Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SJÚKRAÞJÁLFUN á einkareknum
stofum hefur farið vaxandi á síðustu
árum. Starfsemi einkarekinna
sjúkraþjálfunarstofa er mjög fjöl-
breytt. Eftirtalið er aðeins hluti af
starfi sjúkraþjálfara á einkareknum
stofum: Sjúkraþjálfun fólks með
ýmsa kvilla frá stoðkerfi s.s. vöðva-
bólgur, bakverki, höfuðverki, grind-
argliðnun og álagseinkenni. Endur-
hæfing gigtsjúkra, aldraðra, fólks
með heila- og taugasjúkdóma, fatl-
aðra, þroskaheftra. Endurhæfing
eftir slys og/eða aðgerðir. Hjarta-
endurhæfing, barnasjúkraþjálfun,
sjúkraþjálfun íþróttafólks.
Auk þessa vinna sjúkraþjálfarar
mikið fyrirbyggjandi starf til að fólk
geti haldið sem bestri heilsu sem
lengst. Þörfin fyrir sjúkraþjálfun á
einkareknum stofum fer stöðugt
vaxandi og fyrir því liggja nokkrar
ástæður m.a.:
Fólk er útskrifað fyrr af sjúkra-
húsum.
Legudögum á endurhæfingar-
stofnunum hefur fækkað.
Fatlaðir og þroskaheftir hafa
verið fluttir af stofnunum yfir á
sambýli.
Fólk er almennt meðvitaðra um
heilsu sína og sækir því fyrr
hjálp en áður.
Læknar eru meðvitaðri um
þennan þátt í meðferð sjúklinga
en áður.
Slysum fjölgar.
Íþróttaslysum fjölgar.
Endurhæfing á sjálfstætt reknum
sjúkraþjálfunarstofum er mjög hag-
kvæm heilbrigðisþjónusta. Þessi
starfsemi sparar ríkinu mikið fé m.a.
vegna færri legudaga á sjúkrastofn-
unum, fólk helst vinnufært lengur og
færri þurfa að fara á varanlegar ör-
orkubætur og minni notkun er á
verkja- og/eða bólgueyðandi lyfjum.
Heildartaxta sjúkraþjálfara er
skipt upp í 60% hluta sem er verk-
takagreiðsla til sjúkraþjálfara og í
40% hluta sem er rekstrarkostnaður
stofu. Sjúkraþjálfarar fá ekki greitt
sérstaklega fyrir önnur verk sem
þeir vinna svo sem skýrslugerð eða
framhaldsbeiðnir. Taxtinn hefur
ekki haldið í við hækkun launavísitöl-
unnar. Á sex ára tímabili frá ’95–’01
hækkaði launavísitalan um 60,72%
en taxti sjúkraþjálfara hækkaði um
einungis 26,74% og er munurinn um
34% sem hallar á sjúkraþjálfara. Á
undanförnum árum hafa verið lagðar
auknar álögur á sjúkraþjálfunarstof-
ur m.a. um bættan aðbúnað, aukinn
fjölda fermetra á sjúkraþjálfara, æf-
ingatækjasal, hópþjálfunarsal og
kröfur um ýmiskonar skráningu, auk
sjúklingatryggingar. Sjúkraþjálfar-
ar hafa þurft að bera þennan aukna
rekstrarkostnað sjálfir.
Við leggjum áherslu á að við erum
fyrst og fremst í baráttu til að fá leið-
réttingu á taxta. Aðrar heilbrigðis-
stéttir, sem eru með samning við TR,
hafa haldið í við launavístöluna og
sigið ívið fram úr henni. Sjúkraþjálf-
urum er ekki heimilt að hækka hluta
sjúklings og taxti þeirra hækkar
ekkert við framhaldsmenntun,
starfsreynslu eða bætta þjónustu í
samræmi við þróun í faginu. Þetta
hefur leitt til flótta úr þessari grein
og nú þegar er farið að bera á skorti
á sjúkraþjálfurum.
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfur-
um var því nauðugur einn kostur að
segja upp samningum við TR 1. jan-
úar sl. Ef samningar nást ekki fyrir
1. mars nk. setja sjúkraþjálfarar á
einhliða hækkun og mun þá ríkja
frjáls samkeppni um taxta. Sjúkling-
ar munu þá þurfa að greiða að fullu
fyrir meðferð og sækja síðan sjálfir
um endurgreiðslu hjá TR. Um 24.000
einstaklingar sækja þessa þjónustu
árlega og er meðferðafjöldi yfir
460.000 þannig að mikið verður að
gera hjá TR eftir 1. mars. Sjúkra-
þjálfarar eru einhuga um þessar að-
gerðir. Við höfum í raun ekkert val
lengur, því að búið er að kippa
rekstrargrundvelli undan sjálfstætt
starfandi sjúkraþjálfarastofum.
SIGRÚN BALDURSDÓTTIR,
sjúkraþjálfari MTc.
Eiga sjúkraþjálfarar
ekki rétt á leiðréttingu?
Frá Sigrúnu Baldursdóttur:
HINN 14. þessa mánaðar birtist
greinarkorn eftir mig í Morgun-
blaðinu þar sem ég sagði stutta dæmi-
sögu um hvernig hægt er að útfæra
frjálshyggjusjónarmið og hverjir geta
notið góðs af þegar rekstur gengur
vel. Fjallaði ég þar um ferðir til sólar-
landa sem eldri borgurum í Farum í
Danmörku hafa staðið til boða í rúm-
an áratug. Í Velvakanda þann 19.2.
var brugðist við þessari grein og
spurt hvort þetta væri stefna Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði. Þar
sem sumir virðast hafa lesið annað út
úr grein minni en það sem skrifað var
vil ég svara þessu.
Bæjarstjórinn í Farum hefur verið
afar vinsæll enda endurkjörinn í
fimmta sinn sl. haust. Hann hefur
fengið margar góðar hugmyndir og
verið duglegur að hrinda þeim í fram-
kvæmd. Á þeim 16 árum sem hann
hefur stjórnað eins og kóngur í ríki
sínu hefur hann gert bæinn mjög eft-
irsóknarverðan að búa í.
Nú á síðustu dögum hafa komið
fram grunsemdir um misferli hjá um-
ræddum bæjarstjóra sem aðallega
tengjast hans eigin neyslu á dýrum
vínum og mat á veitingastöðum auk
áhuga á að styrkja knattspyrnufélag
bæjarins umfram heimildir samanber
forsíðufrétt Mbl. 20.2. Siðblinda virð-
ist geta skotið upp kollinum víðar en á
Íslandi. Það kemur hvergi fram í
fréttaflutningi að sólarlandaferðir
eldri bogara í Farum séu umdeildar
eða tengist grun um misferli bæjar-
stjórans. Það er harla ósennilegt að
nokkur bæjarstjóri færi að stofna
fjárhag bæjarfélags í hættu til að
gleðja gamla fólkið.
Ég er enn þeirrar skoðunar að eldri
borgarar eigi umfram aðra að njóta
góðs af bættri afkomu og betri kjör-
um. Það má eflaust víða spara og hag-
ræða í rekstri bæjarfélaga, t.d. með
útboðum og einkavæðingu. Ég vil
undirstrika að bæði í fyrri grein minni
og þessari hef ég eingöngu komið
mínum persónulegu skoðunum á
framfæri og get ekkert fullyrt um
hvað félögum mínum í Sjálfstæðis-
flokknum í Hafnarfirði sýnist.
SIGURLÍN
SVEINBJARNARDÓTTIR,
framkvæmdastjóri, Hafnarfirði.
Kóngurinn sem varð siðblindur
Frá Sigurlín Sveinbjarnardóttur: