Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Þjóðmenningarhúss sam- þykkti greiðslu fyrir eftirvinnu for- stöðumanns í góðri trú á grundvelli munnlegra upplýsinga hans um að eftirvinnan hefði verið unnin á árinu 2000 áður en Kjaranefnd úrskurðaði laun hans. Ríkisendurskoðun telji hins vegar að reikningar sýni að um verktakavinnu hafi verið að ræða, unna eftir gildistöku úrskurðar Kjaranefndar. Samþykktin virðist því hafa byggst á röngum upplýsing- um, sem beri að harma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, að gefnu tilefni, frá Salome Þorkels- dóttur og Jóhannesi Nordal, en þau sitja í stjórn Þjóðmenningarhússins tilnefnd af forsætisráðuneyti og fjár- málaráðuneyti. Auk þeirra átti einn- ig sæti í stjórninni Ólafur Ásgeirs- son, þjóðskjalavörður, tilnefndur af menntamálaráðuneyti. Hann hefur látið af setu í stjórninni, en nýr stjórnarmaður ekki verið tilnefndur í stað hans. Yfirlýsingin er svohljóðandi orð- rétt: „Eins og fram hefur komið í fréttum samþykkti stjórn Þjóð- menningarhúss greiðslu eftirvinnu forstöðumanns, sem unnin hefði ver- ið á árinu 2000 áður en Kjaranefnd úrskurðaði laun hans. Þessi sam- þykkt var gerð í góðri trú og byggð á munnlegum upplýsingum viðkom- andi aðila um að þessi yfirvinna hefði verið unnin á þessum tíma, sem við töldum ekki ástæðu til að rengja. Ríkisendurskoðun telur hins veg- ar að reikningar sýni að um hafi ver- ið að ræða verktakavinnu unna eftir gildistöku úrskurðar Kjaranefndar. Samþykktin virðist því hafa byggst á röngum upplýsingum, sem við hljót- um að harma.“ Yfirlýsing frá tveimur af þremur fulltrúum í stjórn Þjóðmenningarhúss Samþykktin virðist hafa byggst á röng- um upplýsingum REYNIR Kristinsson, framkvæmda- stjóri PwC Consulting, (PwCC) ráð- gjafahluta PricewaterhouseCoopers, segir útilokað að reikna tímakaup stjórnenda sem PwC lánar vegna þess að menn leggi allan sinn tíma í svona verkefni. Reynir segir að öllu jöfnu sé samið um heildargreiðslu við tímabundnar ráðningar sem þessar en öðru máli gegni hins vegar þegar um ráðgjöf eða aðra sérfræðivinnu sé að ræða sem PwC selji. „Það er ákaflega erfitt að mæla þennan tíma, því mörk vinnu og einkalífs eru oft mjög óskýr og ég held að menn geri sér almennt litla grein fyrir því vinnuframlagi sem stjórnendur stórfyrirtækja leggja fram. Ef Óskar Jósefsson, forstjóri Símans, nær átta tíma svefni þá kalla ég hann góðan.“ Trúnaðarmál nema opinberir aðilar eigi í hlut Reynir segir það rangt sem sagt var í frétt Morgunblaðinu í gær að PwC gæfi almennt upp upphæðir í sambandi við tímabundna ráðningu stjórnenda. Þvert á móti sé aðalregl- an sú að PwC gefi slíkt alls ekki upp. Allir samningar sem PwC geri og öll þau verkefni sem það vinni fyrir fyr- irtæki séu trúnaðarmál nema þegar unnið sé fyrir opinbera aðila en þá falli þetta undir reglur um upplýs- ingaskyldu. Þá hafi hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Landspítalans tímabundið en ekki stöðu forstjóra. „Hvað snertir störf Óskars fyrir Símann, komu þarna upp sérstakar aðstæður og verið er að leysa hluti til skamms tíma. Það var ákveðin þekk- ing til staðar hjá okkar manni sem menn eru að nýta sér til þess að þurfa ekki að fá inn nýjan aðila sem hefði þurft að setja sig inn í alla hluti á við- kvæmu stigi söluferlisins. Óskar var kominn vel inn í rekstur Símans og það hefur nýst honum alveg frá byrj- un.“ Þarf að reikna ofan í kjölinn Spurður um heildarupphæðina, 2,5 milljónir á mánuði, segir Reynir að PwC fái greiddar tvær milljónir á mánuði fyrir að lána Óskar til Símans en síðan bætist virðisaukaskattur of- an á sem PwC verði síðan að standa skil á. Hann vísar til þess að þá eigi eftir að standa skil á öllum launa- tengdum gjöldum og kostnaði vegna bifreiðar o.s.fr.v. og upphæðin geti því vart talist óeðlilega há. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ er ekki óeðlilegt að reikna á bilinu 35 og upp í 40% ofan á laun til þess að fá út verktakagreiðslu. Orlof sé 10 til 11%, 6% fari í lífeyrissjóð auk 2% við- bótarframlags, 2–3% vegna sjúkra- trygginga, 6% í tryggingargjald og þá eigi eftir að taka tillit til rauðra daga sem séu ellefu á ári og kaffitíma. Sé miðað við hærri mörkin eða 40% er bein launagreiðsla Símans vegna Óskars um 1.430 þúsund á mánuði en þá á eftir að draga frá kostnað vegna bifreiðar sem PwC leggur til auk ann- ars búnaðar. Heildargreiðslan ekki óeðlilega há Almenna reglan er að samið sé um eina heildar- greiðslu þegar stjórnendur eru „leigðir út“ NÝTT húsnæði heilsugæslunnar í Grafarvogi var tekið í notkun í gær í Spönginni. Húsið er sérhannað fyrir heilsugæslu, samtals 1500 fer- metra að stærð. Húsnæðið er leigu- húsnæði og er leigt til langs tíma af Þyrpingu hf. Heilsugsæslustöð var fyrst opnuð í Grafarvogi árið 1992 í 300 fermetra bráðabirgðahúsnæði. Þá bjuggu um 6 þúsund manns á svæðinu en nú eru íbúar Graf- arvogs um 18 þúsund. Í ávarpi sínu sagði Jón Krist- jánsson, heilbrigðisráðherra, að Grafarvogsbúar hefðu um langt árabil búið við þröngan kost varð- andi heilsugæsluna, en nú hefði ver- ið bætt úr því með myndarlegum hætti. Opnun heilsugæslustöðv- arinnar væri staðfesting á þeirri stefnu heilbrigðisyfirvalda að byggja upp grunnþjónustu í heilsu- gæslu sem allir hefðu aðgang að gegn vægu verði. „Að mínu áliti er uppbygging heilsugæslunnar skyn- samleg, rökrétt og besti kosturinn fyrir þá sem nýta sér hana. Þetta segi ég af því að ég þekki heilsu- gæsluna af eigin raun, af því að fjöl- margar rannsóknir vísindamanna leiða þetta ljós og því reynsla manna víða um lönd kennir okkur að öflug grunnþjónusta tryggir best almennt heilsufar,“ sagði Jón. Næsta heilsugæslustöð á höf- uðborgarsvæðinu verður opnuð í Salahverfi og vonast Jón eftir því að það verði á þessu ári. Næstu skref eru að opna heilsugæslu- stöðvar í Hafnarfirði og í Heima- og Vogahverfi í Reykjavík og sagði Jón aðspurður, að stefnt yrði að því að opna þar eins fljótt og auðið væri. Slíkt væri þó ávallt háð fjár- veitingum. Hann lauk máli sínu með því að skjóta að stöku til Atla Árna- sonar, yfirlæknis heilsugæslustöðv- arinnar, sem hann sagði að „þekkt- ust að austan“ en Atli er mikill veiðimaður. Hljómaði stakan svo: „Hér er stofnun stór og merk/ stendur hér Atli glaður/ lipur er við læknisverk/ og lipur veiðimaður.“ Eins og heilbrigðisráðherra ósk- aði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Grafarvogsbúum til hamingju með hina nýju heilsu- gæslustöð. Hún gerði þó að umtals- efni vöntun á slíkri stöð í Voga-, Heima- og Sundahverfi. Þar byggju um 9 þúsund manns og væri stór hluti þeirra eldra fólk. Hartnær 50 árum eftir að hverfið byggðist og 19 árum eftir að lög um heilsugæslu tóku gildi væri ekki enn risin heilsugæslustöð fyrir þessi hverfi. Auk þess fluttu ávarp Atli Árna- son og Guðmundur Magnússon, for- stjóri heilsugæslunnar í Reykjavík, og sr. Vigfús Þór Árnason flutti blessunarorð. Ný heilsugæslustöð í Spönginni opnuð formlega Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæði heilsugæslunnar í Grafarvogi var tekið formlega í notkun í gær. „Stofnun stór og merk“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra klippir fagmannlega á borða og opnar heilsugæslustöðina í Spönginni formlega. Við hlið hans standa Sigríður Brynja Sigurðardóttir hjúkrunaforstjóri og Atli Árnason yfirlæknir. SJÁLFSBÖRG, landssamband fatl- aðra, lýsir yfir miklum áhyggjum vegna deilu þeirrar sem nú stendur yfir milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Tryggingastofn- unar ríkisins vegna fyrirhugaðrar hækkunar á töxtum sjúkraþjálfara og kostnaðarþátttöku TR við sjúkraþjálfun. Þetta kemur fram í frétt sem Sjálfsbjörg sendi frá sér í gær. Ef ekki næst samkomulag verður enginn samningur í gildi milli þess- ara aðila um endurgreiðslu TR fyr- ir sjúkraþjálfun frá 1. mars nk. Í fréttinni segir ennfremur að Sjálfsbjörg óttist að hreyfihamlað fólk þurfi að hafa mikið fyrir þeim endurgreiðslum sem Trygginga- stofnun hefur þó lofað öryrkjum eftir 1. mars, þar sem hreyfanleiki þess er lítill og miklum erfiðleikum háður. Ennfremur gætu tekjulágir einstaklingar í mörgum tilfellum ekki lagt út fyrir þjálfun sinni, þó svo endurgreiðsla fengist síðar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Sjálfsbjörg hefur ritað Félagi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Tryggingastofnun ríkisins bréf, þar sem þeirri áskorun er beint til beggja deiluaðila að þeir sýni þá ábyrgð og skynsemi að koma sér saman um úrlausn þessara mála svo það ástand komi ekki upp að efnalítið og tekjulágt fólk þurfi að vera án þeirrar sjúkraþjálfunar sem það hefur þörf fyrir. Áhyggjur Sjálfs- bjargar vegna sjúkraþjálfunar KJÖRIN var ný stjórn og trún- aðarráð á aðalfundi Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna sl. fimmtudag. Jóhann Þ. Jóhannsson hjá Flug- leiðum var kjörinn formaður félags- ins en Franz Ploder, sem verið hef- ur formaður FÍA sl. 3 ár, tilkynnti fyrir nokkru að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Þá var August Håkansson hjá Flugleiðum kjörinn varaformaður í stað Jóns Magnússonar, sem gaf ekki kost á sér áfram. Ný stjórn kjörin hjá FÍA TUNDURDUFL frá seinni heims- styrjöld kom í veiðarfæri togarans Kleifabergs frá Ólafsvík, þegar skipið var að veiðum út af Breiða- firði í vikunni. Skipið hélt til hafnar í Ólafsvík og lagðist að bryggju þegar sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar töldu það óhætt. Tundurduflið var að því loknu tekið á land og flutt á afvikinn stað þar sem það var sprengt. Sprengi- hleðslan innihélt 140 kg af steyptu TNT og var hleðslan fyllilega virk. Samkvæmt upplýsingum Landhelg- isgæslunnar var um að ræða óhemju öflugt sprengiefni sem hefði tætt afturendann af skipinu hefði það sprungið. Sprengjudeildin hefur sinnt 12 verkefnum það sem af er ári. Í fyrra sinnti sprengjudeildin 100 verk- efnum vegna sprengiefna og blysa. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Tundurdufl í vörpuna ♦ ♦ ♦ SVAVAR Gestsson sendiherra af- henti, 21. febrúar sl. Vojislav Kost- unica, forseta Sambandslýðveldisins Júgóslavíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands, með aðsetur í Stokkhólmi. Þá afhenti Svavar Gestsson for- seta Búlgaríu, Georgi Pavanov, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra í Búlg- aríu í gær. Afhenti trún- aðarbréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.