Morgunblaðið - 24.02.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2002
TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Rænd
frelsinu
Íslensk kona lagði í mikla hættuför
síðastliðið haust til þess að freista
þess að bjarga dóttur sinni frá Egypta-
landi þar sem faðir hennar hafði svipt
hana frelsinu og hugðist gifta hana.
Saman flúðu mæðgurnar frá Egypta-
landi eftir að hafa komist yfir margar
hindranir sem urðu á vegi þeirra.
Ragna Sara Jónsdóttir hlýddi á
magnaða sögu þeirra Guðríðar
Ingólfsdóttur og dóttur
hennar, Hebu. 12
Morgunblaðið/Ásdís
ferðalögSkíðaferðir bílarPeugot RC-sportbíll börnHorft til himins bíóNorskar kvikmyndir
Sælkerar á sunnudegi
Ríkulegur ofnréttur
Samskipti
Jóns Leifs
og Páls
Ísólfssonar
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
24. febrúar 2002
B
Árásir gegn
lífi og limum
16
Að
maka
krókinn
20
Baráttan um
Landssímann
10
ÍSLAMSKUR pílagrími kastar litlu
grjóti í steinsúluna, sem sést í for-
grunni til vinstri, en með þessari at-
höfn hafnar pílagríminn djöflinum
á táknrænan hátt. Þetta er liður í
pílagrímsför múslima til hinnar
helgu borgar Mekka, en talið er að
um tvær milljónir múslima hvaðan-
æva úr heiminum hafa verið saman
komnar í borginni undanfarna
daga og fjöldi þeirra „grýtti djöf-
ulinn“ á þennan táknræna hátt í
gær.
Pílagrímsferðin er ein af fimm
skyldum múslima, sem lýst er í hin-
um fimm undirstöðugreinum ísl-
ams. Múhameð spámaður sagði, að
sá sem fari pílagrímsför, eða hajj, á
réttan hátt snúi til baka sem nýfætt
barn, það er að segja, laus við allar
syndir.
AP
Grýta
djöfulinn
NÁÐST hefur samkomulag um
það innan Bandaríkjastjórnar
að stefnt verði að því að koma
Saddam Hussein Íraksforseta
og Baath-flokki hans frá völd-
um á þessu kjörtímabili. Sam-
kvæmt fréttum dagblaðsins
Washington Post hefur sam-
komulag þó ekki náðst um það
hvernig þetta verði gert.
Blaðið segir fulltrúa Hvíta
hússins hafa staðfest að óvenju-
leg samstaða hafi náðst innan
stjórnarinnar varðandi málefni
Íraks eftir að Colin Powell ut-
anríkisráðherra lét af andstöðu
sinni við hugmyndir um að
Hussein verði komið frá völd-
um. Þá segir blaðið að George
W. Bush Bandaríkjaforseti vilji
ná sem mestum árangri í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum á
kjörtímabilinu þar sem engar
tryggingar séu fyrir því að
hann verði endurkjörinn.
Saddam Hussein sagði að
Bandaríkin ættu fremur að
freista þess að koma stjórn
hans frá völdum en að ráðast
gegn allri þjóðinni með loft-
árásum. „Við styðjum þann
kost að stjórninni verði velt,
þar sem hann er betri en að
ráðist sé á þjóðina, hún sköðuð
og auðlegðir hennar eyðilagð-
ar,“ sagði Hussein á fundi með
herforingjum sínum í gær,
samkvæmt upplýsingum AFP
fréttastofunnar.
Bandaríkjastjórn
Saddam
verði steypt
RÍKISSTJÓRN Ísraels mun ræða á
fundi sínum í dag hvort leysa skuli
Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, úr herkví sem honum hefur
verið haldið í á Vesturbakkanum í
hátt í þrjá mánuði. Einn ráðherrann í
stjórninni hótaði í gær að segja af sér
embætti ef samþykkt verði að Arafat
skuli leyft að fara frjálsum ferða
sinna. Hann hefur dvalið á skrif-
stofum heimastjórnarinnar í Ramall-
ah.
Umræðurnar um hvort herkvínni
skuli aflétt eru meðal þess sem til
greina kemur til að létta á spennunni
í samskiptum Ísraela og Palestínu-
manna í kjölfar þess að á fimmtu-
dagskvöldið hófust viðræður deilu-
aðila um öryggismál. Þrátt fyrir þetta
brutust út átök í gær og skutu ísr-
aelskir hermenn Palestínumann til
bana.
Í tilkynningu frá Ísraelsher í gær
sagði að hermenn í Halhul, skammt
fyrir utan bæinn Hebron á Vestur-
bakkanum, hafi skotið á mann sem
kom hlaupandi í átt að varðstöð
þeirra hrópandi „Allah Akbar“, eða
„Guð er mikill“. Palestínskir sjálfs-
morðsárásarmenn hafa stundum sagt
þessi orð á því andartaki sem þeir
sprengja sig í loft upp. Í tilkynningu
hersins sagði að í ljós hafi komið að
Palestínumaðurinn hafi verið óvopn-
aður.
Ísraelskir skriðdrekar hafa setið
um skrifstofur Arafats í Ramallah
síðan í desember og kröfðust Ísraelar
þess að palestínsk yfirvöld létu hand-
taka þrjá menn er bæru ábyrgð á
morðinu á ísraelskum ráðherra í
ágúst sl. Mennirnir þrír hafa nú verið
handteknir, en Ísraelar krefjast þess
ennfremur að þeir verði framseldir
og komi fyrir ísraelska dómstóla.
Binyamin Ben-Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, og Shimon
Peres utanríkisráðherra eru fylgj-
andi því að Arafat verði leystur úr
herkvínni, en harðlínumaðurinn
Avigdor Lieberman, sem er innanrík-
isráðherra, sagði í gær að hann myndi
draga flokk sinn út úr stjórnarsam-
starfinu ef Arafat yrði leyft að fara
frá Ramallah. Brotthvarf flokks
Liebermans yrði álitshnekkir fyrir
ríkisstjórn Ariels Sharons, en myndi
þó ekki duga til að fella hana.
Ísraelskur ráðherra hótar að draga flokk sinn út úr ríkisstjórn Sharons
Rætt um hvort leysa
skuli Arafat úr herkví
Jerúsalem. AP.
LÍK angólska uppreisnarleiðtogans
Jonas Savimbis var sýnt frétta-
mönnum í gær, að því er opinber
fréttastofa Angóla greindi frá á
fréttavef sínum. Var það gert til að
sanna þá fullyrðingu angólskra
stjórnvalda að Savimbi, forsprakki
UNITA-skæruliðanna í landinu,
hefði fallið í átökum við stjórnarher-
inn sl. föstudag.
Síðdegis í gær hafði enn ekki verið
staðfest af óháðum aðilum að Sav-
imbi hefði verið veginn, og að sögn
portúgalska utanríkisráðuneytisins
hafa áður borist fregnir af falli hans,
en þær hafi reynst rangar. Frétta-
mönnum var sýnt líkið í bænum Luc-
usse í austurhluta Angóla, skammt
frá þeim stað þar sem hann mun
hafa verið felldur. Fréttastofa Ang-
óla sagði Savimbi hafa verið skotinn
fimmtán sinnum, og væri líkið af
þeim orsökum óþekkjanlegt. Tveir
lífverðir hans hefðu einnig fallið.
Savimbi hefur leitt baráttu
UNITA gegn stjórnarhernum, sem
staðið hefur nær látlaust síðan Ang-
óla fékk sjálfstæði frá Portúgal 1975.
Hreyfing marxista, Þjóðfrelsisfylk-
ing Angóla, komst þá til valda, og
UNITA hóf skæruhernað gegn
henni með stuðningi Bandaríkja-
manna og Suður-Afríkumanna. Talið
er að átökin hafi kostað meira en
hálfa milljón mannslífa, og hundruð
þúsunda hafa flú-
ið átakasvæðin.
Embættis-
menn sögðu í gær
að ekki væri ljóst
hvað yrði gert við
lík Savimbis, sem
væri geymt í
stjórnarbyggingu
í Lucusse. Haft
var eftir angólsk-
um leyniþjónustumanni að flogið
yrði með það til höfuðborgarinnar,
Luanda.
Fregnirnar af dauða Savimbis
vöktu vonir um að friður kunni að
komast á í Angóla. Tugir manna
særðust í höfuðborginni Luanda í
fyrrinótt þegar hermenn fögnuðu
dauða Savimbis með því að skjóta af
byssum sínum út í loftið, að því er
lögreglan í borginni greindi frá.
Herinn sagði í yfirlýsingu að Sav-
imbi hefði fallið í árás hersins á
UNITA-liða í suðausturhluta Ang-
óla um klukkan þrjú síðdegis á föstu-
dag.
Fréttamönn-
um sýnt lík
Savimbis
Lissabon, Lúanda. AFP, AP.
Peð í valdatafli/6
Savimbi