Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KÓPAVOGI hefur verið mikil og hröð uppbygging íbúða- og athafnasvæða. Þegar nýbyggingasvæði eru skipulögð hvílir sú skylda á hverju sveit- arfélagi að tryggja að frágangur gatna, upp- bygging leikskóla og grunnskóla sé í takt við byggingarhraða svæðisins. Það á við um byggingar annarra mannvirkja eins og íþróttahúsa, sund- lauga og bókasafna. Þá ber yfirvöldum einnig að tryggja byggingarlóðir fyrir verslanir og þjónustu, en ekki síst ríkisstofnana eins og heilsugæslu. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa kappkostað að tryggja að uppbygg- ing þessara stofnana sé jafnhröð og íbúðabyggðarinnar. Á það jafnt við um fulltrúa í meiri hluta sem minni hluta í bæjarstjórn Kópavogs. Minni hlutinn hefur á síðustu árum verið ötull við að flytja tillögur, fyr- irspurnir og bókanir í þessum mál- um og hafa þeir sem ráða tekið vel við sér eins og vera ber. Kópavogur er í dag miðstöð verslunar og þjónustu og hvers kyns afþrey- ingar, ekki síst eftir opnun Smáralindar. Verslunar- og þjón- ustusvæði austan Reykjanesbrautar eru nær fullbyggð og inn- an skamms verður lokið við frágang skrifstofu- og þjón- ustuhverfis í Hlíðar- og Hagasmára en þar eru nú þegar fjöldi tölvu- og bókhaldsfyr- irtækja, auk banka. Hins vegar er Hamraborgin miðbær Kópavogs og verður um ókomin ár enda er stjórnsýsla Kópavogsbæjar þar staðsett. Það er því mikilvægt að hafist verði handa við áformaða byggingu yfir gjána sem nú klýfur miðbæinn frá vesturbænum og leitast þannig við að tengja þetta fallega svæði enn betur. Þá ber einnig að leitast við að veita skjól inn á svæðið fyrir hinni ríkjandi norðanátt til að tryggja öruggari gönguleiðir að miðstöð almenningsvagna. Skrifstofur sýslumannsins í Kópavogi og aðsetur lögreglunnar hefur nú fengið aðsetur í glæsilegu húsnæði við Dalveg. Aðkoma að þessu húsi er öll til fyrirmyndar og ekki síst fyrir aðgengi fatlaðra. Það var löngu tímabært að jafnmikil- væg stofnun kæmist úr gamla hús- næðinu við Auðbrekku. Eflaust finnst mörgum eldri íbúum bæj- arins að þessi þjónusta hefði átt að vera betur staðsett í bæjarlandinu og í tengslum við gönguleiðir, en hvað varðar vegalengdir frá stofn- uninni og út í útjaðra lögregluum- dæmisins er þessi staðsetning betri. Breytingar á skipulagi bæjar- landsins kalla ávallt á viðbrögð íbú- anna. Þess vegna er mikilvægt að bæjaryfirvöld hugi vel að allri skipulagsvinnu og gefi rúman tíma til kynningar og umræðu meðal íbúanna. Sá tími er dýrmætur því til mikils er að vinna að tryggja ánægju íbúanna og koma í veg fyr- ir dýrkeypt mistök sem ef til vill aldrei verða bætt. Sá tími hefur ekki verið fyrir hendi í Kópavogi á síðustu árum. En nú er mál að linni. Á næstu mánuðum ber að tryggja að skipulagsvinna á dýr- mætum og viðkvæmum landsvæð- um eins og í Vatnsenda verði vönd- uð og í sátt og samvinnu við íbúa Kópavogs. Miðstöð verslunar og þjónustu Birna Bjarnadóttir Kópavogur Kópavogur er í dag, segir Birna Bjarna- dóttir, miðstöð versl- unar og þjónustu og hvers kyns afþreyingar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópa- vogi og sækist eftir 1.–2. sæti á lista Samfylkingarinnar. ÖLL þau mál sem heyra undir sveitar- stjórnir eru mikilvæg. Þau hafa með daglegt líf fólksins í sveitarfé- laginu að gera og því mikilvægt að íbúar fái að taka þátt í því sem er gert. Það er nauð- synlegt að hafa í það minnsta áhuga á því sem gert er og að taka þátt er að mínu mati ekki síður mik- ilvægt. Ég hef starfað með bæjarmálafélagi Kópavogslistans og Samfylkingarinnar frá upphafi þar sem ég hef fengið innsýn í það hvernig bæjarstjórnin virkar. Ástæða þess að ég tek þátt í þessu prófkjöri er sú að ég vil breyttar áherslur í Kópavogi, því breytinga er þörf. Menntun, æskan og aldraðir Ég er kennari hér í Kópavogi og mér finnst skilningur og áhugi nú- verandi meirihluta á skólamálum hafa verið í minna lagi. Að mínu mati þarf m.a. að endurskoða hlut- verk Skólaskrifstofu Kópavogs og bæta dægradvöl og matarmál nem- enda. Efla þarf framhaldsskóla- og sí- og endurmenntun. Fjöldi nýbúa hefur aukist í Kópavogi og er mik- ilvægt að Kópavogur taki vel á móti þeim nýbúum sem kjósa að setjast hér að, t.d. með mennt- unarframboði við hæfi. Í öflugu tómstundastarfi felst mikið for- varnarstarf og hafa íþróttafélögin í bænum staðið sig mjög vel hvað þetta varðar. En ekki hafa allir áhuga á íþróttum og á vissum aldri detta margir úr íþróttunum og hvað er gert til að koma til móts við þann hóp? Mjög lítið tómstundastarf er í boði hér fyrir ung- menni 16–20 ára. Þetta stóra, öfluga sveitarfélag á að setja á laggirnar öfluga fé- lagsmiðstöð fyrir þennan aldurshóp. Að sjálfsögðu á að hafa unga fólkið sjálft með í ráðum. Þó að ég sé yngst í þessu prófkjöri þá hef ég mikinn áhuga á því að að vel sé haldið á öldrunarmálum. Mér hefur alltaf fundist eldra fólk með því skemmtilegasta fólki sem ég hitti. Ég finn á þeim eldri borg- urum sem ég þekki hvað það er ómetanlegt að geta búið heima sem lengst og að hafa eitthvað að gera. Mikilvægt er að í boði sé þjónusta og afþreying við hæfi. Öldrunarmál í Kópavogi þarf að endurskoða, t.d. fasteignagjöld fyrir eldri borgara. Að sjálfsögðu þarf að hafa beint samráð við aldraða sjálfa. Jafnréttis- og umhverfismál Að mínu mati á Kópavogur að vera framarlega á sviði umhverf- ismála og hafa metnað í að græn svæði skipi stóran sess. Núverandi meirihluti hefur ekki staðið sig eins vel og hægt er í þessum mála- flokki. Þó að Umhverfisnefnd hafi gert margt gott á undanförnum ár- um hafa t.d. skipulagsmál oft sýnst vera mikilvægari, því græn svæði fá að fjúka fyrir malbiki og stein- steypu. Ekki má heldur gleyma nýjasta slysinu í skipulagsmálum í Kópavogi, Vatnsenda. Þar vill nú- verandi meirihluti byggja fimm þúsund manna byggð alveg ofan í eitt mesta útivistarsvæði höfuð- borgarsvæðisins, sem einnig er náttúruperla, mjög viðkvæm fyrir öllu raski sem fylgir svona fram- kvæmdum. Vinnubrögðin gagnvart íbúum svæðisins hafa einnig verið með ólíkindum, yfirgangur og til- litsleysi. Svona vinnubrögð á ekki að líða í sveitarstjórnarmálum þar sem samvinna og gagnkvæmur skilningur á að gilda. Hvað varðar jafnréttismál er nauðsynlegt að sveitarstjórnir hafi jafnréttissjón- armið alltaf að leiðarljósi í starfi sínu. Það er ekki bara nauðsynlegt, það er líka í lögum. Þó að í Kópa- vogi sé starfandi jafnréttisráðgjafi í hálfu starfi hefur áhersla núver- andi meirihluta á þessi mál verið mun minni en í nágrannasveitar- félögunum og því þarf að breyta svo Kópavogur verði í takt við tím- ann. Skemmtilegt prófkjör Það er búið að vera mjög gaman að taka þátt í þessu prófkjöri. Það er mikill samhljómur í því sem fólk hefur áhyggjur af hér í Kópavogi og því sem Samfylkingin vill breyta. Auðvitað stefnum við á að eftir kosningarnar í vor verði nýr meirihluti við völd í Kópavogi með breyttar áherslur. Ég vil að lokum hvetja alla til að koma og kjósa í prófkjörinu í Digranesskóla á laug- ardaginn og það yrði mér mikill heiður ef ég fengi brautargengi til að standa í fremstu röð Samfylk- ingarfólks næstu 4 árin við að gera Kópavog fjölskyldvænt, fjölbreytt og umhverfisvænt samfélag í anda Samfylkingarinnar. Breytinga er þörf í Kópavogi Kristín Pétursdóttir Höfundur er kennari og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Kópavogur Ég vil breyttar áherslur í Kópavogi, segir Kristín Pétursdóttir, því breytinga er þörf. SÍÐASTA kjörtímabil hef ég starfað með Kópavogslistanum sem er í framboði í vor sem Sam- fylkingin í Kópavogi. Hef ég setið í umhverfisráði og haft ánægju af því þrátt fyrir að oft lendi góðar hug- myndir á steinvegg hjá núverandi meirihluta. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa til að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á laugardaginn og sérstaklega vil ég benda á mann sem að mínu mati er rétti maðurinn í bæj- arstjórn fyrir Samfylkinguna. Valgeir Skagfjörð ber með sér ferskleika og hugmyndaauðgi sem er nauðsynleg hverju bæjarfélagi sem vill leggja áherslur á meira en byggingarkrana og steinsteypu. Valgeir hefur mikla reynslu í starfi með unglingum og þekkir mjög vel til forvarnarstarfa. Sjálf- ur á hann fjórar dætur og eru því fjölskyldu- og skólamál honum hugleikin. Það er nokkuð ljóst að þar er ekki vanþörf á góðum hug- myndum. Börnin okkar eiga skilið góðan arf menningar sem og náttúru án þess að þurfa að skammast sín fyrir forverana. Veljum Valgeir Skagfjörð í 3. sæti. Valgeir Skagfjörð í 3. sæti Ýr Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri skrifar: Ýr Gunnlaugs- dóttir VONANDI hefur það ekki farið framhjá neinum að næsta laug- ardag er prófkjör Samfylking- arinnar í Kópavogi. Við í Samfylkingunni í Kópavogi erum afar stolt af þeim fríða flokki kvenna og karla sem er í framboði í þessu prófkjöri. Valið stendur á milli 10 glæsilegra fram- bjóðenda. Fjölbreytnin í hópnum er mikil, en ég vil í þessum hvatningarorðum sérstaklega beina athyglinni að hlut kvenna í prófkjörinu. Samfylkingin er sá flokkur hér á landi er leggur hvað ríkasta áherslu á jafnrétti á öllum sviðum í okkar þjóðfélagi. Og gott fólk, í þessu prófkjöri gefa 5 mikilhæfar og sterkar konur kost á sér í fremstu röð í sveit- arstjórn í sínu bæjarfélagi. Allar þessar konur hafa tekið mikinn þátt í félagsstörfum af ýmsum toga, ver- ið í sveitarstjórn eða nefndum á vegum sveitarfélagsins. Góðir Kópavogsbúar, á laug- ardaginn þegar gengið er til próf- kjörs Samfylkingarinnar bið ég ykkur að kynna ykkur sérstaklega störf og hæfileika þessa glæsilega hóps kvenna. Það eru hæg heima- tök að kíkja inn á heimasíðuna Samfylkingin.kopavogur.is, þar eru upplýsingar um alla frambjóðend- urna að finna. Konur í Kópavog Kristín Jónsdóttir, arkitekt og bæj- arfulltrúi, skrifar: Kristínn Jóns- dóttir REYKJANESBÆR er sveitarfélag sem á að geta átt bjarta framtíð. Stærðin um 11 þúsund íbúar á heppilegu byggingar- landi býður uppá margvíslega mögu- leika. Ég hef oft bent á þá kosti sem við höf- um umfram það sem boðið er uppá á höf- uðborgarsvæðinu. Okkar sveitarfélag er nógu stórt til að geta staðið undir allri þeirri þjónustu við íbúana sem eðlilegt er að gera kröfu um. Það er spennandi verkefni framundan að bæta þjónustuna, auka sam- skiptin við íbúana og efla á þann hátt frumkvæði þeirra í þeim til- gangi að bæta mannlífið í bænum. Skipulögð byggingarhverfi Til að ná þessum árangri þarf að hafa til staðar skipulögð hverfi, þar sem gert er ráð fyrir allri þjónustu, s.s. leik- og grunnskólum. Með sér- stöku kynningarátaki á réttum tíma ætti okkur að takast að laða hingað til okkar fólk sem kann að meta það að búa í hæfilegri fjarlægð frá þéttbýlasta svæði landsins. Oft hef ég bent á Innri-Njarðvík í þessu sambandi. Ég hef flutt, ásamt félögum mínum, tillögur um gerð heildarskipulags, en þær tillögur hafa jafnan verið felldar af meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Með skipulögðum vinnubrögðum, þar sem sóknarfæri eru nýtt getum við byggt hér upp enn betra bæjarfélag. Með aukn- um tekjum sem af slíkri uppbyggingu fæst, verður auðveld- ara að greiða niður þær skuldir sem bæj- arsjóður þarf nú að glíma við og síðar að standa undir enn betri þjónustu við íbúana. Það gengur ekki að fleiri flytji frá okkur en til okkar nú þegar vaxandi fjöldi fytur til flestra ann- arra sveitarfélaga á suðvesturhorn- inu. Á síðasta ári fluttu 90 fleiri einstaklingar úr bænum til annarra staða innanlands en til okkar frá þessum sömu stöðum. Breytinga er þörf Ég hef fylgst með stjórnun þessa bæjar frá stofnun hans, ég hef séð mörg tækifæri renna okkur úr greipum. Ég hef líka þurft að horfa uppá meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna gera mörg mis- tökin. Það hefur ekki dugað að benda á leiðir eða vara við aug- ljósum hættum, meirihlutinn hefur ekki hlustað á góð ráð. Ég tel tíma til kominn að nú verði breyting á. Þess vegna býð ég mig fram í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinn- ar í komandi kosningum. Ég óska eftir stuðningi þínum í prófkjörinu sem fram fer laugardaginn 23. febrúar. Ég óska líka eftir stuðn- ingi þínum í kosningunum 25. maí. Finnst þér ekki kominn tími til breytinga? Tími fyrir breytingar Jóhann Geirdal Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Reykjanesbæ og frambjóð- andi í prófkjörinu. Reykjanesbær Með skipulögðum vinnubrögðum, þar sem sóknarfæri eru nýtt, segir Jóhann Geirdal, getum við byggt hér upp enn betra bæjarfélag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.