Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORÐANSTÓRHRÍÐ gekk yfir mestallt landið í gær en ekki varð teljandi tjón sökum veðurs. Mikil ófærð var hins vegar víða á landinu og rafmagnstruflanir urðu sums staðar. Veður var farið að ganga nið- ur síðdegis á Norður- og Austurlandi en var mjög slæmt sunnanlands frá hádegi og fram eftir degi. Fárviðri skall á í Öræfasveit síðdegis og fór vindhraði upp undir 50 m/s í mestu hviðunum. Hellisheiði var lokað í kjölfar tveggja árekstra þar sem alls skullu átta bifreiðar saman. Þrengslunum var lokað um svipað leyti en báðar þessar leiðir voru opnaðar undir kvöld. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar voru flestir vegir ófærir vegna veðurs eða snjóa og beðið var átekta með snjómokstur uns veðrið gengi niður. Mjög hvasst var norðvestan til á landinu og fór vindur sums staðar yfir 35 m/s í mestu hviðunum. Aftakaveður var á Húsavík í gær- morgun sem og víðar og var lögregl- an á tveimur bílum við að aðstoða fólk að komast í vinnu. Að auki fóru björgunarsveitamenn um á tveimur bílum og aðstoðuðu fólk í vanda. Á Sauðárkróki hafði veður sömu- leiðis gengið niður seinnipartinn og sagði lögreglan að gríðarmikill snjór hefði safnast fyrir. Leiðin milli Varmahlíðar og Sauðárkróks var þó sæmilega fær, en hliðargötur á Śauðárkróki voru illfærar. Á Höfn í Hornafirði var veður gengið niður um kaffileytið og var þá hafist handa við að ryðja götur sem voru meira eða minna ófærar. Yfir tuttugu bílar sátu fastir í bænum en voru losaðir með aðstoð lögreglu. Götur voru sæmilega færar á Ak- ureyri og fundu menn ekki mikið fyr- ir óveðrinu þar í bæ að sögn lögregl- unnar. Þó var Öxnadalsheiði lokuð vegna ófærðar og sömuleiðis Víkur- skarð. Tveir fjöldaárekstrar í Kömbunum Á Selfossi skall óveðrið á um há- degisbil með dimmum éljum og stormi. Í Kömbunum varð afspyrnu- slæmt ástand, sem versnaði um allan helming þegar tveir fjöldaárekstrar urðu með þeim afleiðingum að tvær ungar konur meiddust minniháttar. Í öðrum árekstrinum lentu saman 3 bifreiðir og í þeim næsta, örskammri stund síðar, lentu fimm bifreiðir saman. Lögreglan á Selfossi átti mjög erf- itt með að athafna sig á vettvangi og koma fólkinu undan veðrinu og var Hellisheiðinni lokað í kjölfarið og hún ekki opnuð fyrr en kl. 18.14. Þá var Þrengslum lokað vegna snjó- moksturs en þau opnuð aftur um kl. 19.00. Talsvert eignatjón varð í árekstrunum og voru einungis þrjár bifreiðanna ökufærar eftir óhöppin. Þá voru björgunarsveitir úr Árnes- sýslu sendar upp á Hellisheiði til að athuga hvort vegfarendur væru í vanda staddir auk þess sem leitað var að konu í Þrengslum, sem kom í leitirnar. Afar erfitt ástand var undir Hafn- arfjalli um miðjan dag í gær og átti fjöldi fólks í miklum erfiðleikum þar. Veginum undir Hafnarfjalli var enda lokað vegna veðurs. Lögreglu- og björgunarsveitamenn í Borgarnesi aðstoðuðu fólk sem varð að yfirgefa bifreiðar sínar. 12–15 bifreiðir voru skildar eftir á veginum. Hvalfjarð- argöngum lokað í nokkrar mínútur. Morgunblaðið/RAX Varla var stætt í rokinu á köflum og því kusu sumir að setja undir sig hausinn til að komast leiðar sinnar eins og þessi maður á Akranesi. Mikil ófærð á landinu og margir í erfiðleikum VIÐ fráfall Gísla Jónssonar menntaskólakennara fyrr í vetur lauk merkum kafla í sögu Morg- unblaðsins. Í 221⁄2 ár hafði Gísli rit- að í blaðið þætti um íslenskt mál. Hinn fyrsti birtist 20. maí 1979 og alls voru þættirnir orðnir 1.138 þegar hinn síðasti kom fyrir augu lesenda Morgunblaðsins fullveldis- daginn 1. desember 2001, nokkrum dögum eftir andlát Gísla. Er sú dagsetning vel við hæfi þar sem fullveldi þjóðarinnar og tunga hennar eru svo samofin að annað fær varla staðist án hins. Íslenskuþættir Gísla voru vin- sælir og mikið lesnir og er því mik- ill sjónarsviptir að þeim. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að efna á ný til vikulegra þátta um íslenskt mál í Morgunblaðinu og munu þeir birtast á laugardögum eins og áður var. Ekki verður reynt að taka upp þráðinn þar sem Gísli lét hann nið- ur falla enda vandfundinn sá mað- ur sem fær væri um það. Eflaust munu ýmsir sakna fastra liða úr þáttum Gísla svo sem kveðskapar Hlymreks handan og annarra þeirra sem létu fjúka í kviðlingum og verður svo að vera. Þekking sporgöngumannanna er ekki sam- bærileg við þekkingu fyrirrennar- ans, smekkur þeirra ugglaust eilít- ið frábrugðinn og áherslur í málvernd og málrækt ef til vill að sumu leyti aðrar. Efnistökin verða því óhjákvæmilega önnur en hjá Gísla og fara eftir því hver skrifar hverju sinni. Umsjónarmenn þáttarins eru: Karl Emil Gunnarsson prófarka- lesari, Hjörtur Gíslason frétta- stjóri (sonur Gísla Jónssonar), Ás- geir Ásgeirsson prófarkalesari og Sveinn Sigurðsson blaðamaður en þeir eru allir starfsmenn Morgun- blaðsins. Íslenskt mál er á bls. 33 í Morg- unblaðinu í dag. Íslenskt mál á laugardögum BJÖRGUNARSVEITIR á Blönduósi og Skagaströnd hófu í gær leit að þrítugum manni sem ætlaði á bíl frá Blönduósi til Skagastrandar seint á fimmtudagskvöld. Þegar hann hafði ekki skilað sér til Skaga- strandar um hádegisbil var farið að óttast um hann og voru björg- unarsveitir kallaðar út um klukkan 13. Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd fór á öflugum jeppa frá Skagaströnd til Blönduóss og ætluðu björgunarsveitarmenn frá Blönduósi að fara á móti henni á snjóbíl. Áður en snjóbíllinn fór af stað hafði bóndi á nálægum bæ hins veg- ar látið vita af því að hann hefði orðið var við bíl mannsins og komið honum til aðstoðar á fjórhjóladrif- inni dráttarvél. Bíll mannsins hafði fest um nótt- ina og maðurinn látið fyrir berast í bílnum en að sögn björgunarsveit- armanna á Blönduósi var þar kol- vitlaust veður, vel yfir 30 m/sek meðalvindur. Bóndi kom ferðamanni til bjargar ÓVEÐRIÐ í gær olli rafmagnstrufl- unum á Vesturlandi. Fór rafmagn af Saurbæjarlínu kl. 9.30 í gær- morgun. Rafmagn komst aftur á hluta línunnar fyrir kl. 11 eða á Fellsströnd og Hvammssveit en nokkrir bæir á Saurbæjarlínunni voru rafmagnslausir þar til viðgerð lauk um klukkan 19.30. Vinnuflokkur RARIK vann að viðgerðum í mjög slæmu veðri og miklu kófi og þurfti að fara um Fellsströnd og Skarðströnd til að komast yfir í Saurbæ. Bilun varð á Framsveitarlínu í Grundarfirði um kl. 18.30. Sjónvarpssendingar féllu niður vegna þess í um klukkustund. Rafmagns- truflanir á Vesturlandi Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isValur hafði betur gegn ÍR í æsispennandi leik / B3 Kostelic frá Króatíu fékk þriðju gullverðlaun sín / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r23. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 2 NOTENDUR Fasteignavefjar mbl.is geta nú leitað að bújörðum, einingahúsum og bjálkahúsum auk þeirra tegunda eigna sem áður hefur verið hægt að leita að á vefnum. Með mörgum eignunum fylgja myndir eða teikningar til frekari glöggvunar fyrir tilvonandi kaupend- ur. 65 fasteignasölur eru nú tengdar fasteignavefnum og þar eru nú vist- aðar rúmlega 8.400 eignir. Fast- eignavefur mbl.is er í dag næst- stærstur þeirra vefja sem finna má á vefsvæði mbl.is. Flettingar í viku hverri eru um 400 þúsund samkvæmt talningu Samræmdrar vefmælingar. Aukin þjónusta á Fasteignavef mbl.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.