Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Markmið verkefnisins er að kanna hvaða breytinga við megum vænta þegar trjám er plantað í opið land og í fyrsta áfanga ætlum við að einblína á lerkiskóg og kanna þar kolefnishringrás, smádýr, botngróð- ur og fuglalíf,“ segir Ásrún. „Við munum bera saman mólendi, þ.e.a.s. opið land og misgamlan lerkiskóg, sem ætti að gefa okkur hugmynd um hvaða breytingar muni eiga sér stað á þessum þáttum eftir því hvernig skógurinn vex upp. Síðan verðum við líka með birkiskóg til saman- burðar til að kanna hvort við erum að fá svipað vistkerfi í lerkiskógun- um og við höfum í íslenskum birki- skógum. Við erum að fá heilmiklar grunnupplýsingar eftir þetta sumar og ætlunin er að fara í fleiri gerðir af skóglendi, svo sem furuskóga, sitka- greni- og stafafuruskóga.“ Bjarni segir um samvinnuverk- efni Náttúrufræðistofnunar Íslands og Skógræktar ríkisins að ræða, þó ekki sé búið að undirrita það form- lega. „Þetta er hópur sérfræðinga sem hefur hist reglulega undanfarið og er búinn að byggja upp og gefa út rannsóknaáætlun og skýrslu um þetta væntanlega verkefni, sem for- stjórar beggja verkefna eru að fara yfir núna. Hugmyndin er að stofn- anirnar styðji og kosti saman eins árs forverkefni, með það fyrir aug- um að byrja að rúlla litlum snjóbolta sem vonandi nær að hlaða utan á sig, en hópurinn stefnir á að minnsta kosti þriggja ára vinnu á Fljótsdals- héraði,“ segir Bjarni. „Við munum svo reyna í framhaldinu að draga að bæði innlenda og erlenda styrki.“ SAMEIGINLEGRI ráðstefnu Hér- aðsskóga, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Náttúru- verndar ríkisins lauk á Egilsstöðum á föstudag. Á miðvikudag kynntu stofnanirnar m.a. samstarf sitt og helstu verkefni þar að lútandi, en á fimmtudag var áherslan lögð á víð- tæka vistfræði skóga og verkefna- niðurstöður sem tengjast málefnum stofnananna Tíu erindi voru flutt á ráðstefn- unni á fimmtudag og var þar á meðal svokallað Skógvistarverkefni kynnt til sögunnar. Bjarni D. Sigurðsson hjá Rannsóknastofu Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Ásrún Elmars- dóttir hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands voru spurð um verkefnið, sem unnið verður á Fljótsdalshéraði. Bjarni segir skógrækt orðna um- talsverða landnotkun á Íslandi í dag, ólíkt því sem hún var til skamms tíma. Þar með þurfi að taka tillit til annarrar landnotkunar þegar land er lagt undir skógrækt, því um um- talsvert flatarmál sé að ræða og allt að þúsund ferkílómetrum í viðar- skógrækt á næstu áratugum. „Umræðan um umhverfisáhrif skógræktar og áhrif á framleiðni vistkerfa hefur aukist mjög nú síð- ustu ár og menn vaknað upp við þá staðreynd að okkur vantar grunn- upplýsingar um íslenskt vistkerfi,“ segir Bjarni. „Við vitum ekki á vís- indalegan né tölulegan hátt hvað gerist með gróður, dýra- og skor- dýralíf og efnahringrásirnar í vist- kerfinu.“ Hvað er íslenskur skógur? Bjarni getur þess að í kjölfarið hafi komið upp vöntun á aðstöðu fyr- ir vísindamenn til að starfa að rann- sóknum á Héraði. „Það kom fram ósk þessa hóps, sem stendur að verkefninu, til Héraðsskóga og sveitarfélagsins Austur-Héraðs, um hvort ekki væri hægt að sjá til þess að búin yrði til vinnu- og gistiaðstaða fyrir vísindamenn til að koma og stunda rannsóknir á Héraði. Svona í stíl við það sem gert var við Mývatn á áttunda áratugnum, þ.e. Náttúru- rannsóknastöðin á Skútustöðum, sem hefur orðið hvati að miklum náttúrurannsóknum.“ Bæjarstjórn Austur-Héraðs mun vera með málið til formlegrar athugunar. Þeir sem koma að verkefninu auk Ásrúnar og Bjarna eru Ólafur K. Nielsen, Guðmundur Halldórsson og Borgþór Magnússon. „Það varð mér mikið undrunar- efni þegar ég kom að utan úr fram- haldsnámi og ætlaði að fara að stunda skógfræðirannsóknir,“ segir Bjarni, „að uppgötva að aldrei hefur verið skilgreint lögformlega á Ís- landi hvað sé skógur. Hér eru til skógræktarlög en það er ekki skil- greint um hvað þau fjalla! Ástæða þess að ég hélt um þetta n.k. hugvekju á ráðstefnunni er sú, að samkvæmt góðum heimildum í landbúnaðar- og umhverfisráðu- neytum er Ísland um það bil að leggja fram frumvarp til lögfesting- ar Kyoto-samkomulagsins, sem er hluti af hinum alþjóðlega loftslags- samningi sem Ísland á aðild að. Í þeim lagatexta er gert ráð fyrir að til sé lögformleg skilgreining á skógi. Ég vildi vekja íslenska vísinda- menn til umhugsunar um að ef þetta frumvarp verður samþykkt á Al- þingi í vor, höfum við aðeins tvö eða þrjú ár til stefnu til að leiðbeina stjórnvöldum um hver er besta skil- greiningin á íslenskum skógi.“ Útirannsóknastofa framtíðarinnar Í gær fjölluðu Bjarni Diðrik, Guð- mundur Halldórsson frá Skógrækt ríkisins og Jón G. Pétursson hjá Skógræktarfélagi Íslands um lang- tímatilraunir í skógrækt. „Af ýmsum orsökum lítur út fyrir að við munum hafa um það bil fjögur til fimm hundruð þúsund trjá- plöntur, sem við getum fengið af- hentar til rannsókna á næsta ári, en það er nægilegur fjöldi plantna til að þekja milli hundrað og hundrað og fimmtíu hektara lands,“ segir Bjarni. „Frekar en að planta þessu sem yndis- eða nytjaskógi vildu menn nota tækifærið og byggja upp úti- rannsóknastofu framtíðar í skóga- rannsóknum. Þar er meiningin að unnt verði að gera mælingar og fá niðurstöður sem standast vísinda- legar kröfur.“ Tvö meginmarkmið eru með úti- rannsóknastofunni. Annars vegar að gera rannsóknir á því hvað eru flöskuhálsar í trjávexti á Íslandi, þ.e. hvað það er í vistkerfinu sem hindr- ar mest viðar- og trjávöxt. Hins veg- ar að athuga hvaða áhrif það hefur að auka fjölbreytni trjátegunda inn- an svæðis. Hægt verður í framtíð- inni að skoða hvaða áhrif það hefur á lífbreytileika og aðrar lífverur að blanda saman barr- og lauftrjám í ákveðnum blöndum. Einnig má sjá hvaða áhrif það hefur á viðarvöxtinn. Þverfaglegt samstarf vísindamanna Ásrún og Bjarni eru sammála um að komið hafi mjög sterkt fram á ráðstefnunni hversu mikil vöntun er á upplýsingum og samhæfingu hvað varðar umhverfisáhrif ræktunar á Íslandi. Þörfin á að þær stofnanir sem standa að ráðstefnunni auki samstarf sitt á þessu sviði aukist sí- fellt. „Sérstaklega skemmtilegt var að heyra hér hvern fyrirlesarann á fætur öðrum standa upp og lýsa því hvernig samstarf vísindamanna Skógræktar, Landgræðslu og Nátt- úruverndar ríkisins er að aukast á seinni árum,“ segir Bjarni. Ásrún segir að Náttúrufræði- stofnun Íslands komi einnig mjög sterkt inn í hinn hagnýta fram- kvæmdaþátt samstarfsins, „enda er hún sú stofnun sem hefur mest rann- sakað náttúruleg vistkerfi landsins. Núna eru þessi ræktuðu vistkerfi Landgræðslu og Skógræktar orðin svo umfangsmikil að það er tíma- bært að taka tillit til þeirra.“ Ráðstefna Héraðsskóga, Skógræktar, Landgræðslu og Náttúruverndar ríkisins Skógvist og úti- rannsóknastofa framtíðarinnar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir F.v. Ásrún Elmarsdóttir, Ólafur K. Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun og Guðmundur Halldórsson og Bjarni Diðrik Sigurðsson hjá Skógrækt rík- isins. Þau standa að nýju rannsóknaverkefni á vistkerfi íslenskra skóga. Egilsstaðir ÍSLANDSMÓT í vélsleðakeppni fór fram á Húsavík nýlega og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið í bænum. Það voru félagar úr Vélsleðaklúbbi Húsavíkur sem báru hitann og þungann af skipulagningu keppninnar, sem fór fram á uppfyll- ingu í fjörunni sunnan rækjuverk- smiðju FH. Mararbrautin, gatan sem liggur á bakkanum ofan við fjöruna, var lokuð meðan á keppni stóð og voru áhorf- endastæðin framan til í bakkanum. Áhorfendur, sem voru um 800 talsins, sáu því vel yfir brautina auk þess sem engin hætta var á að þeir yrðu fyrir sleðunum ef þeir lentu út af brautinni. Mótið, sem var 2. umferð í WSA- mótaröðinni, fór vel fram og var keppnin hörð. Í Pro Open-flokknum bar sigur úr býtum Árni Þór Bjarna- son á Arctic Cat, annar varð Helgi Reynir Árnason, einnig á Arctic Cat, og í þriðja sæti varð Alexander Kára- son, sem ók Ski-Doo-sleða. Alexander sigraði svo í Pro Stock-flokknum, annar varð Ingvar Þór Óskarsson á Lynx-sleða og þriðji Guðmundur R. Jónsson á Polaris. Í Sport Open- flokknum sigraði S. Valur Jóhanns- son, annar varð Hjörleifur Björnsson og þriðji Birgir Guðbjörnsson og kepptu þeir allir á Ski-Doo-sleðum. Fjallaklifri frestað Til stóð að keppa í fjallaklifri í Stöllum, skíðasvæði Húsvíkinga, en því varð að aflýsa vegna veðurs. Fjallaklifrið er keppni sem tekin er upp að frumkvæði Húsvíkinga og ein- göngu keppt í henni hérna. Átti fyrri umferðin að fara fram nú en sú seinni um páskana. Í fjallaklifrinu keppa tveir saman í einu og sá sem kemst á undan upp á topp Húsavíkurfjalls, eða sá sem hærra kemst ef hvorugur nær toppnum, slær hinn út úr keppn- inni. Þannig er keppt þangað til einn keppenda stendur uppi sem sigur- vegari. Húsvíkingar biðu spenntir eftir fjallaklifrinu þar sem þeir áttu ein- göngu keppendur í því en því miður varð ekkert af keppninni að þessu sinni. Jónas Emilsson, gjaldkeri vél- sleðaklúbbsins, var mjög ánægður með mótið þrátt fyrir að ekkert yrði af fjallaklifrinu. Jónas sagði að eft- irsótt væri að fá að halda svona mót, þeir hefðu reynt sl. tvö ár að fá mót hingað og loksins hefði það tekist. Húsavíkurbær, fyrirtæki og einstak- lingar í bænum hefðu stutt vel við bakið á þeim við undirbúning og framkvæmd mótsins. „Svona mót, með öllu sem því fylgir, skiptir einnig máli fyrir þjónustufyrirtæki í bæn- um, fjölmenni var á veitingastöðum, tveir dansleikir og gisting uppseld svo dæmi séu tekin,“ sagði Jónas að lokum WSA-mótaröðin, 2. umferð Íslandsmót í fyrsta skipti á Húsavík Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Alexander Kárason í loftköstum í brautinni á Húsavík. OFT er sagt um fólk sem kemur illa saman að það sé eins og hundur og köttur. Það verður ekki sagt um gæludýrin í Grund á Skagaströnd. Þar leyfir tíkin Týra kettlingnum Edda að sjúga sig þegar hann lang- ar til. Týra er ársgömul, fjörug tík sem hefur aldrei eignast hvolpa og tók Edda kettling að sér strax og hann kom á heimilið og leyfir honum að sjúga sig að vild. Þá sér Týra líka um það að vel sé komið fram við Edda litla því ef hann er lokaður frammi í þvottahúsi opnar Týra dyrnar fyrir hann og hleypir hon- um inn. Þau skötuhjúin leika sér oft saman og síðan sleikir Týra vin sinn og þrífur hátt og lágt. Eddi, sem er tæplega þriggja mánaða gamall, lætur sér þetta vel líka og virðist líta á Týru sem móð- ur sína og gerir kröfur um að kom- ast á spenann þegar honum hentar. Ekki er líklegt að tíkin mjólki kett- lingnum heldur virðist hann nota spenana eins og snuð. Morgunblaðið/Óli Benna Tíkin Týra gerir hlé á ærslunum til að leyfa kettlingnum Edda að sjúga sig þegar sá síðarnefndi vill. Óvenjuleg vinátta Skagaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.