Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKOMULAG um kaup Reykja- víkurborgar á fasteignum og að- stöðu af hluthöfum Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi var samþykkt með átta atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlistans í borgarstjórn á fimmtudagskvöld. Samkomulagið felur einnig í sér stöðvun efnaframleiðslu. Umsamið kaupverð er 1.280 milljónir króna og samkvæmt samningnum ber Áburðarverksmiðjunni að fjarlægja mannvirki sem fylgja efnavinnslu á svæðinu fyrir 15. maí nk. en Áburð- arverksmiðjan leigir aðstöðuna til 1. september 2003 með forleigurétti til 1. september 2004. Lóðarsamningur hafði verið framlengdur við eigend- ur verksmiðjunnar árið 1988 til árs- ins 2019. Mikil umræða varð um kaupverð fasteigna og aðstöðu Áburðarverk- smiðjunnar á fundi borgarstjórnar og óskuðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eftir því að fá upp- lýsingar um hvaða mat á eignum Áburðarverksmiðjunnar lægi til grundvallar kaupverðinu. Inga Jóna Þórðardóttir borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna sagði að síðastliðið sumar hafi þegar verið orðið ljóst að eigendur Áburðar- verksmiðjunnar vildu hætta rekstri og segir eigendur hennar hafa sagt upp fjölda starfsmanna til hagræð- ingar og ákveðið hafi verið að hætta frumvinnslu efna til áburðarfram- leiðslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafði áður sagt á fund- inum að nýtt fasteignamat, sem hljóðar upp á 1.365 milljónir króna, hafi legið fyrir í desember 2001 og taldi eðlilegt að miða kaupverð við það. 64% hækkun fasteignamats Borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins þótti hins vegar óeðlilegt hversu mikið fasteignamatið hækk- aði milli áranna 2000 og 2001. Árið 2000 var fasteignamatið um 830 milljónir og hafi því að sögn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar hækkað um 64%. Vildu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins að afgreiðslu máls- Þeir hafi ekki verið tilbúnir að taka lægra tilboði. Samningaviðræður hafi staðið yfir í fimm mánuði. Verksmiðjan seld ódýrt árið 1999? Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi óskaði eftir svari við því af hverju borgin hafi ekki keypt Áburðarverksmiðjuna árið 1999 er ríkið seldi verksmiðjuna. Þá var hún seld á 1.257 milljónir króna, 750 milljónir voru á þeim tíma taldar liggja í birgðum og að sjóðbært fé hafi numið 19 milljónum króna. Rætt var um að verksmiðjan hafi þá verið seld of ódýrt. Miðað við kostn- að við niðurrif fasteigna og aðstöðu á lóðinni, sem þá var talin nema um 250–300 milljónum, hafi eiginlegt kaupverð verið um 500 milljónir. Þetta kemur fram í skýrslu fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu um söluna. Inga Jóna sagði að borgaryfirvöld hafi hins vegar boðið 617 milljónir króna í verksmiðjuna, eignir og starfsemi, árið 1997 en því tilboði hafi verið hafnað. Nú væri hins veg- ar boðið mun hærra í eignir sem fyrirséð væri að yrðu rifnar. Ingibjörg Sólrún benti á að greið- andi væri fyrir að losna við verk- smiðjuna fyrr af svæðinu en lóð- arsamningur kvæði á um. Land verksmiðjunnar væri verðmætt byggingarland og sagðist hún full- viss um að fjármunir sem varið væri til kaupa fasteigna myndu skila sér aftur til borgarinnar. Borgin ber kostnað vegna niðurrifs Í bókun sjálfstæðismanna um málið á fundinum segir m.a. að borgarfulltrúar sjálfstæðismanna séu þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að sanngjarnt verð verði greitt fyrir mannvirki og aðra aðstöðu þegar Áburðarverksmiðjan hefur ákveðið að hætta stafsemi sinni í Gufunesi. Engin haldbær rök hafi hins vegar verið færð fyrir kaupverðinu. Að auki beri borgin kostnað vegna nið- urrifs sem var áætlaður 2–300 millj- ónir þegar verksmiðjan var seld fyrir þremur árum. Í bókun borgarfulltrúa Reykja- víkurlistans segir að rökin fyrir kaupverðinu væru þríþætt. „Í fyrsta lagi er þetta samningsniðurstaða í frjálsum samningum en ef hún hefði ekki náðst hefði borgin þurft að fara eignarnámsleiðina og engin trygging er fyrir að hún hefði leitt til betri niðurstöðu. Í öðru lagi er þetta verð í námunda við fasteigna- mat eignarinnar sem á að endur- spegla sem næst markaðsvirði. Í þriðja lagi hafa verið færð rök fyrir því að við sölu á byggingarrétti á þessari lóð megi gera ráð fyrir um 1.400 milljóna króna tekjum og þ.a.l. sé líklegt að borgin fari skað- laus frá þessum kaupum. Söluverð einkavæðingarnefndar árið 1999 er í sjálfu sér engin rök í málinu enda áhöld um hvort þá hafi ekki verið selt á undirverði.“ Verð fasteigna Áburðar- verksmiðjunnar gagnrýnt Eðlilegt að fasteignamat sé viðmiðun, segir borgarstjóri, en það hefur hækkað um 64% Guðlaugur Þór Þórðarson Inga Jóna Þórðardóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ólafur F. Magnússon ins yrði frestað þar til gengið væri úr skugga um ástæður þessarar hækkunar. Tillögu um frestun var hins vegar hafnað og sagði borgarstjóri eðlilegt væri að þetta yrði kannað en að það myndi ekki breyta niðurstöðu sam- komulagsins milli borgarinnar og eigenda Áburðarverksmiðjunnar. DÓMNEFND mælir með að verk eftir Ólöfu Nordal og Hafdísi Helgadóttur verði útfærð frekar og framkvæmd vegna listskreyt- ingar í nýbyggingu þjónustuskála Alþingis. Á síðastliðnu ári ákvað Alþingi að efna til samkeppni um list- skreytingu í nýbyggingunni. Þátt- takendur voru valdir í opnu for- vali þar sem 65 listamenn sóttust eftir þátttöku í samkeppninni. Valnefnd valdi fjóra listamenn til að gera tillögu að myndverkum í bygginguna, en áætlaður heild- arkostnaður vegna þessa verk- efnis er sex milljónir króna. Greint var frá niðurstöðum dómnefndar í Þjóðmenningarhús- inu í gær og við það tækifæri sagði Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi stæði fyrir svona samkeppni. Í dómnefnd voru Sigurður Ein- arsson, arkitekt, Kristján Dav- íðsson, listmálari, og Eyjólfur Einarsson, listmálari. Sigurður gat þess að markmiðið með myndverkunum væri að þau mynduðu órjúfanlega heild með byggingunni. Í umsögn dómnefndar kemur fram að allar tillögurnar upp- fylltu keppnislýsingu. Þær væru vel og fagmannlega unnar og bæru þess ljóst vitni að vandað hafi verið til verka. Dómnefndin mælti með að á grágrýtisvegg yrði valið verk eftir Ólöfu Norð- dal, lágmyndir af forystukindum. „Snjöll, einföld og nútímaleg hug- mynd sem tekur ríkt tillit til byggingarinnar og tengir hana fortíð en horfir til framtíðar,“ segir í niðurstöðunum um verkið. Á gipsveggjum var lagt til að tillaga Hafdísar Helgadóttur yrði nánar útfærð, en um er að ræða „nútímalegar freskur með litrófi og formi regnbogans, verk sem gefur von um spennandi birtuspil í björtum salarkynnum skálans“. Auk þeirra gerðu Helgi Gísla- son og Magnús Pálsson tillögur í lokakeppninni. Dómnefndin er ánægð með nið- urstöðuna og listamennirnir segja að ákvörðunin skipti þá miklu máli. „Nú fæ ég að gera verkið og sjá það í raunveruleikanum,“ seg- ir Ólöf og bætti við að tillagan byggðist á völvuhugmynd og álf- konuhugmynd, en í umsögn dóm- nefndar kemur fram að verkið sé frumlegt og hafi þjóðlega skír- skotun til forystuhlutverks Al- þingis. „Ég er ofsalega kát og þetta er mjög gaman.“ Hafdís segir að það hafi verið mikilvægt að hafa verið valin til að taka þátt í samkeppninni og í kjölfarið verði skemmtilegt að takast á við að vinna verkið. „Það er gaman að sjá hvernig hug- myndir færast inn í raunveruleik- ann,“ segir hún og bætir við að lýðræðishugmynd hafi verið út- gangspunktur tillögunnar. Mælt með tveimur listskreytingum í nýbyggingu Alþingis Verk eftir Ólöfu Nordal og Hafdísi Helgadóttur valin Morgunblaðið/Ásdís Niðurstöðurnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu og fengu lista- mennirnir blóm við það tækifæri. Frá vinstri: Ólöf Nordal, Hafdís Helgadóttir, Sigurður Einarsson og Halldór Blöndal. Tillaga Hafdísar Helgadóttur. Tillaga Ólafar Nordal. VART hefur orðið við áunna sykur- sýki í börnum hér á landi, en hún er ennþá mjög sjaldgæf, að sögn Árna Þórssonar, yfirlæknis á barnadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Í Morgunblaðinu í gær er frá því skýrt að í Bretlandi hafi fundist áunnin sykursýki í hvítum ungling- um sem þjáist af offitu og það þyki fyrirboði stóraukinna útgjalda og álags á heilbrigðiskerfið í landinu. Árni sagði að í heiminum virtist vera í uppisglingu flóðbylgja áunn- innar sykursýki sem tengist offitu. Langmest sé þetta í fullorðnu fólki, en nú sé farið að verða miklu meira vart við þetta í börnum hér og þar í heiminum. Árni sagði að ákveðnir þjóðflokkar virtust vera næmari fyrir þessu en aðrir. Þannig virtust allt að 50% fólks í sumum indíánakynþáttum fá áunna sykursýki. Árni sagði að dæmi um þetta hefðu sést í börnum hér, en það væri ekki hægt að segja að um sambæri- legan faraldur væri að ræða, eins og virtist vera í uppsiglingu sums stað- ar erlendis. Hann sagði aðspurður að þessi áunna sykursýki virtist fyrst og fremst tengjast offitu og óhollu mat- aræði þar með. Meðferðin fælist í breyttu matarræði og í vissum til- vikum einnig lyfjagjöf. Árni bætti því við að það væri greinilegt að offita færi mjög vax- andi hér á landi. Það væri ekki minnsti vafi á því og það væri hugs- anlega bara tímaspursmál hvenær við lentum í þessu. Áunnin sykursýki í börnum ennþá mjög sjaldgæf hér PRÓFKJÖR vegna komandi sveit- arstjórnarkosninga fara fram hjá tveimur stjórnmálaflokkum í fjórum sveitarfélögum í dag. Samfylkingar- menn í Kópavogi og Reykjanesbæ velja fólk á sína lista og sjálfstæð- ismenn í Bessastaðahreppi og á Akranesi sömuleiðis. Nánar er greint frá prófkjörinu í Reykjanesbæ á Suðurnesjasíðu blaðsins í dag en í Kópavogi verður kjörstaður Samfylkingarinnar í Digranesskóla opinn frá kl. 9 til 20 í kvöld. Tíu gefa kost á sér en velja á fjóra þeirra í sætin frá 1 til 4 og er kosningin bindandi fyrir þau sæti. Öllum meðlimum flokksins í Kópa- vogi er heimil þátttaka, sem og þeim Kópavogsbúum sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við framboðið. Tólf einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Bessastaðahreppi. Kjörstaður í íþróttamiðstöð hreppsins verður op- inn frá kl. 10 til 18 í kvöld. Þátt mega taka allir stuðningsmenn Sjálfstæð- isfélags Bessastaðahrepps sem hafa kosningarétt 25. maí nk. og sömu- leiðis félagsmenn sem náð hafa 16 ára aldri. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur átt 4 fulltrúa í hreinum meirihluta í hreppsnefnd á kjörtímabilinu. Hjá Sjálfstæðisflokknum á Akra- nesi gefa 12 manns kost á sér í próf- kjörinu. Kosið verður á Kirkjubraut 17, eða Ásgarði, frá kl. 10-19. Próf- kjörið er opið atkvæðisbærum Ak- urnesingum sem undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. Einnig mega taka þátt þeir félagar Þórs, fé- lags ungra sjálfstæðismanna, sem voru skráðir fyrir síðustu áramót og þurfa ekki að hafa náð kosninga- aldri. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga Prófkjör í fjórum sveitarfélögum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.