Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ívar Antonssonfæddist 27. júní 1917 að Fjalli í Kol- beinsdal. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 14. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Ívars voru hjónin Sigur- jóna Bjarnadóttir, f. 8. júní 1892, d. 4. jan- úar 1963, og Anton Gunnlaugsson bóndi, f. 1. september 1891, d. 15. maí 1971. Ívar var næstelstur í tólf systkina hópi. Systk- ini Ívars eru Sigur- laug, f. 6. maí 1916, látin; Halldór Ingimar, f. 14. maí 1919, lést á öðru ári; Jónína, f. 16. maí 1920, látin; Halldór, f. 10. september 1921; andvana barn, f. 4. júní 1923; Birna Ósk, f. 27. ágúst 1924, látin; Svava, f. 4. janúar 1926; Hartmann Krist- inn, f. 8. september 1927; Lára Jó- hanna, f. 18. febrúar 1930; Helgi Gunnlaugur, f. 24. apríl 1931, lát- inn, og Ásta Guðleif, f. 19. mars 1934, látin. Fjölskyldan flutti á 26. maí 1996. Dætur þeirra eru: Kristín Sigþrúður, f. 10. nóvember 1968, maki Skúli Skúlason. Þeirra börn eru Kolbrún Sif og Sigurður Ívar. Aðalbjörg Jóna, f. 17. október 1969, maki Valur Júlíusson. Þeirra börn eru Björn Emil, Birta Dröfn og Rebekka Eva. Hafdís Hrönn, f. 9. október 1971, maki Valdimar Júlíusson. Þeirra dóttir er Sigrún Sandra og fyrir á Valdimar Laufey Rós. Sandra Dröfn, f. 15. mars 1979, d. 13. maí 1996. 3) Anna Sig- urlaug, f. 20. júní 1955. Hennar maður er Örn Ingólfsson, f. 24. maí 1953. Börn þeirra eru Ingunn Berglind, f. 5. mars 1979, Lilja Rut, f. 24. september 1984, og Ívar Dan, f. 29. júlí 1991. Fyrir á Anna Auði Björnsdóttur, f. 17. maí 1974, maki Stefán Magnússon. Þeirra dóttir er Anna Thelma. Ívar bjó í Skagafirði fram til árs- ins 1943. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og nam þar húsa- smíði. Árið 1948 fluttu Ívar og Kristín til Sauðárkróks og bjuggu þar alla tíð síðan. Á Sauðárkróki starfaði Ívar sem húsasmiður til ársins 1966 og síðan sem bréfberi hjá Pósti og síma á árunum 1966- 1986. Útför Ívars fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Molastaði í Fljótum 1923 og á Sviðning í Kolbeinsdal 1924. Þegar Ívar var 8 ára gamall féll snjóflóð að Sviðningi og fjölskyld- an var aðskilin. Ívar fór þá til vandalausra og bjó við misjöfn kjör. Hinn 17. maí 1946 kvæntist Ívar eftirlif- andi eiginkonu sinni, Kristínu Sigþrúði Sig- urjónsdóttur, f. á Gili í Svartárdal 13. ágúst 1915. Hún er dóttir hjónanna Sigrúnar Tobíasdóttur, f. 26. ágúst 1877, d. 23. desember 1964, og Sigurjóns Helgasonar bónda, f. 30. maí 1867, d. 16. febrúar 1952. Þau bjuggu á Gili til ársins 1922 en fluttust þá í Geldingaholt í Seyluhreppi og bjuggu þar æ síðan. Börn Ívars og Kristínar eru: 1) Sonur, fæddur andvana 11. september 1947. 2) Sigrún Sigurjóna, f. 17. september 1948. Hennar maður var Björn Sig- urður Ívarsson, f. 9. janúar 1942, d. Ég held í stóru höndina á afa og við leiðumst upp á tún að gá að hest- unum, hann afi tekur hæg stór skref og ég reyni að telja hvað ég tek mörg á meðan hann tekur eitt. Frænka mín er aðeins eldri og hún nær að taka færri en ég, svo ákveðum við að hlaupa uppeftir á undan og kalla á hestana. Hestana sem afa þótti svo vænt um, og þeim um hann. Hann þurfti bara að taka upp vasaklútinn og snýta sér þá komu þeir hlaupandi. Hann afi tók nefnilega í nefið, það var svolítið sport að fá eitt korn hjá afa í nefið. Amma var nú kannski ekki eins hrifin af því. Ég á svo óteljandi margar minn- ingar um þig afi minn, allt sem við gerðum saman er mér svo dýrmætt, þegar enginn mátti greiða hárið mitt nema þú, af því þú greiddir svo var- lega. Og stundirnar sem við áttum í eldhúsinu yfir kleinu og mjólk þegar sjónvarpið var búið á kvöldin, þá sagðir þú mér sögur. Eins þegar ég fékk að fara með þér að bera út póstinn, vera með þér úti í kjallara að smíða, og uppi í hest- húsi. Elsku afi, nú er ég búin að taka í höndina þína í síðasta sinn, og ég vildi að stundirnar okkar hefðu get- að orðið fleiri, en ég veit að þér líður vel núna. Ég þakka fyrir að hafa fengið að heyra í þér í vikunni sem þú fórst, og að þú fékkst að heyra í henni Önnu Thelmu þinni. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Ég kveð þig afi minn með þakk- læti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í lífinu og bið góðan guð að geyma þig. Elsku amma mín megi guð gefa þér styrk. Auður. Kæri afi. Nú er barátta þín á enda og þú hefur hlotið hvíldina. Margar minningar leita á hugann við að- stæður sem þessar. Minningin um hlýjan og góðan afa, afa sem vildi allt fyrir okkur gera og sýndi okkur ávallt traust og skilning. Ein fyrsta minningin um þig er tengd starfinu. Þú varst lengi bréfberi á Sauðár- króki og þannig getur maður alltaf kynnt sig, Ívar póstur er afi minn. Þá vita allir á Króknum hverra manna maður er. Þú varst alltaf jafn glæsilegur í búningnum sem til- heyrði starfinu, þá var ekki borið út í gallabuxum og úlpu; nei, það var ein- kennisbúningur, þar sem allar töl- urnar voru með merki Pósts og síma. Þetta fannst okkur systrum flott, þetta sáum við hvergi annars- staðar. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fékk að fara með þér að bera út. Það var nú ekki ónýtt. Stundum fannst mér þó burðurinn ekki ganga nógu hratt. Kannski var það af því að sumstaðar í bænum var boðið upp á kaffibolla og smá spjall. Samt laukstu alltaf við þitt og lengst af varst þú einn í þessu starfi á Sauð- árkróki. Eftir að þú hættir var bréf- berum fjölgað í bænum og enginn var í búningi. Tímarnir breyttust. Þitt kærasta áhugamál voru hest- arnir. Það var oft mikill spenningur sem fylgdi því að koma á Krókinn og athuga hvort maður kæmist á bak. Mest langaði mig á bak á hestinn þinn, hann Sokka, en hann var kannski aðeins of viljugur fyrir okk- ur sem litla reynslu höfðum af hesta- mennsku. En þannig vildir þú hafa það, þú tamdir gjarnan sjálfur og vildir gjarnan hafa þína hesta dálítið viljuga. Við systur fengum því að fara á bak á Gránu og Blakk, meðan þeirra naut við. Við erum líka minn- ugar þess þegar við reyndum að komast í hóp hestamanna með því að fara á reiðnámskeið. Við áttum að koma með hest og nú voru góð ráð dýr. Þó að afi ætti hesta, þá voru þeir ekki í Hofsósi en okkur fannst ekki saka að ræða þetta við afa. Stuttu áður en námskeiðið hófst kom afi ríðandi út í Hofsós á Grána. Það var auðsótt að fá lánaðan hest, þrátt fyr- ir að afi kynni best við að hugsa um sín hross sjálfur. Það var fleira upp við hesthús heldur en hestarnir. Þar voru líka nokkrar kindur. Ekki margar en það var gaman að gefa þeim og það var líka gaman á vorin þegar lömbin komu í heiminn. Svona var það og mér fannst þetta allt vera eins og það átti að vera. En einn góðan veð- urdag jókst skilningur minn á þess- um búskap. Mér fannst þetta vera ansi fáar rollur. Bara Lagðsíð, Tinna, Kolla og Mjallhvít og svo náttúrulega Hrússi. Og þá áttaði ég mig á því að þetta voru kindurnar okkar systra og Önnu frænku. Afi átti engar sjálfur. Hann vissi bara að við myndum hafa gaman af þessum búskap. Dýrahaldinu fylgdi líka vinna. Á sumrin var heyjað uppi á Nöfunum og víðar. Amma tók til nesti og vett- linga, ég átti að raka með henni. Afi sló með orfi og ljá lengst af. Á kvöld- in var brýnt á hverfissteini. Mig langaði líka til að prófa það, afa fannst það ekki fyrir börn, svo við urðum ásátt um að ég fengi að prófa að stíga hverfissteininn án þess að hafa ljáinn. Það var gott að vera á Króknum. Þar var margt við að vera. Stutt að hlaupa upp á melinn og tína gleym-mér-ey, sóleyjar, fjólur og fleiri blóm. Afi setti upp rólu fyrir okkur vestan megin og byggði síðar lítið hús handa okkur. Á sumrin var gjarnan farið í útilegur, ýmist Hringinn eða annað. Það er margs að minnast, kæri afi. Nú, þegar kem- ur að kveðjustund líða minningarm- ar í gegnum huga minn. Þær eru ómetanlegar. Mig langar til að þakka þér samfylgdina og líka alla umhyggjuna og kærleikann sem þú hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Elsku amma. Þú hefur alla tíð staðið eins og klettur við hlið afa. Hann hefur ávallt getað sótt styrk sinn til þín. Ég dáist að dugnaði þínum og elju við umönnun hans. Kristín. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Um leið og ég sest niður til að skrifa kveðjuorð mín til þín, hrann- ast upp hinar ýmsu minningar, hvort heldur sem er úr æsku minni þegar við systur vorum að koma með pabba og mömmu eða frá seinni ár- um þegar ég var að koma með fjöl- skyldu mína. Það er mér ógleyman- legt að í huga mínum var ég ekki komin á Krókinn fyrr en ég var kom- in inn í hús hjá þér og ömmu. Alltaf var jafn spennandi að fá að koma með þér í póstinn, og eins að huga að skepnunum, þá var nú gott að geta krækt í brauðenda hjá henni ömmu til að gefa hestunum. Nokkrar myndir koma upp í hugann, eins og áhuginn og viljinn hjá okkur systr- um að komast á hestbak en með mig sannaðist að kjarkurinn var jafnlítill og viljinn var stór og þetta endaði með því að ég „lét pabba fara á hest- bak fyrir mig“, þá hef ég grun um að einhverjum hafi verið skemmt. Eins er ofarlega í huga mínum minningin um það sem ég óttaðist mest á Króknum hjá ykkur ömmu, en það var hinn ógurlegi „kompukarl“ en hann birtist mér einu sinni með ann- an sér til aðstoðar, og þá varð hún Bogga litla skelfingu lostin. Eftir stendur minningin um skemmtileg- an og vel heppnaðan hrekk sem oft er búið að hlæja dátt yfir síðan, þó að ég hafi ekki enn þann dag í dag feng- ið staðfestingu á því hverjir það voru sem báru gervin svona vel. Þú og pabbi tókuð með ykkur svarið við því og á meðan halda amma og mamma því út af fyrir sig vel geymdu. Já, þær eru margar minningarnar og ótal margar væri hægt að telja upp, aldrei var það svo að ekki væri ein- hverju gaukað að okkur og síðar okkar börnum, og þess ævinlega gætt að gera aldrei upp á milli okk- ar. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka fyrir allar góðu minningarnar sem þú hefur gefið mér og áhugann sem þú ávallt sýnd- ir mér og mínum. Þú kvaddir okkur eftir að hafa fengið notið einstakrar umönnunar hjá henni ömmu sem stóð sig betur en margar helmingi yngri konur hefðu gert, nú á hún um sárt að binda en hún eins og ég veit að það var tekið á móti þér með út- breidda faðma og nú líður þér vel hjá henni Söndru okkar og pabba ásamt öðrum ástvinum. Elsku amma mín, ég vil votta þér, mömmu, Önnu og öðrum mína dýpstu samúð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð veri með ykkur, Aðalbjörg Jóna (Bogga). Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn reikar hugurinn aftur og ég hugsa um allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu á Krókinn. Þú hafðir gaman af að fá gesti og tókst okkur ætíð fagnandi. Þú mundir vel gamla tíma og sagðir okkur ósjaldan sögur frá þínum yngri árum. Hestamennskan átti hug þinn all- an og ósjaldan fengum við að fylgja þér ýmist í hesthúsin, upp á tún eða á hestasýningar. Eftir að ég kom á Krókinn í skóla urðu samverustund- irnar fleiri. Þá var ýmislegt rætt og yfirleitt fannstu út sniðugu hliðarnar á málunum. Stundum gengum við saman niður í bæ og hvert sem við komum var þér alltaf tekið fagnandi. Ég trúi því að á nýjum stað verði þér líka tekið fagnandi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma. Megi góður guð styrkja þig í sorginni. Ykkar Ingunn Berglind. ÍVAR ANTONSSON   ! "     $   79 :*     #    $    % &'  (     )  '      " " !  % $ #             ;4 ;$  $   (   <<+'  % *"&#&         * +       +    -         ../  "#  < ! ! ;%&'  ;% =  ;1# ! > "! ;1# &'  $ !!   # # ;1# ! ;1#    ;1# !  !  #     +     0   '0'    +   +   1     1      5 * )9 0 ? 79  % /8' "  "- 2 " "  0 !3   !  +,-(&  "   !  +,-(&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.