Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
umhugsunarfrest og ræða við fjöl-
skyldu sína hvort þeir eigi að
þiggja starfið. Það er stór ákvörð-
un að starfa í þessum málaflokki.
Við mættum kannski stundum
fylgja þessum hótunum eftir, en oft
er erfitt um vik því engin vitni eru
að atburðum. Einhver þrífur í toll-
vörð og hvíslar í eyra hans að hann
viti í hvaða skóla börnin hans
ganga. Fíkniefnasalar búa sér til
rammgerð virki, jafnvel með
myndavélum við útidyr og stál-
hurðum. Þetta er ekki bara vegna
þess að þeir halda að fylgst sé með
þeim, heldur er ofsóknarbrjálæðið
allsráðandi. Þá er styttra í ofbeldið
á allan hátt. Þetta kemur í ljós á
öllum snertiflötum þeirra við um-
heiminn, hvort sem er við löggæslu
eða í auknu ofbeldi í þjóðfélaginu.“
Helgi tekur undir að erfitt hljóti
að vera að starfa í þessum heimi,
enda ríki þar eins konar frumskóg-
arlögmál, sem kalli fram ofbeld-
isverk. „Ég hef stundum velt því
fyrir mér hvort mjög harðar lög-
regluaðgerðir ýti undir ofbeldið og
þær ranghugmyndir sem menn
hafa í þessum heimi. Það er auð-
vitað rétt, sem Þórarinn bendir á,
að fíkniefni hafa mjög ólíka verkan.
Amfetamínið er til dæmis örvandi
á meðan kannabis er róandi.
Amfetamínið kom í kjölfarið á
kannabisefnum upp úr 1980. Þá
hafði lögreglan lagt hald á svo mik-
ið magn af kannabisefnum að talað
var um kannabisþurrð. Ég velti því
fyrir mér hvort þetta hafi beinlínis
rutt brautina fyrir sterkari efni
eins og amfetamín og önnur hvít
efni, sem er auðveldara að smygla
inn því miklu minna fer fyrir þeim
og þau eru þar að auki lyktarlaus.“
Guðmundur vísar til þess að nú
liggi fyrir upplýsingar frá ávana-
og fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík, þar sem fram komi að
harðari viðurlög við innflutningi e-
pillunnar hafi leitt til þess að menn
veigri sér núna við slíkum innflutn-
ingi. „Þetta gengur þvert á kenn-
ingu þína, Helgi, því dómar vegna
kannabismála eru miklu vægari en
dómar vegna e-töflunnar og amf-
etamíns. Stundum heyrast þær
raddir að ekki eigi að banna kann-
abisefni og að sums staðar erlendis
sé neyslan leyfð. Þá er því til að
svara að hér á landi er viðurlögum
beitt fyrir meðhöndlun efnanna,
kaup þeirra og sölu, en ekki fyrir
það eitt sem fólk hefur látið ofan í
sig. Í umræðunni hefur því borið á
misskilningi. Ég held að við höfum
ágæta löggjöf varðandi fíkniefna-
málin.“
Guðmundur bætir við að mik-
ilvægast sé að koma í veg fyrir að
fólk leiðist út í fíkniefnaneyslu.
„Það er grunnurinn, en við þurfum
líka að skoða árangur meðferðar.
Ég hef til dæmis ekki séð neinar
kannanir hér á landi um hve marg-
ir hætta neyslu eftir fyrstu, aðra
eða þriðju meðferð.“
Þórarinn segir reynsluna hér
heima og erlendis sýna að meðferð
skili mjög góðum árangri. „Besta
aðferðin til að fækka afbrotum er
góð geðmeðferð og vímuefnameð-
ferð. Fólk sem hættir að reykja
þarf oft margar atrennur. Í með-
ferð skiptir mestu að tryggja sam-
starfsvilja sjúklinga. Staðreyndin
er sú að um helmingur þess fólks
sem kemur í fyrsta skipti í meðferð
nær bata. Hinir koma aftur og þá
næst einnig árangur. Flestir ná sér
út úr þessu með tiltölulega fáum
meðferðum, en þá situr eftir um
500 manna hópur, sem kemur aftur
og aftur. Það er ódýrast fyrir heil-
brigðiskerfið að hafa þetta fólk
áfram í meðferð, því aðalkostnaður
kerfisins vegna vímuefnaneytenda
er á slysadeildum og almennum
deildum sjúkrahúsanna.“
Ósanngjarnt að líta eingöngu
til lögreglu og tollgæslu
Jóhann er ánægður með þann
mikla árangur sem hann segir að
náðst hafi á síðustu tveimur árum.
„Við vitum að verðið á fíkniefnum
hefur farið hækkandi vegna þess
að við höfum náð að greiða sölu-
mönnum fíkniefna þung högg. Öll
upplýst umræða er af hinu góða,
en ég vara sterklega við hugmynd-
um um lögleiðingu fíkniefna. Það
er engin töfralausn, öðru nær.
Margir líta til frjálsræðis í kann-
abisneyslu í Hollandi, en gleyma
því þá að Holland er mið-
stöð fíkniefnadreifingar í
Evrópu. Frjálsræðið hef-
ur leitt til þess. Hins veg-
ar er margt athyglisvert
hjá þeim, til dæmis mjög
mikið forvarnarstarf,
markvissar og harðar að-
gerðir tollgæslu og lög-
reglu og svo nálgast þeir
málið sem heilbrigðis-
vandamál og ákveðnir
sjúklingar fá meðhöndlun
í samræmi við það. Við
eigum að forðast að ein-
falda þessa umræðu um
of. Það er til dæmis mjög
ósanngjörn og óraunhæf
krafa að ætlast til að lög-
regla og tollgæsla leysi
þetta mál. Við verðum
vissulega að berjast gegn
þessum vágesti eins og
við getum, en við verðum
að ná sátt um hve mikl-
um fjármunum á að eyða
í þetta. Mér finnst líka
vanta mikið á fræðslu og
forvarnir bæði í skólum
og meðal foreldra.
Hversu margir þekkja til dæmis
einkenni fíkniefnaneyslu? Lykta
efnin eða sérðu það á augum ung-
menna að þau hafi neytt fíkniefna?
Hvernig breytist fólk í hegðun?“
Helgi segist vita að lögreglan
standi sig vel í að framfylgja þeim
lögum sem hún hafi til að styðjast
við. „Það er hins vegar erfiðara að
meta árangurinn, til dæmis virðist
eftirspurn eftir fíkniefnum vera
nokkuð stöðug og framboðið nægt,
sem sést á því að verðlagið hefur
lítið breyst. Það veldur þó áhyggj-
um að framboð á sterkari efnum
virðist jafnvel vera meira en fram-
boð á veikari efnum í ljósi nýlegra
frétta frá lögreglunni.“
Þórarinn segir að árangur með-
ferða sjáist til dæmis á því að nú
leiti hlutfallslega miklu færri yfir
þrítugt sér meðferðar en áður, en
fjölmennustu aldurshóparnir eru
18 og 19 ára. „Kannabisneyslan
flyst greinilega ekki upp um ald-
urshópa, svo aðgerðir í þjóðfélag-
inu eru greinilega að skila sér. Það
er alls ekki hægt að hugsa sér að
sleppa löggæsluþættinum og lög-
leiða kannabisefni.“
„Það er stöðug eftirspurn og fólk
virðist alltaf geta náð sér í efni,“
segir Helgi. „Ég held í sjálfu sér
að fáir ræði í fullri alvöru að við
ættum að lögleiða fíkniefni og það
má benda á að ekkert vestrænt ríki
hefur lögleitt fíkniefni.“
Hæstiréttur
mótar stefnuna
Þegar voðaverk eru framin
verða raddir um strangari refs-
ingar oft háværar. Nú hafa dóm-
stólar tekið hart á fíkniefnamálum,
sérstaklega þó málum þar sem e-
pillan kemur við sögu. Myndu
harðari refsingar við of-
beldisverknaði hafa
sömu fæliáhrif?
Sigríður tekur undir
að dómar í fíkniefnamál-
um sýni að dómstólar
taka hart á slíkum brot-
um. „Alvarlegustu lík-
amsárásirnar geta varð-
að allt að 16 ára
fangelsi, en það viðmið
er langt frá þeim dóm-
um sem falla. Af hálfu
ákæruvaldsins er tiltek-
ið í hverju einstöku máli
hvað eigi að hafa áhrif á
refsinguna. Brot sem
beinast gegn lífi og lík-
ama fólks hljóta að vega
þar einna þyngst, en
einnig er litið á brota-
vilja viðkomandi og
fleira. Ef málinu er
áfrýjað, sem nær oftast
er af hálfu dómþolanna,
þá krefst ákæruvaldið
alltaf þyngingar á refs-
ingu. Það er þá Hæsta-
réttar að móta stefnuna.
Við heyrum auðvitað
þjóðfélagsumræðuna um að dómar
í líkamsárásamálum og kynferðis-
afbrotamálum ættu að vera þyngri,
en embætti ríkissaksóknara getur
ekki gert annað en að leggja mat á
því í hendur dómstóla.“
Guðmundur bætir við að þótt
strangir dómar í e-pillumálum hafi
leitt til þess að Íslendingar veigri
sér nú við að smygla efninu til
landsins, þá sé ekki þar með sagt
að þyngri dómar í ofbeldisbrota-
málum hafi sömu áhrif. „Það gildir
annað um smygl á fíkniefnum, sem
er vandlega undirbúið brot, sem
töluverðan tíma tekur að skipu-
leggja og framkvæma, en skyndi-
lega árás. Þar gefa menn sér ekki
tíma til að hugleiða afleiðingar
verknaðarins, bæði fyrir fórnar-
lambið og árásarmanninn sjálfan.
Ef svo væri myndi slíkum verkn-
uðum fækka.“
Þarf að breyta umhverfinu sem
ofbeldið sprettur úr
Af umræðunni síðustu daga er
ljóst að almenningi er mjög brugð-
ið vegna atburðarins á Víðimel, þar
sem saklaus vegfarandi lá í valn-
um. Hvað er til ráða til að auka ör-
yggi borgaranna?
Guðmundur Guðjónsson, yfirlög-
regluþjónn hjá embætti ríkislög-
reglustjóra, bendir á að embætti
ríkislögreglustjóra hafi þegar haf-
ist handa við að kortleggja vand-
ann, til dæmis með samantekt um
ofbeldisverk. „Slíka samantekt, þar
sem fram kemur hvenær og hvar
brot eru framin, auk margra ann-
arra atriða, er hægt að nýta í bar-
áttunni gegn ofbeldinu. Það koma
hins vegar fleiri að þessum málum,
s.s. félagsmála- og heilbrigðisyfir-
völd. Mörg alvarlegustu ofbeldis-
verkin gerast innan veggja heim-
ilanna og í nýlegri könnun lög-
reglunnar í Reykjavík, sem
framkvæmd var af Margréti Lilju
Guðmundsdóttur og Rannveigu
Þórisdóttur, kemur fram að 41%
aðspurðra höfðu mestar áhyggjur
af ofbeldisverkum. Almenningur
vill berjast gegn ofbeldi, en þessi
sami almenningur fremur brotin,
undir áhrifum áfengis eða annarra
vímuefna. Við þurfum að reyna að
breyta því umhverfi sem ofbeldið
sprettur upp úr og almenningur
verður að gera sér grein fyrir
hvaða kringumstæður leiða til of-
beldisverka, svo hann geti forðast
þær. Ég vil því benda fólki á að
það getur kynnt sér skýrslu rík-
islögreglustjórans um brot gegn
lífi og líkama á heimasíðu lögregl-
unnar, logreglan.is.“
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, segir
að hjá lögreglu og tollgæslu sé já-
kvæð þróun í gangi. „Nú nálgast
menn vandann á vísindalegan hátt,
með kortlagningu brota og orsaka
vandans. Umræðan er upplýstari
en áður og á eftir að skila okkur
fram á veginn. En vissulega hafa
menn miklar áhyggjur af fíkniefn-
unum og það er erfitt að meta ár-
angurinn. Ég vil þó benda á að fyr-
ir 1999 gripum við varla nokkurn
útlending við fíkniefnainnflutning,
en þegar betur fór að ganga að
koma böndum á íslenska sölumenn
fíkniefna þá brást þeim kjarkur.
Nú er á annan tug útlendinga á
bak við lás og slá eða nýbúnir að
afplána dóma fyrir fíkniefnasmygl.
Þetta eru Hollendingar, Frakkar,
Þjóðverjar, Bretar og Danir og það
er alveg ljóst að þetta hlýtur að
endurspegla árangurinn. Ég vil
líka nefna að í september 1999
endurskipulögðum við fíkniefna-
deild tollgæslunnar á Keflavíkur-
flugvelli. Fyrstu níu mánuði þess
árs fundum við ólögleg fíkniefni að
götuverðmæti um 3 milljónir
króna, en það sem eftir lifði ársins
efni að verðmæti 15 milljónir
króna. Árið 2000 var þessi tala
komin upp í 100 milljónir og í fyrra
300 milljónir króna, en þá kom
reyndar inn eitt mjög stórt mál.
Þessi árangur byggist m.a. á aukn-
um fjárveitingum, betri samvinnu
og meiri menntun tollgæslu- og
lögreglumanna.“
Jóhann og Guðmundur segja að
þótt útlendingar séu í auknum
mæli gripnir við fíkniefnasmygl
þýði það ekki að erlend glæpa-
samtök hafi náð að hasla sér völl
hér á landi. Guðmundur vísar m.a.
til þess, að frá 1999 hafi samstarfs-
hópur lögreglu og tollgæslu unnið
að því að afla upplýsinga um
glæpasamtök á borð við hina
dönsku Hell’s Angels, með það að
markmiði að koma í veg fyrir að
skipulögð glæpastarfsemi nái hér
fótfestu. „Ég get bætt því við, að
grunur leikur á að hluti af þeim
fíkniefnum sem við höfum nýlega
lagt hald á á Keflavíkurflugvelli
tengist skipulagðri, erlendri glæpa-
starfsemi. En þá sendingu stöðv-
uðum við,“ segir Jóhann.
Friðsamt þjóðfélag,
þrátt fyrir allt
Sigríður Jósefsdóttir saksóknari
segir að forvarnir í sinni víðtæk-
ustu mynd hljóti að vera mikilvæg-
astar í baráttunni gegn fíkniefnum
og ofbeldisglæpum. „Nýmæli í lög-
gjöf eða breytingar á löggjöf eru
auðvitað pólitískar ákvarðanir, en
Morgunblaðið/Kristinn
Guðmundur Guðjónsson
yfirlögregluþjónn:
„Um 1990 var mikil umræða um aukið ofbeldi.
Lögreglan hafði af þessu áhyggjur, þar sem
henni fannst umræðan ómálefnaleg og geta
hvatt fólk til að vopnast, sér til varnar, en beita
svo vopninu í árásarskyni í hita leiksins. Ég man
eftir ungum manni, sem var vel gerður í alla
staði að því er menn best vissu og hafði gengið
vel í lífinu. Hann var samt kominn með hníf sér í
hönd og beitti honum á annað fólk. “
Jóhann R. Benediktsson
sýslumaður:
„Lögreglan þekkir það vel, rétt eins og tollverð-
irnir hjá okkur á Keflavíkurflugvelli, að hótanir
eru algengar. [...] Við mættum kannski stundum
fylgja þessum hótunum eftir, en oft er erfitt um
vik því engin vitni eru að atburðum. Einhver þríf-
ur í tollvörð og hvíslar í eyra hans að hann viti í
hvaða skóla börnin hans ganga. “
Helgi Gunnlaugsson
félagsfræðingur:
„Amfetamínið kom í kjölfarið á kannabisefnum
upp úr 1980. Þá hafði lögreglan lagt hald á svo
mikið magn af kannabisefnum að talað var um
kannabisþurrð. Ég velti því fyrir mér hvort þetta
hafi beinlínis rutt brautina fyrir sterkari efni eins
og amfetamín og önnur hvít efni, sem er auðveld-
ara að smygla inn því miklu minna fer fyrir þeim
og þau eru þar að auki lyktarlaus.“
Sigríður Jósefsdóttir saksóknari:
„Á síðasta ári voru gefnar út 18 ákærur vegna
stórfelldra líkamsárása, þar af 11 vegna árása ár-
ið 2000 og sjö frá 2001. Þessi mál eru mörg
mjög alvarleg, menn beita hnífum, brotnum
flöskum, hættulegum höggum í höfuð, taka fórn-
arlömbin hálstaki svo þau missa meðvitund og
eitt dæmi er um að bifreið var ekið viljandi á
mann.“
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir:
„Það er fyrst nú á síðustu árum sem grundvöllur
er til að tala um skipulögð ofbeldisverk. Breyt-
inguna má rekja til amfetamínneyslunnar, það er
aðalvímuefnið hér og það efni sem nær sterk-
astri ánetjan. Það hefur lengi verið tengt ofbeldi
og menn jafnvel tekið svo til orða að það geti
valdið morðfýsn.“