Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur ekki verið hægt að þverfóta fyrir spillingarmálum und- anfarið og í raun al- veg með ólíkindum hvað upp hafa komið mörg mál þar sem háttsettir opinberir emb- ættismenn eru sakaðir um að mis- nota aðstöðu sína. Nýjasta dæmið eru þær alvar- legu athugasemdir sem Ríkisend- urskoðun gerði við umsýslu Guð- mundar Magnússonar, forstöðumanns Þjóðmenning- arhúss, m.a. fyrir ónákvæmni í akstursdagbók, utanlandsferðir og fleira. Þetta mál vekur upp minningar frá því þegar þjóðin stóð á öndinni í sum- ar þegar upp komst um fjár- málaumsvif Árna Johnsen alþingismanns. Það mál er enn í rannsókn en ljóst er að skatt- greiðendur hafa greitt fyrir ýms- ar einkaframkvæmdir Árna. Einkavæðing Landssíma Ís- lands hefur einnig vakið upp spurningar um notkun skattpen- inga almennings. Stjórnarformað- urinn, Friðrik Pálsson, var í vinnu sem sérstakur ráðgjafi við einka- væðingarferlið og fékk greitt fyr- ir, auk mánaðarlegra launa fyrir stjórnarformannssetu, án vit- undar annarra stjórnarmanna. Hreinn Loftsson, fyrrverandi for- maður einkavæðinganefndar, fékk auk greiðslu fyrir nefnd- arsetu greiddar umtalsverðar upphæðir fyrir ráðgjafastörf í þágu nefndarinnar. Eflaust hafa þessir ágætu menn unnið fyrir sínum greiðslum en því er ekki að neita að þessi mál eru bæði sér- staklega óheppileg þar sem um nánast eftirlitslausa meðferð al- mannfjár er að ræða. Þórarinn V. Þórarinsson, sem vikið var úr sæti forstjóra Símans vegna „trúnaðarbrests“, virðist einnig hafa farið nokkuð frjálslega með fjármuni fyrirtækisins í eigin þágu. Að minnsta kosti lítur svo út í dag að ljósleiðari hafi verið lagð- ur í sumarbústað hans á Þingvöll- um og tré gróðursett á lóðinni, „í boði“ Símans. Erfitt er fyrir ut- anaðkomandi að sjá að þessi hlunnindi tengist beint starfi hans Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum þeirra manna sem sakaðir hafa verið um óeðlilega fjármálaumsýslu á kostnað skattborgara. Flestir svara þeir fullum hálsi og segja ekkert óeðlilegt við þær greiðslur sem þeir hafa þegið, eða að þarna sé um að ræða smávegis yfirsjón sem hendi ekki aftur. Þeim virðist þykja það óskiljanlegt hvers vegna öll þessi læti séu útaf engu. Það er hins vegar mjög skilj- anlegt að skattgreiðendur og al- mennir launþegar, sem margir hverjir eiga erfitt með að ná end- um saman nú þegar efnahags- ástandið er ekki upp á sitt besta, hafi ekki skilning á því þegar for- stjórar, forstöðumenn og stjórn- arformenn í þjónustu ríkisins greiða sér nokkrar milljónir fyrir vinnu sem þeir inna af hendi, ofan á þær föstu greiðslur sem þeir hljóta fyrir starfið sem þeim var falið að gegna. Forstjórar og stjórnarmenn eiga að sjálfsögðu að fá greitt fyrir vinnu sína en með eðlilegum hætti og með vitn- eskju stjórnar, eins og annað starfsfólk. Miðað við það sem skattgreið- endur hafa nú fengið að sjá af stjórnun í ríkisrekstri á stuttum tíma, er auðvelt að álykta að samskonar vinnubrögð séu við- höfð víðar og jafnvel viðtekin meðal stjórnenda. Getur verið að það sé álitið „eðlilegt“ innan rík- isfyrirtækja að þeir sem komast í aðstöðu til reyni að fá sem mest út úr starfi sínu í bókstaflegum skilningi? Slíkt sé jafnvel óskráð- ur hluti af launakerfinu. Það fer að verða sífellt auðveldara fyrir utanaðkomandi að draga þær ályktanir. Hlutverk stjórnarmanna í stjórnum opinberra fyrirtækja vekja einnig upp spurningar. Stjórnarmenn virðast, miðað við fréttir undanfarinna daga, ekki vel upplýstir um hvað er að gerast innan fyrirtækjanna eða stofn- ananna sem þeir sitja í stjórn fyrir og eiga að gæta hagsmuna al- mennings. Það hlýtur að vera eðli- legt að gera þá kröfu að stjórn- endur fyrirtækja og stofnana á vegum ríkisins veiti aðhald með því að hafa lágmarkseftirlit með því sem gerist. Stjórnarmenn virðast hins vegar koma af fjöllum þegar upp kemst um margt af því sem viðgengst. En hvert er þá hlutverk þeirra? Eru stjórnir kannski bara annar hluti af „óskráða launakerfinu“ en hlut- verk þeirra um að gæta hagsmuna almennings löngu gleymt? Með allar þessar nýju upplýs- ingar um vafasama stjórn- unarhætti innan ríkisfyrirtækja vakna spurningar um það hvort spilling og óeðlilegar greiðslur hafi aukist innan ríkiskerfisins? Eru stjórnendur í dag spilltari en áður? Hugsanlega, en ekki endi- lega. Það getur verið að sterkari eftirlitsstofnanir, breytt lagaum- gjörð og sterkari fjölmiðlar hafi áhrif þarna á, ábyrgð sé orðin skýrari, söfnun og flæði upplýs- inga almennt betra. Ekki er ólík- legt að vafasamt siðferði hafi ávallt þrifist en komi nú upp á yf- irborðið í ríkari mæli. Hvernig sem saga spilling- arinnar er, er eðlilegt að skatt- greiðendur geri kröfu um sterka upplýsingaskyldu í opinberum rekstri. Skattgreiðendur eiga í það minnsta að geta gert sömu kröfu og eigendur í hlutafélögum. Þá er heldur ekki óeðlilegt að gera kröfu um að tekið sé hart á málum sem þessum og stjórnarmenn, forstjórar og forstöðumenn hjá ríkinu jafnt sem lægra settir starfsmenn taki ábyrgð á sínum gjörðum. Þá er lykilatriði að gætt sé jafnræðis sama hver á í hlut. Það má ekki vera þannig að hátt- setti embættismaðurinn sleppi með áminningu á meðan skúr- ingakonan sem stelst til að hringja til útlanda af skrifstofu hans sé umsvifalaust rekin. Aukin spilling? „Með allar þessar nýju upplýsingar um vafasama stjórnunarhætti innan rík- isfyrirtækja vakna spurningar um það hvort spilling og óeðlilegar greiðslur hafi aukist innan ríkiskerfisins? Eru stjórnendur í dag spilltari en áður?“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is EKKI er ég sam- mála þeim, sem telja Stefán Jón Hafstein hafa riðið feitum hesti frá prófkjöri Samfylk- ingarmanna. Stefán fær að vísu flest atkvæði til þess að vera í öðru sæti á framboðslistanum, en aðeins 41,01%. Honum er hafnað af 58,99 % kjósenda til þess að vera í þessu sæti. Nærri 60% kjósenda vildu annan mann. Er þetta hraklega útkoma, þegar þess er gætt, að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir stóð að framboði hans og Össur Skarphéðinsson. Miðað við eðlilegar prófkjörsreglur náði Stefán Jón Hafstein ekki bindandi kosn- ingu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk 48,50% til þess að vera í fjórða sæti framboðs- listans og hún náði heldur ekki bindandi kosningu. Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórnar, fékk 51,61% til þess að vera í níunda sæti framboðslistans og var sá eini þeirra þriggja, sem fékk bindandi kosningu. Tillag Samfylkingarinnar til R- listans er því ekki stutt af meiri- hluta þeirra, sem tóku þátt í próf- kjöri flokksins. Er það einsdæmi í sögu prófkjöra, að enginn fram- bjóðandi nái bindandi kosningu í öruggt sæti. 59% vilja hann ekki Haraldur Blöndal Samfylking Helgi Hjörvar var sá eini þeirra þriggja, segir Haraldur Blöndal, sem fékk bindandi kosningu. Höfundur er lögmaður. ATBURÐIRNIR 11. september 2001 hafa rumskað við okk- ur öllum, mitt í and- varaleysinu. Við erum gleymin á að stríð eru algeng, svo hafi ávallt verið, og að á nýliðinni öld hafi tvær heims- styrjaldir verið háðar. Hefur maður ekki lært neitt af mann- kynssögunni? Þegar hryðjuverkin í Banda- ríkjunum dundu á komu þau öllum ger- samlega á óvart. Stríð heyra ekki sögunni til, þótt mörgum hafi fundizt það. Kjarn- orkuvopn eru til víða um heim, sýklahernaði er sáraeinfalt að beita, eiturvopnum er mjög auð- velt að beita. Allt eru þetta stað- reyndir sem kunnar hafa verið langa lengi. Atburðirnir 11. september urðu öllum að óvörum. Í kjölfarið var flug fellt niður í Bandaríkjunum og flug féll niður milli Íslands og Bandaríkjanna í nokkra daga. Svo óviðbúin sem við vorum þessari at- burðarás, þá hefði hún getað þróast á verri veg. Það getur ennþá gerzt. En við viljum kannski strax gleyma þessum atburðum og sefja okkur upp í það að um einn einstakan atburð hafi verið að ræða, þetta komi ekki fyrir aftur. Þar með værum við að loka aug- unum fyrir óþægilegum möguleik- um eins og þeim að verulegt hættuástand geti skapazt hvenær sem er og varað miklu lengur en gerðist dagana eftir 11. september sl. Það er mikilvægt öryggismál að Íslendingar eigi farþegaskip til siglinga milli landa. Ég legg til að bætt verði úr því. Siglingar á sjó Skapist alvarlegt ástand í heim- inum fellur flug ef til vill niður, en siglingar á sjó gætu sem bezt verið sæmilega tryggar. Það er ekki ólíklegt. Hvernig eru Íslendingar búnir undir það að missa samband við umheiminn? Hvað eigum við í landinu á hverjum tíma af olíu- birgðum? Við erum um margt háð öðrum þjóðum. Nefna má ýmsa tækni, hvað um varahluti í tækja- veldi okkar? Hvað með lyf? Hvað um matvælabirgðir í landinu? Framleiðsla matvæla í landinu er enn eitt öryggismálið og reyndar ein gildasta röksemd þess að reka landbúnað á Íslandi. Talið er ógætilegt að setja öll eggin í sömu körfu, það er reyndar almennt lögmál. Það er ógætilegt að allt hangi á einum þræði, þótt gildur sé. Það er þá almennt ör- yggismál að ekki hangi allt á einum þræði. Í hagfræði- hugsun Íslendinga er gjarnan notuð svipuð röksemd, að fjöl- breytnin gefi efna- hagslegt öryggi, dragi úr hættu á miklum sveiflum, sem er rétt. Þetta er kall- að að skjóta fleiri stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Með þessari grein er ætlunin að vekja athygli á því að Ís- lendingum er nauðsyn að eiga sín eigin far- þegaskip. Þar með stæðu til boða fólksflutningar milli landa, ekki sízt ef truflanir yrðu á flugi við hættuástand í heiminum. Ferða- menn munu og margir kjósa þá leiðina, svo að siglingar koma ferðaþjónustunni líka til góða. Andvaraleysið gengur ekki leng- ur. Margir hafa treyst varnar- mætti vestrænna ríkja en atburð- irnir 11. september sýna að þar eru varnir allar ótraustari en við héldum. Umræður á Alþingi Nýlega bar ég fram fyrirspurn á Alþingi um stöðu farþegaflutninga til og frá Íslandi og sagði þá meðal annars: „Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn er fyrst og fremst ör- yggismál Íslendinga. Við höfum með tímanum orðið háðari því að ferðast milli landa með flugi. Það má segja að það hafi verið eðlileg þróun. Fólki liggur á, fljótt fljótt, sagði fuglinn. Með flugi hafa ferðir bæði verið tíðar og öruggar. Ég hafði samband við Eimskipa- félag Íslands. Þar hafa einungis tvö skip, þ.e. Dettifoss og Goða- foss, möguleika á að taka greið- andi farþega meðferðis. Hvort þessara skipa er útbúið þannig að það getur tekið að hámarki þrjá farþega. Ástæðan er sú að örygg- isbúnaður skipsins takmarkast við 17 manns hið mesta og áhöfnin er 13–14 manns. Því eru fá pláss fyrir farþega. Ferjusiglingar eru til landsins. Þannig kemur Norræna til Seyðisfjarðar frá maímánuði fram í viku af september eða svo með erlenda ferðamenn fyrst og fremst og tekur Íslendinga sömu- leiðis yfir til Danmerkur. En nú er að koma ný ferja sem mun verða fjórum sinnum stærri en sú sem fyrir er og maður veltir fyrir sér þeim möguleikum sem þar væru fyrir hendi, hvort slík ferja gæti að einhverju leyti komið til móts við – sem ég held að verði vaxandi – þarfir íslenskra farþega að fara siglandi milli landa.“ Í svari samgönguráðherra kom fram að hann teldi að markaður fyrir siglingar farþegaskips til og frá landinu allt árið virtist ekki mikill samhliða því mikla framboði sem er á flugsamgöngum til og frá landinu. Samgöngur við landið væru í góðu horfi eins og er. Þó taldi ráðherra að æskilegt væri að í boði væru sem fjölbreyttastir ferðamöguleikar til landsins allt árið til þess að skapa enn frekari forsendur til uppbyggingar ferða- þjónustunnar, en ekkert lægi fyrir um það í ráðuneytinu, að uppi séu áform um að auka þessa þjónustu. Valkosti vantar Ég vildi með fyrirspurn minni benda á tvær hliðar farþegaflutn- inga milli Íslands og annarra landa, þ.e. annars vegar öryggis- sjónarmiðið ef flugsamgöngur legðust af og hins vegar ferða- mennsku. Það þarf ekki mikið til að lama flug milli landa. Til allrar hamingju hefur það verið fátítt í lífi okkar flestra. Við eigum ekki valkosti. Við eig- um ekki völ á lestarferðum eða akstri milli landa. Við höfum í rauninni enga aðra leið og höfum ekki haft annað en flugið. Við verðum því að horfast í augu við það raunsætt hvort við getum átt aðra valkosti. Og hafa þá einhvers staðar í handraðanum og ekki for- sóma þá. Ég tel að ekki sé stætt á því ör- yggisins vegna fyrir eyþjóð norður í hafi að geta ekki valið um leiðir til að ferðast milli landa, svo ekki sé minnzt á það ef flugi er ógnað. Það er alvarlegt ef siglingar hafa að mestu lagzt af. Ég held við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd og velta fyrir okkur hvort stjórnvöld eigi að hafa ein- hver afskipti af slíkum öryggis- málum, bera á þeim ábyrgð eða greiða fyrir því að úr þeim verði bætt. Fróðlegt væri að vita hvort einhverjir aðilar hafi áhuga á því að tengja siglingaþjóðina á ný við umheiminn. Nóg hafnarrými er fyrir hendi, m.a. hér í Reykjavík. Allt á einum þræði Katrín Fjeldsted Samgöngur Fróðlegt væri að vita, segir Katrín Fjeldsted, hvort einhverjir aðilar hafi áhuga á því að tengja siglingaþjóðina á ný við umheiminn. Höfundur er þingmaður Reykvíkinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.