Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 39 Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. SIGRÚN Jónsdóttir bæj- arfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópa- vogi í prófkjörinu sem fram fer laugardaginn 23. febrúar í Digra- nesskóla. Ég hef fylgst með störfum Sig- rúnar í félags- og stjórnmálum í all- mörg ár. Und- anfarin fjögur ár hefur hún setið í bæjarstjórn Kópa- vogsbæjar. Hún hefur átt sæti í Íþrótta- og tóm- stundaráði Kópavogs og hefur verið ötull málsvari íþróttaupp- eldis íþróttafélaganna, einnig hef- ur hún beitt sér fyrir auknum styrkjum til afreksfólks í bænum sem og til rekstrar íþróttafélag- anna. Sigrún hefur sett sig inn í öll mál sem koma til kasta bæj- arstjórnarinnar og mikilvægt er að sú reynsla glatist ekki. Sigrún hefur mikla reynslu af félagsstörfum, er réttsýn, mál- efnaleg og heiðarleg manneskja sem ég treysti til góðra verka. Hún kemur hlutunum í verk og slíka konu þurfum við að hafa í forystu í Kópavogi. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að setja trausta konu í tryggt sæti í prófkjörinu á laugardag. Sigrúnu í 2. sæti Olga Lísa Garðarsdóttir, íþróttakennari og varaformaður Breiðabliks, skrifar: Olga Lísa Garðarsdóttir Í DAG heldur Sam- fylkingin í Reykja- nesbæ opið prófkjör en þátttökurétt hafa allir íbúar sveitarfélagsins sem náð hafa 18 ára aldri. Ég vil hvetja bæjarbúa til þess að nýta sér þennan lýð- ræðislega rétt og taka þátt í að velja það fólk sem skipa mun for- ystusveit Samfylking- arinnar fyrir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar. Í þessari sterku forystusveit vil ég vera, því ég vil hafa áhrif á og móta umhverfi það sem við búum í. Síðastliðin ár hef ég fyrst og fremst beitt kröftum mínum í þágu forvarnarmála, sem verkefnisstjóri forvarnarverkefnisins Reykjanes- bær á réttu róli, skóla- og tóm- stundamála, sem leiðbeinandi og umsjónarmaður tómstundstarfs í Heiðarskóla, og markaðs- og at- vinnumála en ég hef átt sæti í Mark- aðs- og atvinnuráði Reykjanesbæjar sl. sex ár. Í Reykjansbæ vil ég sjá öflugt, mannlegt samfélag þar sem hugað er að hverjum einstaklingi. Til þess að svo megi vera þarf að byggja frá grunni og huga að æsku sveitarfélagsins og möguleikum henn- ar. Til að stuðla að þessu þurfum við: Öflugt forvarn- arstarf Margir aðilar koma að forvarnarstarfi í Reykjanesbæ. Bæjar- yfirvöld eiga að styrkja það starf á markvissari hátt en nú er gert með því að móta forvarnar- stefnu fyrir Reykja- nesbæ og framfylgja henni í samvinnu við þá aðila sem starfa með börnum- og unglingum. Einn liðurinn í slíkri forvarnarstefnu væri að skapa ungmennum skilyrði til tómstunda- og íþróttaiðkunar við hvers hæfi, svo allir fáið notið sín. Enn betri skóla Grettistaki hefur verið lyft í skóla- málum í Reykjanesbæ þar sem börnum bjóðast einsetnir grunnskól- ar með fullkominni aðstöðu auk þess sem boðið er upp á heita skólamáltíð í hádeginu. Þessa góðu umgjörð á að nýta til fulls með því að hlúa betur að innra starfi skólanna því glæsilegar byggingar duga ekki einar til. Mjög mikilvægt er að efla sam- starf heimila og skóla sem er hagur allra. Þriðja sætið Til þess að tryggja að þessum mikilvægu málaflokkum verði sinnt sem skyldi í Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar leita ég eftir stuðningi í 3. sætið í opnu prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjanesbæ í dag, laug- ardaginn 23. febrúar. Forvarnir í víðum skilningi Eysteinn Eyjólfsson Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Reykjanesbær Í Reykjansbæ vil ég sjá öflugt, mannlegt samfélag, segir Eysteinn Eyjólfsson, þar sem hugað er að hverjum einstaklingi. ÞAÐ er alltaf ánægjulegt að sjá þegar fólk úr forystusveit íþrótta- hreyfingarinnar býður sig fram til bæjarstjórnar. Kópavogur er eitt af þeim bæj- arfélögum sem geta státað af mikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja og af blómlegu íþróttastarfi. Til að tryggja slíkt áfram verðum við að tryggja að fólk með þekkingu á íþróttamálum sitji í bæjarstjórn. Ég styð Sigrúnu Jónsdóttur heilshugar í prófkjörsbaráttu Sam- fylkingarinnar í dag því hún er verðugur fulltrúi íþróttafélaganna í Kópavogi og myndi sóma sér vel vel í því erfiða hlutverki sem fylgir því að vera bæjarfulltrúi. Kjósum Sigrúnu í 2. sætið Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, skrifar: Valdimar Leó Friðriksson UNDANFARNAR vikur hefur Sjálfstæð- isfélag Bessastaða- hrepps unnið mark- visst að undirbúningi prófkjörs vegna sveit- arstjórnarkosning- anna í vor. Kominn er fram sterkur tólf manna framboðslisti félagsins fyrir próf- kjörið, sex karlar og sex konur, allt vel menntað og reynslu- ríkt fólk með mismun- andi bakgrunn úr at- vinnulífinu. Frambjóðendur í prófkjörinu hafa kynnt sig og helstu stefnumál sín fyrir íbúum Bessastaðahrepps, bæði í blaði Sjálfstæðisfélagsins, Grásteini og á opnum, vel sóttum kynningarfundi í íþróttahúsinu 20. febrúar sl. Eftir kynni mín af meðframbjóð- endum mínum í prófkjörinu er ég þess fullviss að við, sjálfstæðismenn í Bessastaðahreppi, höfum mikla möguleika á að tefla fram sigurstranglegu liði í kosningunum í maí. Hópurinn er sam- hentur og er ákveðinn í að fá stuðning kjós- enda í Bessastaða- hreppi til áframhald- andi forystu í sveitarstjórn Bessa- staðahrepps á næsta kjörtímabili Á því kjörtímabili, sem senn er liðið, hef- ur verið unnið að mörgum framfaramál- um hér í Bessastaða- hreppi undir forystu Sjálfstæðisfélagsins. Skólamál og menntun yngri kynslóðarinnar okk- ar hefur þar setið í fyrirrúmi, en einnig íþrótta- og tómstundamál, menningarmál og málefni aldraðra íbúa hreppsins. Grunnskóli fyrir 1.–10. bekk. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps samþykkti síðast liðinn þriðjudag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins um að hefja formlegan undirbúning að yfirfærslu 8., 9. og 10. bekkjar frá Garðaskóla til Álftanesskóla. Samkvæmt ályktuninni mun yf- irfærslan hefjast 2004/2005 og taka þrjú skólaár að skila sér að fullu inn í Álftanesskóla. Hér þarf að vanda vel til verka svo að vel takist til og tel ég að um sé að ræða algjört forgangsverkefni hjá hreppsyfirvöldum á næsta kjör- tímabili. Ég hvet stuðningsmenn Sjálf- stæðisfélagsins í Bessastaðahreppi til þess að taka þátt í prófkjöri fé- lagsins í dag, laugardaginn 23. febr- úar nk., og hjálpa okkur þannig að móta sterkan framboðslista í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Velkomnir í prófkjör Hervör Poulsen Bessastaðahreppur Skólamál og menntun yngri kynslóðarinnar, segir Hervör Poulsen, hefur þar setið í fyrirrúmi. Höfundur er varafulltrúi Sjálfstæð- isfélagsins í hreppsnefnd Bessa- staðahrepps og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjörinu. verður haldið í Háskóla Íslands fjóra þriðjudaga frá 26. febrúar til 19. mars 2002 kl. 18.00-20.00. Kennari: Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur. Verð kr. 3.500. Upplýsingar á Biskupsstofu í síma 535 1500. http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Hjónin í Saurbæ - Námskeið um Guðríði Símonardóttur og Passíusálmaskáldið Hallgrím Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.