Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 58
LÁRÉTT: 1 borguðu, 4 kveif, 7 látnu, 8 útlimum, 9 tunga, 11 bráðum, 13 flanar, 14 atvinnugrein, 15 dreyri, 17 krafts, 20 burtu, 22 heiðurinn, 23 gefa nafn, 24 bylgjan, 25 sefaði. LÓÐRÉTT: 1 hörkufrosts, 2 ráðning, 3 klaufdýrum, 4 enda- veggur, 5 sparsöm, 6 sár, 10 óskar, 12 myrkur, 13 skel, 15 renna úr æð, 16 fýla, 18 halda á lofti, 19 geði, 20 hafði upp á, 21 spil. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 tjaldferð, 8 gerpi, 9 eggja, 10 tík, 11 spara, 13 tuska, 15 fálka, 18 ógnar, 21 róm, 22 rekja, 23 eyðan, 24 banamanns. Lóðrétt: 2 jarða, 3 leita, 4 frekt, 5 regns, 6 eggs, 7 hala, 12 rok, 14 ugg, 15 fork, 16 lokka, 17 arana, 18 ómega, 19 náðin, 20 ræna. DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arborg, Vædderen og Baldur Árnason fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jo Elm, Málmey og Mána- berg komu í gær. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13-16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16. Félag eldri borgara í Kópavogi, sæludagar á Hótel Örk dagana 7. apríl til 12. apríl. Þátt- tökulistar eru í fé- lagsheimilunum, Gjá- bakka og Gullsmára. Aðalfundur félagsins verður í Gullsmára 13, laugard. 9. mars. Venju- leg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning formanns og þriggja stjórnarmanna, aðrar kosningar, ákvörðun um félagsgjald og önnur mál. Reikningar félags- ins liggja frammi á skrif- stofunni. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Vígsla nýrar fé- lagsmiðstövar að Flata- hrauni 3 verður í dag laugardagin 23. feb. kl 14. Félagsmiðstöðin Hraunsel Flatahrauni 3. verður opnuð á mánu- daginn 25. feb., fé- lagsvist kl 13:30. Sælu- dagar á Örkinni 3. – 8. mars. Þátttakendur láti vita hvort þeir ætla að nota rútuna sem fer sunnudaginn 3. mars, í síma 555-0142. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þriðjudagur 26. feb. kl. 13.30, spilað í Holtsbúð, fimmtud. 28 feb. kl. 19.30 bingó í Kirkjuhvoli, fimmtud. 7 mars kl. 20 Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn, miðapant- anir í síma 565-6622 eftir hádegi. Mánud. 25. feb. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og kl. 12.15 leikfimi, kl. 13 gler/ bræðsla, kl. 13.05 leik- fimi, kl. 15.30 tölvu- námskeið, þriðjud. 26. febrúar kl. 9 vinnuh. gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður, kl 13.30 spilað í Holtsbúð, kl. 16 bútasaumur, miðvd. 27. kl.11. 15, kl. 12.15 og kl. 13.05 leik- fimi, kl. 14 handa- vinnuhornið, kl 16 tré- smíði, nýtt og notað, fimmtud. 28. feb. vinnuh. gler, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14 ker- amik og málun, kl. 19.30 bingó, föstud. 1. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist fellur niður vegna aðalfundar. Dans- leikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ. Söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ og „Fugl í búri“ Sýningar: Miðviku- og- föstudaga kl. 14 og sun- nud. kl. 16. Miðapant- anir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Ath. sunnud. 24. feb. fellur sýningin niður vegna aðalfundar FEB. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður hald- inn í Ásgarði Glæsibæ sunnud. 24. feb. kl. 13.30. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla Sig- valda, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Árshátíð FEB verður haldin 1. mars í Versöl- um Hallveigarstíg 1, húsið opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 19.30. Setning: Ólafur Ólafs- son, form. FEB í Reykjavík. Veislustjóri: Gunnar Þorláksson. Skemmtiatriði: almenn- ur söngur við undirleik Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur, hátíð- arræða: Jón Krist- jánsson, heilbrigðisráðherra gamanvísur: Brynhildur Olgeirsdóttir og Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir, happadrætti: sparidagar á Hótel Örk, innanlandsferðir á veg- um FEB og gjafakort frá ferðaskrifstofunni Úrval – Útsýn. Söng- félag Félags eldri borg- ara syngur undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur. Jóhannes Kristjánsson: Eftirhermur og gam- anmál. Hljómsveit Hjör- dísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 2. Miðapant- anir á skrifstofu FEB. s: 588-2111. Námskeið í framsögn og upplestri er fyrirhugað í byrjun mars ef næg þátttaka fæst, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Gerðuberg, félagsstarf, Í dag frá kl. 13–16 er op- in myndlistasýning Braga Þórs Guðjóns- sonar, veitingar í veit- ingabúð. Fimmtud. 28. feb. leikhúsferð í Borg- arleikhúsið, „Boðorðin níu“, skráning hafin. Fé- lagsvist verður 28. feb. kl. 13.15 í samstarfi við Seljaskóla, allir vel- komnir, vegleg verð- laun. Vesturgata 7. Höfum laus pláss í tréútskurði. Konur sérstaklega vel- komnar. Nánari upplýs- ingar í síma 562-7077. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi alla laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Mynda- sýning frá starfinu, kaffi. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 14 bingó. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Öldungaráð Hauka heldur fund á Ásvöllum miðvikudaginn 27. febr- úar kl. 20. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814 og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geita- stekk 9, s. 557-4977. Minningarkort Félags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Írisi í Miðgarði. Í dag er laugardagur 23. febrúar, 54. dagur ársins 2002. Þorraþræll. Orð dagsins: Ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur. (Jes. 58, 10.) K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VINKONA Víkverja þurfti aðhafa afskipti af Trygginga- stofnun ríkisins í vikunni vegna með- lagsgreiðslna. Fannst henni með eindæmum hvernig þjónustu hún fékk á þeirri stofnun ef þjónustu skyldi kalla. Lýsir hún samskiptum sínum við starfsmenn stofnunarinn- ar m.a. svo að hún hafi fengið misvís- andi upplýsingar; einar upplýsingar einn daginn og allt aðrar upplýsing- ar næsta daginn. Enginn áhugi væri á því að veita henni réttar upplýs- ingar – hvað þá að veita henni þjón- ustu. Eftir mörg símtöl og fyrir- spurnir til hinna ýmsu starfsmanna stofnunarinnar fékk hún loks leið- réttingu sinna mála. Ef hún hefði ekki verið „hreinlega frek eða ákveð- in“, eins og hún orðar það hefði mál hennar sennilega rekið á reiðanum í einhvern tíma. Svo virðist sem við- horfið sé að ríkisstofnanir þurfi ekki að veita þjónustu; ríkisstofnanir séu stofnanir sem hafi engan hag af því að veita þeim sem þangað þurfi að leita gott viðmót. Telur vinkona Vík- verja að úr þessu þurfi að bæta. ÞESSI sama vinkona Víkverjahefur reyndar sitt hvað að at- huga við fyrirkomulag meðlags- greiðslna. Reglurnar eru þannig að hún sem þiggjandi meðlags, vegna barns sem hún hefur á framfæri, þarf til að hafa rétt á því að Tryggingastofnun rík- isins sjái um greiðslu meðlagsins að hafa samband við TR og biðja stofn- unina um sjá um greiðslurnar. TR hefur svo samband við föður barns- ins og veitir honum rétt til þess að andmæla meðlagsgreiðslunum í allt að fimmtán daga. Andmæli hann ekki greiðslunum sér TR um að greiða meðlagið til móðurinnar og rukkar síðan föðurinn um sömu upp- hæð. Vinkona Víkverja bendir á að þeir sem fái meðlagið, mæður í flest- um tilfellum, þurfi með öðrum orð- um að sjá um það að TR og þar með feðurnir greiði þeim það meðlag sem þeim ber. Finnst henni það óréttlátt að þiggjendur meðlagsins þurfi að hafa samband við TR. Henni finnst eðlilegra að þeir sem greiða eigi meðlagið, feður í flestum tilfellum, eigi að leita til TR og segja: „Hér er ég kominn vegna þess að ég vil greiða meðlag út af barni sem ég á.“ Greiðendur meðlags eigi m.ö.o. að koma til TR og láta stofnunina hafa milligöngu um meðlagið en ekki þiggjendur meðlagsins. Vinkona Víkverja telur að með því fyrirkomulagi sem nú sé við lýði sé verið að ala á því viðhorfi að þiggj- endur meðlags séu í ölmusuhlut- verki. Henni finnst m.ö.o. niðurlægj- andi að þurfa að biðja föðurinn um að greiða með barninu sínu. Rétta viðhorfið sé að faðirinn greiði meðlagið að eigin frumkvæði og vegna þess að hann vill greiða með barni sínu. Telur vinkona Vík- verja að þótt jafnréttisbarátta kynjanna hafi komið mörgu góðu til leiðar sé þetta eitt af þeim atriðum sem þurfi að kippa í liðinn. Auðvitað væri þó best ef málum væri þannig háttað að stofnun á veg- um ríkisins þyrfti ekki að hafa milli- göngu um svona hluti. En það er kannski til of mikils mælst enn sem komið er. Ruslatunnuskattur HEFUR einhver spurt íbúa í Reykjavík hvort þeir vilji fá yfir sig nýjan skatt sem nefna má „ruslatunnuskatt“? Ekki var klóakskatturinn svo vinsæll. En það virðist sem sum- ir borgarfulltrúar hafi tröllatrú á að leggja sem mestar álögur á borgar- búa. Þannig kom nýlega inn til borgarbúa kynning- arpakki sem kostaði vafa- lítið stórfé og þar voru myndir af einskonar „smátröllum“. Þessi tröll áttu væntanlega að sætta borgarbúa við hinn nýja „ruslatunnuskatt“. Einnig fylgdi með mynd af Hrannari B. Arnarssyni sem segja má að hafi lent í „ruslatunnunni“ í próf- kjöri til R-listans. En lítum nánar á „rusla- tunnuskattinn“. Í dag greiða borgarbúar inni í útsvari fyrir sorphreinsun sem hefur tekist bærilega á undanförnum áratugum. Með „ruslatunnuskattin- um“ er hins vegar ætlunin að fjármagna flóknara kerfi sem þar að auki er afar ranglátt. Þannig munu barnmargar fjöl- skyldur í sérbýli borga mun meiri aukaskatt fyrir sorphreinsun en smærri fjölskyldur. Það vita allir að erfiðast er að fram- fleyta slíkum fjölskyldum. Í fjölbýli snýst dæmið hins vegar við, þar munu litlar fjölskyldur greiða niður sorphirðu þeirra sem fleiri eiga börnin. Og hvað fá menn út úr þessum nýja „sorphirðu- skatti“. Sáralítið sparast fyrir borgina því þetta fer hvort sem er allt að mestu í einn bing að lokum og svo kosta tölvukubbarnir og annar búnaður stórfé að ógleymdum fjölda sorp- hirðugáma sem munu gleðja augað út um allan bæ. Og það er ekki nóg með að þessir vitru stjórn- málamenn sem trúa á for- sjána auki skattheimtu á borgarbúa heldur þurfa borgarbúar nú að fara í nánast launalausa vinnu hjá borginni við að flokka rusl og koma því í gáma. Hrannar B. Arnarsson hlýtur að vera í „rusli“ yfir þessu öllu saman því ekki hlaut hann mikinn fögnuð með að senda „rusla- tunnukynninguna“ til borgarbúa. Rétt er að hvetja þá borgarfulltrúa sem ekki vilja fara sömu leið og borgarfulltrúinn fyrrverandi til að afnema þennan nýja „ruslaskatt“. Borgari. Fylgja sannfæringu sinni ÉG VILDI bara koma á framfæri að í þessu kúg- aða og spillta samfélagi þar sem flestir reyna að fylgja straumnum og taka við skipunum yfirboðara sinna er gaman að sjá menn eins og Flosa Ei- ríksson, Þengil Oddsson og Ólaf Magnússon sem eru ekki hræddir við að fylgja sannfæringu sinni og vil ég bara koma á framfæri þakklæti mínu til þessara manna og einn- ig að ef Sturla Böðvarsson ætlar að láta flugmenn sem hafa fengið blóðtappa í heilann fá flugskírteini þá hér með flýg ég aldrei aftur. 250683-3599. Skattheimtumenn ríkissjóðs? ÞAÐ skyldi þó ekki vera að dómsmálaráðuneytið og lögreglan væru orðnir aðal skattheimtumenn ríkissjóðs? Spyr sá sem ekki veit. Guðmundur Guðmundsson, Hraunbæ 178. Dýr er kaffisopinn HILMAR hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri mikilli óánægju sund- laugagesta með að kaffið sem er til sölu í veitinga- sölu Laugardalslaugar, hafi hækkað úr 100 kr. upp í 120 kr. – og var engin viðvörun um þessa hækk- un. Hefur fólk þurft að snúa frá þar sem það hafði ekki nægan pening á sér. Er þetta ekki góð stefna að hækka kaffið um 20% þegar allir aðrir eru að reyna að halda verði niðri. Tapað/fundið Gsm-sími týndist NOKIA gsm-sími týndist helgina 2. og 3. febrúar á Dubliner eða á Hverfis- götunni. Síminn er skær- bleikur. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551- 1924. Dýrahald Læða í óskilum UNG, grábröndótt læða, ólarlaus og ómerkt, er í óskilum í Urðarstekk 8 síðan á mánudag. Upplýs- ingar í síma 847-6817. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.