Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 6
ERLENT
6 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN17/2 –23/2
ERLENT
INNLENT
RÚMLEGA fimmtugur
karlmaður var myrtur á
leið heim úr vinnu sinni
aðfaranótt mánudags á
Víðimel í Reykjavík. 23
ára gamall Reykvíkingur
hefur játað hjá lögreglu
að hafa ráðist á manninn
á Víðimelnum. Árás-
armaðurinn hefur verið
úrskurðaður í sex vikna
gæsluvarðhald.
Friðrik Pálsson, stjórn-
arformaður Landssíma Ís-
lands hf., fékk í fyrra
5.098.000 kr. greiddar
fyrir ráðgjafarstörf fyrir
utan laun fyrir stjórn-
arformennsku í félaginu.
Greiðslurnar voru inntar
af hendi til Góðráða ehf.,
ráðgjafarfyrirtækis í eigu
Friðriks. Heildarfjárhæð
reikninga að teknu tilliti
til virðisaukaskatts og út-
lagðs kostnaðar er
7.600.000 kr. Stjórn-
armenn Símans vissu ekki
um þessar greiðslur.
Í YFIRLÝSINGU sex
stjórnarmanna Símans frá
því á mánudag kemur
fram að stjórnin hafi talið
greiðslur til Friðriks
Pálssonar stjórnarfor-
manns sanngjarnar en
óeðlilegt hafi verið að
stjórninni hafi ekki verið
greint frá því fyrir-
komulagi.
ALFREÐ Þorsteinsson,
stjórnarformaður Orku-
veitu Reykjavíkur, upp-
lýsti í vikunni að hann
hefði beðið forstjóra
Orkuveitunnar að athuga
þann möguleika hvort
fyrirtækið ætti að kaupa
25% í Símanum.
Umfangsmikil
skattrannsókn
HREGGVIÐUR Jónsson, forstjóri
Norðurljósa hf., sem rekur m.a. Ís-
lenska úvarpsfélagið og Skífuna, lét af
störfum sem forstjóri félagsins á
fimmtudag. Ástæðuna segir hann vera
þá að aðaleigandi Norðurljósa, Jón
Ólafsson, hafi ekki staðið við að leggja
félaginu til nýtt hlutafé líkt og kveðið er
á um í samningi við helstu lánveitendur
Norðurljósa frá því í desember sl. Sama
dag og Hreggviður lét af störfum gerði
Skattrannsóknarstjóri húsleit í höfuð-
stöðvum Norðurljósa við Lyngháls 5 í
Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins beinist rannsókn
skattrannsóknarstjóra fyrst og fremst
að öðrum viðskiptaumsvifum Jóns
Ólafssonar en Norðurljósa, en Jón er
stjórnarformaður Norðurljósa. Hefur
Morgunblaðið heimildir fyrir því að
rannsóknin teygi anga sína til fleiri
landa en Íslands. Undirbúningur hús-
leitarinnar mun hafa staðið yfir vikum
saman og tilviljun ein ráði því að hana
bar upp á sama dag og Hreggviður
Jónsson sagði upp störfum.
Veittar óformlegar
ávítur
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
veitti Guðmundi Magnússyni, forstöðu-
manni Þjóðmenningarhúss, óformlegar
ávítur vegna athugasemda sem fram
koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
fjárreiður, störf og aukastörf forstöðu-
mannsins. Ríkisendurskoðun gerir auk
þess alvarlegar athugasemdir vegna
greiðslna fyrir verkefni sem forstöðu-
maðurinn og Ólafur Ásgeirsson þjóð-
skjalavörður unnu fyrir stofnanirnar
sem hvor annar stjórnaði og greiðslur
sem stofnanirnar inntu af hendi vegna
forstöðumannanna. Ríkisendurskoðun
gerir einnig athugasemdir við ráðning-
arsamning Guðmundar við eiginkonu
sína árið 2001.
Á fjórða hundrað
fórst í lestarslysi
HÁTT á fjórða hundrað manns fórst sl.
miðvikudagsmorgun og rúmlega 60 slös-
uðust í grennd við borgina Al Ayatt í
Egyptalandi er eldur kom upp í troðfullri
járnbrautarlest á leið frá Kaíró til Luxor í
suðurhluta landsins. Fólkið hafði tekið
þátt í trúarhátíðinni Eid-al-Adha sem
tengist mestu hátíð múslíma, Haij. „Ég
sá mæður vefja örmunum um börn sín og
reyna síðan að varpa sér út um gluggann
með þau til að reyna að bjarga þeim frá
ægilegum dauðdaga í bálinu,“ sagði að-
stoðarlestarstjórinn, Ashraf Naguib
Takla. Brunnin lík fundust sum undir
sætum í lestarklefum, önnur við rimla
sem voru fyrir mörgum gluggum lestar-
klefanna. Þingmenn samtakanna
Múslimska bræðralagsins kröfðust opin-
berrar rannsóknar á „hrikalegri van-
rækslu“ sem valdið hefði slysinu.
Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum,
Ali Abdel Aal hershöfðingi, sagði að far-
þegarnir hefðu verið fastir í „brennandi
fangelsi“ en rimlarnir og dyr sem ekki
reyndist auðvelt að opna gerðu mörgum
ókleift að sleppa út. Óljóst er hvað olli
slysinu, sem er eitt mannskæðasta lest-
arslys sem orðið hefur í heiminum en árið
1989 fórust um 600 manns er gasspreng-
ing varð við árekstur tveggja lesta í Síb-
eríu. Atef Ebeid, forsætisráðherra
Egyptalands, sagði að kviknað hefði í
færanlegu suðutæki farþega, lögreglu-
menn töldu að skammhlaup hefði getað
verið orsökin eða sprenging í gashylki.
Sharon boðar
öryggissvæði
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, sagði í sjónvarpsávarpi á fimmtu-
daginn, að ríkisstjórn hans hygðist koma
upp svokölluðum öryggissvæðum á
landamærum Ísraels og Palestínu til að
koma í veg fyrir árásir á Ísrael. Mátti á
honum skilja, að þau yrðu aðallega á pal-
estínsku landi og tækju einnig til gyð-
ingabyggðanna þar.
SYKURSÝKI af gerð,
sem hingað til hefur að-
eins hrjáð fullorðið fólk,
hefur í fyrsta sinn fundist
í of feitum, hvítum ung-
lingum í Bretlandi. Þykir
það benda til þess, sem
vænta megi, og vera fyr-
irboði stóraukinna út-
gjalda og álags á heil-
brigðiskerfið í landinu.
Offita meðal barna og
unglinga er að verða að
faraldri á Vesturlöndum
og í Bandaríkjunum hefur
henni verið lýst sem
hreinni þjóðarvá. Ástæðan
er óhollir lífshættir, lítil
hreyfing og mikil neysla á
hvers konar ruslfæði.
BANDARÍSKA utan-
ríkisráðuneytið staðfesti á
fimmtudginn, að Daniel
Pearl, blaðamaður hjá
Wall Street Journal, sem
rænt var í janúar, hefði
verið myrtur.
SLOBODAN Milosevic,
fyrrverandi forseti Júgó-
slavíu, kenndi á mánudag-
inn Vesturveldunum um
þau blóðugu átök sem
geisuðu á Balkanskag-
anum á síðasta áratug síð-
ustu aldar. Sagði hann að
leiðtogar þeirra hefðu
kynt undir spennu í sam-
skiptum þjóðarbrotanna í
fyrrum Júgóslavíu í því
skyni að seilast til áhrifa í
þessum hluta Evrópu. Mil-
osevic lauk þriggja daga
langri upphafsræðu sinni
á mánudaginn, en rétt-
arhöld hófust yfir honum
vegna ásakana um stríðs-
glæpi fyrir stríðs-
glæpadómstólnum í Haag
í Hollandi í þarsíðustu
viku.
STJÓRNVÖLD í Angólaítrekuðu í gær, laugardag,að Jonas Savimbi, leiðtogiþjóðfrelsishreyfingarinnar
UNITA hefði fallið í bardaga á föstu-
dag. Var boðað að sannanir fyrir
endalokum hans yrðu lagðar fram.
Reynist þetta rétt, sem fréttaskýr-
endur töldu í gær enga ástæðu til að
draga í efa, markar það endalok tæp-
lega 30 ára baráttu Savimbi, sem
mótaðist mjög af stórveldaátökum
kalda stríðsins.
Jonas Malheiro Zavimbi var 67
ára gamall. Hann var af fátæku
sveitafólki kominn og fæddist í þorp-
inu Muhango í hálendinu í Angóla
miðri. Savimbi hampaði jafnan mjög
uppruna sínum, lagði á það áherslu
að hann væri alþýðumaður og því ná-
tengdur örlögum þjóðar sinnar.
Hann gekk í barnaskóla mótmæl-
enda en fluttist síðan til Portúgal þar
sem hann lagði stund á læknisfræði.
Síðar nam hann stjórnmálafræði í
Sviss en árið 1961 hélt hann frá Evr-
ópu til að taka þátt í nýlendustríðinu
gegn Portúgölum í Angóla. Hann
stofnaði UNITA-hreyfinguna og
náði að mynda liðsafla, sem mest
taldi um 60.000 manns undir vopn-
um.
Svik og vonbrigði
Angóla hlaut sjálfstæði árið 1975
og þá virtist draumur Savimbi um
stjórnarforustu og völd ætla að ræt-
ast. Honum hafði verið heitið sæti í
bráðabirgðastjórn, sem ætlað var að
stjórna landinu á því umskiptaskeiði.
Ásamt UNITA-hreyfingunni áttu að
eiga þar sæti fulltrúar tveggja ann-
arra þjóðfrelsishreyfinga, FNLA og
MPLA. Þetta loforð var svikið og
borgarastyrjöld braust út í landinu.
Við tók eitt lengsta stríð í sögu Afr-
íku og þeir, sem til þekktu, sögðu að í
því efni væri ábyrgð Savimbis mikil.
Valdafíkn hans yrði að teljast hams-
laus og sjúkleg.
Fyrrum embættismaður í Banda-
ríkjunum, sem Associated Press-
fréttastofan ræddi við í gær, kvaðst
hafa kynnst Savimbi vel bæði í
Bandaríkjunum og Angólu. Sagði
hann Savimbi hafa verið gáfumenni
og um margt heillandi persónuleika.
„En undir yfirborðinu leyndist
stjórnlaust mikilmennskubrjálæði.“
Savimbi varð eitt af peðunum í
valdatafli stórveldanna í Afríku.
Hreyfing hans naut stuðnings Suð-
ur-Afríku og Bandaríkjanna í heil-
ögu stríði gegn marxisma í álfunni.
Sovétríkin og Kúba studdu MPLA-
hreyfinguna, sem fylgdi kennisetn-
ingum sósíalismans. MPLA náði
völdum í landinu og myndaði stjórn í
höfuðborginni, Luanda.
UNITA-hreyfingin hélt inn í land-
ið og tók upp skæruhernað.
Savimbi líkti einhverju sinni þess-
um örlögum sínum og hreyfingarinn-
ar við „gönguna löngu“. Vísaði hann
þar til Maós formanns, leiðtoga
kommúnista í Kína, en Savimbi hafði
í eina tíð verið yfirlýstur aðdáandi
hans. „Gangan langa“ fólst í endur-
komu Savimbi eftir að hann hafði
orðið fyrir svikum og mótlæti.
„Frelsissveitir“
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hampaði Savimbi mjög á árunum
1980–1988 er hann fór með hús-
bóndavald í Hvíta húsinu í Wash-
ington. Savimbi féll líka ágætlega
undir þá skilgreiningu Reagans að
skæruliðar, sem berðust gegn marx-
ískum stjórnvöldum, væru „frelsis-
sveitir“. Reagan tók á móti Savimbi í
Hvíta húsinu og Bandaríkjamenn
tóku að auka hernaðaraðstoð sína við
UNITA, sem komið var til skæruliða
Savimbis í gegnum Zaire.
Savimbi reyndist snjall í áróðurs-
tækni nútímans. Hann keypti sér að-
gang að bandarískum ráðamönnum
og iðkaði að bjóða þingmönnum frá
Bandaríkjunum í höfuðstöðvar sínar
í bænum Jamba, langt inni í frum-
skóginum. Þar hélt hann yfir þeim
fyrirlestra um nauðsyn þess að þeir
styddu viðleitni hans til að innleiða
lýðræði í Angóla.
Einræðishneigð
Mörgum þótt hins vegar djúpt á
lýðræðisást Savimbis. Þeir sem yf-
irgáfu hann voru flestir sammála um
að maðurinn þyldi ekki gagnrýni og
að stjórnarhættir hans allir bæru
ríkri einræðishneigð vitni. Margir
vísuðu þá til aðdáunar hans á Maó
formanni. Bandaríska blaðakonan
Judith Matloff ræddi oftlega við Sav-
imbi og skrifaði bók um átökin í Ang-
óla, sem nefnist „Fragments of a
Forgotten War“. Aðspurð í gær um
kynni sín af Savimbi og stjórnar-
hætti hans sagði hún: „Hugmynda-
fræðilegur bakgrunnur hans var
maóískur og frá honum hvarf hann í
raun aldrei. En honum tókst að
blekkja Vesturlandamenn með því
að þykjast vera and-kommúnisti og
hlynntur kapítalismanum.“
Flestir, sem honum kynntust,
voru sammála um að þar færi um
flest afar snjall maður. Savimbi naut
víða virðingar og jafnvel aðdáunar. Í
seinni tíð hefur hins vegar farið
minna fyrir slíku og ýmsir hafa tekið
til baka lofsamleg ummæli um Sav-
imbi með þeim orðum að þeir hafi
látið blekkjast.
Út í kuldann
Með endalokum Sovétríkjanna
1991 gjörbreyttist staða Savimbi.
Kalda stríðinu var lokið, hugmynda-
fræðileg átök talin á enda og því ekki
lengur þörf á honum. Marxistarnir í
Luanda voru líka fljótir að laga sig
að breyttum aðstæðum og tóku að
vingast við Bandaríkjamenn.
Svo fór að lokum að stjórnvöld
féllust á að haldnar yrðu frjálsar
kosningar í landinu með milligöngu
Sameinuðu þjóðanna sem ítrekað
höfðu reynt að stilla til friðar í land-
inu. Þeim kosningum, sem fram fóru
í september 1992, tapaði UNITA-
hreyfing Savimbis. Hann lýsti yfir
því að brögð hefðu verið í tafli og
neitaði að viðurkenna úrslitin. Sú af-
staða hans sætti mikilli gagnrýni og
var hann vændur um að vinna skipu-
lega gegn friði í heimalandi sínu.
Ýmsum þótti sem Savimbi sýndi sitt
rétta eðli með því að berjast gegn
lýðræðinu.
Nokkrum mánuðum síðar brutust
út átök á ný. Aftur tókst að koma á
friði árið 1994 og hélst hann að
mestu til 1998. Og aftur var Savimbi
gerður ábyrgur. „Savimbi hafði
mjög neikvæð áhrif á Angóla síðustu
árin,“ segir Judith Matloff. „Hann
bar mesta ábyrgð á þessum áratuga-
löngu átökum.“
Mjög hefur hallað undan fæti hjá
UNITA á undanliðnum mánuðum.
Nokkur mikilvæg vígi liðsaflans hafa
fallið og fregnir herma að margir
helstu foringjar hreyfingarinnar hafi
verið drepnir.
Nú bendir allt til þess að maður-
inn, sem taldi þjóðina elska sig og
þrá forystu sína, hafi bæst í þann
hóp.
Peð í valdatafli
kalda stríðsins
APJonas Savimbi. Myndin var tekin í janúar 1997.
’ Undir yfirborð-inu leyndist stjórn-
laust mikilmennsku-
brjálæði ‘
Stjórnvöld í Angóla full-
yrða að Jonas Savimbi,
einn þekktasti skæru-
liðaforingi Afríku,
hafi fallið í bardögum
á föstudag.