Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 32
Oft leynist ým- islegt girni- legt í ísskápn- um, sem getur freistað á kvöldin og nóttunni. Læknar eru hins vegar farnir að efast um að löng- unin í næt- urbita stjórn- ist af svengd eingöngu og telja að um heilsufars- vanda geti verið að ræða. 32 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sæll Björn, ég lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu, fyrir nokkru, að það var brotist inn hjá mér á meðan ég var í útlöndum. Síðan þá hef ég alltaf áhyggjur þegar ég yfirgef heimili mitt, ég er hrædd á nóttinni og ég virðist engum treysta. Er eðlilegt að fólk finni fyrir allskonar óþægindum eftir svona atburð og jafnvel í lengri tíma? SVAR Flestir ganga í gegnum einhveróþægindi eftir innbrot, en það er þó mismunandi eftir fólki og eðli innbrotsins hversu mikil óþægindin eru og hversu lengi þau vara. Fyrstu viðbrögð eru oft þau að fólk á erfitt með að trúa að innbrot hafi átt sér stað, sem þróast oft yfir í mikla reiði, pirring og hræðslu. Sumir eru alveg rólegir í fyrstu, á meðan einstaka fólk fær mjög mikið áfall. Þessum viðbrögðum fólks, eftir innbrot, hefur verið skipt niður í þrjú stig, það fyrsta á sér stað fyrstu dagana eftir innbrotið og þá eru viðbrögðin t.d. hræðsla, og margir upplifa þá tilfinningu að innbrotsþjófurinn hafi þröngvað sér inn í einkalíf og friðhelgi þess. Á þessu stigi á fólk oft erfitt með að losna við hugsunina um innbrotið úr huga sínum. Um 65% finna ennþá fyrir þessum tilfinningum 4–10 vikum seinna auk þess að finna fyrir stöðugu öryggisleysi. Lítill hluti fólks missir almenna trú á fólki yf- irleitt, á í miklum svefnerfiðleikum og finnst allar eigur sínar vera skítugar og ógeðfelldar. Á þessum tíma er fólk á svokölluðu miðstigi, það reynir að ná stjórn aftur með því að vinna með lögreglunni, komast að því hverju var stolið, fá bætur frá tryggingafélagi, setja upp lása, króka og viðvörunarkerfi svo eitthvað sé nefnt. Á þessum tíma er fólk líka að leita skýr- inga á verknaðinum, t.d.: „Af hverju braust innbrotsþjófurinn inn?“; „af hverju ég?“; „af hverju braut hann hluti eða ekki?“; „af hverju tók hann þetta og ekki hitt?“ Fólk fer oft að gruna alla í kringum sig, vini, blaðberann, sölumanninn sem kom vikuna áður, o.s.frv. og finnst jafnvel að allir í kringum sig hafi illt í hyggju. Þriðja stigið er svo þegar fólk reynir að koma lífi sínu aftur í eðlilegt horf, t.d. með því að fara í burtu af heimilinu í styttri og lengri tíma. Þegar skoðað er hverjir eiga erfiðara með að komast yfir atburð eins og þennan, þá virðist það oft vera fólk sem fyrir innbrotið hefur fundið meira fyrir ákveðnu öryggisleysi en aðrir, eins og t.d. þeir sem búa einir, ekkjufólk, osfrv. Það fer líka eftir innbrotinu sjálfu, t.d. hefur það meiri áhrif ef tilfinningalegum hlut- um er stolið frekar en dýrum hlutum. Stór hluti af ástæðu þess að innbrot á heimili valda oft miklum andlegum erfiðleikum, er sá að heimilið er staður sem við tengjum við öryggi. Við ráðum hverjir koma inn og hverjir ekki, heimilið er okkar einkasvæði tengt minningum og tilfinningum og þegar brotist er inn missum við oft þessa tilfinningu um öryggiskennd, sem heimilið á að veita okkur og einkamál okkar virðast vera orðin opin almenningi. Örygg- isleysið tengist oft líka því að þótt flest innbrot eigi sér stað þegar enginn er heima, og án of- beldis, tengir fólk innbrot mjög oft við eitthvað sem gerist þegar það er sofandi og varnarlaust og í huganum ímyndar fólk sér oft og tíðum að innbroti fylgi yfirleitt ofbeldi af völdum inn- brotsþjófsins. Það getur verið einstaklingsbundið hvað fær fólk til að finna fyrir öryggi aftur og ná að vinna sig úr áhrifum innbrotsins. Það sem oft virkar best er að gera ráðstafanir til að gera heimilið öruggara og tryggja sig betur fyrir innbrotum, hvort sem um er að ræða lása, tryggingar, meira eftirlit eða annað. Auk þess virðist það virka vel að gera smá grín að at- burðinum, skoða vel hver áhrif innbrotsins höfðu á aðra meðlimi fjölskyldunnar, og reyna að finna jákvæði í þessari neikvæðu og erfiðu reynslu svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög mikilvægt að fá stuðning frá vinum og fjöl- skyldu og að allir vinni saman að því að koma lífinu í fastar skorður aftur. Mikilvægast er að hver og einn finni út hvað veiti honum meiri öryggiskennd þannig að hægt sé að fara að lifa lífinu aftur án þess að finna fyrir stöðugum kvíða og hræðslu. Þannig að til að svara spurningunni þinni, þá er það eðlilegt að ganga í gegnum ýmiss konar vanlíðan vegna innbrots á heimili manns og að það taki eitthvern tíma að byggja upp ör- yggið aftur. Eftirköst hjá fórnarlömbum innbrota Eftir Björn Harðarson Þegar skoðað er hverjir eiga erfiðara með að komast yfir atburð eins og þennan, þá virðist það oft vera fólk sem fyrir innbrotið hefur fundið meira fyrir ákveðnu örygg- isleysi en aðrir, eins og t.d. þeir sem búa einir. ........................................................... persona@persona.is Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræð- inga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á per- sona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á per- sona.is. Höfundur er sálfræðingur við Námsráðgjöf HÍ og eigin stofu. ÝMISLEGT bendir til þess að fólk sem nánast hálftæmir ísskápinn að næturlagi sé ekki aðeins svangt heldur eigi við heilsufarsvanda að stríða. Vísindamenn hafa uppgötvað lífefnafræðilegan mun í líkama fólks sem fær óstöðvandi löngun til að borða að næturlagi. Þessi uppgötvun er viðbót við það sem þegar er vitað um það sem kallað hefur verið „nætur- átsýki“ og er alvarleg átröskun. Árið 1950 fundu læknar að um 2% fólks nærðust einnig að næt- urlagi og þá var leitt getum að því að hér væri um sjúkdóma að ræða. Einkenni sjúkdómsins eru að fólk neytir ekki morgunverðar og borðar helming eða meira af fæðu sinni eftir klukkan 19 á kvöldin. Það vaknar svangt á nóttunni og næturátið samanstendur af kol- vetnaríkum kartöfluflögum og kökum. Margt fólk með þessi einkenni hefur tilhneiginu til að vera haldið streitu og er líklegra til að þjást af offitu. Hópur lækna við háskólann í Tromsö í Noregi segir frá því í tímaritinu American Journal of Physiology, að þeir hafi fundið mun á því hvernig líkamar þeirra, sem eta að næturlagi, svara horm- ónum sem hjálpa til að hafa stjórn á framleiðslu cortisol sem er streituhormón. Er át á næturn- ar sjúkdómur? Associated Press SYKURSÝKI er tvisvar sinnum algengari meðal kvenna sem búa við slæman efnahag, eða eiga stutta skólagöngu að baki, sam- kvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Rannsóknin var gerð á vegum bandarískra yfirvalda hjá Centers for Disease Control and Prevention – forvarnamiðstöð gegn sjúkdómum í Atlanta. Niðurstöðurnar benda til að langskóla- gengnar konur sýni heilsu sinni meiri áhuga og að betri tekjur veiti aukinn að- gang að heilbrigðisþjónustu. Um 28 prósent þeirra kvenna sem greinst höfðu með sykursýki, höfðu ekki lokið gagnfræðaskólanámi, samkvæmt símakönnun sem gerð var af handahófi. 40 prósent sykursjúkra kvenna eru þá með innan við 2,5 milljóna króna í árstekjur, en aðeins 22 prósent þeirra kvenna sem ekki hafa greinst með sjúkdóminn hafa þær tekjur. Sykursýki, sem hefur verið tengd ofáti, getur leitt til þess að fólk missi sjónina, að taka þurfi af útlimi og jafnvel leitt til dauða. Um það bil 52 prósent þeirra sem fá sykursýki á fullorðinsaldri eru konur. Sykursýki algengari meðal fátækra kvenna VÍSINDAMENN hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu ViroPharma hafa undanfarin 20 ár unnið að því að þróa lyf gegn kvefi. Eru talsmenn fyrirtækisins bjartsýnir á að sú leit sé nú loks á enda og að lyfið verði komið í hillur lyfjaverslana áður en árið er úti. Leitin að lyfi gegn kvefi, hefur líkt og áður sagði, verið 20 ára vinna fyrir þann hóp 10 vísindamanna sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. En gerðar voru tilraunir með 1.500 ólík- ar gerðir af lyfinu, sem fengið hefur nafnið Pleconaril, áður en það var prófað á mönnum. Dregur úr einkennum strax á fyrsta degi Ólíkt hefðbundnum kveflyfjum, sem draga eiga úr einkennum bakt- eríunnar með því að lina sársauka í liðamótum og hindra nefrennsli, þá nær Pleconaril að ráðast á 169 af- brigði kvefbakteríunnar, m.a. hinn svo nefnda rhino-vírus sem veldur um helmingi allra kvefpesta. Lyfið á að taka þrisvar sinnum á dag í fimm daga og stöðvar það þá vírusinn með því að laga sig að yf- irborði hans og hindra hann þar með í að ráðast á frumur líkamans. Að sögn vísindamannanna dregur lyfið úr einkennum kvefs strax á fyrsta degi. „Við trúum því að lyfið eigi eftir að verða vinsælt og við ætlum að sjá til þess að það gerist,“ sagði Vincent J. Milano, fjármálastjóri Viro- Pharma í viðtali við AP-fréttastof- una. Pleconaril verður tekið fyrir hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu FDA um miðjan marsmánuð, en búast má við að stofnunin taki nokkurn tíma í að kynna sér lyfið betur. Stjórnendur ViroPharma gera sér þó vonir um að geta komi lyfinu á markað áður en árið er úti. Ekki hefur fengist gefið upp hvað lyfið muni kosta. Lyf gegn kvefi Nefrennsli og önnur óþægindi sem oft fylgja kvefi kunna brátt að heyra sögunni til, nái vísindamenn ViroPharma að koma Pleconaril á markað. HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.