Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 64
ÞÚSUND þjalir er í dag undir styrkri stjórn Ólafs, sem er einn um þá hitu. Fyrirtækið hefur haft veg og vanda af alls kyns uppákomum undanfarin ár, og nú er blásið til svokallaðra Góðra kvölda í hinu notalega Kaffileikhúsi. Er stefnan að „koma upp góðum kvöldum um helgar fyrir fólk, sem vill njóta skemmtilegs kvölds í heimilislegu umhverfi“ eins og segir í tilkynn- ingu. Fyrsta kvöldið var föstudags- kvöldið 15. febrúar en þá lék hljóm- sveitin Kuran Swing. Í kvöld verður það The South River Band svonefnt þar sem meðlimir eiga allir ætt sína að rekja til bæjarins Syðri-Áar í Kleifum, Ólafsfirði. Ólafur segir The South River Band vera skipaða alþýðutónlist- armönnum; þetta séu menn á aldr- inum 22–74 og séu allir tengdir á einn eða annan veg. „Þetta gerum við að gamni okkar og spilum bara eins og við kunnum. Einnig ætlumst við til þess að fólk syngi með okkur. Í því markmiði ætlum við að varpa öllum textunum upp á skjá. Þetta verður svona partístemmning.“ Geri þetta bara sjálfur „Þegar ég stofnaði skrifstofuna,“ segir Ólafur, „fann ég fyrir ákveð- inni vöntun í tónlistarlífi þessarar annars merku menningarborgar. Hingað til hefur ekki verið hægt að fara út á föstudags- eða laugardags- kvöldi til að hlusta á djasstónlist eða heimstónlist t.d. Hún fær bara að vera á fimmtudögum eða sunnudög- um. Þessu vildi ég breyta.“ Ólafur lýsir upphafi Þúsund þjala sem svo: „Ég var að vinna á útvarp- inu 1989 og var að spjalla við Jón L. Marínóson, þáverandi tónlistar- stjóra. Við komumst að því að það væri engin skrifstofa sem hægt væri að hringja í og fá harmonikkuleik- ara, strengjasveit eða jólasvein o.s.frv. Loksins árið 1997 var ég orðinn laus og liðugur og þá ákvað ég að gera þetta bara sjálfur.“ Hann segist aðstoða fólk sem til hans leitar með hvernig það vilji haga afmælum, brúðkaupsveislum, árshátíðum o.s.frv., með tilliti til tónlistar og skemmtiatriða. Hann segir að þetta sé ærinn starfi enda sé hann bara einn í þessu. „Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi en af hugsjón,“ vill Ólafur meina. „Maður er ekki með neina styrktaraðila eða neitt slíkt og ég hef aldrei auglýst. Nú er það svo að það er gríðarlega mikið af fólki hér á landi sem er að gera góða hluti. En að sama skapi er oft afskaplega erfitt að koma því að, ef það hefur ekki komið fram í sjónvarpi eða slíkt.“ Að lokum upplýsir Ólafur blaða- mann um hræringar hjá Ríó; en passar sig þó að spila ekki út öllum trompunum. „Ég get sagt þér það að við hitt- umst fyrir viku og lásum yfir 180 laga lista sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Hvað nú ger- ist veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Meira segi ég ekki...“ Skemmtunin í kvöld hefst kl. 22.00, stundvíslega. Næsta kvöld verður föstudaginn 1. mars, en þá láta djassararnir Kristjana Stef- ánsdóttir og Agnar Már Magnússon til sín taka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlist, tónlist og aftur tónlist. Listin sú á sannarlega hug og hjarta Ólafs H. Þórðarsonar, tónlistarmanns með meiru. Ólafur H. Þórðarson hef- ur í fimm ár rekið um- boðsskrifstofuna Þúsund þjalir. Í febrúar ýtti hann svonefndum Góð- um kvöldum úr vör og af því tilefni litu Arnar Eggert Thoroddsen og Ólafur yfir farinn veg. Gott kvöld í boði Þúsund þjala „Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi en af hugsjón“ arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.1000th.is 64 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.55 og 8. E. tal. Vit 294 Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit 338 Sýnd kl. 10.10. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  DV Byggt á sögu Stephen King Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Tilnefningar til Óskarsverðlauna4 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Sýnd kl. 4 íslenskt tal. Vit 325 1/2 RadíóX  1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Vit 320 Sýnd kl. 1.45 og 3.45. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 339. Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Robert Readford Brad Pitt Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Vit nr. 341. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Vit nr. 345. Ó.H.T Rás2 HK DV Frumsýning Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 334. Bi. 14. Strik.is RAdioX Ó.H.T Rás2 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 1, 3 og 5.Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 14. Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz Heitasta parið í dag. Sýnd kl. 5 tilnefningar til Óskarsverðlauna4 Sýnd kl. 1, 3 og 5. Ísl. tali. Sex sálir í leit að réttu tóntegundinni. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Sýnd kl. 7 og 9.30. B.i. 14. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Sýnd kl. 2.30, 4.45, 7 og 9.15 tilnefningar til Óskarsverðlauna5 DV Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Íslandsvinurinn og töffarinn Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Robert Readford Brad Pitt Ó.H.T Rás2 HK DV Edduverðlaun6 Sýnd kl. 1 og 3.Sýnd kl. 7. B.i.12. HK DV Tilnefningar til frönsku Cesar - verðlaunanna13 Sýnd kl. 7.30 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 . FRUMSÝNING: TORRENTE 2 Biðin er á enda. Torrente, hinn heimski armur laganna er kominn aftur. Og nú verður allt látið vaða. Opnaðu augun (Abre los ojos) Spennudrama Spánn/Frakkland, 1997. Sam myndbönd VHS. Bönnuð innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjóri: Alejandro Amenábar. Handrit: Amenábar og Mateo Gil. Aðalhlutverk: Eduardo Noriega og Penélope Cruz. ALEJANDRO Amenábar er einn athyglisverðasti leikstjóri Spánar nú um mundir. Hann hefur gert fimm myndir í heimalandinu en samhliða endurgerð Opnaðu augun í Banda- ríkjunum sem Vanilla Sky flutti hann sig til Hollywood og gerði hryllings- myndina The Oth- ers. Amenábar er aðeins um þrítugt og verða landvinn- ingar hans í kvik- myndaheiminum að teljast draumi lík- astir en enginn sem hefur séð spennu- tryllinn Tesis, eða Opnaðu augun get- ur efast um hæfileika unga leikstjór- ans. Í myndum sínum skapar hann umhverfi sem er á mörkum draums og veruleika og í sjálfu sér er ekki undarlegt að seiðmagnaður sögu- þráður Opnaðu augun hafi heillað Cameron Crowe svo mikið að hann skyldi finna sig knúinn til að takast á við verkið upp á nýtt. Crowe má þó gagnrýna fyrir afskaplega takmark- aða listræna endursköpun í endur- gerð sinni sem fylgir frummyndinni nær algjörlega eftir hvað söguþráð og persónusköpun varðar. Stórstjörnur og fágað útlit koma ekki í stað frum- krafts spænsku myndarinnar, og auð- velt er að ímynda sér að jafnvel þeir sem séð hafa Vanilluhimininn vilji fyr- ir forvitni sakir skoða upprunalega gripinn. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Draumar og veruleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.