Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 68
Skattrannsókn í höfuðstöðvum Norðurljósa HÚSLEIT skattrannsóknar- stjóra í höfuðstöðvum Norð- urljósa sem rekur m.a. Stöð 2 og Bylgjuna, er langstærsta aðgerð sem embætti skatt- rannsóknarstjóra hefur ráðist í, skv. upplýsingum Skúla Eggerts Þórðarsonar skatt- rannsóknarstjóra. Að hans sögn tók meginhluti starfs- manna embættisins þátt í að- gerðinni. Haft hefur verið eftir Sig- urði G. Guðjónssyni, starfandi forstjóra Norðurljósa, um þessa aðgerð að skattrann- sóknarstjóri hafi nokkrum sinnum áður komið í slíkar eftirlitsheimsóknir. Að sögn Skúla Eggerts eru aðgerðir þar sem starfsmenn embættisins fara í fyrirtæki og afla gagna oftast nær án nokkurs fyrirvara. ,,Það er afar fátítt að nánast allur starfsmannafjöldi embættis- ins sé settur í það að fara á vettvang í einu máli eins og þarna var. Þetta er lang- stærsta aðgerðin hingað til,“ segir Skúli Eggert. Lang- stærsta að- gerð emb- ættisins MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HARPA VE, skip Ísfélags Vest- mannaeyja, landaði fullfermi af loðnu í Krossanesi á Akureyri í gærmorgun, eða tæplega 900 tonn- um. Hoffell SU var einnig á leið í Krossanes í gær en skipið hætti við för þangað vegna brælu á miðunum og sneri inn til Fáskrúðsfjarðar. Harpa VE lenti einnig í brælu og eins og sést á myndinni gaf vel yfir skipið úti fyrir Austfjörðum á fimmtudag. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Bræla á miðunum úti fyrir Austfjörðum SAMKVÆMT nýju arðsemismati Landsvirkjunar hafa skilyrði Skipu- lagsstofnunar vegna Kárahnjúka- virkjunar, kostnaðarhækkanir inn- anlands og gengislækkun krónunnar haft fremur lítil áhrif á áætlaða arðsemi virkjunarinnar. Greitt verður fyrir raforkuna í doll- urum og því hefur gjaldið í raun hækkað með lægra gengi krónunn- ar. Þessi niðurstaða var kynnt fyrir iðnaðarnefnd Alþingis í vikunni. Að sögn Stefáns Péturssonar, fjármálastjóra Landsvirkjunar, er gert ráð fyrir að raunarðsemi virkj- unarinnar verði 6,3–6,4% og raun- arðsemi eigin fjár ríflega 14%. Áhættumat sem unnið var fyrir Landsvirkjun sýni að það séu mjög miklar líkur á að arðsemin náist. Kostnaður vegna skilyrða sem Skipulagsstofnun setti vegna fram- kvæmda er metinn á ríflega tvo milljarða og fellur meirihluti aukins kostnaðar til við seinni áfanga virkjunarinnar. Vegna skilyrðanna verður að fá meiri orku frá gufu- aflsvirkjun, annaðhvort á Bjarnar- flagssvæðinu eða við Kröflu. Að- spurður segir Stefán að Landsvirkjun hafi að öllum líkind- um í upphafi ofmetið kostnað vegna skilyrða Skipulagsstofnunar en haft er eftir Friðriki Sophussyni, for- stjóra Landsvirkjunar, í Morgun- blaðinu 21. desember sl. að áætlað sé að breytingarnar muni kosta milljarða króna. Er nú gert ráð fyr- ir að heildarkostnaður vegna Kára- hnjúkavirkjunar, gufuaflsvirkjana auk raflína að álverinu verði 117 milljarðar en 1. áfangi kosti 83 milljarða. Þegar hefur verið samið um raforkuverð Stefán minnir á að þegar hafi verið samið um raforkuverð og verður það greitt í dollurum. Eins og kunnugt er hafi gengi íslensku krónunnar fallið talsvert og fáist af þeim sökum fleiri krónur fyrir raf- orkuna. Jafni það að mestu út auk- inn kostnað vegna skilyrða Skipu- lagsstofnunar og kostnaðar- hækkana innanlands. Stefán vill þó ekki gefa upp raforkuverðið, segir það bæði viðskiptaleyndarmál Landsvirkjunar auk þess sem kveð- ið sé á um trúnað í samningum við Reyðarál. Arðsemismat vegna Kárahnjúka- virkjunar var síðast unnið fyrir um 1½ ári og segir Stefán að þá hafi sérfræðingar gert ráð fyrir að krónan yrði töluvert sterkari en síðar varð raunin. Ekki sé gert ráð fyrir því í arðsemismatinu að krón- an nái fyrri styrk í fyrirsjáanlegri framtíð. Litlar breytingar í nýju arðsemismati vegna Kárahnjúkavirkjunar Gengislækkun vegur á móti auknum kostnaðiEFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lands- lögum EES-ríkis, sem kveður á um að bækur á tungumáli þess beri lægri virðisaukaskatt en bækur á er- lendum málum, samrýmist ekki 14. gr. EES-samningsins. Ennfremur að slíkt ákvæði í landslögum verði ekki réttlætt með tilvísun til þeirra almannahagsmuna að bæta stöðu þjóðtungunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dóm- stólsins um þetta efni í tengslum við mál sem þar er rekið á milli Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns og íslenska ríkisins. Samkvæmt lög- um er innheimtur 24,5% virðisauka- skattur af bókum á erlendum tungum og 14% virðisaukaskattur af bókum á íslensku en Hörður telur að þetta sé óheimilt samkvæmt EES- samningnum og höfðaði því mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt frá EFTA-dómstólnum segir að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu „að bækur á íslensku og bækur á erlendum málum væru, a.m.k. að hluta til, í samkeppni og að mismunandi virðisaukaskattsþrep fæli í sér óbeina vernd innlendrar framleiðslu í skilningi 14. gr. EES- samningsins. EFTA-dómstóllinn féllst ekki á þá röksemd að reglur þessar yrðu réttlættar með vísan til þeirra almennu hagsmuna sem felist í því að efla og vernda íslenska tungu. Dómstóllinn tók þó undir það sjón- armið að vernd þjóðtungna hefði mikla menningarlega þýðingu, en taldi að EES-samningurinn hefði ekki að geyma ákvæði sem unnt væri að beita til að réttlæta frávik frá 14. gr. hans. Af þessum sökum taldi dómstóllinn að óhjákvæmilegt væri að líta svo á að umræddar reglur í ís- lensku virðisaukaskattslögunum væru ósamrýmanlegar 14. gr. EES- samningsins.“ EFTA-dómstólinn í Lúxemborg skipa dómararnir Þór Vilhjálmsson forseti, Carl Baudenbacher og Per Tresselt. EFTA-dómstóllinn vegna beiðni um ráðgefandi álit Erlendar bækur beri ekki hærri virðisauka- skatt en innlendar HROSSAGAUKAR hafa sést í Hornafirði síðustu daga. Að sögn Björns Arnarsonar á Höfn er lík- legt að fuglarnir komi frá heitari löndum þar sem sterk norðaustan átt hafi verið ríkjandi undanfarið. Björn telur að gaukarnir eigi að geta lifað af þrátt fyrir vetrarhörk- una og mörg dæmi séu um að hrossagaukar haldi hér til allt árið. Hrossagaukar koma oftast frá vetr- arstöðvum sínum til Íslands í apríl. Hrossagaukar í Hornafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.