Morgunblaðið - 24.02.2002, Side 19
þeir sem gerst til þessara mála
þekkja ættu að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri við löggjafann.
Hjá embætti ríkissaksóknara
skynjum við vel eitt meginmarkmið
lögreglunnar, að koma í veg fyrir
afbrot, ekki síður en að taka á
frömdum brotum.“
Helgi Gunnlaugsson, dósent í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands, seg-
ir skiljanlegt að óhugur grípi fólk
þegar voðaverk eru unnin í íbúðar-
hverfum. „Við erum fámenn þjóð
og eigum auðvelt með að setja okk-
ur í spor fórnarlambsins í svona
tilviki. Auðvitað vildum við gjarnan
að svona atburðir gerðust ekki hér,
en það er hollt fyrir okkur að hafa
í huga að við búum þrátt fyrir allt í
mjög friðsömu og öruggu sam-
félagi og getum verið stolt af
mörgu. Við ættum því að gæta
okkar á að skapa ekki of mikinn
óróa í samfélaginu út af einstaka
málum, sem þó hljóta ávallt að
vekja skelfingu.
Varðandi árangurinn í barátt-
unni við fíkniefnin, þá er það nú
svo að þessi efni hafa tekið sér ból-
festu hér, hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Meðferðartölur
sýna að margt ungt fólk þarf að
leita sér aðstoðar vegna misnotk-
unar þessara efna, en meirihluti
neytenda kemur þó hvergi nærri
afbrotum og ofbeldi. Við þurfum að
huga að eftirspurninni, hvað það er
í samfélaginu sem gerir það að
verkum að við viljum neyta allra
þessara efna. Við verðum að leitast
við að draga úr skaðanum sem efn-
in valda. Það er hægt að gera á
ýmsan hátt, til dæmis með fræðslu,
með aðgengi að hreinum nálum
fyrir langt leidda fíkla eða kennslu
í hvernig hreinsa beri nálar og
fleira í þeim dúr. Við berum öll
ábyrgð á að draga úr skaðanum, án
þess að horfa til öfganna, sem eru
annars vegar hertar refsingar og
hins vegar lögleiðing fíkniefna. Í
Evrópu er mikil gerjun í þessum
málum og þar er víða leitast við að
finna lausnir í samvinnu við neyt-
endur, enda er stríð gegn fíkniefn-
um ekkert annað en stríð gegn
fólki.“
Fræðsla
og aðhald
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
SÁÁ, segir að ekki verði enn séð
fyrir endann á þeirri aukningu,
sem orðið hefur í neyslu vímuefna
hér á landi frá 1996. „Við megum
ekki gleyma þeim árangri sem við
náðum frá því að neyslan var mikil
1985–1987 og allt fram til 1996. Þá
vorum við í ágætum málum, en
þótt margt sé gert þurfum við enn
að herða tökin. Löggæsla er auð-
vitað forvarnarstarf og við höfum
allt of lítið hugað að því að hefta
aðgengi yngsta fólksins að vímu-
efnum. Fræðsla dugar ekki á ung-
linga undir 18 ára aldri, þar er það
aðhaldið eitt sem dugar og full-
orðna fólkið verður að axla þá
ábyrgð. Við byrjuðum líka á vit-
lausum enda í fræðslunni. Ungling-
ar fá fræðslu, en ekki læknar,
hjúkrunarfræðingar eða foreldrar.
Er nú ekki tímabært að snúa þessu
við?
Þá vil ég ítreka, að það er gjör-
samlega óviðunandi að við skulum
ekki taka illa farna fíkniefnaneyt-
endur, sem eru haldnir geðsjúk-
dómum, og koma á skipulagðri
meðferð fyrir þetta fólk, með við-
unandi félagslegum úrræðum.
Þetta eru ekki nema um 200
manns, sem þarf að sinna almenni-
lega. Auðvitað er þetta dýrt, en
það margborgar sig.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 19
Alltaf á þriðjudögum
FRÉTTIR
mbl.is