Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Ingimars-dóttir fæddist á Grund í Ólafsfirði 18. febrúar 1916. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Páls- dóttir, f. 25.4. 1876, d. 28.4. 1949, og Ingimar Þorgríms- son, f. 2.6. 1879, d. 27.7. 1958. Guðný átti 8 systkini, þau eru öll látin. Hún giftist 1938 Svavari Antonssyni, f. á Ólafsfirði 12.11. 1913, d. 22.12. 1983. Börn þeirra eru: Bergvin, f. 27.7. 1937, sambýlis- kona Hallfríður Kolbeinsdóttir, f. 30.3. 1938, Gunnar, f. 27.11. 1938, kvæntur Ólaf- íu Gunnlaugu Guð- mundsdóttur, f. 23.3. 1943, Guð- finna, f. 8.7. 1940, gift Gunnari Gunn- arssyni, f. 28.1. 1937, Garðar, f. 25.1. 1943, kvæntur Sigurlínu Ingadótt- ur, f. 29.1. 1947. Fósturbörn: Anton Sigurðsson, f. 17.8. 1932. Sambýliskona Herdís Egilsdóttir, f. 18.7. 1934. Mar- grét Hjaltadóttir, f. 27.2. 1949. Gift Skúla Friðfinns- syni, f. 18.8. 1946. Svavar Jón Gunnarsson, f. 11.11. 1958. Útför Guðnýjar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Góð kona er látin aðeins fáum dögum fyrir 86 ára afmælisdag sinn. Hún hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða. Aldrei heyrð- ist hún þó kvarta, því æðruleysi var henni í blóð borið. Guðný var fædd 18. febrúar 1916 á Grund í Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Margrét Pálsdóttir og Ingimar Bergsson. Þau voru barnmörg og bláfátæk, enda voru þá mjög erf- iðir tímar, hafís, fannfergi og al- mennt harðæri. Var hún því alin upp frá 10 mánaða aldri á Karls- stöðum í Ólafsfirði hjá þeim góðu hjónum Guðfinnu Steinsdóttur og Ásgrími Þorgrímssyni. Hélt hún þó alltaf sambandi við foreldra sína eins og aðstæður leyfðu. Á Karlsstöðum eyddi hún bernskuár- unum við hin venjulegu sveita- störf. Þar fram til fjallanna við árnið og lækjarklið hefur hana dreymt stóra drauma um að læra sem mest í framtíðinni, svo sterk sem náms- og fróðleiksþrá hennar var. Tími og fé leyfðu það aldrei nema skerfinn, sem okkur öllum býðst, að læra af lífinu sjálfu. Það nám hefur hún stundað með glæsi- brag, svo gáfuð kona og hugsandi sem hún var. Árið 1938 giftist hún Svavari Antonssyni frá Ólafsfirði. Þar ólu þau allan aldur sinn, sam- hent og elskuleg hjón. Þau áttu 4 börn, Bergvin, Gunnar, Guðfinnu og Garðar. Einnig ólu þau upp systurson Svavars, Anton Sigurðs- son, og systurdóttur Guðnýjar, Margréti Hjaltadóttur. Elín, móðir Svavars, dvaldist hjá þeim til dauðadags. Var hún mikil stoð og styrkur börnunum, þar sem Guðný vann úti af miklum dugnaði öll þau störf, er til féllu, mest við alls kon- ar fiskvinnslu. Þá var mikið um að vera á því sviði þar á Ólafsfirði. Svavar sótti sjóinn af atorku til hins síðasta. Heimilið var þá stórt, mjög gestkvæmt, því þar var gest- risnin í heiðri höfð. Einnig ólu þau upp Svavar Jón Gunnarsson, son Guðfinnu, sem fæddur er 1958. Öllum hópnum komu þau vel upp og bjuggu lengst af í litla húsinu sínu á Kambi. En sól bregður sumri oft skjótt, Svavar lést snögglega rétt fyrir jól 1983, Guðnýju var það mikið áfall og lífsgleði hennar dvínaði mjög. Hún bjó þó áfram á Kambi til árs- ins 1995. Þá fluttist hún að Horn- brekku, heimili aldraða á Ólafs- firði. Nú var henni tíminn nægur, en kraftar þrotnir, og því tækifæri fá. Þá veit ég, að hugur hennar hefur oft reikað til æskuáranna, sem hún átti fram til fjallanna við fegurð náttúrunnar. Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum þrátt sólskinstund um miðja nátt, aukið degi í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fætur. (Stephan G. Stephansson.) Hallfríður Kolbeinsdóttir. Á fimmtudaginn hringdi mamma og sagði að amma Guðný í Ólafs- firði væri dáin. Allt í einu virtist fjarlægðin við heimalandið miklu meiri en venjulega og minning- arnar streymdu fram. Þar sem ég og María systir vor- um fæddar og aldar upp í Reykja- vík var það fastur liður að við heimsæktum afa og ömmu í Ólafs- firði á hverju sumri. Lagt var af stað snemma morguns og bíllinn hlaðinn af öllu því dóti sem til- heyrir fjögurra manna fjölskyldu. Ferðin var löng og virtist aldrei ætla að taka enda. Það var því kærkomin sjón þegar komið var yfir Lágheiðina og Ólafsfjörður blasti við, oft á tíðum baðaður í sólskini. Þegar ég lít til baka iðaði allt af lífi og fjöri hjá afa og ömmu. Þar voru frændur og frænkur, ná- grannar og ekki síst ferfætlingar, Lottur af ýmsum árgerðum. Í eld- húsinu fóru fram fjörugar sam- ræður og var mikið hlegið. Þeim sem áttu leið hjá var öllum boðið upp á hressingu og ekki var skorið við nögl. Þarna lærðum við María að meta heimabakað rúgbrauð og hákarl, hákarlastöppu og soðið brauð og skyrið hennar ömmu átti engan sinn líka. Oft á tíðum fórum við í göngu- ferðir með afa. Það brást aldrei að hann hitti fyrir fólk sem hann þekkti og þá var stoppað og spjall- að. Þegar okkur var farið að leið- ast þófið læddi afi hendinni í vas- ann og laumaði að okkur kóngabrjóstsykri. Það var alveg með ólíkindum hvað það gat verið mikið í vösunum hans afa. Heimsóknirnar til afa og ömmu voru fullar af atburðum, við fórum niður á höfn og á sjó með afa, komum við í búðinni hjá Guffu frænku með ömmu, syntum í sund- lauginni á hverjum degi og versl- uðum í „gatinu“ í Kaupfélaginu. Það kom líka fyrir að afi og amma komu í heimsókn til okkar. Þá var oft eitthvað um að vera. Ég man hvað mér þótti gaman að hjálpa ömmu við að gera sig fína. Mamma lagði á henni hárið og hún var klædd í sitt fínasta púss. Í eyr- unum hafði hún eyrnalokka með rauðum steinum og hálsfesti í stíl. Oft fengum við María að punta okkur með því sem hún hafði í skartgripaskríninu og þegar kom að ilmvatninu vorum við úðaðar í bak og fyrir. Að öllu þessu loknu voru engin takmörk fyrir því hversu okkur fannst amma vera fín. Hún var nett og fínleg kona með þykkt hár og alltaf var stutt í dillandi hláturinn. Þegar afi dó missti amma mikið. Heilsunni hrakaði og við urðum eldri. Hinum árlegu heimsóknum í Ólafsfjörð lauk eftir að ég fluttist til Danmerkur. Við töluðumst stundum við í síma og það var greinilegt að hún fylgdist með þó svo fjarlægðin á milli okkar væri svona mikil. Síðustu árin dvaldi amma í dvalarheimilinu Horn- brekku og var vel hugsað um hana þar. Nú hefur amma fengið frið og þau afi eru saman á ný. Eftir sit ég með allar minningarnar sem alltaf munu fylgja mér. Guð blessi minningu Guðnýjar ömmu minnar. Guðrún Garðarsdóttir Rytter. Elsku amma, okkur langar að þakka fyrir stundirnar sem við átt- um með þér. Þú hefur gegnt mik- ilvægu hlutverki í lífi okkar allt frá því við vorum lítil börn. Þið afi tókuð virkan þátt í uppeldi okkar og hefur það mikið til mótað okkur sem einstaklinga. Alltaf var gott að koma heim á Kamb og njóta væntumþykju ykk- ar og hlýju. Það eru svo margar minningar sem hellast yfir okkur á stundu sem þessari. Það sem stendur upp úr er virðing fyrir þér og afa og ást ykkar hvors til ann- ars. Þegar afi dó fyrir rúmum 18 árum hófst erfitt tímabil í lífi þínu, en þú áttir mikla orku eftir og lík- ami þinn var sterkur. Við vitum að síðustu árin hafa verið þér erfið og þú hefur beðið eftir að fá að yf- irgefa þennan heim. Andlát þitt bar brátt að þótt við vissum hvert stefndi. Það var þér líkt að grípa tækifærið og kveðja skyndilega, þú kærðir þig ekki um of mikið umstang í kringum þig. Það er svo skrítið að þegar kveðjustundin er runnin upp erum við ekki alveg tilbúin. Sorg okkar er þó gleði blandin fyrir þína hönd. Við erum sannfærð um að þú hafir fengið góðar móttökur og að þér líði vel hjá afa. Það eru svo margar góðar stundir að baki sem við höfum átt með þér. Þú hafðir gaman af að fylgjast með þegar við systurnar eignuðumst börnin okkar ungar og lagðir þig fram við að kynnast þeim. Þú tókst þeim opnum örm- um, prjónaðir á þau sokka, málaðir á svuntur og fleiri falleg handverk. Þú varst alltaf svo hógvær, sagðir t.d. að loknum prjónaskap: „Hérna eru einhverjar druslur sem ég klambraði saman, kannski getið þið notað þetta, annars hendið þið því bara.“ Við skömmuðum þig fyrir að láta svona því okkur þótti og þykir vænt um allt sem þú hef- ur gefið okkur. Þú fylgdist með okkur í námi og starfi. Mökum okkar tókstu einnig opnum örmum og þeir virtu þig og dáðu. Elsku amma, þú varst mjög trú- uð og sóttir mikið í trúna til að öðlast styrk. Það eru fjórir hlutir sem við tengjum sérstaklega seinni árum ævi þinnar, þeir eru: biblían, krossinn þinn, kertaljós og mynd af afa. Við sem eftir lifum notum oft hluti til að halda í minn- ingar og þessir hlutir minna okkur á þig. Þú lagðir mikla áherslu á að kenna okkur bænir og viljum við kveðja þig með fallegri bæn sem þú kenndir okkur í æsku. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Við elskum þig, þín barnabörn Sólveig Ingunn, Guðný, Ás- dís, Friðfinnur Gísli, Anna Margrét og Elín Berglind. GUÐNÝ INGIMARSDÓTTIR ✝ Jóna KolbrúnEinarsdóttir fæddist á Raufarhöfn 6. júní 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Guðný Hallgrímsdótt- ir, f. 1905, d. 1979, og Einar Guðlaugsson, f. 1905, d. 1975. Systk- ini Jónu eru: Jóhanna Hólmfríður, f. 1930, Guðlaug, f. 1933, Pál- ína Sigríður, f. 1935, Þorbjörg Erla, f. 1937, d. 1944, Guðmundur Valur, f. 1938, stúlka, f. 1938, d. sama ár. Jóna giftist 31. desember 1969 Bjarna Jóhannesi Björnssyni, f. 1939. Foreldrar hans voru Björn Jóhannesson, f. 1898, d. 1969, og Anna Kristjana Þórarinsdóttir, f. 1896, d. 1969, frá Grashóli í Öx- arfjarðarhreppi. Börn Jónu Kol- brúnar og Bjarna Jóhannesar eru: 1) Helga, f. 1963, í sambúð með Halldór Þorsteini Þórólfs, f. 1965. Þeirra börn eru: Jóna Dröfn, f. 1984, Þorbjörg Erla, f. 1990, Halldór Helgi, f. 1992, og Bjarni Jó- hannes, f. 1996. Þau búa á Raufarhöfn. 2) Anna Kristjana, f. 1964, í sambúð með Stefáni G. Óskars- syni, f. 1963, börn þeirra eru Óskar, f. 1983, og Lovísa Hrund, f. 1988, þau búa í Reykjavík. 3) Einar, f. 1967, kona hans var Hafdís Sig- ursteinsdóttir, f. 1963, þau slitu samvistum, dóttir þeirra er Jóna Kolbrún, f. 1992, Einar býr á Rauf- arhöfn. 4) Sigríður Harpa, f. 1975, í sambúð með Víkingi Jónssyni, f. 1971, dóttir þeirra er Hulda Krist- ín, f. 1993, þau búa á Þórshöfn. Síðustu 10 ár vann Jóna á leik- skólanum Krílabæ á Raufarhöfn. Útför Jónu Kolbrúnar fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, þú sem varst alltaf svo góð og elskuleg við okkur. Vonandi líður þér vel núna. Við þökkum fyrir allan tímann sem við höfum fengið að eiga með þér og kveðjum þig með söknuði. Láttu nú ljósið mitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín barnabörn, Jóna Dröfn, Þorbjörg Erla, Halldór Helgi og Bjarni Jóhannes. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Elsku besta systir og vinkona. Ég gleymi aldrei 6. júní, deg- inum þegar þú fæddist. Ég var níu ára gömul og hafði beðið mömmu um litla systur. Fékk ég það stað- fest þegar litla barnasængin birt- ist skyndilega, úti á snúru, heima. Mikið fannst mér gaman að fá að hugsa um þig og fá að leika við þig, svo fjörugt og brosmilt barn sem þú varst. Ekki var jafngaman að svæfa þig því þú varst svo lengi að sofna og ég svo óróleg yfir því að ég væri að missa af einhverju úti. Svona liðu árin okkar heima og það kom að því að leiðir okkar skildi tímabundið þegar ég fór suður sautján ára gömul. Það var ekki fyrr en þú hittir hann Jóa þinn og þið fóruð að búa að aftur komst á samband og við kynnt- umst hvor annarri betur. Þrátt fyrir hlédrægni þína innan um ókunnuga varstu opin, blíð og þægileg í umgengni, ekki síst við börnin og barnabörnin. Enda fór aldrei styggðaryrði á milli okkar tveggja. Sjálfstæðið og ákveðni þín stóð þér aldrei fyrir þrifum og þú rifj- aðir upp fyrir mér með glettni í augum að á unglingsárunum hefðir þú ,,aldrei“ komið heim á réttum tíma. Lést mömmu alltaf bíða eftir þér. Oft komuð þið Jói og börnin suður og gistuð hjá mér og þegar ég missti manninn minn bauðstu börnunum mínum að koma norður og þeim leið vel hjá þér og voru hænd að þér. Þetta var mér mikill stuðningur. Síðasta ferðalagið mitt með þér og Jóa var þegar við hitt- umst á ættarmótinu fyrir norðan og fórum síðan áfram saman um landið. Mikið var fjörugt og gaman að vera saman og hitta fólkið okkar. Ég vissi ekki að þetta yrði síð- asta ferðin okkar saman. Fréttin um sjúkdóminn kom eins og reiðarslag og ekki var hægt að stöðva hann. Ég óskaði þess oft að það væri ekki svona löng vegalengd á milli okkar en við töluðum óspart saman í síma. Elsku Jóna, þakka þér fyrir alla vináttuna og samverustundirnar. Þær verða góðar minningarnar um þig og þær á ég oft eftir að rifja upp. Kæru Jói, Helga, Anna, Einar og Sigríður Harpa. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning þín Jóna mín. Þín systir Pálína. Jóna Kolbrún fyrrverandi vinnu- félagi minn frá Leikskólanum Krílabæ er öll, hennar ljós er slokknað. Með söknuði kveð ég þig í hinsta sinn. Við kvöddumst í maí í fyrra þegar ég hætti á Krílabæ og flutti til Egilsstaða, við sjáumst og heyrumst lofuðum við hvor ann- arri, en í júlí varst þú orðin veik. Það var gott að vinna með þér, alltaf varstu létt í skapi og það var gott að tala við þig um allt, þú varst snillingur á bilaða rennilása og ef eitthvað fannst ekki af því sem við átti að nota í starfinu, þá var næsta öruggt að Jóna vissi hvar átti að leita. Ég trúði svo í hjarta mér að þú myndir ná þér, en því miður báru veikindin þig of- urliði. Þótt erfitt sé að sætta sig við dauðann og sorgin sé mikil, er huggun að vita að þú ert í góðum höndum hjá Guði og passar kannski litlu englana og syngur fyrir þá öll leikskólalögin, því þú gast sungið svo vel. Elsku Jói, þinn missir er mikill, þér Helgu, Önnu, Einari og Hörpu, barnabörnum og tengda- börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mína dýpstu samúð og bið guð að styðja ykkur í sorginni. Elsku Jóna mín, takk fyrir allt og allt. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í. Þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir í dýrðar hendi Drottins mín, sofðu vært. hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í guði sofnaðir þú. Í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pétursson.) Guðný Baldursdóttir. JÓNA KOLBRÚN EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.