Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 59 DAGBÓK Nýjar vörur Nýir litir Barnavagnar og barnarúm Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar Dæmi: Ozone trékylfur ....kr. 3.000 ZO-ON barnaregngalli jakki + buxur ........kr. 8.500 Loksins loksins - GOLF - útsala Allt að 50% afsláttur Dæmi: PING TiSI dræver...kr. 39.000 Footloy skór .............kr. 5.900 Titleist 990 golfsett kr. 69.000 GOLFBÚÐIN, Strandgötu 28, Hafnarfirði, símar 565 1402, 898 6324 Einbýli óskast - staðgreiðsla Æskileg staðsetning: Stigahlíð - Hlíðar (t.d. Háahlíð) - Stóragerðis- svæðið - Norðurmýri - Þingholt. Traustur viðskiptavinur óskar eftir 280-400 fm einbýlishúsi á einhverjum af ofangreindum stöð- um. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsing- ar veita Óskar og Sverrir. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 24. febrúar, er sjötugur Gunnlaugur Búi Sveinsson, fyrrverandi varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar. Í til- efni af afmælinu taka hann og eiginkona hans, Signa H. Hallsdóttir, á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Sjafnar- stíg 3, í kvöld, laugardags- kvöld 23. febrúar, kl. 19. LJÓÐABROT LÓAN (Gömul saga) Einn um haust í húmi bar hal að kletta sprungu, úti kalt þá orðið var, öngvir fuglar sungu. Sá hann lóur sitja þar sjö í kletta sprungu, lauf í nefi lítið var og lá þeim undir tungu. Og hann sá, að sváfu þær svefnamóki þungu; læddist inn og einni nær inn’ í kletta sprungu. - - Gísli Brynjúlfsson 1.e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 a6 7. Bc4 d6 8. Dd2 Rf6 9. f3 0–0 10. 0–0–0 Bd7 11. h4 h5 12. g4 Re5 13. Bb3 b5 14. Rd5 Kh7 15. Rxf6+ Bxf6 16. Bg5 Bg7 17. Hhg1 Rc4 18. Bxc4 bxc4 19. gxh5 gxh5 20. Hg3 Hb8 21. Be3 Bf6 22. Hdg1 Db6 23. c3 Da5 Staðan kom upp á meistara- móti Taflfélagsins Hellis sem stend- ur nú yfir. Rit- stjóri Skak.is og skákfröm- uður með meiru, Gunnar Björnsson (2.055), hafði hvítt gegn Ben Liese. 24. Hg5! Bxg5 25. Hxg5 Dxa2 26. Hxh5+ Kg6 27. Dg2+ og svartur gafst upp, enda stutt í að hann verði mátaður. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRESKA Hackett-fjöl- skyldan og hinn norski Geir Helgemo voru gestir Bridshátíðar í þetta sinn. Tvíburarnir Jason og Justin Hackett enduðu í 14. sæti í tvímenningnum, en Helg- emo og faðir tvíburanna, Paul Hackett, urðu í fjórða sæti. Sigurvegarar tvímenn- ingsins, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, mættu Paul og Geir undir lok móts- ins. Þá kom þetta spil upp: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á10976 ♥ G972 ♦ KD4 ♣8 Vestur Austur ♠ KD83 ♠ G42 ♥ 4 ♥ D85 ♦ G1085 ♦ 96 ♣ÁK43 ♣DG952 Suður ♠ 5 ♥ ÁK1063 ♦ Á732 ♣1076 Vestur Norður Austur Suður Hackett Jón Helgemo- Þorlákur – – – 1 hjarta Dobl 2 grönd *Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass * Góð hækkun í hjarta. Paul kom út með laufás og skipti síðan yfir í tígul- gosa. Þorlákur tók slaginn í borði, fór heim á hjartaás og stakk lauf. Tók svo spaðaás og trompaði spaða. Aftur var lauf trompað og hjarta- gosa spilað úr borði. Geir lét lítið hjarta og það gerði Þorlákur líka. Þegar gosinn hélt, stakk Helgemo spilum sínum í bakkann til marks um uppgjöf. En Þorlákur taldi uppgjöfina ótímabæra og vildi halda áfram. Hann trompaði spaða og tók hjartakóng í þessari stöðu: Norður ♠ 109 ♥ – ♦ K4 ♣– Vestur Austur ♠ K ♠ – ♥ – ♥ D ♦ 1085 ♦ 9 ♣– ♣DG Suður ♠ – ♥ K ♦ Á73 ♣– Sem var nóg til að þvinga vestur í spaða og tígli. Tólf slagir og 86 stig af 106 mögulegum. „Ég átti víst að leggja á hjartagosann,“ sagði Helg- emo eftir spilið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert með rökvísa hugsun. Hefur mikla aðlögunarhæfi- leika og átt auðvelt með taka breytingum. Þú byggir á traustum grunni og vilt hafa vaðið fyrir neðan þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Talaðu við einhvern eldri sem hefur meiri reynslu en þú. Vertu jákvæður og hlustaðu vel og ef þú gerir það áttu eft- ir að njóta góðs af. Naut (20. apríl - 20. maí)  Deildu leyndarmálum þínum með einhverjum sem þú treystir út í æsar. Það er aldr- ei að vita nema eitthvað skemmtilegt komi út úr því að skiptast á hugmyndum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að setjast niður með sínum nánustu og ræða málin. Það eykur skiln- ing manna í millum og sam- heldnina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur átt erfitt með að ein- beita þér í vinnunni að und- anförnu og þarft að beita þig meiri aga. Kvöldinu er best varið heimavið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti við ástvinina er þér efst í huga þessa dagana. Það er mikilvægt að geta leitað stuðnings fjölskyldunnar bæði í sorg og gleði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst mikið hvíla á þér og þú hefur áhyggjur af fjár- hagnum og afkomu heimilis- ins. Segðu það sem þér finnst, en kenndu ekki öðrum um líð- an þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert með óþarflega miklar áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Skoðaðu málið vandlega svo þú hafir það á hreinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur lagt mikið á þig til að komast að því hverjir standa með þér og hverjir ekki. Gleymdu ekki að þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef einhver þrýstir á þig og vill fá ákveðið svar skaltu vera fastur fyrir og biðja um þann tíma sem þú þarft til að geta gert upp hug þinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Sumar eru á þínu valdi svo þú skalt ekkert bíða með þær. Búðu þig vel undir hinar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú mátt vera viss um að rétt- lætið sigrar að lokum og þess vegna er óþarfi fyrir þig að hafa áhyggjur af því vanda- máli sem á hug þinn allan. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að rífa þig upp úr gamla farinu þótt ekki sé nema að gera hlutina í ann- arri röð en í gær. Reyndu svo að skapa þér tilbreytingu ut- an starfsins líka. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Með morgunkaffinu Ég get því miður sagt þér til um gæðin. Ég er jurtaæta. Hafið þér þjáðst af þessari minnimáttarkennd lengi, frú Jónína? Viggó efstur í einmenningnum hjá BA Einmenningskeppni fór fram hjá Bridsfélagi Akureyrar sl. þriðjudag og réðust úrslit ekki fyrr en að loknu síðasta spili. Hans Viggó náði hæsta skori eða 59,6% en annars varð röð efstu spilara þessi: 1. Hans Viggó 25 stig 2. Gissur Jónasson 22 stig 3. Stefán Vilhjálmsson 22 stig 4. Frímann Stefánsson 21 5. Haukur Harðarson 19 Að gefnu tilefni skal áréttað að Akureyrarmeistararnir í sveita- keppni eru ekki fimm eins og fram kom í síðustu fréttatilkynningu Bridsfélags Akureyrar heldur sex. Þórólf Jónasson vantaði í hópinn og er beðist velvirðingar á því. Næsta mót félagsins er 3ja kvölda tvímenningur og eru allir velkomnir. Einnig er spilað á sunnudagskvöld- um og hefst spilamennska kl. 19.30 í Hamri. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 21. febrúar var spilað fjórða kvöldið í aðalsveita- keppni félagsins og er staða efstu sveita þannig. 1-2. sv. Hrafnhildar Skúladóttur 139 1-2. sv. Birgis A. Steingríms 139 3. sv. Vilhjálms Sigurðss jr. 126 4. sv. Jóns Stefánssonar 125 5. sv. Vina 124 Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 28. febrúar. Spilað er í Þinghól í Hamraborg- inni og hefst spilamennska kl.19.30 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvíkeppniskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánud. 11. feb. 2002. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur í N-S: Kristján Ólafss. - Ólafur Gíslas. 263 Sæmundur Björnss. - Olíver Kristóferss. 246 Lárus Arnórss. - Ásthildur Sigurgíslad. 236 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 272 Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 241 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 238 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 14. febrúar. 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Aðalbj. Benidiktss. - Leifur Jóhanness. 247 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 238 Friðrik Hermannss. - Hilmar Ólafss. 237 Árangur A-V: Magnús Oddss. - Magnús Halldórss. 274 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 273 Viggó Nordquist - Þórólfur Meyvantss. 236 Spilakvöld Bridsskólans og Bridssambandsins Bridsskólinn og BSÍ bjóða nýlið- um upp á létta spilamennsku öll mánudagskvöld fram að páskum í húsnæði BSÍ Síðumúla 37, 3. hæð. Athugið breyttan spiladag. Næsta spilakvöld verður mánu- daginn 25. febrúar og byrjar kl. 20.00. Spilaður verður tvímenningur. Ekki er nauðsynlegt að mæta í pör- um og verður aðstoðað við að finna spilafélaga. Umsjónarmaður er Hjálmtýr Baldursson, kennari í Bridsskólanum. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tólf borðum í Gullsmáranum mánudaginn 19. febr. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Karl Gunnarss. og Ernst Backman 284 Guðm. Pálss. og Kristinn Guðmundss. 272 Sigurpáll Árnas. og Jóhann Ólafss. 233 AV Aðalsteinn Guðbr.ss. og Leó Guðbr.ss 265 Sigurbjörn Ólafss. og Elís Kristjánss. 263 Sverrir Gunnarss. og Einar Markúss. 244 Spiladagar: mánudagar og fimmtudagar. Skráning kl. 12.45 á hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.