Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 30
MENNTUN 30 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnun á mannauði fyrirtækja  Árangur í mannauðsstjórnun eykur framleiðni fyrirtækja  Hlutverk starfsmannastjóra er þýðingarmeira en áður Mannauðsstjórnun/Í haust hefst meistaranám í mannauðsstjórnun í tveimur háskólum. Háskólinn í Reykjavík býður upp á MBA-HRM-nám og viðskiptadeild HÍ upp á MA í mannauðsstjórnun. Gunnar Hersveinn kynnti sér þessar nýjungar sem vísa sérstaklega til starfsmannastjóra og þáttar þeirra í gæðastjórnun fyrirtækja og stofnana. Meistaranám með áherslu á mann-auðsstjórnun hefst í haust við Há-skólann í Reykjavík. Námið leiðirtil gráðunnar MBA-HRM (Mast- er of Business Administration with Human Resource Management concentration) og er 45 einingar. Nemendur sem það kjósa geta tekið sérsniðin viðbótarnámskeið og rannsókn- artengt lokaverkefni og lokið 60 eininga M.Sc- gráðu. Dr. Ásta Bjarnadóttir forstöðumaður náms- ins segir að kröfur til stjórnenda starfsmanna- mála hafi breyst á undanförnum árum og að aukin samkeppni hafi gert stjórnendum ljóst að mannauður er ein mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis sem beri að stýra kerfisbundið ekki síður en t.d., fjármunum og markaðsmálum. Stærsti kostnaðarliður flestra fyrirtækja er vegna starfsmanna og því sé mikilvægt að há- marka arðsemi fjárfestingar í starfsmanna- málum. Skilgreint hlutverk Háskólans í Reykjavík er að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og segir Ásta að þörfin fyrir meistaranám í mann- auðsstjórnun sé orðin mikil, bæði vegna sífellt flóknara atvinnulífs og vegna aukinnar þekk- ingar á áhrifum stjórnunarhátta á árangur fyr- irtækja. Af þessum ástæðum er mikilvægt að þeir sem sinna starfsmannamálum öðlist þekk- ingu á stefnumiðaðri starfsmannastjórnun eða þeirri hugmyndafræði að „starfsmannastjórn- un sé tæki, sem eigi að nýta til að tengja og samþætta starfsmannastefnu og viðskipta- stefnu og auðvelda fyrirtækinu þar með að hrinda áformum sínum í framkvæmd,“ eins og segir í kynningarefni frá HR.“ HRM-MBA-námið við HR er hagnýtt, þver- faglegt nám fyrir háskólamenntað fólk sem vill bæta við sig þekkingu á rekstri fyrirtækja, en um leið kynnast því sérstaklega hvernig standa ber að stjórnun mannauðs í fyrirtækjum og stofnunum. Tilurð námsins má m.a. rekja til þátttöku kennara í HR í aþjóðlegu rannsókn- arverkefni 37 háskóla sem nefnist CRANET og lýtur að samanburðarrannsóknum á aðferðum í mannauðsstjórnun milli landa. Ráðgjafahópur úr atvinnulífinu hefur einnig unnið að þróun námsins, en í því í sitja, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelsson og formaður Verslunarráðs Íslands, Finnur Geirsson, for- stjóri Nóa-Síriusar og formaður Samtaka at- vinnulífsins, og Hjördís Ásberg, forstöðumaður Starfsmannaþjónustu Eimskipafélas Íslands. Um þriðjungur námskeiða í náminu verður kenndur af erlendum sérfræðingum frá skólum á borð við London School of Economics, Uni- versity of Minnesota og Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. María Kristín Gylfadóttir verkefnastjóri MBA-námsins í HR segir að eitt af leiðarljósum HR sé virkt alþjóðlegt samstarf og þátttaka erlendra kennara í náminu efli al- þjóðlegt samstarf kennara HR, víkki sjóndeild- arhring nemenda og auki þekkingu þeirra á straumum og stefnum í mannauðsstjórnun í öðrum löndum. Hún segir að sérstöðu íslensks vinnumark- aðar verði vitaskuld einnig gerð góð skil af ís- lenskum kennurum, t.d. í vinnurétti. Nem- endum mun gefast tækifæri til námskeiðssóknar við erlenda háskóla og verk- efnavinnu í alþjóðlegum fyrirtækjum með þátt- töku í sumarnámi á sviði alþjóðlegrar mann- auðsstjórnunar sem HR er aðili að. Ásta og María segja að HRM-námið sé kjör- ið fyrir t.d. starfandi starfsmannastjóra og starfsmannafulltrúa, en ekki síður aðra sem hyggjast starfa við stjórnun starfsmanna. Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda atvinnu meðfram því. Námsmat verður í formi einstaklings- og hópverkefna, ásamt prófum. Lokaverkefnið verður 9 eininga hagnýtt verkefni á fræðilegum grunni, t.d. stefnumót- unarverkefni eða úttekt fyrir fyrirtæki eða stofnun. Þrjátíu umsækjendur verða teknir inn í námið í fyrstu umferð. Mannauðsstjórnunarnám í HR Morgunblaðið/Þorkell Námið byggist á nýjustu hugmyndum um stefnumiðaða starfsmannastjórnun. María Krist- ín, Finnur Oddsson, lektor við HR, og Ásta Bjarnadóttir. TENGLAR ........................................................... www.ru.is www.ru.is/hrm Meistaranám, sem veitir MS-gráðu,hefur verið í boði hjá Viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslandsfrá árinu 1997. Innan deild- arinnar verður í haust boðið upp á meist- aranám í mannauðsstjórnun (Human Reso- urce Management) sem gefur MA-gráðu. Bak við hana er 45 eininga nám (30 ein. námskeið, 15 ein. ritgerð). Önnur svið í meistaranámi deildarinnar eru a) gæðastjórnun, kostnaðarstjórnun og rekstr- arstjórnun, b) markaðsfræði og alþjóða- viðskipti, c) stjórnun og stefnumótun, d) fjár- mál. Auk þessa er deildin í samstarfi við Endurmenntun HÍ um MBA-nám (Master of Business Administration) (sjá: www.mba.hi.is). Í nýja meistaranáminu er lögð áhersla á að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur til að undirbúa nemendur sem best undir störf á ís- lenskum vinnumarkaði. Gylfi Dalmann Að- alsteinsson, umsjónarmaður meistaranáms við deildina, segir að námið krefjist mikillar vinnu af hálfu nemenda og að kennsluformið byggist á þátttöku nemenda í tímum, talsverðri verk- efnavinnu og viðvarandi sjálfsnámi. „Mark- visst er leitast við að gera námið þannig úr garði að það höfði til góðra nemenda, skili ís- lensku samfélagi góðum starfskröftum og leiði til þekkingar á stjórnun mannauðsins til hags- bóta fyrir land og þjóð,“ segir hann. Námið snertir grundvallarþætti í rekstri fyrirtækja og stofnana á Íslandi og lögð er sér- stök áhersla á að rannsóknarvinnan í tengslum við meistaraprófsritgerðina verði sem hagnýt- ust. Gylfi Dalmann segir að nemendur fái mik- ið sjálfstæði í verkefnavali og verði hvattir til að vinna ritgerðina í nánum tengslum við fyr- irtæki og stofnanir í samfélaginu. „Við bjóðum upp á þetta vegna vaxandi eft- irspurnar um nám í mannauðsstjórnun og einnig til að svara því kalli að bjóða upp á MA- nám við deildina,“ segir hann. Ennfremur seg- ir hann að verið sé að mæta þörfum viðskipta- lífsins og menntun á þessu sviði. Forkröfur vegna MA-náms í mannauðs- stjórun verða nú almennt háskólapróf, en nem- endur valdir inn með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Nýbreytnin er, að ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði og hag- fræði, eða undirbúningsnám í þessum fræðum, eins og krafist er á öðrum sviðum meist- aranámsins í viðskiptafræði og hagfræði. Stjórnendur gera sér æ betur grein fyrir því að til að ná árangri í rekstri, ná varanlegu sam- keppnisforskoti, gera vinnustaði meira aðlað- andi til dæmis með því að samþætta starf og einkalíf, þá er grunnurinn að hlúa vel að mann- auðnum, að mati Gylfa, og því getur mann- auðsstjórinn verið lykilmaður. Hlutverk hans er að vera skipuleggjari, starfsmannahvetj- andi, stefnumótandi og breytingasinni. „Í ljósi aukinnar samkeppni skipulagsheilda á milli er mikilvægt að stjórnendur nái að til- einka sér aðferðir mannauðsstjórnunar, “ seg- ir hann, „í raun snýr mannauðsstjórnun að öll- um þeim ákvörðunum sem teknar eru innan skipulagsheilda og snúa að sambandi á milli starfsmanna og stjórnenda,“ segir hann. „Starfsmannastjórinn þarf að vera með í stjórnendaklúbbnum, og þátttakandi í ákvörð- unartökum, það getur m.a. leitt til þess að kostnaður vegna starfsmannaveltu minnkar. Starfsmannastjóri þarf að veita starfs- mönnum umboð til athafna, þ.e. starfsmönnum er fært meira vald til að hafa áhrif á starf sitt og vinnuumhverfi, segir Gylfi. „Það leysir úr læðingi sköpunarkraft og þekkingu starfs- manna. Gerir starfsmönnum mögulegt að læra og gera tilraunir, ýtir undir þróun og hvatn- ingu meðal starfsmanna.“ Hann segir að viðskiptadeild Háskóla Ís- lands sé vel búin til að takast á við þessa nýju kennslu, því við deildina starfi þrautreyndir kennarar og stundakennarar sem eru í mjög lifandi tengslum við atvinnulífið, t.d. með ým- iskonar ráðgjöf og annarri þátttöku. Mannauðsstjórnunarnám í HÍ Morgunblaðið/Sverrir Mannauðsstjórinn er með í ákvörðunum sem snúa að sambandi á milli starfsmanna og vinnuveitanda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor við HÍ. TENGLAR ......................................................... www.hi.is www.vidskipti.hi.is Heiti náms: MBA-nám með áherslu mannauðsstjórnun. Hægt er að bæta við námskeiðum og rannsóknartengdu verk- efni og ljúka M.Sc.-gráðu í mannauðs- stjórnun. Einingar og lengd: 45 einingar (60 ef M.Sc.), lokið á 2 árum. Fyrir hverja: Námið hentar háskóla- menntuðum stjórnendum og sérfræðing- um sem vilja bæta við sig framhaldsnámi í stjórnun, og hafa áhuga á mannauðs- stjórnun. Hvenær kennt: Kennt er aðra hverja viku frá hádegi á fimmtudegi, föstudag og laug- ardag. Nokkur námskeið: Sérhæfð námskeið á sviði mannauðsstjórnunar: Stefnumótun í starfsmannamálum, Þjálfun og starfsþró- un, Vinnumarkaðsfræði, Mönnun og ráðn- ingar, Vinnuréttur, Frammistöðustjórnun, Laun og umbun. Auk annara námskeiða, t.d. í Mannlegri hegðun á vinnustöðum. Inntökukröfur: Háskólapróf og 3 ára starfsreynsla. Þeir sem uppfylla skilyrði verða kallaðir í viðtal í skólann. Skólagjöld: Kr. 1.750.000 kr. fyrir námið í heild. Umsóknarfrestur: Til 15. maí 2002. Kynning: Kynningarfundur verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 13. mars kl. 17:15. Sjá www.ru.is/hrm. LÍN: Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir lán til MBA-náms. Í hnotskurn Heiti náms: MA-nám í mannauðsstjórn- un í viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Einingar og lengd: 45 eininga nám þar sem 30 einingum er lokið í námskeiðum og 15 einingum í meistararitgerð. Náms- tíminn getur verið allt frá einu ári til þriggja ára. Fyrir hverja: Námið hentar einstakling- um með háskólapróf sem hafa áhuga á að sérhæfa sig á sviði mannauðsstjórn- unar, t.d. fyrir stjórnendur. Hvenær kennt: Kennsla fer fram virka daga. Flest námskeiðin eru kennd mjög snemma dags eða mjög seint á daginn. Nokkur námskeið: Stjórnun og stefnu- mótun, Stjórnun og forysta, Vinnu- og skipulagssálfræði, Samskipti á vinnu- markaði, Þættir í aðferðafræði, Stefnu- miðuð stjórnun. Stjórnun þekkingar og mannauðs, Stjórnun fræðslu og starfsþróun, Vinnuréttur, Valgrein. Inntökukröfur: Forkröfur er almennt há- skólapróf. Nemendur verða valdir inn með hliðsjón af fyrra námi og starfs- reynslu. Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði. Skólagjöld: 32.500 kr. skólaárið. Umsóknarfrestur: 15. mars 2002 Kynning: Kynning á náminu fer fram við Háskóla Íslands fimmtudaginn 28. febr- úar kl. 16–19. Ennfremur eru upplýsingar um námið á www.vidskipti.hi.is LÍN: Námið er að fullu lánshæft Í hnotskurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.