magnús Magnússon, prédikar og kirkjukór Hólaneskirkju á Skaga- strönd syngjur og leiðir safn- aðarsöng. Með þessu vilja Skag- strendingar svara heimsókn Hjallakirkjufólks frá því á síðasta vori, en þá tóku kór Hjallakirkju og prestar hennar þátt í guðsþjónustu á Skagaströnd. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Æskulýðsmessa í sam- vinnu við Götusmiðj- una og Foreldrahúsið NK. SUNNUDAG er æskulýðs- samvera í Fríkirkjunni klukkan 11. Það er orðinn siður að við köllum æsku safnaðarins og fjölskyldur þeirra til samveru í kirkjuna við lok fermingarundirbúningsins. Að þessu sinni er yfirskrift dagsins „Til hvers er þetta allt saman?“ Með okkur í undirbúningi á þessari sam- veru eru Götusmiðjan og Foreldra- húsið. Jón Guðbergsson flytur ávarp og fermingarbörn flytja helgileik. Gospelkór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller. Fjölskyldur eru hvattar til þess að koma saman til kirkju og taka þátt í æskulýðssamverunni. Í erli þjóðlífs- ins eru samverustundir fjölskyld- unnar á hröðu undanhaldi. Þetta mun ekki breytast nema við spyrn- um við fótum og tökum frá tíma til þess að sinna hvert öðru. Margir þekkja þá tilfinningu að ætla síðar að vera með börnum sínum en áður en við er litið eru þau flogin úr hreiðrinu og foreldrar og börn hafa þá farið á mis við þá ánægju og þroska, sem slíkar samverur gefa. Á þessum degi vill Fríkirkjan skerpa nauðsyn þess að vera saman og eiga samleið. Það er því von okk- ar að fjölskyldur komi saman til kirkju og skerpi þannig einlægni og samtal sitt við Guð í kirkju hans. Með kærleikann og vináttuna að leiðarljósi göngum við síðan út í líf- ið, minnug þess hve nauðsynlegt það er að tala saman, vera saman og eiga samleið. Sjáumst hress á sunnudaginn. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Kristniboðsdagar á Akranesi AKRANESKIRKJA í samstarfi við Kristniboðssambandið og KFUM og K á Akranesi stendur að svo- nefndum kristniboðsdögum dagana 24. til 28. febrúar nk. Guðsþjónusta á morgun, sunnudag, verður helguð kristniboðinu. Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar. Nk. þriðju- dags- og miðvikudagskvöld verða síðan kristniboðssamkomur í Akra- neskirkju og hefjast þær kl. 20. Ragnar Gunnarsson og Kristín Bjarnadóttir kynna kristniboðs- starfið og flytja hugleiðingu. Kanga-kvartettinn syngur síðara kvöldið. Á fimmtudagskvöld verður svo samkoma í húsnæði KFUM og K við Garðabraut og hefst hún kl. 20. Jónas Þórisson, framkvstj. Hjálp- arstarfs kirkjunnar, segir frá kristniboðinu og flytur hugleiðingu. Akurnesingar eru hvattir til þess að sækja þessar samkomur. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Morgunblaðið/Jim SmartSeltjarnarneskirkja. Æskulýðsstarf kirkjunnar – komið til að vera? Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjart- anlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.