Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala er í síma 595 7999 og 800 6434, virka daga á milli 9.00 og 17.00, og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Richard Simm, píanóleikari Á Sunnudags-matinée í tónlistarhúsinu Ými 24. febrúar kl. 16.00. Á efnisskrá eru einleiksverk fyrir píanó e. Scarlatti, Lizst, Ravel og Grieg, auk útsetninga eftir Richard Simm. TÓNLISTARSKÓLARNIR hafa undanfarin ár helgað sér síðasta laug- ardaginn í febrúar. Með tónleikum, samkomum, sýningum og viðburðum af ýmsum toga er þennan dag vakin athygli á starfi skól- anna. Tónskólinn Do Re Mi Opið hús frá kl. 11–13 að Frostaskjóli 2. Tvennir tónfundir, kl. 11 og kl. 12. Tónlistarskólinn í Reykjavík Opið hús frá kl. 12–16, m.a. eru opnir tónleikar nemenda í sal skólans í Skipholti 33. Tónlistarskólinn í Garðabæ Hið nýja hús- næði skólans verður til sýnis frá kl. 13. Kl. 14 eru árlegir stórtón- leikar skólans þar sem fram koma flestir þeir sem lengst eru komnir í námi. Tónmenntaskóli Reykjavíkur „Tematónleikar“ verða í sal skólans, Lindargötu 48 kl. 13. Kynnt verður alþýðutónlist. Söngskólinn í Reykjavík Nemend- ur skólans syngja einsöng við guðs- þjónustur í kirkjum Reykjavíkur-pró- fastsdæma, auk Fríkirkjunnar, á sunnudag. Þórunn Marinósdóttir, sópran, syngur einsöng í Árbæjar- kirkju og Gunnhildur Júlíusdóttir, sópran, í Fella- og Hólakirkju. Í Graf- arvogskirkju syngur Hólmfríður Jó- hannesdóttir, mezzó-sópran, og í Seljakirkju Bentína Sigrún Tryggva- dóttir, mezzó-sópran. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópran, syngur í Breiðholtskirkju og Hafsteinn Þór- ólfsson, barítón, í Hallgrímskirkju. Aðalsteinn Jón Bergdal, tenór, í Ás- kirkju og Ásgeir Páll Ágústsson, barí- tón, í Dómkirkjunni. Margrét Lára Þórarinsdóttir, sópran, Bústaða- kirkju, og söngvari Háteigskirkju verður Regína Unnur Ólafsdóttir, sópran. Þorvaldur Þorvaldsson, bassasöngvari, í Laugarneskirkju, Hjördís Elín Lárusdóttir, sópran, í Grensáskirkju og Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir, mezzó-sópran, í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Í Digranes- kirkju syngur María Jónsdóttir, mezzó-sópran, og Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir, mezzó-sópran, við kvöldmessu í Kópavogskirkju og kirkjugestir í Seltjarnarneskirkju fá að hlíða á söng Sólveigar Sam- úelsdóttur, sópran. Söngskólinn Hjartansmál Opið hús verður í skólanum kl. 14.30–16.30. Tónleikar kl. 15.30 með nemendum skólans. Tónlistarskóli Hafn- arfjarðar Skólinn opinn frá 13–18. Kl. 14 og kl. 15 verður Töfratónar, verk Ólafs B. Ólafsson- ar, flutt af Barna- og unglingakór Hafnar- fjarðarkirkju, Eldri skólakór Bessastaða- hrepps og hljóðfæra- leikurum úr Kammer- sveit Tónlistarskólans. Kórstjórar eru Aðal- heiður Margrét Gunn- arsdóttir og Linda Mar- grét Sigfúsdóttir. Hljómsveitarstjóri Óli- ver Kentish. Tónleikar Skólalúðrasveitar Tónmenntaskólans í Reykjavík og Lúðrasveitar Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar eru kl. 17. Stjórnendur eru Rúnar Óskarsson og Stefán Ómar Jakobsson. Söngtón- leikar verða kl. 20 þar sem Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, flytur fyrri hluta burtfararprófs síns frá skólanum. Undirleikari á píanó er Ingunn Hild- ur Hauksdóttir. Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar Opið hús og hljóðfærakynning í Hraunbergi 2 kl. 13–15. Tónleikar kl. 13.30–14 í salnum. Í sal skólans, Engjateigi 1, eru lokatónleikar Elías- ardaga kl. 14. Í Víðistaðakirkju verða tónleikar framhaldsnemenda kl. 15 og kl. 17. Tónskóli Eddu Borg Tvennir tón- leikar í Seljakirkju, kl. 11 og kl. 12. Tónlistarskóli Bessastaðahrepps Händel-tónleikar í hátíðarsalnum kl. 11. Nemendur bregða upp mynd af tónskáldinu í tali og tónum. Suzukitónlistarskólinn í Reykja- vík Tvennir tónleikar verða í sal skól- ans, Sóltúni 24, kl. 14 og 15.15. Breiðholtsskóli Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts heldur tón- leika kl. 14. Stjórnandi er Lilja Valdi- marsdóttir. Tónlistarskólinn í Grafarvogi Nemendatónleikar Húsaskóla kl. 16. Tónlistarskóli Austur-Héraðs Eiðadeild tónlistarskólans verður með tónleika í barnaskólanum á Eið- um kl. 15. Dagur tón- listarskólanna Eyjólfur Eyjólfsson UNDIRBÚNINGUR vegna 83. árs- þings Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi gengur vel, en það verð- ur nú haldið í Bandaríkjunum í fyrsta sinn og fer fram í Minneapolis 19. til 21. apríl næst komandi. Gert er ráð fyrir um 200 til 250 þátttakend- um frá Bandaríkjunum, Íslandi og Kanada. Haraldur Bjarnason, læknir og einn af forystumönnunum í undir- búningsnefndinni, segir að undir- búningurinn gangi samkvæmt áætl- un. Búið er að senda út kynningarbæklinga vegna þingsins, í liðinni viku var opnuð heimasíðan http://www.frostbit.com/ice- landmn og skráning fulltrúa er hafin. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað við undirbúninginn og hefur Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri ís- lensk-ameríska verslunarráðsins og starfandi aðalræðismaður í New York, verið undirbúningsnefndinni innan handar. Þingið fer fram í húsakynnum Minnesota-háskóla, McNamara Center, og setur Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, þingið, en auk þess verður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, á meðal ræðumanna. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Banda- ríkjunum, og Hjálmar W. Hannes- son, sendiherra í Kanada, taka þátt í umræðum og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp, en í tengslum við ráðstefnuna verður nýr samningur milli HÍ og Minnesota- háskóla varðandi skiptinemasam- starf undirritaður. Skólarnir hafa haft samstarf á þessu sviði í 20 ár og er gert ráð fyrir nokkrum íslenskum fyrrverandi nemendum við Minne- sota-háskóla, búsettum á Íslandi, á þingið af þessu tilefni. Tilgangur ráðstefnunnar er ann- ars vegar að efla tengsl Íslendinga- félaganna í Kanada og Bandaríkjun- um og hins vegar að efla tengsl þeirra við Ísland. Undanfarin ár hef- ur verið unnið að því að sameina öll Íslendingafélög í Norður-Ameríku undir einn hatt og er ljóst að um tímamótaþing verður að ræða. Viðamikil dagskrá verður á þinginu með áherslu á margs konar menningarmál. Meðal annars ræða Guðjón Arngrímsson, Böðvar Guð- mundsson, Jónas Þór, Wincie Jó- hannsdóttir, Darren Gislason og Don Gislason um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Neil Bardal, Sigrid Johnson, Markús Örn Antonsson, Paul Westdal og Haraldur Bjarna- son fjalla um sögu Þjóðræknisfélags- ins og framtíð þess. Níels Einarsson og Jón Haukur Ingimundarson segja frá Vilhjálmi Stefánssyni í tengslum við opnun sýningar um hann. Eliza- beth Ward frá Smithsonian-safninu talar um Víkinga. Viðar Hreinsson, Einar Már Guðmundsson, Bill Holm og Eleanor Arnason ræða um bók- menntir og fjallað verður um ætt- fræði, svo eitthvað sé nefnt. Guitar Islancio og Gamlir Fóst- bræður skemmta á þinginu en í hóp kórsins verða milli 50 og 60 manns með mökum.       83. ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi Gert ráð fyrir 200 til 250 manns Morgunblaðið/Steinþór Hluti undirbúningsnefndarinnar í Minneapolis. Frá vinstri: Örn Arnar, læknir og aðalræðismaður, Mary Josefson, vararæðismaður, Björgvin Sævarsson, framkvæmdastjóri, Magnús Bjarnason, starfandi aðalræð- ismaður í New York, og Haraldur Bjarnason, læknir. Blíðfinnur og Beðið eftir Godot Síðustu sýningar á tveimur leik- verkum sem verið hafa á fjölum Borgarleikhússins eru á sunnudag. Barnaleikritið Blíðfinnur eftir Þor- vald Þorsteinsson verður sýnt kl. 14. Með aðalhlutverk fara Gunnar Hansson, Ólafur Guðmundsson og Ásta Sighvats Ólafsdóttir. Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket verður sýnt kl. 20. Aðal- hlutverk er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar, Benedikts Erlings- sonar, Björns Inga Hilmarsson og Halldórs Gylfasonar. Cyrano frá Bergerac Síðasta sýning á leikritinu Cyr- ano – skoplegum hetjuleik eftir Edmond Rostand verður í Þjóð- leikhúsinu á sunnudag. Leikritið gerist í Frakklandi á frönsku gullöldinni, 17. öld. Að- alpersóna verksins, Cyrano, er skylmingahetja, líkt og skytturnar þrjár úr hinni frægu sögu Dumas sem gerist á svipuðum tíma. Með hlutverk hinnar hagmæltu hetju fer Stefán Karl Stefánsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- ur Roxönu og Rúnar Freyr Gísla- son Christian. Síðustu sýningar ELZTI karlakór landsins stendur á nítugu um þessar mundir. Séra Friðrik Bjarnason stofnaði og skírði Þresti árið 1912, og hélt hafnfirzki kórinn af því tilefni afmælistónleika í menningarsetri bæjarins, Hafn- arborg, sl. mánudag við góða að- sókn. Norðurlönd eru víðfræg fyrir kórmenningu sína, ekki sízt karlakórana. Góður karlakór er vissulega líka bæði voldugt og undurblítt hljóðfæri í réttum höndum, þó að íhaldssemi í verk- efnavali hafi á seinni árum nokk- uð háð ímynd miðilsins. Það er því lofsverð viðleitni til mótvægis og endurnýjunar að efna til kór- lagasamkeppni á tyllidögum eins og sézt hefur undanfarið, enda mátti skilja á ávarpi Halldórs Halldórssonar kórformanns að sú væri einnig ætlun Þrasta. Dagskrárvalið að þessu sinni bar hins vegar yfirbragð hefðar, eins og kannski er eðlilegt þegar horft er aftur um öxl á tímamót- um. Byrjunarlögin munu þannig einnig hafa verið á fyrstu söng- skrá kórsins 1912, þ.e. hin stuttu en bráðhressu eins erindis lög Spohrs og Nordbloms, Sveinar kátir, syngið og Brosandi land, auk hins strófíska Íslands lag eftir Pacius. Að loknu ávarpi kórformanns voru sungin, enn án undirleiks, þrjú lög eftir stofn- andann, Huldur, Hrím og Hvíl mig rótt, öll á nótum angurværr- ar kyrrðar. Píanóleikari kórsins, Hólmfríður Sigurðardóttir, kom þá inn í myndina og lék fyrst með 16 manna Kór eldri Þrasta, er sungu undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar ljúfan tangó Eiríks Bjarnasonar, Ljósbrá, Logn og blíðu (Bell- man), Schubert-valsinn Hvað vit- ið þið fegra en vínarljóð og Ég gleymi því aldrei er svanirnir sungu eftir Sigvalda Kaldalóns, en Guttavísur Bellmans sem aukalag, og uppskáru mikið klapp. Hinn liðlega 60 manna stóri kór tók þá aftur við og söng með píanóundirleik allt til enda, fyrst hið volduga Úr útsæ eftir Pál Ís- ólfsson. Tvö dulúðug og drama- tísk lengri lög komu í kjölfarið, Brimlending eftir Áskel Jónsson (með kraftmikilli lokalendingu við hæfi) og hið ógnþrungna Nú sigla svörtu skipin eftir Karl O. Runólfsson. Blómarósir, frískleg- ur vals Jóns Ásgeirssonar í nikkulegum fransk-ítölskum kvikmyndaanda Ninos Rota, var næsta atriði, ljómandi vel sungið. Þá söng Þorgeir J. Andrésson tenór einsöng með kórnum Sjá dagar koma (Sigurður Þórðar- son), að vísu svolítið glissöðumót- að. Aftur á móti var napólíski kláfsöngurinn Funiculi, funicula tekinn á hressilegu trukki, þó að píanistinn lýðist annars ofurlítið áður en lauk á úthaldskrefjandi punkteraða akkorðubrokkinu, auk þess sem hinni háu lokanótu einsöngvarans á mí hefði mátt sleppa, enda í nástöðu við sama tón rétt á undan. Ólafur Kjartan Sigurðarson söng síðustu tvö lögin á prent- aðri dagskrá með kórnum af glæsibrag eins og við var að bú- ast, nema hvað efstu tvær nótur hans í Hraustir menn (Sigmund Romberg) voru furðuklemmdar og e.t.v. meir við hæfi tenórs eða bjarts barýtons. Ekki vantaði þó úthaldið á langa „horn“-eintón- inu. Inn í hið langa lag Edvards [ekki með w-i] Griegs, Landsýn, kom Ólafur fyrst eftir langan kórinngang, en þá líka með þeirri reisn sem fornnorskum víkingakonungi sæmdi. Kórinn söng og tignarlega, þó að tempó- ið væri hugsanlega nokkru hæg- ara en tónskáldið ætlaði. Þrestir héldu að vanda uppi merki margs hins bezta í íslenzk- um karlakórsöng, enda auðheyr- anlega ekki vanbúnir góðum söngmönnum í öllum röddum. Samvægi þeirra var að sama skapi með ágætum. Söngurinn var ljómandi samtaka í hraða- og styrkbreytingum, og verulegt bragð var líka að forte-köflum laganna, sem voru oftast lausir við allan hráleika. Helztu van- kantar kórsins fólust nú sem endranær í veikustu styrkstig- unum, þar sem hljómurinn vildi dofna og tónstaðan jafnvel síga endrum og eins. Hvort um fleira en skort á nægum stuðningi sé þar að ræða skal ósagt látið. En sé svo ekki ætti alltjent að vera tiltölulega lítið mál að kippa því í lag, enda algjör óþarfi að leyfa jafnlitlu að skyggja á jafnmikið. Níræðir í fullu fjöri TÓNLIST Hafnarborg Afmælistónleikar Karlakórsins Þrasta. Lög eftir Spohr, Nordblom, Pacius, Frið- rik Bjarnason, Pál Ísólfsson, Áskel Jónsson, Karl O. Runólfsson, Jón Ás- geirsson, Sigurð Þórðarson, Denza, Romberg, Grieg, Eirík Bjarnason, Bell- man, Schubert og Sigvalda Kaldalóns. Einsöngvarar: Þorgeir T. Andrésson tenór; Ólafur Kjartan Sigurðarson barý- ton. Píanóleikur: Hólmfríður Sigurð- ardóttir. Stjórnandi: Jón Kristinn Cort- ez. Mánudaginn 18. febrúar kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.