Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Erum við bræður ekki örugglega búnir að tryggja okkur
aðalhlutverkin í „skaupi 2002“, Markús minn?
Landssöfnun Geðhjálpar
Betri meðferð –
ný störf
Á NÆSTU dögummun Geðhjálp faraaf stað með lands-
söfnun. Geðhjálp er sjálf-
stæð hagsmunasamtök
þeirra sem hafa þurft eða
þurfa aðstoð vegna geð-
rænna vandamála, að-
standenda þeirra og ann-
arra er láta sig geðheil-
brigðismál varða um land
allt. Formaður Geðhjálpar
er Sveinn Magnússon og
hann sat fyrir svörum
Morgunblaðsins á dögun-
um.
Hvernig fer landssöfn-
unin fram?
„Landssöfnun Geð-
hjálpar mun ná hámarki 2.
mars nk. en þá mun verða
gengið í hús um land allt
með söfnunarbauka og
leitað eftir fjárframlögum lands-
manna. Í þessu sambandi hefur
verið leitað eftir aðstoð Kiwanis-
hreyfingarinnar og aðildarfélaga
Íþróttasambands Íslands. Upp-
lýsingum verður samhliða dreift
þar sem gerð er grein fyrir til-
gangi og markmiðum landssöfn-
unarinnar sem og haldgóðar upp-
lýsingar um leiðir til að inna af
hendi framlög og minnt á hápunkt
landssöfnunarinnar sem verður
um kvöldið klukkan 20 til 22 í
sjónvarpsþættinum „Milli himins
og jarðar“ á RÚV. Reynslusögur,
afþreyingarefni, áheit tengd víta-
keppni í handbolta ásamt viðtöl-
um og almenn geðumfjöllun verð-
ur meginuppistaða viðkomandi
þáttar. Hjá SPRON verður sér-
stakur reikningur vegna lands-
söfnunarinnar á nafni Geðhjálpar
opnaður og er hann númer 65000.
Frjáls framlög er hægt að hringja
inn í símanúmerið 590 7000. Nú,
ef hringt er í númerið 907 2070 er
framlag að upphæð kr. 1000, sjálf-
virkt skuldfært á símreikning við-
komandi. Þessa vikuna verður
margvísleg umfjöllun í fjölmiðlum
almennt um geðmálefni og kynn-
ing á landssöfnun Geðhjálpar.“
Hafið þið sett ykkur einhver
markmið með söfnuninni?
„Slagorð söfnunar Geðhjálpar
er: Ný meðferð – Ný störf fyrir
geðsjúka. Í samstarfi við þá aðila
sem nú þegar sinna málefnum
fólks með geðraskanir ætlar Geð-
hjálp að taka þátt í að efla og
móta ný og breytt meðferðarúr-
ræði. Með aðkomu fagfólks og
fólks með persónulega reynslu af
geðröskunum, sem náð hefur
bata, verður horft til valmögu-
leika fólks á nýjum úrræðum frá
ríkjandi þáttum sem viðhafðir eru
í samfélaginu í dag. Í þessu sam-
bandi má m.a. nefna endurhæf-
ingu, stuðning og eftirfylgni, for-
varnir, fjölskyldumeðferð og
sjálfshjálp. Hér er um hvort
tveggja að ræða einstaklings- og
hópmeðferðarúrræði. Samhliða
þessu er horft til þeirrar brýnu
þarfar að skapa arðbær störf sem
með góðu móti er hægt að laga að
þörfum og getu fólks með geð-
sjúkdóma þar sem
samfélagsleg nauðsyn
á virkni og hlutverki
einstaklingsins er höfð
að leiðarljósi.“
Hvernig verður pen-
ingunum sem safnast varið?
„Þetta grundvallast að sjálf-
sögðu á því hvað samfélagið legg-
ur okkur til miðað við tilgreind
markmið. En stefnt er að því að
byggja upp fyrrgreind meðferð-
arúrræði hér á landi sem hafa
sannað sig í nágrannaþjóðfélög-
um okkar og víðar um heim. Því
má segja, að því meir sem við öfl-
um verður mögulegt að koma
fleirum og ekki síður fyrr í með-
ferð þar sem biðlistar í dag skipta
hundruðum. Varðandi ný störf er
m.a. stefnt að ráðstöfun fjár til að-
stöðu og kaupum á vélbúnaði til
framleiðslu á tilbúnum eldiviðar-
kubbum, en þeir yrðu unnir úr
hliðarafurðum úr iðnaði, vaxi og
sagi. Þó ekki væri nema brot lagt
til hliðar af þeim samfélagslega
kostnaði sem geðraskanir valda,
þ.e. fjárfest í geðheilbrigði, má
leggja líkur að því að efnahags-
legar forsendur breyttust til
batnaðar á ýmsum sviðum. Geð-
sjúkdómar valda meira vinnutapi
og kostnaði en flestir aðrir sjúk-
dómar. Áætlað er að þetta kosti
íslenskt þjóðarbú um 3–4% af
vergri þjóðarframleiðslu á ári
hverju, eða hátt í á þriðja tug
milljarða.“
Hvert er aðalhlutverk Geð-
hjálpar?
„Geðhjálp er sjálfstæð hags-
munasamtök stofnuð 1979 fyrir
þá sem hafa þurft eða þurfa að-
stoð vegna geðrænna vandamála,
aðstandenda þeirra og annarra er
láta sig geðheilbrigðismál varða
um land allt.“
Hversu margir leita eftir að-
stoð Geðhjálpar?
„Nú leita milli 60 og 70 einstak-
lingar að jafnaði til Geðhjálpar á
degi hverjum eftir aðstoð af ýms-
um toga og með ýmsu móti, koma
í eigin persónu, hringja, bréfleiðis
og/eða hafa samband með tölvu-
pósti. Það má í senn
segja að það sé
ánægjuleg og sorgleg
sú aukning fólks sem
við höfum orðið vör við
á undanförnum misser-
um, sem til okkar leitar. Þar á ég
við að fólk leitar sér aðstoðar,
sjálft eða aðstandendur fyrr en
ella sem er nauðsynlegt og
ánægjulegt en að sama skapi
sorglegt hversu margir eiga við
þessi vandamál að etja. Talið er
að fjórði hver einstaklingur
standi frammi fyrir alvarlegri
geðröskun einhvern tíma á lífs-
leiðinni.“
Sveinn Magnússon
Sveinn Magnússon er fæddur
á Selfossi 4. september 1957. Ólst
upp í Reykjavík, en Hafnfirð-
ingur frá 1979. Stúdent frá hag-
fræðideild VÍ 1977. Innkaupa-
stjóri hjá Stálvík hf. í Garðabæ
og síðar Íslenska stálfélaginu hf.
og því næst rekstrarstjóri brota-
járnsvinnslu 1990–2000. Fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar frá 1.
september 2000. Sveinn er giftur
Sólveigu A. Skúladóttur leik-
skólakennara, starfandi hjá Líf-
eyrissjóði verslunarmanna, og
eiga þau tvo syni, Magnús Leif
og Þorstein Skúla.
…sem er
sorglegt og
ánægjulegt