Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 13
TILLAGA að nýju aðalskipu-
lagi Mosfellsbæjar var sam-
þykkt í skipulagsnefnd bæjar-
ins í vikunni og var því vísað til
bæjarstjórnar að lögformlegur
kynningarferill tillögunnar
hefjist. Almennur fundur með
íbúum þar sem aðalskipulag-
stillagan verður kynnt, fer
fram í Hlégarði næstkomandi
mánudagskvöld.
Tryggvi Jónsson bæjar-
verkfræðingur og Gylfi Guð-
jónsson, arkitekt hjá Teikni-
stofu arkitekta – Gylfa
Guðjónssyni og félögum ehf.,
segja að búist sé við því að íbú-
ar bæjarins verði orðnir 13.800
talsins árið 2024 en eru í dag
um 6.300. Þetta er svipuð
aukning og verið hefur undan-
farin 30 ár en þá hefur hún
numið um fjórum prósentum á
ári. Aukningin samsvarar um
3.300 íbúðum að þeirra sögn en
fyrirhugað er að hún verði að
mestu á núverandi íbúðar-
svæðum samkvæmt gildandi
aðalskipulagi í stað þess að
brjóta nýtt land undir byggð.
„Við reynum að rýmka um
þau svæði sem fyrir voru,“
segir Tryggvi. „Til dæmis er
Helgafellssvæðið orðið öllu
stærra, það er búið að stækka
íbúðarsvæðið í Lágafelli, nú er
gert ráð fyrir hátt í 1.700 íbúð-
um í Blikastaðalandinu í stað
1.000 áður og svo mætti lengi
telja.“ Gylfi bætir því við að
þessi þétting byggðarinnar sé í
anda svæðisskipulags höfuð-
borgarsvæðisins sem nýverið
var samþykkt.
Lóðir upp á einn hektara
Ein stór breyting sem sjá
má á aðalskipulagstillögunni
er að bæjarmörkin hafa færst
verulega með tilkomu landa-
skiptasamnings bæjarins og
borgarinnar sem gerður var í
fyrra. Þá lét Mosfellsbær
Reykjavík í té allstórt land
undir hlíðum Úlfarsfells í
skiptum fyrir það land sem
borgin átti inni í bænum auk
milligreiðslu.
Með tilkomu samningsins
eignaðist bærinn spildur inni í
Mosfellsdal þar sem í nýja að-
alskipulaginu eru skilgreind
svæði með blandaða landnotk-
un fyrir íbúðir og landbúnað.
Gylfi útskýrir þetta betur:
„Þetta er mjög áhugaverður
valkostur sem gert hefur verið
ráð fyrir í skipulagi í Mos-
fellsbæ allt frá 1995. Þarna
verða möguleikar á tóm-
stundabúskap eða því sem
mætti kalla litlum búgörðum.
Þar getur fólk verið með hesta,
ræktun, skógrækt eða annað
sem krefst mikils landrýmis
auk íbúðarhússins.“
Um er að ræða mjög stórar
lóðir sem verða um einn hekt-
ari að stærð, eða 10.000 fer-
metrar. Til samanburðar eru
venjulegar lóðir í kring um 800
fermetra að sögn Gylfa. „Þetta
er svona sveitin á höfuðborg-
arsvæðinu,“ segir Tryggvi og
Gylfi heldur áfram: „Þetta er
alveg sérstakt umhverfi og
samfélag þarna í Mosfellsdaln-
um eins og margoft hefur kom-
ið fram.“ Segjast þeir ekki vita
til þess að sambærileg svæði
séu svo markvisst skilgreind
hjá öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu og telja
tilhneigingu til slíkra sam-
félaga almennt á undanhaldi
þar.
Sumarbústaðalönd
fjari út
Gylfi bendir á Hafravatn á
skipulagskortinu og segir
stefnt að því að byggja þar upp
fjölbreytta útivistaraðstöðu
með megináherslu á siglingar
á vatninu. „Það er til að mynda
reiknað með að skátar fái að-
stöðu við enda vatnsins þar
sem þeir hafa verið í gegnum
tíðina þar sem áform eru um
uppbyggingu á skálum og
bryggjuaðstöðu og svo fram-
vegis,“ segir Tryggvi.
Til að auka möguleika á
uppbyggingu útivistar er í
skipulaginu dregið úr sum-
arbústaðasvæðum í kringum
vatnið sem og annars staðar í
bæjarlandinu. „Stefnumörk-
unin í síðasta aðalskipulagi
gekk út á að það yrði sumarbú-
staðabyggð þarna en þó var
búið að taka út byggðina aust-
an Hafravatns,“ segir Tryggvi.
„Þarna eru sumarbústaðir en
hugmyndin er sú að þessi land-
notkun fjari út. Væntanlega
yrðu endurbyggingar ekki
leyfðar þó að mönnum yrði
auðvitað frjálst að viðhalda
húsunum sínum. Þá verða sett-
ir mjög þröngir skilmálar um
það hvað megi gerast innan
þessara svæða en það er líka
verið að minnka sumarbú-
staðasvæði annars staðar í
bæjarlandinu.“
Gylfi útskýrir hvers vegna:
„Það er meðal annars vegna
þess að þegar sumarbústaðir
eru þetta nærri þéttbýlinu er
alltaf hætta á að þeir þróist í
heilsársbústaði og fólk fari að
búa þar árið um kring. Það er
mjög óhagstætt upp á byggða-
þróunina og þjónustu s.s.
skólaakstur, snjóruðning og
annað og þetta verður eins-
konar óskipulögð heilsárs-
byggð út um alla sveit. Það
gengur ekki upp í rekstri bæj-
arfélagsins.“
Til að kynna þessar breyt-
ingar verður haldinn sérstakur
kynningarfundur fyrir sum-
arbústaðaeigendur í Mos-
fellsbæ á þriðjudag í Hlégarði
og hefst hann klukkan 16:30.
Mislæg gatnamót á
Vesturlandsveg
Annað nýmæli í aðalskipu-
lagstillögunni er að inn á
skipulagið hafa verið sett sér-
staklega skilgreind skógrækt-
arsvæði og segir Gylfi þar á
ferðinni faglega ígrundaða
áætlun sem bæjarfélagið fylgir
en hugmyndin er m.a. sú að
skógurinn veiti skjól fyrir
byggðina. Að sögn Tryggva
eru þessi svæði meðal annars
ræktuð upp af yngstu árgöng-
unum í unglingavinnunni en á
flestum þessara svæða er
skógrækt þegar hafin sam-
kvæmt samningi við Skóg-
ræktarfélag Mosfellsbæjar.
Gylfi segir golfíþróttinni
einnig gert hátt undir höfði.
„Það er gert ráð fyrir að aðal-
golfvöllurinn stækki og nái út í
Blikastaðanesið. Síðan er líka
golfvöllur í Mosfellsdal sem
einnig er fyrirhugað að stækki
og verði 18 holur.“
Spurðir um iðnaðar- og at-
hafnasvæði segja þeir þau
sömu og áður hafa verið skil-
greind í aðalskipulagi bæjar-
ins. „Hins vegar er innbyggt í
þessu skipulagi að ákveðin
prósenta af íbúðarsvæðunum
eða samtals um 30 hektarar
fari undir athafnastarfsemi.
Þar er átt við starfsemi sem
fer vel með íbúðarbyggð eins
og þjónusta sem skólarnir og
leikskólarnir heyra undir,
skrifstofuhúsnæði og annað
slíkt. Þetta er í anda svæðis-
skipulagsins þar sem lögð er
áhersla á meiri blöndun með
það í huga að lágmarka akst-
urinn á milli athafnasvæða og
íbúðarhverfa.“
Tryggvi bendir á að í skipu-
laginu er gert ráð fyrir að um-
ferðarkerfinu verði nokkuð
breytt. „Í framtíðinni er fyrir-
hugað að sett verði mislæg
gatnamót á Vesturlandsveg á
nokkrum stöðum en auk þess
er gert ráð fyrir að sums stað-
ar geti götur farið undir veg-
inn mislægt án þess að tengj-
ast honum. Síðan er búið að
fella niður tengibraut sem átti
að fara norður yfir Varmá
austan Álafosskvosar, m.a.
vegna umhverfissjónarmiða.
Menn voru neikvæðir gagn-
vart því að þessu svæði með
Varmánni yrði skipt með
svona mikilli umferðargötu en
í staðinn kemur safngata sem
liggur niður í Álafosskvosina.“
Friðuð svæði meðfram
ám og vötnum
Þeir félagar segja Mos-
fellsbæ hafa markað sér stefnu
sem umhverfisvænt bæjar-
félag. Víða í tillögunni sjáist
þess merki og nefna þeir land-
búnaðarsvæðin og skógrækt-
arsvæðin í því sambandi. „Það
er líka lögð áhersla á að það
verði greið göngu-, reið- og
hjólreiðatengsl við opin svæði
og það má segja að það end-
urspegli að það eigi að vera
greiðfært á opnu svæðin.“ Þá
eru friðuðu svæðin umfangs-
mikil í stefnumörkuninni að
sögn Gylfa og eru sérstök
helgunarsvæði m.a. skilgreind
meðfram öllum ám og vötnum
í bænum.
„Það er til marks um það
hversu mikla áherslu bæjar-
félagið leggur á umhverfismál
að sérstakir aðilar hafa verið
fengnir að þeim þætti vinn-
unnar,“ segir Gylfi. „Lands-
lagsarkitektar hjá Landmótun
hafa sérstaklega unnið þennan
umhverfiskafla í skipulaginu
og lagt þar til verulegt efni.
Mosfellsbær er jú oft kallaður
„Græni bærinn“ og í því felst
að það er auðvelt aðgengi að
náttúrunni og íbúarnir hafa
margir flust hingað til að vera í
nánum tengslum við hana.“
Sem fyrr segir hefur skipu-
lagsnefnd bæjarins vísað því til
bæjarstjórnar að samþykkja
tillöguna til kynningar en áður
en af formlegri auglýsingu get-
ur orðið fer tillagan til Skipu-
lagsstofnunar til umsagnar
sem tekur nokkrar vikur. Í
millitíðinni verða kynningar-
fundir haldnir, fyrir almenning
á mánudag í Hlégarði og hefst
hann klukkan 20:00 og svo á
þriðjudag á sama stað kl. 16:30
fyrir sumarbústaðaeigendur.
Samfélag í nánum
tengslum við náttúruna
Tómstundabúskapur, uppbygging
útivistar við Hafravatn og sérstak-
lega skilgreind skógræktarsvæði
eru meðal þess sem finna má í til-
lögu að nýju aðalskipulagi Mosfells-
bæjar 2002–2024. Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir kynnti sér hug-
myndirnar og komst meðal annars
að því að Mosfellsbær gengur undir
nafninu „Græni bærinn“.
Morgunblaðið/Kristinn
Gylfi Guðjónsson arkitekt og Tryggvi Jónsson bæjarverk-
fræðingur glugga í aðalskipulagið.
Mosfellsbær
GERT er ráð fyrir byggingu
um 12.800 fermetra íþrótta-
húsnæðis og þremur grasvöll-
um í forsögn að nýju deili-
skipulagi Hlíðarenda þar sem
Knattspyrnufélagið Valur er
með aðstöðu sína. Skipulags-
og bygginganefnd Reykjavík-
ur samþykkti forsögnina á
fundi sínum í vikunni.
Í forsögninni segir að um-
rætt svæði skiptist í tvo reiti,
annars vegar lóð Vals sem er
um 8,55 hektarar og hins veg-
ar svonendan C-reit Land-
spítala sem er um 5 hektarar.
Svæðið skuli skipuleggja sem
eina heild en nauðsynlegt sé
að taka um 0,33 hektara af lóð
Vals vegna færslu Hring-
brautar sem ákveðin var í að-
alskipulagi Reykjavíkur 1996-
2016. Samkvæmt aðalskipu-
lagi 2001-2024, sem nú er í
auglýsingu, er skilgreining á
landnotkun að hluta til opið
svæði til sérstakra nota og að
hluta til svokallað miðsvæði
M5. Með miðsvæði M5 er átt
við svæði fyrir fjármála-, há-
tækni- og þekkingarfyrirtæki,
rannsóknarstarfsemi, hótel
og þjónustu tengdri þessari
starfsemi. Þá var ákveðið á
fundi skipulagsnefndar að
setja inn í forsögnina að rétt
þætti að kanna hvort einnig
væri hægt að koma fyrir íbúð-
um á svæðinu.
Árbæjarsafn leggur til
verndun
Fram kemur að íþrótta-
starfsemi Vals hafi verið á
Hlíðarenda frá árinu 1939
þegar íþróttafélagið festi
kaup á jörðinni og húsunum
sem þar stóðu. Á lóð Vals
standa nokkrar byggingar,
bærinn Hlíðarendi (byggður
1916), Kapellan og tvö sam-
byggð íþróttahús. Í greinar-
gerð Árbæjarsafns er lagt til
að öll húsin verði vernduð
enda þykja þau hafa gildi
vegna atvinnusögu Reykja-
víkur og sögu Vals á þessum
stað.
Svæðið sem deiliskipulagið
mun ná til afmarkast af
Hringbraut eftir færslu henn-
ar, Bústaðavegi, Flugvallar-
vegi og Hlíðarfæti, undir-
göngum sem gert er ráð fyrir
í nýja aðalskipulaginu. Alls
eru þetta um 14,1 hektari.
Lagt er til að þau mann-
virki sem fyrir eru á fé-
lagssvæði Vals verði fjarlægð
að undanskildum Hlíðarenda-
húsunum og Kapellunni.
„Mikilvægt er að í nýju deili-
skipulagi verði þessum bygg-
ingum gerð sómasamleg skil
með umhverfismótun og að-
komu. Athuga þarf einnig
hvort eldra (nyrðra) íþrótta-
hús geti staðið áfram og nýst
félaginu,“ segir í forsögninni.
Hvað varðar nýjar íþrótta-
byggingar á svæðinu er ráð-
gert að byggja þar 9.000 fer-
metra knattspyrnuhús og
1.800 fermetra íþróttahús fyr-
ir inniíþróttir. Á milli þeirra
verði um 2.000 fermetra
tengibygging. Samtals er því
um að ræða 12.800 fermetra
af nýbyggingum.
Þar fyrir utan er gert ráð
fyrir tveimur grasvöllum sem
yrðu 68 x 105 metrar að flat-
armáli og einum minni gras-
velli sem yrði 65 x 100 metrar.
Þá er fyrirhugað að setja upp
áhorfendastúku fyrir 2-3.000
manns við aðalvöllinn.
Hugað að ásýnd
Öskjuhlíðar
Utan við Valssvæðið er gert
ráð fyrir atvinnustarfsemi en
auk þess skal kanna mögu-
leika á byggingu leikskóla
sem yrði að hámarki um 45
þúsund fermetrar að stærð.
Almenn krafa um bílastæði
skal vera eitt stæði á hverja
35 fermetra húsnæðis sam-
kvæmt forsögninni en skoða
þarf hvort lækka megi kröf-
una í eitt stæði á hverja 50
fermetra. Hluti stæða eða
a.m.k. 50% skal vera neðan-
jarðar.
„Mikilvægt er að huga að
ásýnd Öskjuhlíðar og einnig
þarf að skoða hæðir bygging-
ar sérstaklega vegna nálægð-
ar við Landspítala, Eskihlíð-
arblokkir og atvinnusvæði við
Skógarhlíð. Æskilegt er að
miða hæð bygginga við u.þ.b.
5 hæðir eða efstu punkta
bygginga við Eskihlíð og
Skógarhlíð,“ segir í forsögn-
inni.
NA/SV-flugbraut farin
áður en uppbygging hefst
Þá segir að ekki skuli taka
mið af nálægð við NA/SV
flugbrautina hvað varðar hús-
hæðir á athafnasvæði því
reiknað sé með því að flug-
brautinni verði lokað áður en
uppbygging hefst.
Sem fyrr segir samþykkti
skipulagsnefnd að unnin verði
tillaga að deiliskipulagi á for-
sögninni og vísaði henni til af-
greiðslu borgarráðs.
Forsögn að nýju deiliskipulagi Valssvæðisins samþykkt í skipulags- og bygginganefnd
Nýtt 13.000 fermetra
íþróttahúsnæði og
þrír grasvellir
Hlíðar