Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 11 fyrsta málið sem skapaði tortryggni milli stjórnenda Landssímans og eiganda fyrirtækisins. Menn töldu að þarna væri verið að einkavæða fyrirtækið innan frá. Einkavæðing- arnefnd óskaði m.a. eftir skýringum frá Símanum á þessu máli og nefndin taldi að það bæri að fara varlega í að þróa félagið með þessum hætti. Tímafrekt að ná samstöðu um söluna Undirbúningur að einkavæðingu Landssímans hófst haustið 1999. Einkavæðingarnefnd skilaði ítar- legri skýrslu um málið í janúar 2001 og í lok mars var gengið frá samn- ingum við Búnaðarbanka Íslands og PricewaterhouseCoopers (PWC) í London og Reykjavík um þjónustu vegna fyrirhugaðrar sölu. Bæði fyr- irtækin veittu ráð við undirbúning málsins en Búnaðarbankinn sá um söluna til innlendra aðila, en PWC var ráðgefandi við sölu til erlendra fjárfesta. Talsverðan tíma tók að skapa fulla pólitíska samstöðu innan stjórnar- flokkanna um sölu Landssímans. Innan beggja flokkanna voru raddir sem lýstu áhyggjum af því að með sölunni yrði ekki nægilega vel tryggt að símnotendur á landsbyggðinni fengju aðgang að gagnaflutninga- þjónustu til jafns við íbúa á höfuð- borgarsvæðinu og eins voru uppi kröfur um jafnræði í verðlagningu. Innan Framsóknarflokksins voru einnig uppi þau sjónarmið að skilja ætti grunnnet Símans frá annarri þjónustu. Engin fordæmi eru fyrir því að slík leið hafi verið farin við einkavæðingu fjárskiptafyrirtækja í öðrum löndum og þegar í ljós kom að menn voru ekki meira en svo vissir um hvað ætti að fylgja grunnnetinu var fallið frá þessari hugmynd. Það var ekki fyrr en í lok apríl í fyrra sem endanlegt samkomulag náðist milli stjórnarflokkanna um frumvarp sem heimilaði sölu á hlut ríkisins í Landssímanum. Lög um söluna voru ekki samþykkt fyrr en 21. maí skömmu fyrir þinghlé. Í um- ræðum um málið gaf samgönguráð- herra ekki skýr svör um það hver- nær salan hæfist; sagði einungis að það yrði gert þegar skynsamlegt þætti og þá ekki síst með tilliti til að- stæðna á markaðinum. Af hálfu Landssímans og Búnað- arbankans var lögð mikil áhersla á að þannig yrði unnið að málinu af þeirra hálfu, að það yrði ekki við Símann eða bankann að sakast ef fresta þyrfti sölunni. PWC, Búnað- arbankinn og Síminn komu sér sam- an um verkáætlun sem miðaðist við að hægt væri að hefja sölu á hluta- bréfunum um miðjan júní. Innan einkavæðingarnefndar voru menn hins vegar efins um að það tækist að ljúka öllum undirbúningi fyrir vorið. Í apríl sendi nefndin minnisblað til ráðherra þar sem seg- ir að Landssíminn sé ekki undirbú- inn undir sölu um vorið og gagnrýndi jafnframt margt í rekstri og stjórn- un Símans. Nefndin lagði eindregið til að sölunni yrði frestað til hausts. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, mótmælti kröftuglega þess- um ásökunum á fundi með sam- gönguráðherra og sagði vel fram- kvæmanlegt að hefja sölu strax. Ráðherra féllst á að halda þeim möguleika áfram opnum að hefja sölu um vorið. Allir sem að málinu komu viður- kenndu þó að tíminn væri orðinn naumur því menn voru sammála um að óskynsamlegt væri að standa í sölu yfir sumarmánuðina. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði opin- berlega fyrir nokkrum dögum, að eftir að samkomulag hafði tekist um söluna hefðu framsóknarmenn lagt áherslu á að flýta málinu með það að markmiði að hefja söluna strax um vorið. Þessum sjónarmiðum hefði verið komið á framfæri við einka- væðingarnefnd. Sjálfstæðismenn segja hins vegar þessa gagnrýni framsóknarmanna núna ósann- gjarna. Ef framsóknarmenn hefðu ekki tekið sér svona langan tíma í að fallast á söluna hefðu menn ekki lent í tímaþröng um vorið og jafnvel hefði verið hægt að hefja söluferil meðan enn ríkti bjartsýni á hlutabréfa- mörkuðum þegar erlend fjarskipta- fyrirtæki kepptust við að kaupa hlut í litlum arðvænlegum símafyrirtækj- um. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur bent á að ekki væri hægt að fara af stað með söluna fyrr en bú- ið væri að afgreiða kæru Tals hf. sem kært hafði stofnefnahagsreikning Landssímans til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Fleiri voru þeirrar skoðunar að það væri óæskilegt að hefja sölu meðan þetta mál væri ófrágengið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var á þessum tíma full samstaða innan einkavæðingar- nefndar um að þessi kæra stöðvaði ekki söluna. Einfalt væri að setja fyrirvara við sölu hlutabréfanna með vísan til úrskurðar ESA. Innan Landssímans höfðu menn þó áhyggj- ur af því að sala með fyrirvörum gæti orðið til þess að skapa deilur ef ESA tæki kröfuna til greina. Það gerði stofnunin raunar ekki, en sú niður- staða kom í júlí. Átök um verðlagningu Í lok júní tók ríkisstjórnin ákvörð- un um að fresta sölu Landssímans fram í september. Þá lá fyrir verð- mat PWC á fyrirtækinu sem hljóðaði upp á 43 milljarða. Vegna frestunarinnar var nauð- synlegt að láta fara fram nýtt verð- mat á Símanum því að margt getur breyst á þremur mánuðum og hugs- anlegir kaupendur sættu sig að sjálf- sögðu ekki við að vera með gamlar upplýsingar í höndunum þegar kæmi að sölu. Endurskoðað verðmat PWC var hins vegar óbreytt, 43 milljarðar. Það er mikilvægt að átta sig á að verðmat er ekki það sama og verð- lagning, en eins og allir vita gefa menn oft einhvern afslátt frá verð- mati til að auka líkur á sölu. Meðal þeirra sem komu að verðlagning- unni, þ.e. einkavæðingarnefndar, ríkisstjórnarinnar og ráðgjafafyrir- tækja nefndarinnar PWC og Búnað- arbankans, voru uppi ýmis sjónar- mið um hver verðlagningin ætti að vera. Rætt var um að gefa 5, 10 eða allt upp í 20% afslátt frá verðmatinu. Innan einkavæðingarnefndar voru uppi þau sjónarmið að halda ætti sig við verðmatið en það hefði þýtt að gengi hlutabréfanna hefði átt að vera 6,1. Búnaðarbankinn taldi nauðsyn- legt að gefa nokkurn afslátt af því. PWC var hins vegar með svipaðar verðhugmyndir og einkavæðingar- nefnd. „Þú selur aldrei á þessu verði“ Í lok ágúst samþykkti ríkisstjórn- in að gefa 5% afslátt frá verðmatinu og selja á genginu 5,75 sem þýddi að Síminn kostaði tæplega 40,6 millj- arða. Þegar Sturla Böðvarsson kynnti niðurstöðu ríkisstjórnarinnar fyrir forstjóra og stjórnarformanni Landssímans lét Þórarinn þá skoðun strax í ljós að þetta væri of hátt verð. „Þú selur aldrei á þessu verði,“ sagði Þórarinn. Sturla tók þessari gagnrýni illa og sagði að stjórnendur Símans ættu ekki að hafa skoðun á verðinu. Það væri eiganda fyrirtækisins að taka ákvörðun um verðið og starfsmenn fyrirtækisins ættu að vinna að mál- inu í samræmi við vilja eigandans. En það voru fleiri með efasemdir um verðið. Í september, skömmu áð- ur en salan hófst, gengu stjórnendur Búnaðarbankans, Árni Tómasson og Ingvi Örn Kristinsson, á fund einka- væðingarnefndar. Bankinn var þá búinn að kynna söluna á markaðnum og heyrði þar talsverða gagnrýni á verðið. Þeir lýstu á fundinum með nefndinni yfir efasemdum um verðið og fóru fram á að það yrði lækkað. Hafa ber í huga að þessi fundur er haldinn eftir hryðjuverkaárásina 11. september. „Einkavæðingarnefnd hlustaði ekkert á Búnaðarbankamenn,“ sagði einn heimildarmanna blaðsins. Ann- ar lýsti þessu erindi Búnaðarbank- ans með þeim orðum að bankinn hefði farið á taugum. Afstaða bank- ans hefði verið furðuleg, ekki síst í ljósi þess að hann hefði bréflega nokkrum dögum áður lýst sig sam- mála verðlagningunni. Þeir sem töldu verðið of hátt bentu m.a. á að 5% afsláttur væri ekki nóg. Hann hefði kannski verið nægur fyr- ir einhverjum misserum þegar meiri bjartsýni ríkti á markaðinum. Nú væru hins vegar aðstæður breyttar. Það ríkti ekki sama bjartsýni á hlutabréfamörkuðum og áður. Margir væru brenndir af fjárfest- ingamistökum, ekki síst í tæknigeir- anum. Aðrir benda á að verðlagningin hafi verið sanngjörn. Núna sé mark- aðurinn hins vegar kaupendamark- aður og kaupendur séu ekkert að flýta sér að kaupa. Það sé ekki óraunhæft að selja á þessu verði, en það geti hins vegar tekið langan tíma. „Það var gerð atlaga að verðinu af aðilum sem ætluðu sér að kaupa Símann en sættu sig ekki við verð- lagninguna. Það hefði verið ábyrgð- arleysi að láta undan þessum þrýst- ingi,“ sagði heimildarmaður blaðsins sem tók þátt í að ákveða verðið. Efasemdir um sölufyrirkomulag Annar þáttur sölunnar sem ekki skipti síður máli var fyrirkomulag hennar. Átti að byrja á að selja kjöl- festufjárfesti eða átti fyrst að selja almenningi? Ýmis sjónarmið komu þar upp. Sumir töldu að eðlilegt væri að selja fyrst til kjölfestufjárfestis m.a. með vísan til þess að almennir fjárfestar vildu vita fyrirfram hvaða aðili kæmi til með að eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu. Sú stefna sem nýr eigandi, sem átti að fá meirihluta í stjórn, tæki gæti skipt verulegu máli þegar verið væri að meta fyrirtækið til framtíðar. Aðrir bentu á að venjan væri sú að gengi hlutabréfanna hækkaði þegar samningar tækjust um sölu til kjölfestufjárfestis. Þar með væri verið að skapa aðstæður sem leiddu til þess að almenningur þyrfti að greiða hærra verð fyrir bréfin en sá sem væri kominn með ráðandi hlut. Eðlilegra væri að al- menningur á Íslandi nyti þess að bréfin hækkuðu í verði. Þetta var sjónarmið einkavæðingarnefndar en Þórarinn V. var í hópi þeirra sem vildu byrja að selja til kjölfestufjár- festis. Niðurstaðan varð sú að selja í fyrsta áfanga 16% af heildarhlutafé í áskriftarsölu til almennings og starfsmanna. Ennfremur tilkynnti einkavæðingarnefnd að 8% af heild- arhlutafé yrði selt í tilboðssölu. Þá áformaði nefndin að selja kjölfestu- fjárfesti 25% heildarhlutafjár. Jafn- framt lýsti ríkið því yfir að það myndi tryggja kjölfestufjárfesti 4 af 7 stjórnarmönnum með ákveðnum skilyrðum sem sett yrðu með sam- komulagi milli ríkisins og kjölfestu- fjárfestisins. Jafnframt var honum veittur kaupréttur að 10% heildar- hlutafjár á sama verði á tímabilinu 1. nóvember 2002 til 1. febrúar 2003. Ekki var hægt að vera óheppnari með dagsetningu Kynningarfundir voru haldnir fyr- ir fjárfesta bæði innanlands og er- lendis. Á þessum fundum komu fram efasemdir um verðlagninguna. Hér heima gagnrýndu ýmsir verðið og í þeim hópi voru m.a. fjármálafyrir- tæki og fagfjarfestar. Einkavæðing- arnefnd og samgönguráðherra héldu því fram að menn væru að reyna að tala niður verðið og þeir sem ábyrgð báru á sölunni hefðu ekki ráðið við þennan kór. Það er athyglisvert að þeir sem höfðu það hlutverk að verja verðlagninguna, þ.e. Búnaðarbank- inn og forstjóri Landssímans voru þeirrar skoðunar að verðið væri of hátt og því má kannski segja að eitt- hvað hafi skort upp á að þeir hafi haft sannfæringu fyrir því þegar þeir sögðu við markaðsaðila að það væri ekki of hátt. Ákveðið var að almenn áskriftar- sala og tilboðssala færi fram dagana 19.–21. september. Sem kunnugt er var gerð hryðjuverkaárás á New York og Washington 11. september sem hafði mikil áhrif á hlutabréfa- markaði um allan heim. Flestir gerðu sér grein fyrir að þessir at- burðir kynnu að hafa neikvæð áhrif á fyrirhugaða sölu Landssímans og til umræðu kom að fresta henni. Nið- urstaðan varð hins vegar sú að gera það ekki. Eftir á eru menn sammála um að hin neikvæðu áhrif sem árásin hafði á markaðina hafi verið víðtæk- ari en menn gerðu sér almennt grein fyrir á þessum tíma. Tímasetning sölunnar hefði ekki getað verið óheppilegri. Ekki er ofsagt að árangur af söl- unni hafi valdið mönnum vonbrigð- um. Af þeim 24% sem voru til sölu í fyrsta áfanga seldust aðeins 5% sem var það lágt hlutfall að ekki var hægt að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands eins og stefnt hafði verið að. Um 2.600 einstaklingar skráðu sig fyrir hlut í útboði á 16% hlutafjár, en 19 tilboð bárust frá fagfjárfestum í 8% hlutinn. Aðeins um helmingur hlutafjárloforðanna hefur innheimst og því hefur aðeins tekist að selja um 2% hlutabréfanna. Það vakti mikla athygli að enginn af stóru lífeyrissjóðunum sendi inn tilboð. Sturla Böðvarsson sagði þeg- ar þessi niðurstaða lá fyrir að lífeyr- issjóðirnir hefðu sammælst um að sniðganga útboðið. Því mótmæltu forsvarsmenn þeirra harðlega. Þeir bentu á að fleiri hlytu þá að hafa tek- ið þátt í slíkum samblæstri því að bankarnir, tryggingafélögin og fleiri stórir fagfjárfestar hefðu ekki held- ur sent inn tilboð. Ýmsir urðu til þess að bera fram ásakanir á hendur Þórarni um að hann hefði tekið þátt í að móta af- stöðu stjórnenda sjóðanna. Þórarinn V. hefur í gegn um störf sín hjá sam- tökum vinnuveitenda ítök í lífeyris- sjóðakerfinu og situr m.a. í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins. Þessum ásökunum vísaði hann al- gerlega á bug. Fjölmiðlar leituðu að sjálfsögðu eftir skýringum á því hvers vegna illa hefði gengið að selja. Svörin af hálfu stjórnvalda voru óheppileg tímasetning, talað hefði verið gegn verðinu, menn hefðu sammælst um að kaupa ekki o.s.frv. Í frétt í Fréttablaðinu 25. septem- ber, sem var undir fyrirsögninni Þórarinn V. Þórarinsson var í hópi þeirra sem taldi verðið á Landssímanum of hátt og hann gagnrýndi einnig sölufyrirkomulagið. Þessi gagnrýni hans féll ekki í góðan jarðveg hjá einkavæðingarnefnd og samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði til að stjórnarformaður Landssímans sæti fundi einkavæðingarnefndar þegar sala á fyrirtækinu væri til umræðu. Því hafn- aði nefndin. Hreinn Loftsson fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar stóð fast gegn öllum kröf- um um að gefinn yrði meiri afsláttur frá verðinu til að auka líkur á sölu Landssímans. Sjónarmið hans og ríkisstjórnarinnar fóru saman í þeim efnum. Halldór Blöndal fyrrverandi sam- gönguráðherra gaf Þór- arni V. Þórarinssyni fyr- irheit um að hann yrði ráðinn forstjóri Landssím- ans. Það kom í hlut eft- irmanns hans á ráðherra- stóli að ganga frá ráðningunni. Frosti Bergsson stjórnarformaður Opinna kerfa var í viðræðum við TDC og fleiri fjárfesta um kaup á Landssímanum á sama tíma og einkavæð- ingarnefnd var að ræða við TDC um sölu. Friðrik Pálsson stjórnarformaður Lands- símans svaraði gagnrýni einkavæðingarnefndar á stjórn og rekstur Lands- símans fullum hálsi og fékk samgönguráðherra til að halda þeim möguleika opnum að hefja sölu á fyr- irtækinu strax um vorið. Davíð Oddsson forsætisráðherra taldi ráðningu Þórarins V. Þór- arinssonar í forstjórastól hjá Landssímanum ekki eftirsóknarverða, en tók þá afstöðu að setja sig ekki upp á móti henni. ’ Sturla tók þessari gagnrýni illa og sagðiað stjórnendur Símans ættu ekki að hafa skoðun á verðinu. Það væri eiganda fyrirtækisins að taka ákvörðun um verðið og starfsmenn fyrirtækisins ættu að vinna að málinu í samræmi við vilja eigandans. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.