Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR hið nýja frumvarp rík- isstjórnarinnar ,,um virkjun Jök- ulsár á Brú og Jökulsár á Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar“ er skoðað kemur í ljós að þar á að fara allt aðrar leiðir en lagt er til að gildi um önnur fyrirtæki og virkjanakosti þegar litið er til þess nýja raforkuumhverfis sem stóð til að skapa með nýjum raforkulög- um sem taka áttu gildi eftir tæpa fjóra mánuði ef marka má samþykkt ríkisstjórnar frá því fyrir um ári. Með frumvarpinu um virkjun jökulánna er verið að afhenda Landsvirkjun einn hag- stæðasta virkjanakost sem þjóðin hefur ráð á. Samkvæmt því á virkj- analeyfið að vera ótíma- bundið. Ekki til 50 ára eins og gert var ráð fyrir í nýju raforkuum- hverfi og ekki í sam- ræmi við tillögu auðlindanefndar sem segir að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó megi veita þeim heimild til af- nota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Þá kemur fram í nýja virkjanafrum- varpinu að ef Landsvirkjun hefur ekki hafið framkvæmdir eftir 10 ár falli leyfið úr gildi. Nýtt raforku- umhverfi gerir ráð fyrir 5 árum. Og ef Landsvirkjun hefur ekki komið virkjuninni í rekstur eftir 15 ár fellur leyfið niður. Nýtt raf- orkuumhverfi gerir ráð fyrir 10 ár- um. Í nýja virkjanafrumvarpinu er hvorki gert ráð fyrir því að Lands- virkjun greiði fyrir leyfið né virðist ráðherra eiga að semja við fyr- irtækið um endurgjald fyrir land og landgæði sem virðist þó verða reglan fyrir aðra ef marka má hugmyndir um nýtt raforkuum- hverfi. Áréttað skal að tilgangur þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið á raforkuumhverfinu, og Ís- land er skuldbundið að koma á nú eftir fjóra mánuði, er ,,að skapa forsendur fyrir samkepppni í vinnslu og viðskiptum með orku“. Nýtt raforkuumhverfi og samkeppni í orkuvinnslu Á síðustu starfsdögum Alþingis sl. vor var lagt fram frumvarp til nýrra raforkulaga sem fól í sér grundvallarbreytingu á íslenskum raforkumarkaði. Megin tilgangur laganna á að verða ,,að skapa for- sendur fyrir samkepppni í vinnslu og viðskiptum með orku“. Það byggir þannig á nýjum viðhorfum í raforkumálum og er í samræmi við það sem hefur verið að gerast í ríkjum Evr- ópusambandsins. Boðað var að frumvarpið yrði lagt aftur fram strax á haustdögum enda um viðamiklar breytingar að ræða. Í greinargerð frum- varpsins kemur fram að með ákvörð- un sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 1999 hafi sú til- skipun sem þessar breytingar byggja á orðið hluti EES- samningsins og að Ísland sé því skuldbundið til að innleiða þessar breytingar í íslenska löggjöf fyrir 1. júlí 2002, eða eftir rúma fjóra mánuði. Tími Alþingis til að fjalla um málið og afgreiða er því orðinn stuttur og hefur vakið athygli að það skuli ekki enn hafa verið lagt fram að nýju. Samkvæmt framangreindu raf- orkufrumvarpi sem lagt var fram, samþykkt af ríkisstjórn sl. vor, skal ekki gefa út virkjanaleyfi til lengri tíma en 50 ára. Virkjana- leyfi fellur úr gildi fimm árum eftir veitingu ef leyfishafi hefur þá ekki hafið framkvæmdir og tíu árum eftir veitingu ef virkjun er ekki komin í rekstur. Jafnframt voru ákvæði í frumvarpinu sem kveða á um gjaldtöku vegna eftirlits, fyrir virkjanaleyfið sjálft og heimild til handa ráðherra að semja við þá aðila sem leyfi fá ,,um endurgjald fyrir land og landgæði þau sem um ræðir hverju sinni“. Tillögur auðlindanefndar Auðlindanefnd skilaði tillögum sínum fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári. Þar er mikil áhersla lögð á samræmda stefnu og stjórn á nýt- ingu náttúruauðlinda sem byggi á eftirfarandi meginatriðum: 1. Heilsteyptum lagaramma um hlutverk og ábyrgð ríkisins á ráð- stöfun og nýtingu náttúruauðlinda. 2. Beitingu hagrænna stjórn- tækja á grundvelli vel skilgreinds eignar- eða afnotaréttar þar sem því verður við komið ásamt leið- réttandi sköttum og uppbótum þar sem það á við. Nefndin kom með tillögu að nýju stjórnarskrárákvæði í samræmi við framangreint þar sem auðlindir sem ekki eru háðar einkaeignar- rétti verði lýstar þjóðareign og verði ákvæðið svohljóðandi: – Náttúruauðlindir og landsrétt- indi sem ekki eru háð einkaeign- arrétti eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Handhafar löggjafar- og fram- kvæmdarvalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í umboði þjóð- arinnar. – Náttúruauðlindir og landsrétt- indi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstak- linga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýt- ingar á þessum auðlindum og rétt- LÝST ER EFTIR AUÐLINDA- STEFNU Svanfríður Jónasdóttir Hvernig ætlar ríkis- stjórnin að sannfæra út- gerðarmenn um réttlæti þess að greitt sé fyrir aðgang að sjávarauð- lindinni, spyr Svanfríður Jónasdóttir, þegar Landsvirkjun er á sama tíma afhent þessi dýrmæta auðlind, ókeypis og til ótíma- bundinnar nýtingar? HLUTFALL ungs fólks er óvenju hátt í Bessastaðahreppi. Á undanförnum árum hafa skóla- og tóm- stundamál verið fyr- irferðarmiklir mála- flokkar og mikil uppbygging átt sér stað á skömmum tíma. Framundan eru einnig miklir fram- kvæmdatímar í þess- um efnum ef listi sjálfstæðismanna fær áframhaldandi braut- argengi. Fyrirhugað- ar eru framkvæmdir við leikskólann sem væntanlega munu eyða biðlistum tveggja ára barna og eldri þegar í haust, og á næstu tveimur árum eru áform um viðbyggingu við leikskólann sem rúmar tvær deildir. Nú stöndum við frammi fyrir því verkefni að búa í haginn fyrir ung- linga í hreppnum í 8. til 10. bekk svo þeir þurfi ekki lengur að sækja skóla í annað sveitarfélag. Ég stend heils hugar að þeirri stefnu- mótun sem felst í nýsamþykktri þriggja ára fjárhagsáætlun hreppsins að taka þessa bekki einn af öðrum inn í skólann hér og byrja á 8. bekk innan tveggja til þriggja ára. Þessi fyr- irætlan krefst góðs undirbúnings og býð ég fram krafta mína, reynslu og þekkingu á sviði uppeldis- og skólamála við undir- búninginn og fram- kvæmdir í kjölfarið. Við þurfum að hyggja að mörgu sem varðar innra starf skólans við þær breytingar sem framundan eru, og eru mér tóm- stundmál, þar með talið tónlist- arnám unglinganna, ofarlega í huga. Tómstundastarfið þarf að vera að stórum hluta til staðar inn- an skólans, undir stjórn þeirra sem starfa í skólanum og í tengslum við skólastarfið. Með því móti eigum við það fremur tryggt að hver og einn fái að njóta áhuga- mála og hæfileika sinna og eigum við þess frekari kost að halda bet- ur utan um hvern einstakling og leiðbeina á þann veg sem við telj- um æskilegt og uppbyggilegt. Í áð- urnefndri þriggja ára áætlun sveit- arfélagsins lúta stærstu málin að áframhaldandi uppbyggingu leik- og grunnskólans og íþróttahússins. Einnig eru áform um byggingu minni íbúða til að svara eftirspurn fólks sem er að byrja búskap og þeirra sem eldri eru og vilja minnka við sig. Tillaga að deili- skipulagi við Breiðumýri þar sem gert er ráð fyrir slíkum húsum liggur nú frammi til kynningar. Við þessa uppbyggingu sem fram- undan er þurfum við að vera var- kár í umgengni okkar við náttúru nessins nú sem áður. Sú stefna sem mótuð hefur verið að hér skuli rísa samtals 2.800 til 3.000 manna byggð, er í mínum huga skynsam- leg og samrýmist ágætlega sjón- armiðum náttúruverndar og varð- veislu opinna náttúrulegra útivistarsvæða. Ég óska eftir stuðningi í 3. sæti listans og hvet íbúa sem hafa kosningarétt til að taka þátt í próf- kjörinu í íþróttahúsinu í dag og hafa með þátttöku sinni áhrif á það hvernig frambjóðendur raðast á listann. Skólamál áfram í fyrirrúmi Erla Guðjónsdóttir Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri D-listans. Bessastaðahreppur Tómstundastarfið, segir Erla Guðjóns- dóttir, þarf að vera að stórum hluta til staðar innan skólans. Sjálfstæðisfélag Bessastaðahrepps efnir til prófkjörs í dag. Tólf manns gefa kost á sér, sex konur og sex karlar. Til liðs við reynsluboltana kemur metnaðarfullur hópur fólks, sem vill leggja lóð sitt á vog- arskálarnar og stuðla að farsælum lausnum framfaramála í sveit- arfélaginu. Enginn vafi er á að flest búum við á Álfta- nesi vegna sérstöð- unnar og vegna kyrr- láts umhverfis. Við sem búum á Álftanesi erum flest sammála um að hér þurfi að vera til staðar góð þjónusta, við hæfi stærðar sveitarfélagsins. Fram- undan eru metnaðarfull verkefni, sem komið hefur verið á framfæri við íbúa. Fái fulltrúar Sjálfstæðisfélags- ins til þess umboð í kosningum í maí í vor, munum við standa fyrir þessum fimm meginverkefnum meðal annarra mikilvægra: Byggt verður við leikskólann Krakkakot og biðlistar heyra þar með sögunni til frá og með næsta hausti. Álftanesskólinn verð- ur stækkaður og 8. bekkur heima 2004/ 2005 og síðan fylgja í kjölfarið sá 9. og 10. Íþróttasalurinn í Íþróttamiðstöðinni verður stækkaður 2004 til 2005. Hafin verður upp- bygging félagsaðstöðu fyrir eldri borgara á næsta kjörtímabili. Byggðar verða minni íbúðir við Breiðumýri fyrir unga fólkið og þá eldri, sem vilja minnka við sig. Ágætu Álftnesingar, kjósum í prófkjöri Sjálfstæðisfélagsins í dag og veljum þannig fulltrúa á lista félagsins til ábyrgðar í hrepps- nefnd Bessastaðahrepps í komandi kosningum í maí. Metnaðarfull verkefni framundan Guðmundur G. Gunnarsson Bessastaðahreppur Hér þarf að vera til staðar, segir Guðmundur G. Gunnarsson, góð þjón- usta við hæfi stærðar sveitarfélagsins. Höfundur er oddviti hreppsnefndar Bessastaðahrepps og er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisfélagsins. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is Tannstönglabox Verð kr. 2.590 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Útsalan stendur yfir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.